Morgunblaðið - 30.01.2015, Side 44

Morgunblaðið - 30.01.2015, Side 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vertu viðbúinn því að þurfa að verja mál þitt fyrir háttsettum aðilum. Reyndu að læra sem mest af sem flestum því það er gott veganesti út í lífið. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér kann að finnast erfitt að ná sam- bandi við vini þína í dag vegna þess að þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Leit- aðu uppi skemmtilegheit því gleðin hressir, bætir og kætir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Samskipti við systkini og aðra fjöl- skyldumeðlimi gætu orðið stirð í dag. Gleymdu samt ekki að leyfa öðrum að njóta hlutanna með þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gættu þín í umgengni við aðra, eink- um þá sem þú hefur ekki ástæðu til að telja á þínu bandi. Aðrir munu bregðast fljótt við at- hugasemdum þínum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Spyrðu sjálfan þig hvað þú værir að gera ef þú værir ekki að leysa úr alls konar flækjum. Ekki vera með stæla – stattu við orð þín og gjörðir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þig langar að kaupa eitthvað í dag vegna þess að þér finnst að þú verðir einfald- lega að eignast það. Sláðu á létta strengi til að laga andrúmsloftið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú telur mikilvægt að bæta samskipti þín við maka þinn. Sérhver samkoma í dag verður skemmtileg þar sem allir þátttakendur fá notið sín. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur mikla hæfileika til þess að ná árangri í fjármálum. Samskipti þín við stofnanir og hópa fólks ættu einnig að ganga mjög vel í dag. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Án nokkurs vafa ertu miðja allrar athygli í félagslífinu. En samt fylgirðu pró- gramminu nákvæmlega, gerir allt sem hún segir þér að gera og ferð jafnvel snemma að sofa. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vertu á varðbergi gagnvart óhöpp- um sem tengjast rafmagni eða eldi. Láttu einskis ófreistað til að ná settu marki. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hrintu áætlunum um endurbætur og standsetningu í framkvæmd. Trúnaðarmál þarf að geyma á öruggum stað. 19. feb. - 20. mars Fiskar Forðastu rifrildi við vini eða félaga í dag, þér hættir til að ýta undir ágreining með framkomu þinni núna. Vertu bara rólegur og láttu öfund þeirra lönd og leið. Þessi vorvísa Sigrúnar Haralds-dóttur minnir okkur á að vorið lifir í okkur – jafnvel á þorra! Mig dreymdi í nótt að vikið nú hefði vetrarins þunga kvöð við húsvegginn stæðu heiðgulir fíflar hundrað í beinni röð og vordísin sjálf hún væri að skrifa hin skærgrænu ljóð á skógarins ungu blöð Sigurlín Hermannsdóttir rifjar það upp á Leirnum að í liðinni viku komu kettir og ýmislegt þeim við- komandi talsvert við sögu: Í fréttum fullt af köttum, fæði þeirra og klæði. Whiskas keypti vaskur og vænar baunir grænar. Við Bengaldýr ei bangin, bróklaus nokkra tók þá. Brjóstahöldin huldu hennar flótta-rennu. Helgi R .Einarsson sendi mér þessa limru á mánudaginn eftir að hafa lesið Vísnahornið: Með kisurnar útsmogin ók, sem ófrjálsri hendi hún tók. Svo aftur fór heim frá ósköpum þeim berbrjósta í engri brók. Hallmundur Kristinsson hafði tíðindi að segja: Skeggjaði karlinn á Kletti ketti á markaðinn setti. Seldi þá svo sjötíu og tvo alla á einu bretti. Ármann Þorgrímsson yrkir af því tilefni að í nýrri reglugerð er lagt bann við því að taka minka í búri upp á skottinu einu saman: Minkurinn þó versti vargur sé og víða lagt til höfuðs mikið fé, upp á skotti ekki taka hann, er við slíku strangt í lögum bann. Frelsið meira annars staðar er, undarlegt það stundum sýnist mér, ef ég laxi orm á króki býð enginn minnist þá á dýraníð. Sigurlín Hermannsdóttir tekur þennan pól í hæðina: Ef veiðikló sem velferð maðka styður og veigrar sér að þræða upp á krók en notar bara flugustöng og fiður því frétt um dýraníð hann illa tók, segjum þá hann vænum laxi landi og lætur nægja taka eina mynd, honum er á höndum nokkur vandi; má halda í sporðinn eða telst það synd? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af köttum, minkum og flugulaxi Í klípu „ÖLL ÞESSI ÁR ÞAR SEM ÞÚ SPARAÐIR AURINN HAFA LOKSINS BORGAÐ SIG. VERÐIÐ Á KOPAR VAR AÐ HÆKKA Á NÝ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EF ÉG FÆ EKKI LAUNAHÆKKUN BRÁÐUM, ÞÁ MUN ÉG LJÓSTRA UPP UM ÞENNAN ÖMURLEGA DÝRAGARÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann kemur til þess að kæta þig. ÉG HEF EKKERT AÐ GERA NEIBBS... EKKERT... EKKERT TIL AÐ GERA... VAR ÉG BÚINN AÐ SEGJA AÐ ÉG HEF EKKERT AÐ GERA? ÞÚ GÆTIR HALDIÐ KJAFTI! PSSSST, HRÓLFUR.. HVAÐ?! ÞÚ HEFÐIR ÁTT AÐ FATTA ÞAÐ FYRR! Í aðdraganda og byrjun þorra vartöluvert rætt um áfengisdrykkju fyrrverandi ráðherra og afleiðingar hennar. Sitt sýnist hverjum en það er ekki nýtt að ráðherrar fái sér staup af og til og hefur þó almennt ekki verið fréttaefni. x x x Margar sögur eru til af áfeng-isdrykkju þingmanna og ráð- herra. Flestar skemmtilegar en það er helst að sjónvarpið hafi skemmt þessa iðju með því að sýna þingmenn- ina í áfengisham. x x x Víkverji las skemmtilega bók semkom út fyrir jólin, Vestfirskir stjórnmálamenn í blíðu og stríðu – Al- þýðusögur í léttum dúr að vestan, sem Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson tóku saman og Vest- firska forlagið gaf út. Þar er meðal annars eftirfarandi saga: x x x Eins og allir vita þykir flestum Vest-firðingum gott í staupinu og var Jón Baldvin liðtækur í þeim efnum líka. Eftirfarandi saga hefur gengið hér vestra um árabil og er hún látin fljóta hér með til gamans þótt ekki sé hún talin alveg trúverðug. Þegar Jón var utanríkisráðherra var hann eitt sinn staddur á utanrík- isráðherrafundi Evrópuríkja í Hels- ingi. Eftir fundinn fengu þeir sér í staupinu vinirnir Jón og Uffe Elle- man Jensen, utanríkisráðherra Dana. Ekki vildi betur til en svo að Jón rúst- aði barinn á hótelinu þar sem þeir gistu. Daginn eftir kom hann til Úffa og bar sig illa. Nú yrði allt vitlaust og þetta yrði blaðamatur og skandall. Úffi sagði Jóni bara að borga skuld- irnar þrefalt og myndi þá málið örugglega látið niður falla. Jón gerði það og allt féll í ljúfa löð. x x x Næst utanríkisráðherrafundur varhaldinn í Kosovo í Bosníu. Þeir vinirnir Úffi og Jón fengu sér að venju vel í staupinu eftir fundinn. Morguninn eftir verður Jóni litið út um gluggann og sér hann að borgin er í rúst. Hann hljóp þá skelfingu lostinn yfir í herbergi Úffa, tók um höfuð sér og sagði: Úffi minn, nú borgar þú.“ víkverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn minni á bug né tók frá mér miskunn sína. (Sálmarnir 66:20)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.