Morgunblaðið - 30.01.2015, Side 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015
„Lagið er um leitina að hinum eina
sanna eða þeim einstakling sem er
fyrir þig. Boðskapur lagsins er að
maður er ekki einn heldur er við-
komandi líka að leita. Það er líka
hlutgerving yfir það að leita bara
að einhverju markmiði og ekki gef-
ast upp.“ Þetta segir Ásta Björg
Björgvinsdóttir, lagahöfundur og
meðlimur sveitarinnar Hinemoa.
Lag þeirra heitir „Þú leitar líka að
mér“ og er Bergrún Íris Sævars-
dóttir textahöfundurinn. Ásamt
Ástu samanstendur Hinemoa af
þeim Rakel Pálsdóttur, Sindra
Magnússyni, Kristófer Nökkva Sig-
urðssyni, Gísla Páli Karlssyni og
Regínu Lilju Magnúsdóttur. Hine-
moa var stofnuð síðasta vor og hef-
ur spilað mikið saman síðan. Ásta
Björg segir að undirbúningur fyrir
keppnina gangi vel. „Við erum
mjög þéttur hópur. Okkar stíll er
reyndar miklu rólegri heldur en
stíllinn í þessu lagi,“ segir Ásta.
„Þetta lag er meira partí.“ Ásta
Björg segir að sveitin taki eitt skref
í einu. „Maður brennir sig alltaf á
því að fara á undan sér og gleyma
að njóta augnabliksins. Auðvitað
langar okkur að vinna, en við
gleymum okkur ekki þar. Það
skiptir mestu máli að hafa gaman
og gera sitt besta.“ audura@mbl.is
Ljósmynd/Ólöf Erla Einarsdóttir
900-9902 Ásta Björg flytur ásamt hljómsveitinni Hínemoa lagið Þú leitar líka að mér.
Gleyma ekki að njóta augnabliksins
„Þetta lag er um söknuð og það að
vilja fá einhverskonar lokatæki-
færi. Þetta er nú bara klassískt við-
fangsefni fyrir ástarballöðu,“ segir
söngvarinn Friðrik Dór Jónsson,
spurður um inntak lagsins „Í síð-
asta skipti“. Friðrik Dór er texta-
höfundur lagsins ásamt þeim
Pálma Ragnari Ásgeirssyni, Ás-
geiri Orra Ásgeirssyni og Sæþóri
Kristjánssyni sem jafnframt sömdu
lagið. Segir Friðrik Dór að þeir fé-
lagar hafi ákveðið saman hvernig
lag þeir vildu semja og út kom lag
sem er nokkuð frábrugðið þeirri
tónlist sem Friðrik Dór hefur sam-
ið sjálfur á sínum ferli. „Það er
frekar frábrugðið fyrir mig en þar
af leiðandi dæmigerðara lag fyrir
Eurovision,“ segir Friðrik Dór.
Friðrik Dór segist ekki hafa leitt
hugann að því hvort hann komist
alla leið til Austurríkis. „En auðvit-
að er það ætlunin og von mín að svo
fari. En ég þarf bara að negla þetta
á laugardaginn, sjá hverju það skil-
ar og svo sjáum við bara til.“
audura@mbl.is
Ljósmynd/Ólöf Erla Einarsdóttir
900-9904 í Síðasta skipti með Friðriki Dór.
Flytjendur og höfundar úr öllum
Fyrra undanúrslitakvöld Söngvakeppni Ríkis-
sjónvarpsins fer fram í beinni útsendingu annað
kvöld. Flutt verða sex lög og eru miklir reynslu-
boltar meðal keppenda. Auður Albertsdóttir og
Lára Halla Sigurðardóttir heyrðu í höfundum.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð
hefur lokið skrifum á handriti kvik-
myndarinnar The Hidden, sem
byggt er á sögu og hugmynd auglýs-
ingaleikstjórans Þórhalls Sævars-
sonar. Þórhallur átti í fyrravor fundi
með kvikmyndaframleiðendum í Los
Angeles sem leist vel á söguna sem
rakin er í myndinni og segist hann
vongóður um að myndin verði gerð
og þá framleidd af Íslendingum og
Bandaríkjamönnum. Önnur funda-
lota er fyrirhuguð núna í vor.
„Það eru tvö ár síðan við byrj-
uðum að vinna í þessu saman en sag-
an nær töluvert lengra aftur, þetta
er hugmynd sem ég var búinn að
ganga með í langan tíma,“ segir Þór-
hallur um samstarf þeirra Óttars.
Hann segir söguna í grunninn
byggða á íslenskum þjóðsögum af
huldufólki og að kvikmyndin, ef af
henni verður, muni falla í flokk hroll-
vekja. Sagan segi af bandarískum
jarðfræðinemum sem stundi rann-
sóknir á hálendi Íslands og komist
að því að huldufólkssögurnar eigi
sér stoð í raunveruleikanum. „Þess-
ar rannsóknir uppi á hálendinu hafa
banvænar afleiðingar,“ segir Þór-
hallur.
Spenntir fyrir hugmyndinni
Þórhallur er auglýsingaleikstjóri
og hefur leikstýrt um allan heim sl.
13 ár eða þar um bil. „Ég er ágæt-
lega tengdur við kvikmyndageirann
í Bandaríkjunum, búinn að vera
lengi í auglýsingunum og fór því á
nokkra fundi í fyrravor í Los Angel-
es. Þá vorum við komnir á þriðja
uppkast að handritinu þannig að það
var orðið þéttur grunnur. Ég náði að
taka nokkra fundi með þokkalegum
leikmönnum þarna úti og allir voru
rosalega spenntir fyrir hugmynd-
inni, ég fékk mjög góð viðbrögð við
henni,“ segir Þórhallur sem átti m.a.
fund með Ralph Winter sem hefur
m.a. framleitt fyrstu X-Men mynd-
irnar og Fantastic Four. Þórhallur
segir að mönnum þyki spennandi að
taka upp kvikmynd á hálendi Ís-
lands og að hún eigi að gerast á Ís-
landi. „Ísland hefur aldrei verið not-
að sem Ísland,“ bendir Þórhallur á
og nefnir sem dæmi kvikmyndirnar
Prometheus og Thor: The Dark
World, dýrar Hollywood-myndir
Ísland í hlut-
verki Íslands
Hefnigjarnt huldufólk í The Hidden
Klassískt viðfangs-
efni ástarballöðu
„Lagið er í rauninni svolítið sorgleg
ástarsaga. Lagið fjallar um konu og
það kemur maður inn í líf hennar eitt
sumarið, allt gerist mjög fljótt og
svo er hann bara farinn. Eftir sitja
hjartasárin,“ segir Erna Hrönn
Ólafsdóttir, en hún flytur lag Arnars
Ástráðssonar, „Myrkrið hljótt“.
Erna Hrönn samdi textann að lag-
inu. Erna Hrönn er enginn byrjandi
í Söngvakeppninni en hún hefur
sungið bakraddir í rúmlega fimmtíu
lögum og fjórum sinnum sem aðal-
söngkona. Þar að auki hefur hún
tvisvar farið út í Eurovision sem
bakrödd, fyrst með Jóhönnu Guð-
rúnu árið 2009 og ári síðar með Heru
Björk. „Ég hef alltaf verið mikill
aðdáandi Eurovision. Ég man til
dæmis vel eftir því þegar Sandra
Kim vann keppnina. Það kannski
svona kveikti neistann til þess að
komast alla leið,“ segir Erna Hrönn.
„Það er alltaf draumurinn að fara
alla leið og taka þátt fyrir Íslands
hönd, en þar sem það er svo gaman
að taka þátt í Söngvakeppninni þá
yrði það bara bónus.“ audura@mbl.is
Ljósmynd/Ólöf Erla Einarsdóttir
900-9901 Myrkrið hljótt með Ernu Hrönn.
Sandra Kim kveikti
kannski neistann
Elín Sif Halldórsdóttir er yngsti
höfundur og flytjandi í Söngva-
keppninni í ár. Hún samdi lagið, „Í
kvöld“, inni á baði á hótelherbergi á
Ítalíu þar sem hún var í fríi með fjöl-
skyldu sinni. „Ég var orðin frekar
leið á foreldrum mínum þannig að
ég fór inn á bað en ég hafði heyrt að
Paul Simon [innsk. blaðam. í dúett-
inum Simon & Garfunkel] hefði sagt
að hann færi oft inn á baðhergi,
skrúfaði frá krananum og hlustaði á
vatnið. Þannig fyndist honum best
að semja lög,“ segir Elín. „Ég ákvað
að prófa það og þannig kom þessi
melódía. Þetta kom frekar fljótt, ég
held að lagið hafi bara verið komið
það kvöld. Seinna tók um viku að
semja íslenskan texta,“ segir Elín
og tekur fram að það leggist vel í sig
að stíga á svið í Háskólabíói. „Ég
held að ég gæti verið mikið stress-
aðri en ég er,“ segir hún. „Vinir mín-
ir hafa spurt mig hvort ég sé klikk-
uð. Ég held samt að þau hafi alveg
búist við þessu frá mér. Ég á það til
að gera svolítið skrýtna hluti.“
larahalla@mbl.is
Ljósmynd/Ólöf Erla Einarsdóttir
900-9903 Elín Sif syngur lagið Í kvöld.
Samdi lagið á hót-
elherbergi á Ítalíu
Söngvakeppnin 2015