Morgunblaðið - 30.01.2015, Síða 52

Morgunblaðið - 30.01.2015, Síða 52
Bandaríski leikmaðurinn Stefan Bon- neau stal senunni þegar fjórir leikir fóru fram í Dominos-deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Skoraði hann 44 stig fyrir Njarðvík sem vann nokkuð óvæntan sigur á Tindastóli 107:99 eftir framlengdan leik. Skalla- grímur vann afar mikilvægan sigur á Haukum eftir tvíframlengdan leik í Borgarnesi. » 2-3 Framlengt í tveimur leikjum af fjórum FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 30. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. „Hefði örugglega sagt nei“ 2. Hópuppsagnir hjá … 3. Þekkir þú konuna? 4. Höll eftir Guðjón Samúelsson »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Boys, ein vinsælasta diskósveit Póllands, heldur tónleika í Kaplakrika í Hafnarfirði á morgun og einnig söngkonan Eva Basta ásamt hljómsveit. Pólsk diskótónlist, nefnd Disco Polo, verður í öndvegi á tón- leikunum sem hefjast kl. 20. Skipu- leggjendur tónleikanna eru umsjón- armenn fréttasíðunnar Iceland News Polska og segir í tilkynningu frá þeim að tónleikarnir verði stærsti pólski tónlistarviðburðurinn sem fram hafi farið á Íslandi til þessa. Boys var stofnuð árið 1991, er vel þekkt í Pól- landi og vinsæl og hefur hlotið fjölda tónlistarverðlauna. Forsprakki Boys, Marcin Miller, er kallaður konungur pólskrar diskótónlistar og nýtur sú tónlist enn mikilla vinsælda í Pól- landi. Eva Basta skaust upp á stjörnuhimininn árið 2011, hóf þá m.a. samstarf við Boys og er drottn- ing Disco Polo. Á myndinni sést diskósveitin Boys. Pólsk diskóveisla haldin í Kaplakrika  Video-veggurinn í skartgripagall- eríi Erlings gullsmiðs, Aðalstrætis 10, verður vígður í dag kl. 17 með sýningu myndlistarmannsins Finns Arnars Arnarssonar en á veggnum munu myndlistarmenn sýna mynd- bandsverk sín. Í myndbandsverkum síðustu ára hefur Finnur birt einfald- ar og magnaðar myndir úr nútíma- samfélagi sem gerir látlausar kröfur til þegna sinna og hefur Finnur markað sér sérstöðu innan íslenskrar myndlistar með áleitinni umfjöllun sinni um karl- hlutverkið, segir í tilkynningu. Finnur vígir vegginn Á laugardag Norðvestlæg átt, 5-10 m/s og bjart með köflum, en stöku él við norður- og vesturströndina. Talsvert frost. Á sunnudag Norðaustlæg átt, dregur úr frosti vestantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dregur smám saman úr vindi, norðan 8-18 m/s og dálítil él, hvassast austast, en léttskýjað sunnan- og vest- anlands. Frost 0 til 5 stig, en kólnandi. VEÐUR Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson, sem valinn var efnilegasti leikmaður síð- asta Íslandsmóts í knatt- spyrnu, hefur náð sam- komulagi við norska úrvalsdeildarfélagið Våle- renga og mun að öllum lík- indum skrifa undir samning við félagið á allra næstu dögum. Elías skoðaði að- stæður hjá félaginu í haust og er hæstánægður með niðurstöðuna. »1 Elías Már til liðs við Vålerenga Katar er fyrsta Asíuþjóðin sem kemst í fjögurra liða úrslit á heimsmeist- aramóti karla í handknattleik. Ekkert var til sparað til að tefla fram sem sterkustu landsliði á mótinu, sem fær ríkulega greitt fyrir góðan árang- ur. Í liði gestgjafanna eru leikmenn frá Svartfjallalandi, Bosníu, Frakk- landi, Kúbu, Spáni, Egyptalandi og Túnis, ásamt nokkrum heimamönnum. »4 Fjölþjóðalið Katar í fjögurra liða úrslitum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Marika Alavera, deildarstjóri og tónlistarkennari í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit, fletti nýju kennslubókinni Tónlist og Afríka í verkfalli tónlistarkennara og las þar kaflann um hvernig ætti að gera hljóðfæri að afrískum sið. Hún ákvað að láta hendur standa fram úr ermum og þegar verkfallið leystist fór hún að skoða í kringum sig í skólanum og fann fjölmargar niðursuðudósir sem voru ekkert nýttar, hafði sam- band við fiskvinnslu og fékk þorsk- roð gefins. Grunnurinn að afr- ískum trommum var kominn. Hún mætti svo í kennslustund og börnin föndruðu trommur með endurnýtanlegum efnum. „Þetta eru trommur af öllum stærðum og gerðum og við fengum marga og skemmtilega hljóma, reyndar hljóma baunadósirnar ekkert sér- staklega,“ segir hún og hlær. „Krökkunum finnst mjög gaman að tromma og kannski vegna þess að þau gerðu þær alveg sjálf. Þau vilja fara með trommurnar heim og það helst í dag en þau fá það ekki fyrr en í vor.“ Ætlaði að stoppa í eitt ár Marika flutti hingað til lands frá Eistlandi árið 1999 og elti þá eig- inmann sinn sem hafði komið ári áður. Hún byrjaði að kenna í Stórutjarnaskóla ári síðar og líkar vel, hún er allavega hætt að hugsa hvenær hún ætli aftur til Eist- lands. „Fyrst ætluðum við að vera í eitt ár en þegar það leið þá ætluðum við að vera eitt ár í viðbót. Þegar það var búið ákváðum við að taka tvö ár en núna erum við alveg hætt að pæla í hvenær við förum. Það er svo gott að búa hér í sveit- inni.“ Við Stórutjarnaskóla er kennsla á hljóðfæri fléttuð inn í námskrána og allir krakkarnir eru í kór. Frá fyrsta bekk og upp í þann tíunda. „Við kennum á hljóðfæri á skóla- tíma, tónmennt er kennd upp í átt- unda bekk og það er skylda að vera í kór. Það eru tveir kórar starfræktir hér, einn fyrir yngri einn fyrir og eldri nemendur. Það er mikil tónlist hérna í sveitinni – við erum að ala börnin upp fyrir þorrablótin. Þau þurfa að kunna að syngja þegar þau fara á blótin,“ segir Marika og skellir upp úr. Dósatrommur með fiskroði  Taktfast stuð í tónlistarkennslu Stórutjarnaskóla Ljósmynd/Jónas Reynir Helgason Stuðbekkir Trommurnar eru hugsaðar fyrir þriðja og fjórða bekk en bekkirnir eru saman í tónmennt á Stórutjörn- um. Það vantaði reyndar tvo nemendur, annar hafði fengið flensu en hinn komst ekki í skólann vegna ófærðar. Trommur Roðið er strekkt yfir dósirnar, það bundið með snæri og látið harðna í tvo daga. Þá verður það slétt, hart og gefur skemmtilegan hljóm. Marika Alavera

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.