Reykjalundur - 01.06.1951, Blaðsíða 8

Reykjalundur - 01.06.1951, Blaðsíða 8
orðvarari. Hann var svo skapi farinn, að hefði hann af einhverjum manni ekki ann- að en illt að segja, þagði hann heldur um þann hinn sama. — Hvort stjörnurnar hafi frá upphafi vega geymt örlög Hjálmars, skráð og skipulögð, skal ósagt látið. Nokkuð er það, að hann var fæddur undir meyjarmerkinu. Sú kann að hafa verið orsökin til þess, að það var ofur- lítil mey, sem réði örlögum hans að lokum, — þeir einir, sem kunnugir eru fornum fræðum og útsmognir í speki svarta skóla geta um það dæmt, hvert samhengi leynast kann milli upphafs hans og endadægurs. Skal hér því aðeins stuttlega greint frá stað- reyndum: Eitt sinn að vetrarlagi arkaði hann fálm- andi fótum gegn um lognmollu og lausa- snjó inn í sjávarþorp undir snarbröttu fjalli og beiddist gistingar hjá fátækum sjómanni í útjaðri þorpsins. Þar var honum tekið ekki illa. Um nóttina rann snjóflóð úr fjallshlíð- inni, þurrkaði burtu húsin af breiðu svæði, skolaði þeim á sjó út, og björguðust fáir og færri ómeiddir. Meðal þeirra sem komust lífs af, voru Hjálmar flækingur (sem ýmsum fannst hefði mátt missast, betur en flestir aðrir!) og dóttir sjómannshjónanna, Sólrún að nafni, telpa á áttunda ári, Hjálmar ómeiddur, unga stúlkan vinstra fætinum fátækari, — það hafði orðið að taka hann af henni í knjáliðnum. I fyrsta skipti á ævinni, frá því hann komst til vits og ára, settist Hjálmar um kyrrt. Hann beið þess, að sár Sólrúnar gréri, — vék varla frá rúmi hennar þær vikur, sem það tók. Nema hvað hann stundum skrapp í rennibekk, og þó helzt eftir að hún var sofnuð á kvöldin. Þegar telpuhnátan átti að heita fótafær, fór flækingurinn á stúf- ana, — það var ýmislegt, sem hann vanhag- aði um: sleðagrind, nokkur sauðskinn, hert með ullinni á (þau elti hann með ærinni fyrirhöfn) og skjólgóð föt á krakkagreyið. Allt þetta útvegaði hann sér í skiptum fyrir ýmsa smámuni, sem hann hafði sýslað við að renna á meðan Sólrún lá. Síðan klæddi hann hana og kom henni fyrir á grindinni, — enginn meinaði honum að halda leiðar sinnar með munaðarleysingjann. Það var ekki ónýtt, að losna með svo góðu móti við þurfaling — að minnsta kosti í bráð! fannst hreppsnefndinni. Það kom fyrir, að menn ömuðust við að Hjálmar kæmi tvígildur, en ekki var það nein algild regla, — mönnum var meinlítið til hans frá fornu fari og tóku flækingshjú- unum ekki illa. Enda lét Hjálmar ekki smá- Bæ frá bæ dró hann slcða sinn ... snuprur á sig fá. Bæ frá bæ dró hann sleða sinn, á meðan vetur entist, og nú sat ekki við brosið eitt, nú átti hann það til að hlægja og raula, þegar þau voru ein á ferð. Þegar vora tók og sleðafæri þraut, varð Hjálmar að koma ökutækinu í geymslu og bera Sólrúnu htlu á bakinu. Brátt kom þar, að sú byrði varð honum of þung, og renndi hann þá tréfót, bjó um eftir hugviti sínu og því, sem einfætlingnum var þægilegast, leiddi hana síðan og studdi eftir föngum. Það eina, sem nú amaði, var að krakkarnir á bæjunum stríddu telpunni á tréfætinum og jafnvel uppnefndu hana, en af fullorðna fólk- inu fékk Hjálmar orð í eyra: svo það væri þá „fjölgað“ hjá honum? — hvenær mættu þau eiga von á honum með konuna og krakka- 6 Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.