Reykjalundur - 01.06.1951, Blaðsíða 42

Reykjalundur - 01.06.1951, Blaðsíða 42
Ný lyf. Fregnir aC nýjum berklalyfjum eru alltaf öðru hvoru að berast. Mönnum er ráðlagt að taka slíkum fregnum með varúð. Blaðinu þótti þó rétt að geta þessa lyfs, sem hér er lýst. Eftirfarandi grein er tekin úr Life frá 16. júlí s. 1., og birtist hér lauslega þýdd. Á læknaþingi, höldnu í Róm í júní s. 1., flutti sænskur sýklafræðingur, Hans Davide að nafni, skýrslu um uppgötvun, sem e. t. v. á eftir að verða talin ein af hinum merkustu í seinni sögu lyfjafræðinnar. Er hér um að ræða nýtt berklalyf, svo máttugt, að það á að geta drepið berklasýkilinn í manns- líkamanum. Lyf þetta er árangur stöðugra rannsókna, er byrjuðu fyrir 16 árum síðan. Davide hóf þá tilraunir með vissar tegundir sýkla, er hann ól á öðrum tegundum, og með því að setja hinn algenga sýkil Proteus í upplausn af kjötseyði og dauðum berklasýklum og síðan smám saman að eyða seyðinu, vandi hann Proteus-sýkilinn á að lifa eingöngu á hinum illræmda sýkli. Davide áleit að um leið og Proteus-sýkillinn lærði að lifa á berklasýklinum, hefði hann öðlast sérstak- an hæfileika til að framleiða efni, er ynni á berklasýklinum. Hið sama efni bjóst hann við að myndi drepa lifandi sýkla í trefjum veikra dýra. Til að prófa þessa hugmynd sína hrein- ræktaði hann Proteus-sýklana, drap þá með hita og sprautaði þeim inn í berklaveika grísi. Árangurinn var mjög eftirtektarverð- ur, hinir sprautuðu grísir fitnuðu og frísk- uðust á meðan hinir, sem ekki voru spraut- aðir, vesluðust upp. En Davide vissi að þetta var aðeins byrj- unin. Það myndi nauðsynlegt að finna hvaða efni þetta var og að framleiða það hreint og óskaðlegt. Hann leitaði aðstoðar vinar síns Hugo Theorell, yfirmanns lífeðhsfræðideild- ar Nobel-læknastofnunarinnar og unnu þeir sjö ár samfleytt saman við tilraunir. Loksins s. 1. vor, tókst þeim að einangra hið hreina efni, er þeir höfðu leitað svo lengi að. Lyfið, nefnt Protaptin eftir sýklinum, sem myndaði það, er nú tilbúið til nákvæmra læknisfræðilegra athugana, sem munu skera úr um gildi þess. Ef það stenzt þær tilraunir, mun það hjálpa til að yfirvinna berklaveikina. Og það sem mikilsverðara er, það mun sanna þýðingu aðferðarinnar sem notuð er við framleiðslu þess, — aðferð, sem þá yrði að líkindum notuð til að framleiða (örugg) mótlyf gegn öðrum bakteríu-sjúkdómum. Matsveinn nokkur á fiskiskútu frá Þingeyri var mjög undarlegur og eru sagðar af honum margar sögur. Fara tvær þeirra hér á eftir: Eitt sinn var hann látinn leggja niður trossu í lest skútunnar á Breiðafirði. Tekur skipstjórinn eftir því, að hann gerir hana upp öfugt og kallar til hans: „Hvað er að sjá til þfn maður, veiztu ekki hvernig sólin gengurr" Karl rís upp með hægð, og segir með þjósti: „Hvernig á ég að vita hvemig sólin gengur, suður í bugt og niður í lest?" • Öðru sinni færir hann skipstjóra kaffi. Skipstjóri var ekki í sem beztu skapi og segir karli, eftir að hafa bragðað það, að slíkt bölvað sull vilji hann ekki sjá. Karl fer og kemur aftur litlu síðar með kaffi. Skip- stjórinn drekkur það, en karl bíður á meðan. Þegar skipstjóri hefur lokið úr könnunni, spyr karl, hvernig honum hafi nú Jíkað kaffið. Skipstjóri segir það hafa verið ágætt. Þá segir karl og hlær við: „Það var sama kaffið". ☆ ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆'ír'ír'írTÍr "trti ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Trésmiðjan í Silfurtúni tekur að sér alla trésmíðavinnu. ★ ☆ ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆'ír'íz'* *''ír‘r'ír*'ít'*'!:t'ú''*'ír'íf'ö' 40 Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.