Reykjalundur - 01.06.1951, Blaðsíða 10

Reykjalundur - 01.06.1951, Blaðsíða 10
A meðan Hjálmar beið skar hann fjórar vikur fullar: að hann mætti sjá upp- eldisdóttur sína í eigin húsum og hneppta í hjónaband. Á meðan Hjálmar beið, skar hann út nýj- an fót og lagði sig allan fram. Hann risti á hann ævintýr eitt mikið af eigin gerð. Það var um eikarstofn, rótslitinn, sem flæktist um reginhöf. Ránardætur, kaldrifjaðar jafnaðar- legast, kenndu í brjósti um hann og gáfu honum frækorn eitt lítið: stungu því í rifu, þar sem enn leyndist örlítil gróðurmold. Frækorn þetta óx og dafnaði og varð að fögru blómi, en drumburinn hafði einhvern veginn komið sér fyrir kjölgrein og sigldi hreykinn eyja í milli og sýndi prýði sína. Þá bar það til einn góðan veðurdag — hann lá og svaf í heitum sandinum á sólhlýrri strönd og beið flóðs — að ungan vængja- guð bar þar að og sá blómið. Þá sagði guð- inn: Þetta er of lítil mold handa þér, blóm- ið mitt gott, bráðum muntu visna og deyja; en nú skal ég bjarga þér. — Þegar bjálkinn vaknaði, var blómið hans horfið. Hann svipaðist um og kom auga á það að rúðubaki í hallarglugga. Þá kom flóðið; en er fjaraði, dró útsogið með sér sæbarinn drumb, æði töturlegan. Utsærinn varð athvarf hans, — þaðan fara engar sögur. Þetta var brúðargjöfin og munaði minnstu, að Hjálmar yrði of seinn með hana. Þegar hann færði fóstru sinni fótinn þann, sagð- ist hann vilja mælast til að hún notaði hann ekki nema við hátíðleg tækifæri, en minnt- ist sín, þegar hún setti hann við: Þú ert löngu búin að taka út fullan þroska — og það getur orðið bið á því að ég færi þér nýjan fót. Enginn veit sína æv- ina. Daginn eftir kvaddi Hjálmar gamli og hélt leiðar sinnar. Hann átti yfir fjöll að fara. Vorhretin geta verið viðsjál, og svo varð hér. Hjálmari hafði ekki verið villu- gjarnt um ævina, en nú brá út af því. Menn vonuðu í lengstu lög að hann mundi koma fram. Þegar útséð þótti um það, var hvarf hans ekki nýmæli lengur, og hefur aldrei til hans spurzt eða fundizt af honum tand- ur né tetur. KRUNK um algengan vinnudag í Reykjavík. Er nokkuð betra en eiga eigin trú? — á öllu hafa betra vit en þú? Á blaði mínu byrja ég minn dag og bý mig undir 'pólitiskan slag. Á þeim sem snúa einlœgt réttu í rangt rök mín dynja vinnudœgrið langt. Og sá, sem gengur síðla dags sinn veg með sigurinn af hólmi — það er ég. Sé haldið fram við höfumst lítið að, ég hlusta ekki á það — ríkið borgar það. SVB. 8 Reykjai.unður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.