Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 1
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hundruð barna í grunnskólum Reykjavíkur eiga við fjölþættan vanda að stríða sem skólunum getur reynst erfitt að leysa á eigin spýtur. Má þar nefna vímuefna-, hegðunar- og geðrænan vanda. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, segir skólastjóra áætla að á þriðja hundr- að börn glími við fjölþættan vanda. Flókin mál kalli á aðgerðir „Yfirleitt gengur skólunum mjög vel að glíma við þetta upp á eigin spýtur og þeir nýta sér þá ákveðnar verklagsreglur sem mótaðar hafa verið til að fást við þessi mál … Það hafa hins vegar komið ábendingar að vinna tillögur að nýjum úrræðum. Kjartan Magnússon, annar tveggja fulltrúa Sjálfstæðisflokks í ráðinu, segir „stigvaxandi vímuefna- og hegðunarvanda í grunnskólum Reykjavíkur“. Formanni ráðsins hafi verið gerð grein fyrir því á mán- aðarlegum fundum hans með skóla- stjórum en hann látið ógert að greina öðrum í ráðinu frá því. Verða vímuefnum að bráð Kjartan segir að á tímabilinu frá janúar til september í fyrra hafi ver- ið tilkynnt um 66 drengi og 22 stúlk- ur til Barnaverndar vegna gruns um vímuefnaneyslu. Hann óttast að vandinn sé mun útbreiddari. Ofbeldi er oft tengt neyslunni. MÞagað um vaxandi »6 Hundruð barna í vanda  Reykjavíkurborg stofnar viðbragðsteymi vegna vanda margra grunnskólabarna  Borgarfulltrúi segir meirihlutann hafa þagað um vaxandi vímuefnavanda barna Morgunblaðið/Golli Vaxandi vandi Borgarfulltrúi segir mörg börn í borginni nota vímuefni. frá skólastjórum um að það séu mjög flókin mál sem þeir eiga erfitt með að leysa sjálfir,“ segir Skúli, sem tel- ur stofnun viðbragðsteymis munu „styrkja stuðningsnetið við skólana“, en það hefur umboð til 1. maí til þess L A U G A R D A G U R 7. F E B R Ú A R 2 0 1 5 Stofnað 1913  32. tölublað  103. árgangur  HYGGST FETA Í FÓTSPOR FÖÐUR SÍNS OG AFA EIN AF RÍSANDI STJÖRNUM ÁRSINS HERA HILMARSDÓTTIR 46FÓTAFIM FJÖLSKYLDA 6 Áfram verða umhleypingar í veðri, ef marka má spá Veð- urstofu Íslands. Það hlýnar í veðri í dag með slyddu eða rign- ingu með köflum, en björtu veðri fyrir austan. Á mánudag og þriðjudag er búist við kólnandi veðri á ný og að kalt verði út vikuna. Spáð er éljum eða snjókomu á vestanverðu landinu meginhluta vikunnar. Myndin er úr Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Áfram umhleypingar í veðri í komandi viku  Eyþór Arnalds, nýr formaður leikhúsráðs Þjóðleikhússins, segir að halli á rekstri leikhússins á síð- asta ári hafi verið að minnsta kosti 50 milljónir. Í farvatninu séu hug- myndir um að tempra útgjöld leik- hússins með því að fækka verk- efnum og minnka umfang þeirra sýninga sem eru í gangi. „Við þurf- um að taka á þessum aðhaldsmálum strax, árið er fljótt að líða. Það eru mörg föst útgjöld en það er eitt- hvert svigrúm til að lækka kostn- að,“ segir Eyþór. »4 Morgunblaðið/Ernir Þjóðleikhúsið 50 milljóna kr. rekstrarhalli. Fækka verkefnum vegna rekstrarhalla Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðarbúið að ríkissjóður fái á nýjan leik lánshæfiseinkunn matsfyr- irtækjanna Standard & Poor’s, Moo- dy’s og Fitch, í A-flokki. Bjarni Bene- diktsson fjármálaráðherra segir að það sé góðs viti að S&P og Fitch hafi metið horfur ríkissjóðs jákvæðar í síðasta mánuði og gefi vissar vonir um að það styttist í að lánshæfis- einkunn matsfyrirtækjanna verði hækkuð í A-flokk. „Ef lánshæf- iseinkunn rík- issjóðs verður hækkuð í A-flokk getur það skipt miklu, bæði hvað varðar þau kjör sem Íslandi standa til boða og líka hvað varðar áhuga lánveit- enda á að lána ríkinu,“ sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið. Hann bendir á að þau kjör sem standi ríkinu til boða skipti afar miklu máli, vegna þess að þau myndi eins- konar viðmið lánskjara fyrir atvinnu- lífið að öðru leyti. „Smám saman, ef þessi þróun held- ur áfram, getur þetta leitt til betri vaxtakjara fyrir landið í heild sinni þannig að hér eru feiknarlega miklir hagsmunir í húfi,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra segir að rík- issjóður eigi á margan hátt heima í A- flokki en óraunhæft sé að gera sér vonir um að ríkið komist í A-flokk áð- ur en gjaldeyrishöftin verða afnumin. »12 Feiknarlegir hagsmunir í húfi  Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mikilvægt að ríkissjóður komist í A-flokk í lánshæfiseinkunn á ný Bjarni Benediktsson Útlit er fyrir mun betri við- skiptajöfnuð á næstu árum en talið var fyrir hálfu ári og hefur það ásamt öðru aukið mikið líkurnar á því að þjóðarbúið verði sjálfu sér nægt um gjaldeyri á næstu árum. Þetta er mat Jóns Bjarka Bents- sonar, hagfræðings hjá Greiningu Íslandsbanka, en tilefnið er ný spá Seðlabankans um viðskiptajöfnuð. Telur bankinn horfur hafa batnað. Sigríður Benediktsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum, segir bættan viðskiptajöfnuð gefa tilefni til bjartsýni „hvað varðar endur- greiðsluferli þjóðarbúsins en þó að teknu tilliti til þess að aflands- krónuvandinn og vandi gömlu bankanna verði leystur“. Að þessu gefnu taki hún undir með Jóni Bjarka um að líkur á að þjóðarbúið verði sjálfu sér nægt um gjaldeyri hafi aukist. Endurgreiðslugeta þjóð- arbúsins hafi batnað mikið á skömmum tíma og áhætta hvað varðar fjármálastöðugleika „minnkað verulega“. »4 Gjaldeyrisstaða Íslands hefur batnað verulega Seðlabanki Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.