Morgunblaðið - 07.02.2015, Side 2

Morgunblaðið - 07.02.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. VITA Skógarhlíð 12 Sími 570 4444 Flogið með Icelandair Skíðafrí á Ítalíu Nægur snjór og fínt færi Verð frá 129.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar Vikuferð með morgunverði í Madonna *Verð án Vildarpunkta 139.900 kr. Flugsæti til og frá Verona: 39.900 kr. / 49.900 kr. Örfá sæti laus 21. febrúar Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það var í raun lygilegt hvað fisk- urinn rann hnökralítið í gegnum nýja kerfið,“ segir Albert Högnason, þró- unarstjóri 3X Technology, um fyrstu veiðiferð Málmeyjar SK 1 frá Sauð- árkróki eftir breytingar. Skipinu var breytt í Póllandi í sumar úr frysti- skipi í ferskfisktogara og síðan var m.a. settur í það búnaður frá Skag- anum og 3X sem ofurkælir fiskinn án þess að ís eða krapi komi þar nærri. Tók smátíma að stilla kælingu Skipið kom í land í fyrradag eftir að hafa verið að veiðum í þrjá daga fyrir Norðurlandi í leiðindaveðri mest af vikunni. Aflinn var um 50 tonn og var hann nánast allur kældur með nýju aðferðinni. Albert segist þó ekki hafa þorað annað en að taka með um borð 20 kör af ís ef ekki tækist að kæla fiskinn rétt frá upphafi. Þau hafi verið notuð til að kæla 4-5 tonn, sem fengust í fyrsta holinu því smátíma hafi tekið að stilla kælinguna til að ná réttu hitastigi á fiskinn. Eftir það hafi ekki verið þörf á ís. Auk áhafnar voru sex starfsmenn Skagans og 3X um borð í Málmey til að fylgja nýju tækninni eftir. Albert segir að helst hafi verið hnökrar í samskiptum forrita kælibúnaðar og myndgreinis, en þar hafi sjóveiki einnig haft áhrif. Vinna í lest hafi gengið vel eftir flokkun og kælingu á vinnsludekki og sé mun léttari en áð- ur þegar ísinn tók sinn toll í lestinni. Ótrúlega samhentir karlar Fiskurinn sem veiddist var fullur af loðnu og nánast afvelta á botn- inum. Við flökun á Sauðárkróki reyndist fiskurinn hins vegar stífur og flökin þétt, en ekki laus í sér eins og oft er með togarafisk fullan af æti á þessum tíma árs, að sögn Alberts. „Áhöfnin á Málmey vann að þessu verkefni sem einn maður, ótrúlega samhentir karlar. Þeir voru vel und- irbúnir af FISK Seafood og allir til- búnir að láta þetta virka frá fyrsta degi. Ekki síst þess vegna gekk svona vel,“ segir Albert. Málmey fer vænt- anlega aftur út á sunnudag. Ljósmynd/Albert Um borð í Málmey Skipverjar slægja fisk á nýju vinnsludekki í fyrstu veiðiferð eftir miklar breytingar á skipinu. Fiskurinn fór hnökralítið í gegnum nýja kerfið  Ofurkæling gekk að mestu vel í fyrstu veiðiferð Málmeyjar Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is „Þegar rafmagnið sló út tók vararaf- stöðin við hnökralaust í flugstöðinni en það urðu svolitlar tafir á því að varaaflskerfið á flugbrautunum kæmi inn þannig að ekki var hægt að styðjast við hefðbundin flugleiðsögu- tæki. Þá greip flugturninn til þess reglubundna ráðs að leiðbeina flug- vélum inn í sjónflugi,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia. Suðurnesja- lína 1 leysti út á Fitjum í gær þegar bárujárnsplata fauk á línuna og hékk þar föst. Var þá rafmagnslaust á öllu Reykjanesi á milli klukkan 13.06 og 15.04. Kerfið hýst á Suðurnesjunum Annað vandamál kom upp í kring- um rafmagnsleysið á flugvellinum því allar tilkynningar um flug á heimasíðu flugstöðvarinnar og í textavarpinu duttu út. „Það olli smá- flækju og vandræðum en því var fljótlega kippt í liðinn með því að færa upplýsingarnar inn á nýja vef- síðu og tilkynna það í gegnum fjöl- miðla,“ segir Friðþór. Hann segir að ástandið sem hafi skapast hafi þó ekki verið alvarlegt. „Bilunin í vara- rafstöðinni verður grandskoðuð því slíkt á auðvitað ekki að gerast en eins og í öllu sem tengist flugi, þá er ör- yggisviðbúnaður lagskiptur, það tek- ur einn viðbúnaður við af öðrum. Það var eðlilegt undir þessum kringum- stæðum að gripið væri til annarra að- ferða við flugleiðsögu en hinna hefð- bundnu,“ segir Friðþór. Ekki hefur enn verið rætt um hvort hýsingin á vefsíðu Keflavíkurflugvallar verði færð annað. Upplýsingagjöf ábótavant Nokkrir íbúar á Suðurnesjunum höfðu samband við mbl.is eftir raf- magnsleysið. Þeir furðuðu sig á raf- magnsleysinu og skorti á fréttum af því. Tilkynning um rafmangsleysið barst fjölmiðlum tæpri klukkustund eftir að rafmagn fór af svæðinu. „Ég hefði talið að það væri orkufyrirtækj- anna að gefa út yfirlýsingu um raf- magnsleysið,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar, í samtali við mbl.is og sagðist þá eiga við HS Veitur og Landsnet. Guðmundur Ingi Ásmundsson, for- stjóri Landsnets, sagði í samtali við mbl.is að upplýsingagjöf til almenn- ings væri samvinnuverkefni í tilviki sem þessu. „Hvað okkur varðar hefði verið betra að senda tilkynningu fyrr,“ sagði Guðmundur. Brýnt að byggja nýja línu Guðmundur nefndi einnig að for- svarsmenn Landsnets hefðu lengi bent á að bæta þyrfti öryggi í tengslum við raforkumál á Reykja- nesi. Byggja þyrfti aðra línu út Reykjanes frá meginflutningskerfi, Suðurnesjalínu 2, en framkvæmdirn- ar hefðu verið strand lengi. Segir hann Landsnet bíða eftir fram- kvæmdaleyfi frá tveimur bæjarfélög- um á Suðurnesjum en vonast til að úr greiðist eins fljót og hægt sé þar sem afar brýnt sé að byggja línuna. Við bilunina í gær þurfti Landsnet einnig að skerða orkunotkun hjá viðskipta- vinum með samning um ótryggða orku þar sem virkjanir á Reykjanesi voru ekki í rekstri þegar bilunin varð. Tregða í vararafstöð á Keflavíkurflugvelli  Leiðbeina þurfti vélum í sjónflugi í rafmagnsleysinu Ljósmynd/Gunnar E. Kvaran Straumlaust Bárujárnsplata fauk í rafmagnslínurnar og olli rafmagns- leysi á Suðurnesjum í gær. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verðtryggingarákvæði fasteignaveð- lána voru talin standast í tveimur dómum sem fjölskipaður dómur Hér- aðsdóms Reykjavíkur felldi í gær. Voru lánastofnanir í báðum tilvikum sýknaðar af kröfum lántakenda. Annað málið höfðuðu hjón í Hafn- arfirði gegn Íbúðalánasjóði að til- stuðlan Hagsmunasamtaka heimil- anna í því skyni að láta reyna á lögmæti verðtryggingar húsnæðis- láns. Þess var krafist að eftirstöðvar lánsins yrðu lækkaðar umtalsvert. Byggðist málatilbúnaður stefnenda á því að Íbúðalánasjóður hefði vanrækt að upplýsa stefnendur um kostnað þeirra af láninu, samkvæmt ákvæð- um laga um neytendalán, meðal ann- ars um árlega hlutfallstölu kostnaðar. Hitt málið höfðaði skuldari á hend- ur Íslandsbanka til að fá fellda úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Reykjavíkur um fjárnám í fasteign sem bankinn átti veð í vegna láns. Ágreiningur málsins snérist um skuldbindingargildi verðtryggingar- ákvæðis skuldabréfsins. Lántakand- inn taldi engan grundvöll vera fyrir fjárnáminu þar sem stór hluti kröfu bankans væri til kominn vegna verð- tryggingarinnar. Undir rekstri málsins var aflað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun Evrópusam- bandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum. Veittu ekki nægar upplýsingar Í báðum málunum komst dómur- inn að þeirri niðurstöðu að lánastofn- anirnar hefðu ekki veitt lántakendun- um þær upplýsingar um heildar- kostnað við lántökuna sem lög kvæðu á um. Á það er hins vegar ekki fallist að sú vanræksla leiði fyrirvaralaust til þess að óheimilt sé að krefjast lán- tökukostnaðar sem byggist á verð- bótaákvæði lánssamninganna. Í því efni lítur dómurinn til þess að lög geri skýrlega ráð fyrir því að aðstæður kunni að vera með þeim hætti að ár- leg hlutfallstala kostnaðar byggist á áætlun með tilliti til breytilegra at- riða sem ekki er hægt að meta með vissu á þeim tíma sem útreikningur er gerður, þar á meðal á verðtrygg- ingu. Í tilviki hjónanna í Hafnarfirði tel- ur dómurinn að ekki sé komið fram að vanræksla Íbúðalánasjóðs á því að veita fullnægjandi upplýsingar um lántökukostnað hafi haft slíkar afleið- ingar fyrir hagsmuni þeirra að það geti leitt til ógildis á ákvæði fast- eignaveðbréfsins um verðtryggingu. Því er einnig hafnað í dómnum að lánasamningurinn hafi brotið gegn þágildandi ákvæðum laga um villandi viðskiptahætti. Hagsmunasamtök heimilanna lýsa sig ósammála niðurstöðu héraðsdóms og telja það skjóta afar skökku við að lánveitanda hafi verið heimilt að inn- heimta á fullu verði lán sem viður- kennt sé að hafi verið ólöglega úr garði gert við lánveitingu. Samtökin telja víst að niðurstöðunni verði áfrýj- að til Hæstaréttar. Leiðir ekki til ógildingar Í tilviki lánþega Íslandsbanka er bent á að þótt bankinn hafi vanrækt að veita lántakandanum þær upplýs- ingar sem honum bar verði að horfa til þess að ákvæði skuldabréfsins um verðtryggingu voru skýr og fortaks- laus sem og alvanaleg á lánamarkaði. Hafi lántakandanum því ekki dulist að það lán sem hann tók var verð- tryggt og bundið vísitölu neysluverðs. Telur dómurinn að ekki hafi komið fram að vanræksla bankans hafi haft slíkar afleiðingar fyrir hagsmuni lán- takandans að það geti leitt til ógildis verðbótaákvæðis lánssamningsins. Um leið er tekið fram að skilmálar lánsins hafi ekki getað talist ósann- gjarnir í skilningi laga og ekkert hafi komið fram um að þeir hafi verið óeðlilegir með hliðsjón af þeim kjör- um sem almennt tíðkuðust á lána- markaði. Íbúðalánasjóður var sýknaður af kröfum hjónanna í Hafnarfirði og fjárnámskrafa Íslandsbanka í hinu málinu var staðfest. Málskostnaður var í báðum málunum látinn niður falla. Verðtrygging talin standast  Dómar í tveimur verðtryggingarmálum Morgunblaðið/Ómar Framkvæmdir Margir fylgjast með niðurstöðum verðtryggingardóma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.