Morgunblaðið - 07.02.2015, Page 4

Morgunblaðið - 07.02.2015, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Ferðaþjónusta fatlaðra hefur verið mikið á milli tannanna á fólki frá því breytt var um kerfi og nýtt tölvu- kerfi tekið í notkun í nóvember í Reykjavík. Frá áramótum hefur nánast allt klúðrast við innleiðinguna á nýja kerfinu sem gat farið úrskeið- is. Fór svo að neyðarstjórn var sett til að taka málið fastari tökum. Á landsbyggðinni er einnig rekin ferðaþjónusta fyrir fatlaða og hún gengur vel. Hjá Akureyrarbæ feng- ust þær upplýsingar að bærinn væri með sama kerfi og var í Reykjavík fyrir breytingu. Þar væri handraðað af fólki í þá fimm bíla sem bærinn ræki. Gert væri ráð fyrir að biðtím- inn eftir bílnum væri ekki meira en tvær, stundum þrjár mínútur. Panta þarf bíl á Akureyri með sólarhring- sfyrirvara. Hjá Vestmannaeyjum er einn bíll í stöðugum rekstri og gengur rekst- urinn á honum vel. Notendur eru ánægðir, bæði með bílinn og bílstjór- ann. „Þjónustan er mannleg og fín. Þetta er ekki flókinn rekstur, við er- um það lítið sveitarfélag og það er einn starfsmaður sem sinnir þessu,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Einfalt að hlusta Hjá Fljótsdalshéraði er einnig einn bíll í rekstri. Þar er einn bíl- stjóri og ekkert gjald tekið fyrir ferðir sem farnar eru með honum. Bílstjórinn þekkir alla með nafni, segir í svari frá bæjarskrifstofunni. Nágrannar þeirra í Fjarðabyggð tóku nýjan bíl í notkun í vor því sá gamli var úr sér genginn. Bíllinn er vel útbúinn og eftir heimsókn Sjálfs- bjargar var honum hrósað fyrir að vera með sérstakan bakstuðning aft- ur í. Sigrún Þórarinsdóttir félags- málastjóri segir að bærinn hafi lagt við hlustir þegar nýr bíll var keypt- ur. „Þegar bíllinn var keyptur var ferlið þannig að þroskaþjálfi og bíl- stjórinn, sem hefur mikla reynslu, voru með í ferlinu að kaupa hann ásamt framkvæmdasviði. Það er nauðsynlegt að fólk með þekkinguna taki þátt í þessu ferli því það veit hvernig þessir bílar eiga að vera útbúnir. Hér var hlustað á allar raddir. Það hefur mikið að segja að hafa fagaðila með á öllum stigum. Það er nefnilega einfaldur hlutur að hlusta.“ Hjá Kópavogi fengust þau svör að þjónustan gengi mjög vel. Það er verið að skipta við sama fyr- irtæki og undanfarin ár og eru á bilinu 160-190 að nýta sér þjón- ustuna. Ekki fengust svör frá Ísa- fjarðarbæ. Engin vandamál á landsbyggðinni Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Norðan heiða Bílstjórar frá ferðaþjónustu fatlaðra á Akureyri þar sem not- ast er við kerfi eins og var í Reykjavík áður en því var breytt.  Ferðaþjónusta fatlaðra á landsbyggð- inni gengur vel  Nýr bíll í Fjarðabyggð Kaupum bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Batnandi horfur um viðskiptajöfnuð hafa aukið líkur á efnahagslegum stöðugleika á næstu misserum og um leið styrkt grundvöll fyrir frekari kaupmáttarstyrkingu launþega. Þetta er mat Jóns Bjarka Bents- sonar, hagfræðings hjá Greiningu Íslandsbanka. Tilefnið er nýútkomin Peningamál Seðlabankans þar sem segir að vegna hagfelldari þróunar vöru- og þjónustuviðskipta en horfur voru síðastliðið haust sé „útlit fyrir að afgangur verði á undirliggjandi viðskiptajöfnuði út spátímann“, sem er til ársloka 2017. Spáir Seðlabank- inn nú að mældur viðskiptajöfnuður verði 4,2% í ár, borið saman við 1,3% í fyrri spá, 2,5% á næsta ári, en ekki -0,3% eins og í fyrri spá, og 2,5% árið 2017, en ekki 0% eins og í fyrri spá. Jón Bjarki segir Greiningu Ís- landsbanka taka undir þessa spá. Batnandi viðskiptakjör, vöxtur ferðaþjónustu og hraðari niður- greiðslur á erlendum lánum en bank- inn „þorði að vona“ eigi þátt í því. „Það að lengt skuli hafa verið í Landsbankabréfinu og að viðskipta- kjarabati og útflutningsvöxtur virð- ist skila meiri viðskiptaafangi en við þorðum að vona fyrir hálfu ári hefur samanlagt aukið mikið líkurnar á því að við verðum sjálfum okkur nóg um gjaldeyri á komandi árum.“ Staðan að þróast til betri vegar Sigríður Benediktsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum, segir bættan viðskiptajöfnuð gefa tilefni til bjart- sýni „hvað varðar endurgreiðsluferli þjóðarbúsins en þó að teknu tilliti til þess að aflandskrónuvandinn og vandi gömlu bankanna verði leyst- ur“. Endurgreiðslugeta þjóðarbús- ins hafi batnað mikið undanfarið. „Við [á fjármálastöðugleikadeild SÍ] höfum bent á áhættur. Megin- áhætturnar varða mögulegt útflæði vegna gömlu bankanna og af- landskrónanna. Svo höfum við bent á að þótt við værum með fjármagns- höft sé til staðar áhætta óháð höft- um, sem er endurgreiðslugeta þjóð- arbúsins. Það má enda greiða af skuldum, óháð fjármagnshöftum. Sú áhætta hefur minnkað verulega,“ segir Sigríður og nefnir lengingu á skuldabréfi Landsbankans og betri horfur varðandi viðskiptajöfnuð sem skýringar í þessu efni. „Þetta er mik- il breyting frá því sem við töldum fyrir um sex til tólf mánuðum.“ Morgunblaðið/Ómar Reykjavík í janúar Bættur viðskiptajöfnuður hefur víðtæk áhrif á Íslandi. Gjaldeyrisáhætta hefur minnkað ört  SÍ segir stöðu Íslands gjörbreytta Aðgerðaþjarki til skurðlækninga var formlega tekinn í notkun á Landspítala í gær. Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra lét þjarkann klippa á hárfínan borða. Við athöfnina var hópur fólks sem tók þátt í að safna fyrir tækinu. Tókst að safna tæpum 136 milljónum en ríkið lagði fram þær 100 milljónir sem upp á vantaði. Þjarkinn nýtist m.a. við þvagfæraskurðlækningar og er einskonar framlenging á fingrum skurðlæknisins. Aðgerðaþjarki tekinn í notkun á Landspítalanum Morgunblaðið/Golli Framlenging á fingrum skurðlæknisins Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is „Við erum búin að halda einn fund þar sem ýmis mál voru rædd, meðal ann- ars fjármálin. Það virðist sem það hafi verið alla vega 50 milljóna króna halli á síðasta ári,“ seg- ir Eyþór Arnalds, sem tók við sem formaður leikhús- ráðs Þjóðleik- hússins hinn 1. febrúar síðastlið- inn. Talsverðar breytingar hafa verið á æðstu stjórn leikhússins því nýr þjóðleik- hússtjóri, Ari Matthíasson, tók við um áramótin. „Hallinn er talsverður og það er ætlun Þjóðleikhússins að vinna hann upp. Það þýðir að við verðum að ná böndum á reksturinn. Við erum með hugmyndir um að tempra útgjöldin með því að fækka verkefnum og minnka umfang þeirra sýninga sem eru í gangi. Ég held að það sé leiðin til að fara, það er í raun erfitt að ætla að auka tekjur af leikhúsinu, það eina sem við getum í raun og veru gert er að ná tökum á útgjöldunum,“ segir Eyþór. Skipuritið endurskoðað Eyþór segir að á tímamótum sem þessum sé eðlilegast að endurskoða heildarmyndina. „Framkvæmda- stjóri og leikhúsráðið munu fara yfir skipuritið til þess að sjá hvar við stöndum og hvað við getum gert bet- ur. Við þurfum að taka á þessum að- haldsmálum strax þar sem árið er fljótt að líða. Nú er kominn febrúar og nýtt leikár tekur mið af því,“ segir Eyþór og bætir við að það sé í hönd- um þjóðleikhússtjóra að ná niður hall- anum. „Það er í hans höndum og við munum styðja hann í þeirri viðleitni að ná hallanum til baka.“ Þá segir Ey- þór það mikilvægt að menn séu alltaf vakandi yfir ríkisrekstrinum. Talsverður halli á rekstri Þjóðleikhússins í fyrra  Ný stjórn Þjóðleikhússins hefur undirbúning aðgerða Morgunblaðið/Ómar Breytingar Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn leikhússins í ár. Eyþór Arnalds

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.