Morgunblaðið - 07.02.2015, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015
Jón Viktor Gunnarsson erSkákmeistari Reykjavíkur2015 eftir æsispennandilokaumferð en fyrir hana
voru þrír skákmenn efstir og jafnir.
Þar sem Jóni Viktori tókst að leggja
Björn Þorfinnsson að velli í síðustu
umferð og Stefán Kristjánsson tap-
aði nokkuð óvænt fyrir Mikhael Jó-
hanni Karlssyni var sigurinn Jóns
Viktors. Hann er vel að titlinum
kominn og ber hann með sóma en
þetta er í sjötta sinn sem hann verð-
ur Skákmeistari Reykjavíkur. Ís-
landsmeistari varð hann hinsvegar
árið 2000. Jón Viktor var sennilega
sterkasti skákmaðurinn í flokknum
en keppendur voru um 70 talsins.
Lokaniðurstaðan hvað varðar efstu
menn leiðir eitt og annað í ljós, m.a.
að yngstu skákmennirnir eru orðnir
býsna skeinuhættir:
1. Jón Viktor Gunnarsson 7 ½ v.
(af 9) 2. Mikhael Jóhann Karlsson 7
v. 3.-8. Stefán Kristjánsson, Dagur
Arngrímsson, Guðmundur Gíslason,
Dagur Ragnarsson, Björn Þorfinns-
son og Jón Trausti Harðarson 6 ½ v.
9. – 11. Oliver Aron Jóhannesson,
Jóhann Ingvason og Omar Salama 6
v.
Mikhael Jóhann Karlsson náði
sínum besta árangri á ferlinum en
um næstu helgi teflir hann í efsta
flokki á Norðurlandamóti ein-
staklinga 20 ára og yngri sem fram
fer í Þórshöfn i Færeyjum. Þá er
frammistaða Dags Ragnarssonar og
Jóns Trausta Harðarsonar einnig
góð og hækka þeir báðir duglega í
stigum. Það gildir einnig um Oliver
Aron Jóhannesson en þessir þrír
skipuðu sigursæla sveit Rimaskóla
fyrir nokkrum misserum.
Hin stóru tíðindi þessa móts er
frammistaða Mikhael Jóhanns
Karlssonar, 19 ára gamals nemenda
í MR. Hann vann Omar Salama og
Þorvarð Ólafsson í 6. og 7. umferð og
í lokaumferðinni tefldi hann af miklu
öryggi og lagði svo stigahæsta kepp-
andann, Stefán Kristjánsson:
Skákþing Reykjavíkur 2015; 9.
umferð:
Mikhael Jóhann Karlsson – Stef-
án Kristjánsson
Reti-byrjun
1. g3 Rf6 2. c4 c6 3. Bg2 d5 4. Rf3
Bf5 5. cxd5 cxd5 6. Db3 Bc8?!
Það orkar tvímælis að bakka upp í
borð með biskupinn. Peðsfórnin 6.
… Rc6 7. Db7 Bd7!? er þekkt og 6.
… Dc8 kom einnig til greina.
7. Rc3 Rc6 8. d3 e6 9. O-O Be7 10.
Bf4 Rd7 11. d4 a6 12. Hfd1 g5 13.
Bc1 f5 14. Re5!
Bregst hart við útþenslu svarts á
kóngsvæng. Svartur getur hirt peðið
með 14. … Rdxe5 15. dxe5 Rxe5 en
eftir 16. Be3 hefur hvítur rífandi
bætur fyrir peðið, 16. e4 eða jafnvel
mannsfórnin 16. Rxd5!? kemur einn-
ig til greina.
14. … Rxe5 15. dxe5 Db6 16. Da4
Dc6 17. Dd4 Dc5
Heldur áfram að eltast við drottn-
inguna, 17. … Bc5 var betra.
18. Be3 Hf8
19. Rxd5!
Nærtækur leikur en 19. Bxd5 kom
einnig til greina, t.d. 19. … exd5 20.
Rxd5 Dxd4 21. Bxd4 Bd8 22. e6!
o.s.frv.
19. … exd5 20. e6 Dxd4 11. exd7+
Bxd7 22. Hxd4 Bf6 23. Hxd5
O-O-O 24. Bb6!
Eftir þennan leik er svarta staðan
vonlaus.
24. … Hde8 25. Hc1+ Bc6 26. Hc2
Be5 27. Hdc5 Hf6 28. Hxe5!
Það hentar einkar vel að ná upp-
skiptum í þessari stöðu. Hróks-
endataflið sem nú kemur upp er auð-
unnið á hvítt.
28. … Hxe5 29. Bd4 Hee6 30.
Bxf6 Hxf6 31. Bxc6 bxc6 31. Hc5
Kc7 33. Kg2 h6 34. h4 g4 35. b4 f4
36. gxf4 Hxf4 37. a3 Hd4 38. Kg3
Hd2 39. Kxg4 Hxe2 40. f4 Ha2 42.
Ha5 Kb6 42. f5 Hf2 43. Kh5 Hf4 44.
Kxh6 Hxh4+ 45. Kg5 Hh1 46. f6
Hg1+ 47. Kh6 Kc7 48. f7 Hf1 49.
Kg7 Hg1+ 50. Kf6
– og svartur gafst upp.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Sjötti titillinn Skákmeistari Reykjavíkur 2015 Jón Viktor að tafli.
Morgunblaðið/Ómar
Jón Viktor Gunnarsson Skákmeistari Reykjavíkur 2015
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Landsliðsþjálfari í brids
Ragnar Hermannsson, sjúkra-
þjálfari og handknattleiksþjálfari,
hefur verið ráðinn landsliðþjálfari
fyrir íslenska karlalandsliðið í brids.
Bridssambandið og Ragnar hafa
gert samkomulag um að hann verði
þjálfari og fyrirliði landsliðsins fram
yfir Evrópumótið í brids sem haldið
verður í Búdapest í júní 2016. Næsta
verkefni landsliðsins er að verja
Norðurlandameistaratitilinn en
Norðurlandamótið verður haldið í
Færeyjum í lok maí.
Ragnar hefur verið öflugur brige-
spilari í gegnum árin og hefur áður
komið að þjálfun bridslandsliðsins.
Hann var sjálfur í liðinu þegar Ís-
land varð Norðurlandameistari í júní
2013. Ragnar er jafnframt þjálfari
meistaraflokks kvenna í handbolta
hjá Stjörnunni og mun halda því
starfi áfram.
Fáheyrt risaskor hjá eldri
borgurum
Fimmtudaginn 5. febrúar var spil-
aður tvímenningur á 15 borðum hjá
bridsdeild Félags eldri borgara í
Reykjavík.
Efstu pör í N/S
Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 374
Guðlaugur Bessas. – Trausti Friðfinnss. 370
Helgi Samúelsson – Sigurjón Helgason 356
Kristján Guðmss. – Jón Þ. Karlsson 335
A/V
Hrafnh. Skúlad. – Guðm. Jóhannss. 463
Elín Guðmannsd.- Friðg. Benediktsd. 398
Helgi Hallgrímss. – Ægir Ferdinandss. 374
Björn E. Péturss. – Valdimar Ásmundss. 362
Risaskor Hrafnhildar og Guð-
mundar mælist 74,13 %
Spilað er í Síðumúla 37.
Góðmennt á Suðurnesjum
Karl Karlsson og Svala Pálsdóttir
sigruðu í eins kvölds tvímenningi sl.
miðvikudag með 65 í skor. Grethe
Íversen og Ísleifur Gíslason urðu
önnur með 52 og Karl Einarsson og
Skafti Þórisson í 3.-4. sæti ásamt
Gunnlaugi Sævarssyni og Arnóri
Ragnarssyni með 49.
Spilað er í félagsheimilinu á Mána-
grund á miðvikudögum kl. 19.
Gullsmárinn
Spilað var á 13 borðum í Gull-
smára fimmtudaginn 5. febrúar.
Úrslit í N/S:
Pétur Antonsson - Örn Einarsson 356
Ragnh. Gunnarsd. - Sveinn Sigurjónss. 291
Gróa Jónatansd. - Kristm. Halldórss. 289
Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 271
A/V
Hinrik Láruss. - Haukur Bjarnason 341
Samúel Guðmss. - Jón Hannesson 331
Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 310
Óskar Ólason - Hermann Guðmss. 295
Á fallegum og notalegum stað
á 5. hæð Perlunnar
Næg bílastæði
ERFIDRYKKJUR
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is
Pantanir
í síma
562 0200
Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land!
afsláttur
20%
af öllum
afsláttur
í febrúar
púslu
spilum
Aukablað alla
þriðjudaga