Morgunblaðið - 17.02.2015, Page 24

Morgunblaðið - 17.02.2015, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði 31 par mætti til leiks þriðjudaginn 10. febrúar. Spilaður var 26 spila tví- menningur. Efstu pör í N/S: Hulda Hjálmarsd. - Hrafnh. Skúlad. 61,6 Björn Árnason - Lúðvík Ólafsson 60,1 Friðrik Jónsson - Björn Svavarsson 59,7 Gróa Þorgeirsd. - Kristín Óskarsd. 56,8 A-V Guðm. Sigursteinss. - Auðunn Guðmss. 68,6 Sigurður Hallgrs. - Steinmóður Einarss.59,4 Ágúst Stefánsson - Helgi Einarsson 55,6 Tómas Sigurjss. - Jóhannes Guðmannss.55,2 Föstudaginn 13. febrúar var spil- aður tvímenningur með þátttöku 26 para. Bestum árangri náðu í N/S: Kristín Óskarsd. - Unnar Atli Guðmss. 66,8 Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 66,0 Örn Ingólfsson - Pétur Antonsson 61,0 Tómas Sigurjss. - Björn Svavarss. 53,1 Jón Sigvaldason - Katarínus Jónss. 49,6 A-V Sigurður Tómasson - Guðjón Eyjólfss. 64,8 Skarphéðinn Lýðss. - Stefán Ólafsson 61,6 Anton Jónsson - Ólafur Ólafsson 59,3 Haukur Guðmss. - Sigurður Kristjánss. 57,7 Kristján Þorlákss. - Bjarni Þórarinsson 53,8 BFEH spilar á þriðjudögum og föstudögum í félagsheimili eldri borgara í Hafnarfirði að Flatahrauni 3. Spilamennska byrjar kl. 13. Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríks- son og hjálpar hann til við myndun para ef spilarar mæta stakir. Á sama tíma og stjórn Strætó hefur reynzt vanhæf, vegna margra hneyksl- anlegra tilfella í ferðaþjónustu fyrir fatlaða, sem hún hafði þó „skipulagt“ um margra mánaða skeið, þá hækkar hún almennt fargjald í strætisvagna upp í 400 kr. og skerti á þessu ári þjónustuna með því að hætta að selja farþegum leiðabækur! Mættum við biðja um nýja stjórn Strætó bs. Jón Valur Jensson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Gallar á þjónustu Strætó Strætó Á milli áfangastaða er tækifæri til að hvíla sig og láta hugann reika. Morgunblaðið/Kristinn Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. Er kominn tími á að smyrja bílinn þinn Opið: mánud. – fimmtud. 8-17 föstudögum 8-15 með allt fyrir bílinn Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is Að smyrja bílinn reglulega er hagkvæm og ódýr leið til þess að tryggja betri og lengri endingu vélarinnar. 564 5520 bilajoa.is Morgunblaðið gefur út þann 12. mars glæsilegt sérblað um HönnunarMars –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 12, mánudaginn 9. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Hátíðin verður haldin víðs vegar um Reykjavík þar sem saman koma íslenskir hönnuðir og sýna fjölbreytt úrval nýrrar íslenskrar hönn- unar og arkitektúrs af margvíslegu tagi. HönnunarMars DesignMarch Reykjavík 12.-15.03.2015 Í tillögu til þings- ályktunar til Alþingis er lagt til að seinka klukk- unni á Íslandi í stað- artíma -1. Haldið er fram að viðvarandi tog- streita sé yfir veturinn á milli líkamsklukku Ís- lendinga og stað- arklukkunnar. Þung- lyndi, tóbaks- og áfengisneysla gæti minnkað m.m. Nú hafa stærðfræðingar þróað app gegn flugþreytu. Appið segir þeim sem vilja fara að leiðbeiningum hve- nær þeir eiga að sækja í ljós eða myrkur til að komast yfir flugþreyt- una sem fyrst. Frávik landfræðilegrar legu ríkja/landsvæða í tímabelti frá völdum staðartíma Ef litið er til annarra landa sem liggja á 60°- 70° N er staðartími svæð- isins einum til þremur tímum á undan sólartíma. Austasti hluti Íslands er 24 mínútur frá því að ná að vera jarð- fræðilega í tímabeltinu 0. Öll ríki Vestur-Evrópu, að undan- teknum Írlandi, Bretlandi og Portú- gal, hafa sameinast um tímabelti +1. Vestasti hluti Spánar er jarðfræðilega í sama tímabelti -1 og Ísland, en er með sumartíma +2. Hvers vegna á ekki að taka mið af því og setja stað- artíma Íslands á +1, vetrartíma Vest- ur-Evrópu, en óbreytt að sumr? Þá hefur líkamsklukkan stöðugleika. Það virkar sem huglægt högg þegar klukkunni er seinkað í lok sumartím- ans að hausti, yfirþyrmandi depurð setur að manni. Dæmi um frávik stað- artíma eru: Azoreyjar með staðar- tíma +1 í stað -3 og svæði í Rússlandi sem nær yfir þrjú tímabelti +7 til +9 en staðartími þess er +10. (Heimild: Wikapedia, tímabelti dags. 20. sept- ember 2011.) Afleiðingar frávika frá legu og staðartíma Maðurinn hefur frá örófi alda við- haldið sinni hegðun á æskuskeiði, sumir fara að leiðbeiningum og að- stæðum, en aðrir gera eins og þeim hugnast hverju sinni, óháð frú Klukku. Því er hin fálmkennda skýring að það sé klukkunni að kenna að erfitt sé að vakna á morgnana, til vinnu eða skóla. Mér er mjög til efs að stjórnendur ríkjanna/ landsvæðanna hafi ekki haft eða fengið vís- indalega vitneskju um eða ráðgjöf, hversu mikla viðvarandi tog- streitu, andlega vanlíð- an, heilsumein og sóun á fé í heil- brigðiskerfinu þeir væru að kalla yfir hundruð, jafnvel þúsundir milljóna íbúa ríkja sinna, ef það hljótist af því að flýta klukkunni miðað við jarð- fræðilegan staðartíma, eins og gert var 1968 á Íslandi. Hádegi er kallað þegar sólmiðjan er í hásuðri, sem er nú eftir árstíð t.d. í Reykjavík kl. 13.11-13.42. Tímahringur heilans, líkams- klukkan, er ekki sniðinn að 24 stunda klukku samfélagsins. Birtan stýrir hringferlinu. Hjá 8 af hverjum 10 er takturinn styttri eða ögn lengri en 24 klst. og vakna auðveldlega að morgni, segir S. Pallesen í háskóla Bergen. Líkamsklukkan fínstillir sig um flakk- andi hádegis- og miðnæturbil. Reglubundinn svefn er mikilvægur til þess að framleiðslutaktur stjórn- andi efna verði stöðugur og í föstum skorðum. Þar af leiðir að óheppilegt er að flýta og seinka klukkunni vor og haust. Komið hefur í ljós að eftir að klukkunni er flýtt á sumartíma fækk- ar slysum. Niðurstaða Beinast liggur við að taka upp stað- artíma +1 á Íslandi, en án sumar- tíma, takandi tillit til þeirra sem temja sér reglulegan svefn og vöku- takt. Allt árið yrði sami tími á Íslandi og í Vestur-Evrópa að vetri. Sól verð- ur þá hæst á lofti t.d. í Reykjavík um kl. 14.11-14.42 eftir árstíð. Með þess- ari breytingu yrði margt til hagsbóta fyrir þá sem erfitt eiga í skammdeg- inu, almenna þjóðfélagsþegna og við- skipti austan Atlantsála. Lending- artími flugvéla austan- og vestanhafs gæti haldist óbreyttur. Vissulega vakna menn lengur í myrkri að morgni í skammdeginu, en það tel ég léttvægt eftir tilkomu rafvæðing- arinnar búandi og farandi til sýslunar, náms eða vinnu, í vel upplýst húsnæði þar sem litarhitastig ljósgjafa er meira en 4000°K, lýsing meiri en 600 lux og Ra-gildi hærra en 85. Þar mun vakningarefnið orexin og hormónið serotonin fljótt ná fullum styrk í raf- birtunni sem liggur nærri dags- birtunni og síðar hin ánægjulega til- finning að sjá dagrenninguna. Fyrir þá ungu eru lok skóladags t.d. um kl. 14 og þá nálgast hádegi, sól hæst á lofti og langur bjartur dagur eftir, til leiks úti, meira að segja ekki komið myrkur fyrr en kl. 17.48 þó 20. des- ember sé, en birting kl. 11.02. Þeir sem eru að vinna úti þurfa varla að setja upp vinnuljós nema að morgni. Hinir ungu foreldrar sækja börnin sín á leikskóla í björtu og geta átt stund með þeim úti á eftir og nært líkama, án sólgleraugna, með D-vítamíni ef sól skín eða bjart er yfir. Að koma heim frá vinnu í björtu er unaður, einkum fyrir þá sem erfiðlega ráða við skammdegisþunglyndið. Ég er sannfærður um að aukið hlutfall af D-vítamíni í blóði gerir mikið gagn til að komast í gegnum skammdegið. Þegar líður að vori/sumri/hausti verð- ur sól hærra á lofti framyfir kvöld- verð og hlýrra og bjartara á góðu grillkvöldi. Með því að flýta klukkunni til samræmis við tímabelti +1 verður ekki eins og nú bæði myrkur að morgni til vinnu og skóla og myrkur á leið heim, sem er óbærilegt og nið- urdrepandi, dagurinn búinn. Bjart heim úr skóla og vinnu síðdegis alla daga ársins er allra hagur. Heimild: Tímar; og skilgreining hádegis; birtingar og myrkurs. Almanak. Útgefandi Háskóli Íslands. Flýtum klukkunni á Íslandi til jafns við Vestur-Evróputíma +1 » Öll ríki V-Evrópu nema þrjú hafa sam- einast um tímabelti +1. Vestasti hluti Spánar er í sama tímabelti -1 og Ísland. Bjart úr skóla og vinnu er allra hagur. Svavar Þorvarðsson Höfundur er smiður. Eftir Svavar Þorvarðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.