Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2015 Malín Brand malin@mbl.is S ú þróun sem orðið hefur á undanförnum árum þar sem talmál er notað í sam- skiptum við tölvubúnað hefur verið ótrúlega hröð. Oftast er tungumálið þó enska og önnur erlend mál. Íslenskuna tala vissulega fáir og það sem menn hafa bent á í sambandi við tæknilausnir þar sem talmál vegur þungt er að ís- lenskan geti hreinlega orðið útundan í þessari tækniþróun og þar með gæti samkeppnisfærni íslenskra fyrir- tækja hæglega minnkað. Jón Guðna- son, lektor við Tækni- og verk- fræðideild Háskólans í Reykjavík, er einn þeirra sem hafa látið sig málið varða og leitað lausna innan mál- tækninnar. „Innan máltækninnar er ýmis- legt skoðað, til dæmis vélrænar þýð- ingar og munur á tungumálum og annað. Ritmálsgreining hefur þróast mjög hratt innan tölvunarfræðinnar þar sem hægt hefur verið að yfirfæra tækni sem notuð er við greiningu formlegra mála eða forrita á það verkefni. Það er orðinn stór iðnaður í dag,“ segir Jón og nefnir íslenska fyrirtækið Clara sem dæmi en það hefur rýnt í umfjöllun um fyrirtæki á veraldarvefnum með textagreiningu. „Textragreining er líka mikilvæg í vélrænum þýðingum þar sem setn- ingum er stillt upp til að sjá hvort þær hafi sömu merkingu milli tungu- mála,“ segir Jón. Þessi dæmi lúta að ritmálsgreiningu en hvernig er þessu farið með talmálið? Þó að Jón hafi innsýn í ritmáls- greiningu er talmálsgreiningin það svið sem hann er best heima í. „Segja má að mitt svið sé bæði talmálið sem hefur að gera með máltækni og svo stærra svið sem nær út fyrir mál- tækni, því máltæknin fjallar aðallega um tungumálið og hvernig við kom- um upplýsingum hvert frá öðru. Það eru alls kyns upplýsingar í röddinni, eins og áherslur, hvernig okkur líður, hvers kyns við erum, hvort röddin er rám eða ekki og fleira í þeim dúr,“ segir Jón. Hann vinnur bæði með fólki í MIT og Harvard í Boston sem orðið hefur fyrir hnjaski á radd- böndum og er unnið í samstarfi við talmeinafræðinga til þess að kanna möguleika á að láta fólk vita áður en farið er í stórar aðgerðir á radd- böndum, t.d. með breyttri hegðun. Breidd fagsins er mikil og verkefnin af ólíkum toga. Ýtt á eftir Google Jón hefur einbeitt sér að því sem snertir raddgreiningu en hluti radd- greiningar er notaður við talgrein- ingu. Hann hefur verið í samstarfi við annan Íslending að nafni Trausti Kristjánsson. Trausti vann hjá Goog- le á þeim tíma sem þeir Jón hófu samstarf. „Við ýttum á eftir því að Google hjálpaði okkur að safna gögn- um til þess að búa til íslenskan tal- greini. Það var ekkert auðsótt. Jafn- vel þótt við værum búnir að safna gögnunum var enn langsótt að við kæmumst inn í framleiðsluferlið en Almannarómur í þágu fjöldans Máltækni er eitt af því sem hefur breytt heiminum til muna. Hún hefur að gera með tungumálið og samskipti fólks, bæði talað mál og ritmál. Almannarómur heitir sjálfseignarstofnun sem vinnur að máltæknilausnum fyrir íslensku og hefur meðal annars það markmið að tryggja að íslenska standi jafnfætis öðrum tungu- málum í tækniheiminum, meðal annars með þróun íslensks talgreinis. Morgunblaðið/Ernir Samtal Með hjálp talgreina má hæglega leita á veraldarvefnum í snjall- símum með því að gefa munnlega skipun. Þá þarf ekki að slá inn orðin. Í viðtali hér til hliðar er rætt um þró- un íslensks talgreinis. Þar er minnst á Máltæknisetur og ekki úr vegi að kynna það aðeins betur. Máltækni- setur var stofnað sumarið 2005 og er samstarfsvettvangur Málvísinda- stofnunar Háskóla Íslands, tölvunar- fræðideildar Háskólans í Reykjavík og orðfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Á vefsíðu setursins má nálgast opinn hugbúnað sem þróaður hefur verið sem og gagnasöfn. Gagnlegar og hnitmiðaðar upplýsingar er að finna á síðunni um það þverfaglega rann- sóknarsvið sem máltækni er. Ítarleg- ar upplýsingar er einnig að finna um núverandi rannsóknarverkefni sem Máltæknisetur tekur þátt í sem og umfjallanir um eldri verkefni. Það er um að gera að líta á vef Máltækniset- urs, rannsóknarseturs í máltækni, og kynna sér málið. Vefsíðan www.maltaeknisetur.is Morgunblaðið/ÞÖK Máltækni Eiríkur Rögnvaldsson og Sigrún Helgadóttir eiga sæti í stjórninni. Þar sem máltækni er rannsökuð Í hádeginu í dag á milli klukkan 12 og 13 mun Einar Guðbjartsson, dós- ent, flytur erindi á málstofu Við- skiptafræðideildar. Þar verður fjallað um hugtök sem oft er ruglað sam- an: Kostnaðarstjórnun og kostn- aðargreining. Hugtökin hafa mikið að segja um hvernig rekstri fyrir- tækis er háttað frá degi til dags. Í kynningu á vef HÍ segir að í raun sé innihald hugtakanna svart og hvítt og verður fjallað um þann mun sem á þeim er í stofu HT-101 á Háskóla- torgi og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Endilega ... ... skyggnstu inn í fræðin Morgunblaðið/Kristinn Hugtök Oft víxlast merking hugtaka. Júlíana – hátíð sögu og bóka verð- ur haldin í Stykkishólmi dagana 26. febrúar til 1. mars. Minningar, hvort heldur þær eru sannar, ósannar héðan eða þaðan verða viðfangs- efni hátíðarinnar í ár. Dagskráin hefst formlega með opnun í Vatna- safninu á fimmtudeginum. Daginn eftir verður dagskrá á ýmsum stöð- um í bænum og má þar nefna sýn- ingu grunnskólanemenda á Amts- bókasafninu þar sem þeir fást við minningar. Upplestur verður í Bóka- verzlun Breiðafjarðar og boðið verður upp á sögustund í tveimur heimahúsum um kvöldið. Dagskrá föstudagsins endar svo með sögu- gerð á Hótel Egilsen. Fjöldi rithöf- unda heimsækir bæinn í tilefni há- tíðarinnar. Á laugardagskvöldið verður dagskrá í Norska húsinu þar sem lesin verða ljóð Júlíönu Jóns- dóttur sem var fyrst íslenskra kvenna til að gefa út skáldrit á Ís- landi. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á Facebook undir leitarstrengnum Júlíana hátíð sögu og bóka. Júlíana hefst á fimmtudaginn Hátíð sögu og bóka haldin í þriðja sinn í Stykkishólmi Morgunblaðið/Malin Brand Stykkishólmur Séð yfir bæinn frá Vatnasafninu þar sem hátíðin hefst í ár. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is gerðu tónlist á makkann þinn Duet 2 stúdíógæði í lófastærð One fyrir einfaldar upptökur MiC hágæða upptökur Jam alvöru gítarsánd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.