Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Kristinn Almannarómur Jón Guðnason, lektor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, er einn þeirra sem vinna að gerð opins talgreinis sem er eins konar kóðagrunnur sem íslenskir hugbúnaðarþróendur geta nýtt sér. við náðum þarna inn á síðustu stundu í lok sumars 2012.“ Síðan birtist ís- lenski talgreinirinn í lista Google yfir þau tungumál sem hægt er að velja til að tala. „Ef þú ert með snjallsíma þá er þetta innbyggt í Android-stýrikerfið en fyrir iPhone er hægt að fá sér app- ið Google Search. Þá getur maður leitað á vefnum í gegnum Google- gluggann. Í staðinn fyrir að stimpla inn leitarorðin sem getur verið óþægilegt á litlum símum, þá ýtir maður bara á hljóðnemamerkið og segir svo það sem maður vill leita að,“ segir Jón og tekur sem dæmi skip- unina „afgreiðslutíminn í Kringlunni“ og með hjálp talagreinisins koma upp leitarniðurstöðurnar. Íslenska sem önnur tungumál Annað teymi innan Google hefur búið til snjallsímaforrit sem tengist GoogleTranslate og virkar þannig að notendur geta átt samtöl við útlend- inga. Til dæmis gæti Íslendingur tal- að íslensku, síminn snarar því yfir á mál viðmælandans með hjálp Goog- leTranslate. Viðmælandinn svarar á sínu máli og í símanum heyrir not- andinn svarið á íslensku. „Það sem er gaman við þetta er að sjá hversu vel mögulegt þetta er og það er ekkert sérstakur galdur við íslenska tungu- málið. Það er bara eins og öll hin tungumálin. Íslenskan hefur sín sér- kenni en það hafa önnur tungumál líka,“ segir Jón. Hér komum við að kjarna máls- ins og það er Almannarómur sem nefndur var í inngangi. „Hér á landi er til dæmis sérþekking á tungumál- inu okkar. Við tölum það og við höf- um ímyndunaraflið. Verkfræðing- arnir sem vinna að gerð talgreina hjá Google eru mjög klárir en þeir hafa kannski ekki þessa innsýn í tungu- málið sem við myndum hafa og þar með möguleikann á að ná lengra með því að sérsníða það sem er þegar til að tungumálinu. Þess vegna fannst okkur Trausta og fleirum mikilvægt að koma þessu einhvern veginn af stað hérna á Íslandi þannig að haldið yrði utan um þetta.“ Almannarómur tekur á sig mynd Því var hafist handa ásamt Mál- tæknisetri við að búa til kóðagrunn, Almannaróm. „Við erum að lofa um- hverfi fyrir almenna forritara að koma að þróun talgreina þannig að það verði auðvelt fyrir íslenska hug- búnaðarþróendur að setja talgreini inn í kerfin sín og sérsníða þá lausn sem við komum með að sinni notkun. Oft þarf talgreinirinn ekkert að geta skilið alla íslensku. Þetta er heldur ekkert endilega mikil forritun heldur stilling,“ segir Jón. Hann útskýrir að þjálfunin á talgreininum sé sett í gang með þeim gögnum sem þarf til þess að ná árangri á þeim vettvangi sem um ræðir. „Ég get tekið dæmi um mjög erfitt verkefni og opið. Það væri að gera talgreini fyrir Alþingi Íslendinga. Þar eru ræður og alþing- ismenn geta sagt mjög marga hluti og það er opið hvað þeir eru að tala um. Á hinn bóginn væri hægt að setja upp talgreini fyrir flugfélag þar sem markmiðið er að viðskiptavinurinn hringi inn og panti sér flugmiða og þurfi ekki að tala við neinn heldur sé það tölvan sem talar við viðkomandi. Þá þarf talgreinirinn ekki að skilja allt. Hann þarf bara að skilja ákveðna hluti á borð við hvert manneskjan sé að fara, hvenær hún vill fara, hvaða sæti hún vill fá í vélinni og þá er hægt að afmarka orðaforðann sem er mjög mikið flækjustig. Þá er hægt að binda orðaforðann saman í því mállíkani sem búið hefði verið til fyrir það verk- efni,“ segir Jón Guðnason, lektor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, um það áhugaverða verkefni sem Almannarómur er. Áhugasamir geta fylgst með fram- vindu mála á vefsíðunni www.al- mannaromur.is. Þar er einnig hægt að gerast félagi og taka þátt í upp- byggingu hins opna talgreinis. „Verkfræðingarnir sem vinna að gerð tal- greina hjá Google eru mjög klárir en þeir hafa kannski ekki þessa inn- sýn í tungumálið sem við myndum hafa og þar með möguleikann á að ná lengra.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2015 þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino Annað kvöld, miðvikudaginn 25. febrúar, verður Leikhúskaffi Gerðu- bergs og hefst það klukkan 20. Símon Birgisson, dramatúrg Þjóð- leikhússins, mun þar stýra dagskrá um leikverkið Sjálfstætt fólk sem sýnt er um þessar mundir. Með Símoni verða góðir gestir eða þau Atli Rafn Sigurðsson leikari, sem leikur sjálfan Bjart í Sumarhúsum, og Hlín Agnarsdóttir leiklistar- gagnrýnandi. Í Leikhúskaffi Gerðubergs gefst áhorfendum kostur á að kafa dýpra í verkið, uppsetninguna og tengsl skáldsögunnar og leikritsins. Áhorf- endur fá að heyra um upplifun leik- arans og gagnrýnandans og spyrja aðstandendur sýningarinnar spurn- inga yfir kaffibolla á nýja kaffihús- inu á efri hæð Gerðubergs. Leikhúskaffi í Gerðubergi er samstarfsverkefni Borgarbóka- safnsins og Þjóðleikhússins og fer fram fjórum sinnum á vormisseri 2015. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Næsta Leikhúskaffi fer fram 25. mars og þá verður fjallað um Segulsvið, nýtt leikverk eftir Sigurð Pálsson. Í Gerðubergi er boðið upp á fjölbreytta dagskrá á miðvikudagskvöldum kl. 20. Fyrsta miðvikudag í mánuði er Handverkskaffi, annan miðvikudag- inn er Sagnakaffi, þriðja miðviku- daginn er Heimspekikaffið og fjórða miðvikudag mánaðarins er Leikhúskaffi. Dagskrá um Sjálfstætt fólk Leikrit Rýnt verður í Sjálfstætt fólk. Leikhúskaffi í Gerðubergi Sat Nam Rasayan-heilarinn Sven Butz kemur hingað til lands á fimmtudaginn en tilgangur ferðar hans er að kenna námskeið um djúpa heilandi núvitund. Það mun hann gera á þremur stöðum á landinu. Sjálfur hefur Butz iðkað Sat Nam Rasayan í yfir 20 ár og kennir bæði stig 1 og 2 af því. Sat Nam Rasayan er heilandi hugleiðslulist innan kunda- lini-jóga og er sagt að um sé að ræða- heilun í gegnum flæði sálarinnar. Grunnur Sat Nam Rasayan er upp- lifun á innri þögn þar sem iðkendur læra að heila aðra gegnum djúpa nú- vitund. Námskeiðið er opið öllum og er engin fyrri reynsla af kundalini-jóga eða SNR nauðsynleg. Kennsla fer fram laugardaginn 28. febrúar kl. 10- 17.30 í salnum í Hvalasafninu og er skráning á huldhaflida@gmail.com, sunnudaginn 1. mars kl. 10-17.30 í Jógahofinu á Akureyri og fer skrán- ing fram á akk@graenilotusinn.is. Þriðja námskeiðið verður helgina 5.-8. mars í Jógasal Ljósheima og er skráning á solbjort@ljosheimar.is. Sven Butz kennir á Íslandi Kennsla Sat Nam Rasayan er hugleiðslulist sem kennd verður hér á landi. Kennir Sat Nam Rasayan á þremur stöðum á landinu Með tilkomu íslensks talgreinis má með sanni segja að verkefnin yrðu óþrjótandi. Jón Guðnason segir þó að í gegnum tíðina hafi forkólfar máltækninnar hér á landi bent á að verkefnin séu þess eðlis að þau veiti fræði- mönnum ekki mörg tækifæri til að koma með nýnæmi. „Þetta er meira að taka eitthvað sem er til fyrir, er kannski nýtt erlendis, bú- ið að finna upp, og færa það yfir á íslensku,“ segir Jón. Af þessari ástæðu hefur ekki beinlínis verið hlaupið að því að fá styrki til uppbyggingar talgreinis því gjarn- an er litið til þess hvort eitthvert nýnæmisvirði sé í því. „Á því í raun og veru standa og falla há- skólarannsóknir. Þetta er í eðli sínu tækniþróunarverkefni og hefur þróunarkostnaður í gegnum tíðina verið hár í kringum slík verkefni,“ segir Jón en er þó full- ur eldmóðs og heldur ótrauður áfram. Tækniþróun eða nýnæmi? ÓTAL MÖGULEIKAR FYRIR HENDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.