Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2015 Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Alhliða þjónusta fyrir vökvadælur og vökvamótora Sala - varahlutir - viðgerðir Ákvörðun var tekin um það í gær, að aðalmeðferð í svonefndu Marple-máli hefjist í Héraðsdómi Reykjavíkur 7. september. Gert er ráð fyrir að hún taki hálfan mánuð. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings, og Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjár- málastjóri bankans, eru ákærð í málinu fyrir fjárdrátt og umboðs- svik. Magnús Guðmundsson, fyrr- verandi forstjóri Kaupþings í Lúx- emborg, er ákærður fyrir hlutdeild í fjárdrætti og umboðssvikum Hreiðars Más og Guðnýjar Örnu og Skúli Þorvaldsson er ákærður fyrir hylmingu. Verjendur hafa tíma til 15. júlí til þess að skila greinargerðum í mál- inu. Marple-mál fyrir dóm í september Fyrir rétti Hreiðar Már Sigurðsson ásamt Herði Felix Harðarsyni, verjanda sínum. SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samband íslenskra sveitarfélaga hefur haft þá stefnu að forræði sorphirðu- og úrgangsmála þurfi að vera í höndum sveitarfélaga en bendir jafnframt á að sorphirða og raunar flest verkefni sveitarfélaga á sviði úrgangsmála séu boðin út til einkaaðila. Þannig hafa nær öll sveitarfélög í landinu boðið sorp- hirðuna út, nema Reykjavíkurborg. Alþingi samþykkti breytingar á lögum meðhöndlun úrgangs síðasta vor. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga við það frumvarp kom fram gagnrýni á að ekki væri kveð- ið skýrar á um hlutverk og ábyrgð sveitarfélaga og annarra sem kæmu að úrgangsmálum. Óskýr ábyrgðarskipting í málaflokknum væri ávísun á deilu- og klögumál. Ef sveitarfélög ættu að bera ábyrgð á að ná markmiðum um úr- gangsforvarnir, endurvinnslu, end- urnýtingu og förgun þá yrði að liggja skýrt fyrir að lögin veittu þeim heimild til að fela byggðasam- lögum, sem sveitarfélögin ættu að- ild að, að ná settum markmiðum í viðkomandi landshluta. Verði samstiga Meirihluti umhverfis- og sam- göngunefndar Alþingis tók undir þessi sjónarmið sveitarfélaganna og lagði til við ráðherra að taka til- lit til þeirra. Það náði ekki í gegn í lögunum að þessu sinni. Guðjón Bragason, sviðsstjóri lög- fræði- og velferðarsviðs Samb. ísl. sveitarf., segir síðustu lagabreyt- ingar engu að síður hafa falið í sér stefnubreytingu af hálfu löggjafans og því beri að fagna. Síðustu ár hafi sveitarfélögin ekki hlotið mikinn hljómgrunn við stefnumótun og mótun lagarammans um úrgangs- mál. Það sé von sveitarfélaganna að lagabreytingar feli í sér tækifæri til að endurskoða þá stefnu sem mörk- uð var í landsáætlun um úrgang, sem umhverfisráðherra gaf út 2013. Ríki og sveitarfélög verði von- andi framvegis samstiga í að móta raunhæfa og lausnamiðaða stefnu um framtíð málaflokksins, þar sem einnig verði lögð áhersla á að skýra hlutverk sveitarfélaga annars veg- ar og einkaaðila hins vegar. Ósanngjörn umræða Guðjón segir umræðuna um sorphirðumál á köflum hafa verið ósanngjarna í garð sveitarfélag- anna. Þau hafi gert sitt í að bjóða út sem flest verkefni á þessu sviði en líta verði á úrgangsmálin sem grunnþjónustu sem öll sveitarfélög veiti íbúum sínum. „Það er líklega vandfundinn sá staður í heiminum þar sem sorp- hirða er án aðkomu hins opinbera. Það má alltaf búast við því, ef menn ætla að láta einkaaðila algjörlega sjá um þessa þjónustu og án trygg- ingar frá ríki eða sveitarfélögum, þá yrðu mjög líklega einhverjar byggðir út undan. Einkamarkaður- inn gengur jú út á það að þjónustan er rekin í hagnaðarskyni. Hættan er sú að þjónustan myndi ekki ná til allra og að ekki yrðu allir flokkar úrgangs hirtir,“ segir Guðjón. Ýmis álitamál uppi Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og oddviti sjálfstæðismanna í borg- arstjórn, segir ýmis álitamál uppi þegar kemur að sorphirðumálum og hver beri að sjá um þau. Bendir hann á að nær öll sveitarfélög í landinu, nema Reykjavík, bjóði sorphirðuna út. Ef bjóða ætti út alla þætti sorphirðu- og úrgangs- mála þyrfti að breyta lögum á ný. „Það er mín skoðun að hægt sé að nýta útboð í ríkari mæli og einn- ig varðandi förgun. Þá segja sveit- arfélögin sem standa að Sorpu að þau beri ábyrgð á sorphirðunni og ekki sé hægt að undanskilja þann þátt. Á þessu eru tvær hliðar, ann- ars vegar sem snýr að breytingu á lögum þannig að ábyrgðin yrði al- farið þeirra verktaka sem fengju verkið, og hins vegar að það yrði skýrar kveðið á um samkeppnis- sjónarmið í lögum og reglugerðum um þennan málaflokk,“ segir Hall- dór. Hlutverk og ábyrgð sveitar- félaga verði skýrari í lögum  Síðustu breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs dugðu ekki til Morgunblaðið/Ómar Sorphirða Reykjavíkurborg er líkast til eina sveitarfélagið í landinu sem ekki býður út sorphirðu frá heimilum í íbúa sinna. Önnur bjóða þetta út. Mikill meirihluti lifandi fæddra barna á Íslandi er skráður í trú- eða lífsskoð- unarfélög eða tæplega 87% á árunum 2005- 2014. Þetta kem- ur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við skriflegri fyrirspurn frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, þingmanni Samfylking- arinnar. Þannig fæddust 45.560 börn á tímabilinu og voru 39.070 þeirra skráð í trú- eða lífsskoðunarfélag við fæðingu. Einungis 1.716 þeirra voru skráð utan slíkra félaga og önnur 4.774 skráð með stöðuna ótil- greind trúfélags- eða lífsskoðunar- félagsaðild. Langflest börn skráð í trúfélög Hallgrímskirkja. „Ef úrgangs- málin eru ekki í lagi þá verða menn fljótir að finna lykt- ina,“ segir Guðjón Braga- son hjá sam- bandi sveitar- félaga og eru það orð að sönnu. Fá dæmi eru um hirðuleysi hér á landi, helst er það fannfergi sem getur tafið sorphirðu líkt og borg- arbúar upplifðu um síðustu jól. Í þessum efnum er ítalska borgin Napolí víti til varnaðar en þar hefur sorpið stundum ekki verið hirt vik- um eða mánuðum saman, sem að vísu er rakið til áhrifa ítölsku mafíunnar. SORPHIRÐA Napolí víti til varnaðar Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, seg- ir að Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flug- stjóri hjá Mýflugi, sé að beina gremju sinni í ranga átt, þegar hann gagn- rýnir Isavia fyrir lélegt ástand flug- valla víða um land. Þorkell Ásgeir gagnrýndi Isavia harðlega í frétt hér í Morgunblaðinu sl. laugardag og sagði að þótt ástand flugvalla hefði margoft verið rætt við Isavia, hefðu engar úrbætur verið gerðar. „Alþingi og innanríkisráðuneytið ákvarða fjárveitingar til reksturs og endurbóta flugvalla og lendingar- staða á landsbyggðinni. Fjárveitingar til málaflokksins hafa verið takmark- aðar og ekki nægt til þess að viðhalda ákjósanlegu þjónustustigi á öllum lendingarstöðum þótt flugöryggi sé ekki stefnt í hættu. Hefur Isavia ítrekað bent Alþingi, innanríkisráð- neyti og samgönguráði á stöðu þessa mikilvæga máls,“ sagði Friðþór í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Flugvellir og lendingarstaðir á landsbyggðinni eru reknir fyrir tekjur af notendagjöldum og fjár- framlag ríkisins á fjárlögum nema Keflavíkurflugvöllur sem er að öllu leyti fjármagnaður með notenda- gjöldum. Auk þess hefur hann sér- stöðu vegna ákvæða samkeppnis- reglna á Evrópska efnahagssvæðinu og lögum samkvæmt er ekki leyfilegt að færa fjármagn úr rekstri hans til annarra flugvalla,“ sagði Friðþór. Hann segir að Alþingi hafi sam- þykkt aukafjárveitingu til reksturs og viðhalds innanlandsflugvallakerfisins en innanríkisráðuneytið hafi ekki skil- greint forgang verkefna. Flugvallarekstur fari fram í sam- ræmi við lög og reglur sem byggist á alþjóðlegum stöðlum og samkvæmt starfsleyfi Samgöngustofu sem sé op- inber eftirlitsaðili með öryggi í flugi. agnes@mbl.is Alþingi ákveður fjárveitingarnar  Uppfyllir skyldur í þjónustusamningi innanríkisráðuneytis ljósmynd/www.mats.is Norðfjörður Ástand flugbrautar á Norðfirði er mjög slæmt í sólbráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.