Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2015 Það eru spennandi tímar í landbúnaði, fyrirtækið er í örumvexti og ég hlakka til á hverjum degi að mæta í vinnuna,hitta samstarfsfólkið og vera í sambandi við dugmikla bændur um allt land,“ segir Finnbogi Magnússon, framkvæmda- stjóri Jötuns véla. Fyrirtækið er 11 ára og selur landbúnaðar- vélar, höfuðstöðvar þess eru á Selfossi en það rekur einnig verslanir á Akureyri og Egilsstöðum með miklu vöruúvali. „Svo byrjuðum við á síðasta ári með deild í Reykjavík sem sérhæfir sig í sölu til fagmanna í græna geiranum og vinnuvélaeigenda. Landbúnaður er mikið áhugamál hjá mér, ég eyði drjúg- um hluta sólar- hringsins í vinnunni og verð staddur á vélasýningu í París á afmælisdaginn.“ Finnbogi spilar körfubolta og stund- ar crossfit fimm til sex sinnum í viku í Hveragerði, en hann býr í búgarðabyggð rétt fyrir sunnan Selfoss. „Þar er frú- in sem er með 20 landnámshænur og ég er svínabóndi á sumrin, hef tekið tvo grísi a vorin og el fram á haust, og set þá svo í pottinn. Þeir kallast hamingjugrísir því þeir geta valsað frjálst um stórt svæði. Þetta eru mjög skemmtilegar skepnur og ég mæli hiklaust með því að fólk prófi þetta ef það hefur aðstæður til þess. Við búum svo til úr kjötinu beikon, pyls- ur og kótelettur og gefum vinum og kunningjum og skiptum á lambakjöti því sem við náum ekki að borða sjálf.“ Eiginkona Finnboga er Þórey Pálsdóttir og börn hennar og uppeldisbörn Finnboga eru Pálmi Hólm Halldórsson, Laufey Helgadóttir og Guðný Helgadóttir. Barnabörnin eru orðin fjögur. Finnbogi Magnússon er 44 ára í dag Í Laugarási Finnbogi og Þórey með tvö barnabarnanna, Sunnevu og Hörpu. Elur hamingjugrísi Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Keflavík Aris Eva Ingunnar- dóttir fæddist 1. mars 2014 kl. 03.24. Hún vó 3.850 g og var 55 cm löng. Foreldrar hennar eru Ingunn Embla Kristínardóttir og Ragnar Gerald Albertsson. Nýr borgari T inna Laufey fæddist í Reykjavík 24.2. 1975 og bjó lengst af hjá ömmu sinni og afa, þeim Ólöfu Pálsdóttur læknaritara og Bjarna Kr. Bjarnasyni hæsta- réttadómara á Einimel 18 í vesturbæ Reykjavíkur. Þó bjó hún einn vetur á Laugalandi í Rangárvallasýslu, þegar móðir hennar, Birna Bjarnadóttir, kenndi þar við grunnskólann, en Birna féll frá þegar Tinna Laufey var aðeins sex ára. Tinna Laufey var einnig mikið hjá föður sínum og eiginkonu hans, þeim Ásgeiri Haraldssyni og Hildigunni Gunnarsdóttur. Auk þess var hún um árabil að sumarlagi hjá þeim þegar þau voru við framhaldsnám í Hol- landi, ásamt börnum sínum tveimur, þeim Gunnari Steini og Ragnheiði Steinunni. Eftir stúdentspróf frá MH tók Tinna Laufey BA-próf í sagnfræði frá HÍ en hluta þess náms stundaði hún við Kaupmannahafnarháskóla sem skiptinemi. Í framhaldi af því valdi Tinna Lauf- ey sólina á Miami í Bandaríkjunum fyrir framhaldsnámið en hún lauk doktorsprófi í hagfræði frá Univers- ity of Miami árið 2006 og flutti síðan heim til Íslands eftir ársdvöl við Rannsóknarstofu í hagfræði, Nation- al Bureau of Economic Research í New York. „Æskuslóðirnar toguðu og þegar ég flutti heim kom í raun ekkert annað til greina en að stofna heimili í Vesturbænum. Þar bý ég nú á Víði- melnum, ásamt manni mínum, Sig- urði Gylfa Magnússyni, og syninum, Pétri Bjarna. Þaðan er steinsnar í vinnuna en ég er dósent við HÍ og stunda þar bæði rannsóknir og kennslu. Stór hluti rannsókna minna er á Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, dósent í hagfræði við HÍ – 40 ára Ítalskur snjór Hér er Tinna Laufey með hópi úr móðurfjölskyldu sinni í Madonnu á Ítalíu, fyrr í þessum mánuði. Vísindi eru spennandi Kæti Hildigunnur, Ásgeir, Sigurður Gylfi, Pétur Bjarni og Tinna Laufey. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Þessi vara er laus við: Mjólk Glúten Soja Rotvarn- arefni 10 0% NÁ TTÚRULEGT •100% NÁTTÚRUL EG T • Fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is P R E N T U N . I S UPPLIFÐUMUNINN! Áhrifaríkur ASÍDÓFÍLUS ásamt öðrum öflugum góðgerlum Oft spurt? Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 góð- gerlarnir svona vel og fljótt ámarga meltinga- erfiðleika eins og hægðatregðu, niðurgang, uppþembu, kandíta, sveppasýkingu ofl. Svar Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að lifa ferðina af í gegnummagann niður í smáþarmana. Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINN DDS 1, sem hefur þann hæfileika að fjölga sér og dvelja í þörmunum, vinnusamur og stöðugur. Notkun 2 hylki ámorgnana á fastandi maga geta gert kraftaverk fyrirmeltinguna!Margir fullyrða að þeir sem hafa góða meltingu séu hamingjusamari. - Prófaðu og upplifðu muninn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.