Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2015 Innihurðir í öllum stærðum og gerðum! Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Lei tið tilb oða hjá fag mö nnu m o kka r • Hvítar innihurðir • Spónlagðar innihurðir • Eldvarnarhurðir • Hljóðvistarhurðir • Hótelhurðir • Rennihurðir • Með og án gerefta Dr. Gísli Páls- son, prófessor í mannfræði við Háskóla, flytur erindið Svartur í Sumarhúsum í Reykjavíkur- Akademíunni, Þórunnartúni 2, í kvöld kl. 20. Viðburðurinn er á vegum Mannfræðingafélags- ins og mun Gísli fjalla um bókina Hans Jónatan: maðurinn sem stal sjálfum sér, sem kom út skömmu fyrir jól í fyrra. „Áhersla verður lögð á mannfræðilega nálgun í efnisleit og framsetningu, við- brögð landsmanna við fyrsta hör- undsdökka hælisleitandanum og örlög afkomenda hans. Hvaða mannfræðilega lærdóm má draga af sögu sem þessari?“ segir um fyrirlesturinn í tilkynningu. Að- gangur er ókeypis. Svartur í Sumarhúsum Gísli Pálsson Guðmundur Heiðar Frí- mannsson heim- spekingur held- ur fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketil- húsi, í dag kl. 17. Yfirskrift fyrirlestrarins er Á dauðans tími að vera óviss? og í honum skoðar Guðmundur Heiðar stöðu líknar- dráps og reynir að svara því hvort við eigum að geta ráðið dauða- stund okkar sjálf. „Hvaða rök hníga til þess og hvað mælir gegn því? Reynt verður að rökstyðja þá skoðun að við vissar kringum- stæður kunni það að vera siðferði- lega réttlætanlegt að stytta líf sitt og fá aðstoð til þess,“ segir í til- kynningu. Guðmundur er prófessor í heim- speki við Háskólann á Akureyri og lauk doktorsprófi í siðfræði frá Háskólanum í St. Andrews í Skot- landi. Skoðar stöðu líknardráps Guðmundur Heiðar Frímannsson Sverrir Guðnason hefur hlotiðmikið og verðskuldað loffyrir leik sinn í myndinniFlugnagarðurinn, fyrstu mynd leikstjórans Jens Östbergs í fullri lengd. Þar leikur hann Kristian „Kille“ Keskitalo, ungan, uppburð- arlítinn mann í öngstræti. Besti vin- ur hans, Alex, býr með fyrrverandi kærustu hans og á með henni son. Myndin hefst á því að Alex rápar um blindfullur. Hann hittir Kristian, sem kemur í veg fyrir að hann aki fullur heim með því að taka af hon- um lyklana og keyra sjálfur. Strax á upphafsmínútunum er ljóst að ekki er jafnræði í sambandi vinanna, sem eru gamlar ísknatt- leikskempur. Alex er töffarinn og hann kemur fram við vin sinn eins og bulla. Daginn eftir er Alex horfinn. Kristian þykist ekkert vita, en áhorfandinn veit betur. Hann veit að Kristian segir ekki alla söguna og smám saman verður atferli hans skrítnara og skrítnara. Hann reynir bæði að koma sér í mjúkinn hjá föður Alex (sem reynd- ar var líka hokkíþjálfarinn þeirra), konu hans og ekki síst syninum; vill jafnvel koma í stað hans. Áhugi hans á að finna Alex er hins vegar hverf- andi, en það á reyndar líka við um lögregluna, sem virðist ekki sinna málinu af mikilli eftirfylgni. Kristian vill líka gera sig gildandi með einhverjum hætti. Hann reynir að skakka leikinn þar sem ungmenni takast á fyrir utan bensínstöð með hrapallegum hætti. Síðar reynir hann að fá mann, sem er með lausan hund innan um ungmenni á skralli, til að setja ól á dýrið og tekst álíka óhönduglega til. Kristian er léttvægur fundinn. Í einu atriði, sem virðist bein til- vitnun í myndina Leigubílstjórinn (Taxi Driver) með Robert De Niro, vefur hann einangrunarbandi utan um rörbút og æfir sig síðan í síbylju að þrífa það úr tösku líkt og byssu úr hulstri. Kristian Keskitalo ætlar greinilega að koma böndum á um- hverfi sitt um leið og allt virðist vera að fara út böndunum hjá honum og sá grunur vaknar að ekki sé að ástæðulausu að hann vilji leggjast á sveif með lítilmagnanum. En hvað er hann tilbúinn að ganga langt? Karlmennskan er sænskum leik- stjórum greinilega hugleikin um þessar mundir. Í kvikmyndinni Tur- ist, sem sýnd var á kvikmyndahátíð- inni RIFF í haust, tætti leikstjórinn Ruben Östlund í sig viðteknar hug- myndir samfélagsins um karl- mennskuna og lét samfélagið fá það óþvegið í leiðinni. Í Flugnagarðinum er fjallað um ungan mann, sem á í erfiðleikum með að standa undir kvöðum karlmennskunnar og þráir að snúa taflinu við. Hinn horfni vinur virðist ekki hafa átt í erfiðleikum með karlmennsk- una, en hann virðist þó hafa verið allt annað en farsæll; í ljós kemur að hann hefur horfið áður, þótt alltaf hafi hann skilað sér á endanum og konan hans hefur áhyggjur af því að húsið þeirra verði aldrei meira en fokhelt. Stórleikur Sverris Östberg notar ýmis meðul til að koma til skila óhugnanlegri og jafn- vel þrúgandi undiröldu. Á nokkrum stöðum notar hann óþægilegt ískur í stað tónlistar. Kvikmyndavélin fer alveg upp að persónum þannig að umhverfi þeirra sést aðeins í óskýrri móðu. Þá var ekki laust við að hita- stigið í salnum lækkaði um nokkrar gráður í hrollkuldanum sem stafaði af vetrarsenunum á tjaldinu. Sverrir Guðnason leikur þessa flóknu persónu með miklum bravúr og ber myndina á köflum uppi þegar atburðarásin virðist ætla að þynnast út. Mikið mæðir á Sverri því að hann er nánast í hverju einasta atriði myndarinnar. Sverrir hefur líka uppskorið fyrir leik sinn og fékk í fyrra sænsku kvikmyndaverðlaunin Gullbjölluna fyrir túlkun sína á Kristian. Sverrir fæddist í Svíþjóð. Hann ólst að hálfu leyti upp á Íslandi, en hefur einkum leikið í Svíþjóð. Hann hefur greinilega stimplað sig ræki- lega inn í þar í landi með frammi- stöðu sinni og við setningu kvik- myndahátíðarinnar sagði leikstjóri myndarinnar að vissulega væri Sverrir af íslensku bergi brotinn, en spurði hvort Svíar mættu ekki eiga hann líka. Í raun má einu gilda um eignarhaldið á Sverri ef hann bara heldur áfram að gleðja áhorfendur með öðrum eins leik og hann sýnir í Flugnagarðinum. Kvaðir karlmennskunnar Kvikmyndahátíðin Stockfish Flugnagarðurinn bbbmn Leikstjóri: Jens Östberg. Leikarar: Sverrir Guðnason, Peter Andersson, Malin Buska, Leonard Terfelt og Joar Hennix Raukola. Svíþjóð, 2014. 90 mín. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Einn í auðninni Sverrir Guðnason á stórleik hlutverki Kristians Keskitalos í sænsku myndinni Flugnagarðinum. „Ríki og þekking í Bandaríkjunum á nítjándu öld“ er yfirskriftin á fyrirlestri sem Sveinn Máni Jó- hannesson flytur á vegum Sagn- fræðingafélags Íslands í Þjóð- minjasafninu í dag kl. 12.05. Í fyrirlestr- inum verður fjallað um sam- spil þekkingar og ríkisvalds í Bandaríkjunum á fyrri hluta nítjándu aldar. Markmiðið er að varpa nýju ljósi á myndun banda- ríska ríkisins. „Styrkur nútímaríkja er nátengd- ur getu þeirra til að afla sér þekk- ingar og hagnýta hana. Sérfræði- þekking var því lykilatriði við ríkismótun í kjölfar bandarísku byltingarinnar í lok átjándu aldar. Bandaríkin – sem urðu fyrsta land- nemaríkið í Nýja heiminum – þurftu að afla sér þekkingar á því náttúrulega og félagslega umhverfi sem þau gerðu tilkall til að stjórna. Til þess að verða ráðandi afl í Norð- ur-Ameríku leitaðist alríkisstjórnin við að fanga og hagnýta óþekkt landsvæði, náttúruauðlindir og mannafla. Þessi sameiginlegu mark- mið opinberra stofnana, kapítalista, þrælahaldara og bænda útheimtu víðtæka þekkingu á vísindum og tækni. Fyrir tilkomu rannsóknahá- skóla og einkarekinna rannsókna- stofnana féll það einkum í hlut al- ríkisins að mæta þeirri þörf. Fellur ekki að hefðbundnum greiningarrömmum Fræðimenn hafa hingað til gefið samtvinnun þekkingar og ríkisvalds í Bandaríkjunum lítinn gaum. Hún fellur ekki vel að hefðbundnum (we- berískum) greiningarömmum og söguskýringum þar sem lögð er áhersla á sérstöðuhugmyndir eða þjóðarsögu. En um miðja nítjándu öld var sérfræðiþekking orðin að lykilatriði í stefnu alríkisstjórn- arinnar. Í fyrirlestrinum verður fjallað um hversu þekkingarfram- leiðsla hafði víðtæk áhrif á mótun alríkisstofnana, lagakerfisins, hug- myndafræði og innviða landsins,“ segir í tilkynningu. Sveinn Máni Jóhannesson er doktorsnemi í sagnfræði við Cam- bridge-háskóla í Bretlandi. Ríki og þekking í Bandaríkjunum  Fyrirlestur í Þjóðminjasafni kl. 12.05 Sveinn Máni Jóhannesson Stockfish - evrópsk kvikmyndahátíð 2015

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.