Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2015 Þau uxu úr sama jarðvegi hjónin Ragnheiður og Theodór. Hún frá Ísafirði og hann frá Bolungarvík. Bæði af sjómönnum og bændum komin. Eftir að Ragnheiður hafði starfað á sjúkrahúsi um skeið að loknu hjúkrunarnámi leiddu ör- lögin þau saman og síðan lá leiðin suður á land þar sem heimili þeirra stóð síðan alla tíð við aðra landshætti og ólíka. Sú saga verð- ur ekki rakin hér, enda aðrir betur til þess fallnir. Þau Ragnheiður og Theodór virtust um marga eðlis- þætti lík og þó margt ólík einnig. Bæði voru þau miklum hæfileik- um gædd og mikillar gerðar. Tón- listin var báðum í blóð borin og á æskuárum hafði hún sótt orgel- nám hjá Jónasi Tómassyni á Ísa- firði. Theodór var píanósnillingur af guðs náð og stundaði hljóðfæra- leik með kennarastarfinu allt til æviloka. Þessi tónlistargáfa hefur erfst til barna þeirra í ríkum mæli. Það varð fjölskyldunni mikið áfall er Theodór veiktist af illvígum Ragnheiður Ósk Guðmundsdóttir ✝ RagnheiðurÓsk Guð- mundsdóttir fædd- ist 24. október 1937. Hún lést 11. febrúar 2015. Útför hennar fór fram 21. febrúar 2015. sjúkdómi og lést eft- ir skammvinn veik- indi árið 2000 tæp- lega hálfsjötugur. Snemma á æsku- skeiði veiktist Ragn- heiður af berklum og bjó að afleiðingum þess alla ævi. Þrátt fyrir það vann hún við hjúkrunarstörf á heilsugæslu allt til þess að starfsaldri lauk. En við fráfall eiginmannsins var auðséð að einhver lífsneisti hafði slokknað. Þau höfðu verið samhent og saman höfðu þau skil- að góðu verki og búið sér fallegt og hamingjuríkt heimili. Við eignuðumst þau Ragnheiði og Theodór að vinum er Pála María dóttir okkar og Kristján sonur þeirra hófu sambúð og gift- ust. Söngur, glaðværð og notaleg samvera fjölskyldnanna varð að föstum þáttum á þessum stundum og fyrir það viljum við þakka. Öll eigum við mannfólkið það sameiginlegt að ævin hefst með óvissuferð sem lýkur er önnur óvissuferð tekur við. Við trúum því að hann Theodór hafi nú tekið Ragnheiði sinni opnum örmum á Sumarlandinu nýja, sest með henni við píanóið og síðan leikið lagið þeirra beggja: „Þú ert yndið mitt yngsta og besta“. Börnum og öllum nánum að- standendum sendum við innileg- ustu samúðarkveðjur. Elísabet og Árni Gunnarsson. Í dag kveðjum við Öggu frænku okkar. Agga var systir hans pabba og vinkona mömmu frá því að þær kynntust í Hjúkrunarkvennaskól- anum. Og skömmu síðar kom Teddi og fullkomnaði þennan hóp. Á uppvaxtarheimili okkar fundum við ávallt fyrir þeim vinskap og hlýhug sem ríkti meðal þeirra. Við börn Öggu og Veigars erum ekki bara systkinabörn, heldur líka góðir vinir og lítum jafnvel stund- um á okkur eins og systkin. Agga og pabbi áttu systur sem dó áður en þau fæddust. Sólveig litla veiktist á öðru ári og er jörðuð í kirkjugarðinum í Ögri við Ísa- fjarðardjúp. Þegar Agga var þriggja ára og pabbi tíu ára, smit- uðust þau bæði af berklum og voru lögð inn á sjúkrahúsið á Ísa- firði. Bæði völdu þau sér ævistarf við heilbrigðismál, hún sem hjúkr- unarfræðingur og hann sem lækn- ir. Á síðasta ári flutti pabbi á hjúkrunarheimilið Sóltún í Reykjavík og Agga á hjúkrunar- heimilið Ás í Hveragerði. Þau hafa verið ótrúlega samstiga í gegnum lífið. Þau systkinin hittust um síð- ustu jól með afkomendum sínum, þeim sem voru á landinu. Agga var ekki hraust en lagði samt á sig ferðalag yfir heiðina, sem við er- um henni mjög þakklát fyrir. Og nú fór pabbi í ferðalag yfir sömu heiði til að kveðja hana. Við þökk- um starfsfólkinu á Ási fyrir hug- ulsemi þess og aðstoð við að hjálpa gömlum manni að sjá systur sína í hinsta sinn. Þau Agga og Teddi eru nú bæði búin að kveðja, en eftir stendur heill hópur af afkomendum, frænkur okkar og frændur, sem viðhalda þeim kærleika sem var svo ríkur í Öggu og Tedda. Það veitir okkur systrum styrk þegar við kveðjum elskulega föðursystur okkar, að vita til þess að við eigum eftir að njóta nærveru hópsins hennar á góðum stundum í fram- tíðinni. Helga, Sólveig og Arndís. Ég kynntist Ragnheiði haustið 1990. Þá hóf ég störf sem fram- kvæmdastjóri Áss í Hveragerði og Ragnheiður var þá hjúkrunar- stjóri. Ég kornungur og blautur á bak við eyrun, hún á besta aldri með mikla reynslu af hjúkrunar- og stjórnunarstörfum. Ragnheið- ur hóf störf í Ási í ársbyrjun 1982 og vann til októberloka árið 2007 eða alls í aldarfjórðung. Þegar við tókum ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis í Ási á vormán- uðum 1995 var gott að geta leitað til Ragnheiðar. Við fórum saman og skoðuðum nokkur nýleg hjúkr- unarheimili og leituðum ráða varðandi væntanlegt heimili okk- ar í Hveragerði. Ragnheiður skipulagði hjúkrunarstörfin og lagði á ráðin um það hvernig yrði best staðið að málum og gerði það af miklum myndarskap og skyn- semi. Það var mjög gott að starfa með henni og maður gat alltaf leit- að til hennar með öll þau vanda- mál sem glíma þurfti við og leysa við rekstur á stóru öldrunarheim- ili. Ragnheiður var afskaplega hlý og ljúf kona en gat alveg byrst sig ef á þurfti að halda. En það var alltaf stutt í brosið. Og húmorinn. Það var svo í upphafi síðasta árs að Ragnheiður þurfti vegna heilsu- leysis sjálf á plássi að halda á hjúkrunarheimilinu og veit ég fyrir víst að henni leið vel þar. Enda hafði hún sjálf undirbúið starfsem- ina og komið að hönnun heimilis- ins. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast og vinna með Ragnheiði. Það gaf mér mikið á mínum fyrstu starfsárum í Ási. Ég votta börnum Ragnheiðar og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Guð blessi minn- ingu Ragnheiðar. Gísli Páll. Ragnheiður kvaddi í birtu hækkandi sólar eftir langa baráttu við erfið veikindi. Sjálf bar hún með sér birtu og ró og hún helgaði líf sitt umönnun sjúkra á langri starfsævi. Hún var mikilsmetin af samstarfsfólki og sjúklingum, vandvirk, yfirveguð og yfir henni rósemd og hlýja. Við, konurnar í Zontaklúbbi Selfoss, höfum notið hæfni hennar í klúbbnum okkar um áratuga- skeið þar sem hún var lengi í for- ystu sem formaður, gjaldkeri og í fleiri trúnaðarstörfum. Hún var afar virk í félagsstörfum og mjög góður félagi okkar allra. Hugsjón- ir Zontahreyfingarinnar rímuðu afar vel við reynslu Ragnheiðar og áhuga á betri heimi fyrir konur allra landa og einkum þar sem sjúkdómar, fátækt og kúgun kvenna ríkir. Hún var skarp- skyggn á lausnir og leiðir í starfi okkar. Ragnheiður hafði góða frásagn- argáfu og laumaði oft inn skemmtilegum frásögnum og at- hugasemdum. En ekki gleymist frásögn hennar þegar hún sagði frá veikindum sínum í bernsku, hún smitaðist af berklum mjög ung og lá á Sjúkrahúsinu á Ísafirði um langt skeið. Þessi erfiða reynsla hlýtur að hafa sett mark á hug og hjarta og kannski hefur hún þarna ákveðið að helga líf sitt sjúkum. Ragnheiður bar alla tíð menjar sjúkdómsins og þegar leið á ævina ágerðist lungnasjúkdómurinn. Ótal sinnum þurfti hún að liggja á sjúkrahúsi en var ótrúlega æðru- laus og heyrðist aldrei kvarta yfir veikindum sínum. Við nutum þess að Theódór, eiginmaður Ragnheiðar, sem var tónlistarmaður af Guðs náð, spil- aði fyrir okkur á píanó á hátíðar- stundum klúbbsins og eftir að hann lést tók sonur þeirra, Krist- ján, við hlutverkinu, nú síðast á jólafundinum í desember sl. Þang- að kom Ragnheiður í síðasta sinn á okkar fund og duldist ekki hve veik hún var og hvað mikið hún lagði á sig til að vera með okkur. Við kveðjum Ragnheiði, Zonta- systur okkar, með virðingu og þökk fyrir samfylgdina og vottum börnum hennar og fjölskyldum þeirra innilega samúð á kveðju- stundu. Fyrir hönd Zontaklúbbs Sel- foss, Jósefína Friðriksdóttir, Edda Björg Jónsdóttir, Sigrún Ingibjartsdóttir. Fyrir hönd okkar skólasystkinanna úr útskriftarhópi Sam- vinnuskólans í Bif- röst 1957 vil ég minnast Guðnýjar með hlýju og þakklæti fyrir næst- um 60 ára vináttu. Það voru 32 unglingar sem mættust þar á fyrsta vetri skólans á Bifröst haustið 1955 með bæði tilhlökkun og kvíða í hjarta. Skólastjórinn, Guðmundur Sveinsson, innprent- aði okkur strax að á okkur hvíldi sú skylda að vanda okkur við bæði störf og leik þennan fyrsta vetur við að skapa hefðir sem myndu lifa áfram í skólastarfinu löngu eftir að við lykjum þar námi og þar þyrftum við öll að leggja hönd á plóg. Þetta tókum við alvarlega og stofnuðum alls konar klúbba í tómstundunum. Eins og gengur vorum við misjafnlega framfærin við að koma fram á skemmtunum. Guðný og nokkrir í viðbót höfðu sig lítið í frammi í fyrstu, en tekið var á því og þau skikkuð í að und- irbúa kvöldvöku eitt laugardags- Guðný Jóhannsdóttir ✝ Guðný Jó-hannsdóttir fæddist 15. janúar 1937. Hún lést 7. janúar 2014. Útför Guðnýjar fór fram í kyrrþey 16. janúar 2015. kvöldið. Kom þá í ljós að þetta reyndist skemmtilegasta kvöldvakan og leyndir hæfileikar blómstruðu. Þá kom í ljós hve hlýjan og græskulausan húm- or Guðný átti til. Hún var alltaf glöð og hress og tók öllu með sama jafnaðar- geðinu. Eftir að skól- anum lauk bjó hún lengst af á Ak- ureyri. Í gegnum árin höfum við skólasystkinin reynt að hittast sem oftast og höfum alla tíð verið eins og samhent fjölskylda þótt vík væri á milli vina. Mér verður sérstaklega hugsað til síðustu samfunda okkar við útför Snorra Þorsteinssonar, kennara okkar og vinar sl. sumar. Þá grunaði mig ekki að svo stutt yrði í lát hennar. Guðný varð fyrir ýmsum áföllum á lífsleiðinni en bugaðist aldrei en reis upp sterkari og var stoð og stytta fjölskyldu sinnar alla tíð. Það er því mikill missir fyrir mann hennar, syni og fjölskyldur.Við skólasystkinin sendum þeim hug- heilar samúðarkveðjur og söknum vinar í stað. Guðný var jarðsett í kyrrþey hinn 16. janúar 2015. F.h. útskriftarhóps Bifröst 1957 Magnea K. Sigurðardóttir. ✝ Hulda Rann-veig Friðriks- dóttir fæddist að Syðri-Bakka Arnar- neshreppi 28.11. 1935. Hún andaðist á Landspítalanum 30.1. 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- rún V. Steindórs- dóttir, f. 7.9. 1910, d. 5.10. 1971, og Friðrik Júníusson, f. 6.2. 1898, d. 24.4. 1987. Systir Huldu, Elín Friðriksdóttir, f. 26.10. 1931, d. 6.2. 2005. Hulda giftist Arnljóti Einars- syni, f. 16.5. 1941, þau slitu sam- vistum. Dóttir þeirra er Guðrún Hafdís, f. 25.11. 1963, sambýlis- maður hennar er Guðmundur Björn Valdimarsson, f. 22.2. 1962. Guðrún var áður í sambúð með Vilhjálmi Bjarnasyni, f. 13.9. 1963, dóttir þeirra er Arna Íris, f. 1.12. 1987. Arna er í sam- búð með Guðjóni Gunnarssyni, f. 5.1. 1988, og eiga þau tvo drengi, Gunnar Vilhjálm, f. 17.10. 2010, og Hallgrím Darra, f. 17.12. 2013. Útför Huldu fór fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu 6. febr- úar 2015. Það er óhætt að segja að nærvera fólks er eins misjöfn og mennirnir eru margir. Sumir hafa einstaklega hlýja og góða nærveru þannig að öllum líður vel í návist þeirra. Þannig var hún Hulda móðursystir mín sem nú hefur kvatt þetta líf eft- ir margra ára baráttu við veik- indi. Það var alveg sama hve- nær ég kom til Huldu, hvort sem ég kom að nóttu eða degi, alltaf tók hún mér vel og ég vissi að ég var velkominn. Fyrstu árin eftir að Hulda og Arnljótur fluttu austur á hérað fór ég til þeirra að Mýnesi og stoppaði þá í nokkrar vikur í einu. Seinna fór ég svo með fjöl- skyldu mína með mér en þá voru þau Hulda og Arnljótur búin að byggja sér hús á Egils- stöðum. Hulda var heimavinn- andi húsmóðir á þessum árum og hafði oft marga við mat- arborðið. Þær systur, Hulda og mamma áttu það sameiginlegt að hafa gaman af matargerð og settu fram hlaðborð af kræs- ingum af minnsta tilefni. Síð- ustu þrjátíu árin bjó Hulda í Reykjavík og lengst af barðist hún við veikindi, þó sérstaklega síðustu tíu árin. Fyrir tæplega þremur árum síðan var svo komið fyrir henni að hún gat ekki lengur haldið heimili því þá var hún komin í hjólastól og gat ekki séð um sig sjálf. Hún flutti þá á hjúkrunarheimili þar sem hún kunni aldrei við sig og kall- aði það aldrei heimili sitt. En Hulda hafði alltaf trú á því að þessar aðstæður hennar myndu lagast og hún ætlaði sér að ganga á ný og gera ýmsa hluti. Hulda var mjög minnug og fróð um alla skapaða hluti. Hún mundi ártöl og afmælisdaga allra í kringum sig og til hennar gat ég hringt ef ég mundi ekki eitthvað sem verið var að rifja upp. Hugsun hennar klikkaði ekki þó stoðkerfið væri löngu búið. „Ég er ekki gömul þó árin verði 80 næsta afmælisdag“ sagði hún og hló því þrátt fyrir alla erfiðleikana í lífinu þá var frænka mín hláturmild og létt í lund. Þegar við heimsóttum Huldu síðast á hjúkrunarheimilið var Arnljótur staddur hjá henni. Þá rifjuðum við upp margar gleði- stundir frá þeim tíma þegar ég var hjá þeim. Það voru veiði- ferðir að sumrum, akstur á hjarni á vetrum og ferðir í Berufjörð eftir hákarlsbeitu og ýmislegt fleira. Sumar af þess- um ferðum væru kallaðar svað- ilfarir í dag. Við sátum lengi og rifjuðum upp þessa gömlu góðu daga og höfðum öll gaman af því. Við hjónin kveðjum Huldu með söknuði og þakklæti í huga. Megi góður Guð fylgja sál hennar yfir í Sumarlandið. Guð- rúnu frænku minni og öðrum aðstandendum Huldu vottum við innilega samúð okkar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M.Joc.) Gunnar Sigursteinsson. Hulda Friðriksdóttir Það er ekkert sjálfgefið í lífinu og það fer mishörðum höndum um fólk. Sumir bera þyngri byrðar en aðrir og Jón Jóhanns- son var einn af þeim. Jón greind- ist með parkinsonsjúkdóminn þegar hann var aðeins 43 ára gamall en fleiri alvarlegir sjúk- dómar gerðu honum erfitt fyrir og síðustu árin voru honum mikil þrautaganga. En þó að parkinsonsjúkdómur- Jón Jóhannsson ✝ Jón Jóhanns-son fæddist 4. ágúst 1949. Hann lést 8. febrúar 2015 í Reykjavík. Útför Jóns var gerð 18. febrúar 2015. inn hafi smám sam- an dregið úr honum þróttinn þá var hann öflugur liðsmaður innan Parkinson- samtakanna í mörg ár og bar hag sam- takanna fyrir brjósti. Hann var stjórnarmaður og gjaldkeri í stjórn um árabil og vann m.a. að fjáröflunum. Þar að auki vann hann sem sjálfboða- liði fyrir samtökin við ýmis tilfall- andi verkefni og hafði í nógu að snúast. Jón Jóhannsson var mjög fé- lagslyndur maður og því fengu fé- lagar hans í Parkinsonsamtökun- um að kynnast enda tók hann virkan þátt í félagslífi samtak- anna eins lengi og heilsan leyfði. Hann mætti reglulega á fundi hjá samtökunum og tók þátt í öðrum uppákomum. Hann fór á ráðstefn- ur erlendis og nú síðast fór hann með samtökunum í skemmtiferð til Ítalíu árið 2011 og eiga ferða- félagar hans góðar minningar úr þeirri ferð. Jón var ávallt glæsilega til fara, í vönduðum fötum og alla jafna með hatt enda var hann þekktur innan Parkinsonsamtakanna sem maðurinn með hattinn. Jón og Hrönn Ágústsdóttir, fyrrverandi starfsmaður samtakanna, lögðu grunninn að Skjálftanum, árleg- um vorfagnaði Parkinsonsamtak- anna, þar sem félagsmenn koma saman og njóta góðra veitinga og þá er ómissandi drykkurinn Skjálfti sem Jón átti heiðurinn af. Nú þegar komið er að kveðju- stund er okkur efst í huga þakk- læti fyrir öll þau góðu störf sem Jón vann í þágu Parkinsonsam- takanna og kærar þakkir fyrir samfylgdina. Við sendum aðstandendum Jóns innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd Parkinsonsamtak- anna á Íslandi, Snorri Már Snorrason, formaður. Jón minn Jóhanns., jákvætt lífsbil, virðing við lífið, verandi til. Vegleiðin þyrnótt en þróttmikil spor, stefnan á ljósið og lifandi vor. Almætti Guðs og eilífðin skýr, af því ert, Jón minn, að eilífu nýr. Vígþór og Sjöfn. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.