Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2015 565 6000 / somi.is Salatið okkar er eitthvað ofan á brauð. Áratuga reynsla af samlokugerð skilar sér til þín í ferskara og ljúffengara salati. Þú getur treyst á ferskt og vel útilátið gæðahráefni sem breytir venjulegri brauðsneið í veislu. Rafrænum íbúakosningum um verkefni í hverfum Reykjavíkur lýkur á miðnætti í kvöld. Að sögn upplýsingastjóra borgarinnar hafa fleiri kosið í kosningunum í ár held- ur en á síðasta ári. Þetta er í fjórða skiptið sem íbúakosningar fara fram í borginni. „Þetta er búið að ganga vel og kjörsókn er nokkuð góð. Ætli það séu ekki um 4.000 manns búnir að kjósa, sem er meira en í fyrra og við erum ánægð með það,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýs- ingastjóri Reykjavíkurborgar. Um 4.000 hafa kos- ið um betri hverfi Eimskipafélag Íslands styrkir stöðu sína í vöruhúsastarfsemi í Dan- mörku í kjölfar samstarfs við Damco, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Eim- skip tekur yfir 15.500 fermetra vöruhús Damco. „Eimskip starfrækir 6.000 fm vöruhús í Danmörku við hlið Damco og verður hið nýja vöruhús samtals 21.500 fermetrar. Eftir breytinguna verður Eimskip stærsti rekstraraðili í alhliða vöru- húsaþjónustu í höfninni í Árósum. Yfir 600.000 gámar fara um höfn- ina í Árósum á ári hverju og gerir það hana að næststærstu höfn Skandinavíu. Vöruhúsið er staðsett innan gámahafnar með beint að- gengi að höfninni,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Árleg velta í Danmörku talin aukast um 3 milljónir evra Damco hefur starfrækt vöruhúsið í Árósum síðan árið 2003 og er bent á í tilkynningu Eimskips að aðal- áhersla hefur verið á hýsingu, pökkun, stórflutninga, umskipun, gámahleðslu, dreifingu, vörutínslu og merkingu. Í kjölfar breytinganna verða starfsmenn Eimskips í vöruhúsinu 45 talsins og er áætlað að árleg velta Eimskips í Danmörku muni aukast um þrjár milljónir evra. Haft er eftir Sigurði Orra Jóns- syni, framkvæmdastjóra Eimskips í Danmörku, að frá og með 1. mars verður vöruhúsið hluti af starfsemi Eimskips, bæði gámahleðslustöðin og vöruhúsastarfsemin. Kaupin muni án efa styrkja starfsemi fé- lagsins í Árósum enn frekar og eru þau liður í frekari vexti Eimskips, bæði í Danmörku og á Norður- Atlantshafi. Eimskip og Damco taka upp samstarf Morgunblaðið/Árni Sæberg Lagarfoss Eimskip tekur yfir vöru- húsastarfsemi Damco í Árósum. Sjóvá höfðu í gær borist alls 74 til- kynningar frá áramótum um tjón vegna vega á höfuðborgarsvæðinu. Sjóvá, sem tryggir stærstu veghald- ara á höfuðborgarsvæðinu: Vega- gerðina, Hafnarfjarðabæ og Reykjavíkurborg, bárust 13 tjóna- tilkynningar í gær. Af þessum 74 hafði þremur verið vísað til úr- skurðarnefndar. Skortur á viðhaldi og slæm tíð að undanförnu hefur leitt af sér óvenjuslæmt ástand vega á höfuðborgarsvæðinu. Stórar, djúpar holur er að finna víða sem hafa valdið tjónum á bílum og dregið úr umferðaröryggi. Eftir hrun hafa verið notaðar ódýrari lausnir til að viðhalda slit- lagi en einnig að setja bætur og fylla í hjólför í stað þess að leggja nýjar yfirlagnir. Slæm tíð að undan- förnu hefur haft mjög slæm áhrif á vegina þar sem miklar leysingar hafa fylgt kuldaköstum. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri segir slæmt ástand vega í borginni ekki vera afleiðingu rangr- ar forgangsröðunar á undanförnum árum. Borgin hefur að undanförnu eytt tugum milljóna í gatnabreyt- ingar sem misvel mæltust fyrir. Hann segir að rekja megi þessar holur til veikari fjárhagsstöðu og vill hann að stærri hlutur bensín- og bifreiðagjalda sé nýttur til viðhalds og uppbyggingar vega á höfuðborg- arsvæðinu. „Okkar sérfræðingum sýnist að ástandið sé óvenjuslæmt og meira af holum. Það hefur verið verra tíðarfar og allt slíkt hefur áhrif. Það er hinsvegar umhugsunar- vert að það fé sem ökumenn greiða í gegnum bensín- og olíugjald renn- ur allt í ríkissjóð. Það fer að litlu leyti í viðhald á höfuðborgarsvæð- inu þar sem langflestir keyra. 2/3 af bensíngjaldinu falla til hér í borg- inni og eru greiddir hér en mjög lít- ið brot skilar sér aftur til viðhalds eða nýframkvæmda,“ segir hann. Þá segir Dagur að fjárráð borgar- innar hafi dregist verulega saman um síðan í hruninu og því hafi þurft að spara – líka í götunum. Borgin notast við ódýrari lausnir í slitlagi  Skortur á viðhaldi og slæm tíð hefur leitt af sér óvenjuslæmt ástand vega á höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/Júlíus Hola Eftir hrun hafa verið notaðar ódýrari lausnir til að viðhalda slitlagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.