Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2015 Kveðja frá Hádegisverðar- klúbbnum Sægreifa Það var stormveturinn mikla 2008-2009 sem við nokkrir Eyja- peyjar tókum að hittast reglulega í humarsúpu á Sægreifanum til Kjartan Halldórsson ✝ Kjartan Hall-dórsson fædd- ist 27. september 1939. Hann lést 8. febrúar 2015. Útför Kjartans fór fram 13. febrúar 2015. skrafs og ráðagerða og Hádegisverðar- klúbburinn Sægreifi varð til. Ástandið í þjóðfélaginu var þannig á þeim tíma að tilefnin voru ærin til stífra fundahalda og á meðan klúbb- urinn var að slíta barnsskónum hitt- ust meðlimir á hverjum föstudegi í hádeginu á Sægreifanum. Brosandi og rífandi kjaft tók Kjartan Sægreifi alltaf á móti okkur peyjunum. Skemmtilegast þótti honum að ræða við hópinn um kvenfólk, stjórnmál og á kvótakerfinu hafði Kjartan sterk- ar skoðanir sem ekki féllu að okk- ar skoðunum. Um stelpumál hópsins vildi hann allt vita og spurði þá einhleypu oft spjörun- um úr og kom jafnvel með ráð- leggingar ef vel lá á honum. Súpan á Sægreifanum er heimsfræg enda hefur verið fjallað um hana í fjölmiðlum um heim allan allt frá opnun veit- ingastaðarins við Gömlu höfnina í Reykjavík. En það var samt ekki súpan sem dró okkur peyjana nánast á hverjum föstudegi í langan tíma á Sægreifann. Það var Kjartan Sægreifi sem átti hvað mestan þátt í því að við með- limir í Hádegisverðarklúbbnum Sægreifa gerðum staðinn hans að okkar heimavelli. Við stöndum í mikilli þakkaskuld fyrir að hafa fengið að kynnast og eiga sam- verustundir með honum á Sæ- greifanum. Það var tómlegt hjá okkur peyjunum á síðasta fundi þegar Kjartan var ekki á staðnum og enginn til að djöflast í. Á fundum framtíðarinnar munum við minn- ast hans, endursegja sögurnar sem hann sagði okkur og að end- ingu skála fyrir þessum góða vini okkar og ráðgjafa. Hafðu hjartans þakkir fyrir allt, Sægreifi! Skál fyrir þér í dag! Birgir Stefánsson, Helgi Ólafsson, Karl Eiríksson, Kjartan Vídó, Kristinn Sigurðsson, Ingibjörn Þór- arinn Jónsson, Pálmi Harðarson og Skapti Örn Ólafsson meðlimir í Hádegisverðarklúbbnum Sægreifa. Guðmundur hvað? Þú varst bara Bói. Ég man eftir því þegar ég fyrst vissi af þinni til- vist. Það var sumarið sem ég varð fimm ára. Fyrsta sumarið á Arnkelsgerði, pabbi, mamma (fósturmamma) og ég. Þá var enn búið í gamla bænum. Rétt fyrir ofan gamla bæinn var að rísa stórt steinsteypt hús. Við sátum í litla eldhúsinu í gamla bænum og verið var að hita kaffi á gömlu kolaeldavél- inni. „Bói er uppi í nýja húsi að Guðmundur Stein- dór Nikulásson ✝ GuðmundurSteindór Niku- lásson fæddist 16. janúar 1939. Hann lést 14. janúar 2015. Útför Guð- mundar fór fram í kyrrþey. steypa upp veggi, hann kemur rétt bráðum“, sagði „amma“ léttum rómi og lagði kleinubakka á eld- húsborðið við hlið- ina á lóubrauðinu og ástarpungunum. Mér rann kalt vatn milli skinns og hör- unds og það var ekki laust við að nokkur hár risu líka. Bófi, var bófi hérna á þessum bæ? Ég leit óttaslegin í kringum mig en það var bara nokkuð létt yfir heim- ilisfólkinu. „Er enginn hræddur við þennan bófa“, hugsaði ég með mér og skreið undir eldhúsborð- ið. Eftir skamma stund heyrðist ískur í útidyrunum og síðan þungt fótatak eftir ganginum í átt að eldhúsdyrunum. Ungur maður birtist í eldhúsdyrunum. Hann var hár og grannur, skarp- leitur og dökkur á brún og brá. „Sælt veri fólkið,“ sagði hann og brosti létt. Þetta voru fyrstu kynnin af Bóa eins og hann var alltaf kall- aður heima fyrir. Sumrin á Arn- kelsgerði urðu síðan tíu. Það sem hann var alltaf þolin- móður að hafa mig í eftirdragi daginn út og daginn inn. Uppi í fjárhúsum að gefa, nú eða merkja og marka og stundum að rýja. Við að ganga meðfram girð- ingum að laga þær og bæta og smám saman varð ég fær um að verða að gagni. Hann á vélunum að slá og síðan á snúnings- vélunum. Við amma að raka frá skurðarbökkunum og raka sam- an dreifinni. Bói varði oft löngum stundum í smiðjunni við ýmsar lagfæring- ar. Skipta um dekk á dráttarvél- unum, sjóða saman og skera í sundur, ég kunni ekki skil á því öllu. Hann hló oft góðlátlega þeg- ar ég bullaði út í eitt og sagði þegar honum fannst nóg komið: „Heiða, talaðu minna og hugsaðu meira“, og hef ég haft þessi orð í hávegum síðan, svona yfirleitt. Hann smíðaði forláta grind aftan í bindivélina, sem tengd var dráttarvélinni, og notuð var til að hirða upp baggana. Ég hafði það hlutverk að standa á grindinni (með þunnum stálskíðum og bili á milli þeirra), raða upp böggunum og hleypa þeim út að aftan þegar hæfilegt magn var komið. Ég var orðin asskoti örugg á skíðunum. Ekki má gleyma því þegar við spiluðum badminton heilu og hálfu kvöldin þegar logn var og höfðum við bæði óskaplega gam- an af því. Ekki vorum við að keppa hvort við annað, heldur saman að reyna að halda flugunni sem lengst á lofti og töldum við slögin og reyndum að slá ný met. Við komumst mest upp í fimm- hundruð og eitthvað. Ég heimsótti þig nokkrum sinnum síðastliðið sumar og þeg- ar ég sagði þér að ég hefði fengið stóru, allt of stóru, stígvélin þín að láni til að fara í fjósið þá sá ég gamla hláturblikið í fallegu, brúnu augunum þínum. Bói, takk fyrir mig. Bjarnheiður Erlendsdóttir, stolt fyrrum heimasæta á Arnkelsgerði. Ef englar eru til í mannsmynd var Adda Gerður ein þeirra. Að öllum öðrum ólöstuðum var Adda mín sú heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst. Heiðarleg fram í fing- urgóma, hjálpsöm og alltaf tilbúin að styðja og styrkja aðra, með bros á vör. Mín fyrsta minning um Öddu Gerði er tengd heimili nöfnu og nafna míns, Hrefnu og Birgis Thoroddsen. Ég var barnung þeg- ar Börkur sonur þeirra og Adda Adda Gerður Árnadóttir ✝ Adda GerðurÁrnadóttir fæddist 1. desem- ber 1942. Hún lést 13. febrúar 2015. Adda Gerður var jarðsungin 20. febrúar 2015. Gerður urðu par og síðan þá hefur það ver- ið Börkur+Adda, börn, barnabörn og hlýlegt heimili sem Öddu einni var lagið að skapa. Adda hafði einstakt lag að láta öðrum líða vel, hjálpa til þar sem hún gat og þar var tengdamóðir hennar ekki undan- skilin enda nefndi nafna oft að Adda væri henni sem besta dóttir. Seinna á lífsleiðinni lágu leiðir okkar Öddu saman á ný, þá á vett- vangi fyrir leitandi sálir og þeirra sem eru hér og vilja hjálpa og gera heiminn betri stað til að vera á. Þar gekk Adda Gerður fremst í flokki. Hún byrjaði að læra nudd, heilun og allt sem hægt var að læra innan náttúrulækninga. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera meist- ari hennar þegar í nuddnáminu og segi: Adda var græðari af Guðs náð. Hún hafði allt sem þurfti; heit- ar hendur, innlifun, innsæi, einlæg- an vilja og hjartalag til að hjálpa. Það sem einkenndi vinnustíl henn- ar – hún var aldrei fullnuma. Ég hitti Öddu síðast rétt fyrir jól þeg- ar sjúkdómurinn var langt á veg kominn. Við sátum eins og oft áður í djúpum samræðum þegar Adda spyr: „Hrefna, hvað heldur þú ég eigi að læra af þessum veikindum? Hvað meira heldur þú að ég eigi eftir að læra?“ Þetta var Adda, lærandi manneskja, allt fram á síð- ustu stundu, leitandi svara fyrir okkur og sjálfa sig til að vaxa og verði betri manneskja. Ég hef ekki hitt neinn sem kemst í skóna henn- ar Öddu, hún var einstök. Adda Gerður lét sér ekki nægja að vinna sem nuddari og síðar græðari. Hún vann félagsstörf fyr- ir Félag íslenskra nuddara í mörg ár. Ég var svo lánsöm að sitja í stjórn með Öddu í FÍN og kynntist enn einni hlið hennar. Þar hitti ég ákveðna konu sem stóð með skoð- unum sínum og barðist ötullega fyrir menntastefnu nuddara og vexti stéttarinnar. Ósérhlífin, alltaf boðin og búin að taka að sér verk- efni sem þurfti að vinna. Í störfum sínum fyrir félagið sýndi Adda enn á ný hve heiðarleiki og réttlæti voru stór hluti af persónuleika hennar. Þar sem og annars staðar sem vegir okkar lágu saman sýndi Adda mér að hún var og er mér besta fyrirmynd – heiðarleg, hrein og falleg sál. Það er hún sem var meistarinn. Elsku Börkur minn og fjöl- skylda orð eru fátæk í sorg ykkar og missi. Adda Gerður verður alltaf í mínum huga eiginkona og móðir með stórum bókstöfum svo missir hennar er mikill. Ég bið góðan Guð að lýsa upp hug ykkar um leið og ég vil þakka fyrir að þið deilduð þessari yndislegu konu og móður með okkur hinum. Elsku Adda mín, takk fyrir allt sem þú skilur eftir í huga mér og hjarta. Megi starf þitt halda áfram þar sem þú nú ferðast, þú ert og verður ávallt ljósberi – ljós þitt mun áfram fylla veg okkar sem á vegi þínum urðum. Hrefna Birgitta Bjarnadóttir. Nú er hún Álf- heiður blessuð flutt úr okkar jarðvist. Hún skilur eftir sig Álfheiður Magnúsdóttir ✝ ÁlfheiðurMagnúsdóttir fæddist 29. júlí 1919. Hún lést 1. febrúar 2015. Útför hennar fór fram frá Hafnarkirkju 7. febrúar 2015. mikinn andlegan auð hjá þeim sem umgengust hana. Það var ómetanlegt fyrir okkur hjónin að eiga þau Gísla og Álfheiði að vinum og við höfum átt góðar stundir með þeim á seinni árum. Mér er enn í minni, þegar þau Gísli og Álfheið- ur fluttu frá Mýrum til Hafnar 1945 með tvær ungar dætur með sér, sú eldri á svip- uðum aldri og ég. Þær urðu mér báðar mjög kærar og það var gaman að koma í Björk, eftir að þau fluttu þangað. Móðir mín var afar glöð að fá Álfheiði í Kven- félagið Tíbrá og sérstaklega að hún skyldi taka að sér for- mennsku einhverjum árum seinna. Kvenfélagshugsjónin var mikil á þeim árum og þær áttu frumkvæði að mörgum menning- arviðburðum og söfnuðu í sjóði fyrir ýmsa góðgerðarstarfsemi og lögðu t.d. mikið til byggingar kirkju á Höfn. Þetta var fengur fyrir íbúa á Höfn, þá voru ekki mörg félög að störfum, eins og seinna varð. Álfheiður söng í kirkjukórnum og lagði sannar- lega sinn skerf til samfélagsins í félagslífinu sem öðru. Við kveðj- um hana með eftirsjá og þakklæti og munum halda sambandi við Gísla vin okkar, sem mikið hefur misst, en þau hjónin bjuggu sam- an í 75 ár. Hreinn sagði oft, þegar við höfðum verið í heimsókn hjá þeim, að návist þeirra væri svo mannbætandi að maður kæmi betri maður heim. Kæra Álfheiður. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Kristín Gísladóttir og Hreinn Eiríksson. Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM Okkar ástkæra, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Stóra-Lambhaga, síðast búsett á Höfða Akranesi, lést á sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 18. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 27. febrúar kl. 11. . Sigurður Ferdinandsson, Guðrún Matthíasdóttir, Reynir Jóhannsson, Inga Rún Garðarsdóttir og fjölskyldur. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR JÓNASDÓTTIR kennari, lést fimmtudaginn 19. febrúar á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. Útförin verður frá Langholtskirkju mánudaginn 2. mars kl. 15. . Geir Björnsson, Hlíf Guðmundsdóttir, Ýrr Geirsdóttir, Birgir Tryggvason, Auður Geirsdóttir, Sigurður Víðir Sigurjónsson, Arnar Geirsson, Björn Geirsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, ELÍN ERNA ÓLAFSDÓTTIR frá Lambhaga, Ölfusi, sem lést fimmtudaginn 19. febrúar, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju föstudaginn 27. febrúar kl. 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð dvalar- og hjúkrunarheimilis Áss. . Anna María Jónsdóttir, Benedikt G. Eggertsson, Magnús Flosi Jónsson, Sigrún Ágústsdóttir, Halldór Jónsson, Ólöf Jónsdóttir, Steindór Gestsson, Kristján Einar Jónsson, Kristín Ólafsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BOGI J. MELSTEÐ, Syðri-Brúnavöllum, Skeiðum, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 15. febrúar. Útför hans fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 13. . Kristín Bjarnadóttir, Helga Bogadóttir, Magnús Steinarsson, Jón Bogason, Þórhildur Una Stefánsdóttir, Bjarni Bogason, Þorbjörg Erlendsdóttir, Rúnar Bogason, Anna Guðbjörg Lárusdóttir, Steinar Ingi, Kristinn Thór, Bogi Örn, Hafsteinn, Gunnar, Davíð og Kristín. Elskuleg móðir okkar, REINHOLDE KONRAD KRISTJÁNSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold mánudaginn 16. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. febrúar kl. 13. . Hans-Konrad Kristjánsson, Kristján Brynjólfur Kristjánsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.