Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 55. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Vissi ekki að leitað var að henni 2. „Wow ber ekki ábyrgð á veðri“ 3. Konan fannst heil á húfi 4. Allir Íslendingar í Vantrú »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Gagnrýnendamálstofa verður hald- in í dag kl. 12 í Bíó Paradís og er hún hluti af kvikmyndahátíðinni Stock- fish sem þar stendur yfir. Markmið málstofunnar er að velta fyrir sér stöðu kvikmyndagagnrýni í dag og verður m.a. varpað fram þeirri spurn- ingu hvort netið sé bölvun eða bless- un. Nokkrir valinkunnir gagnrýn- endur, innlendir sem erlendir, taka þátt í málstofunni og verður veitt innsýn í störf reyndra kvikmyndarýna sem og þeirra sem eru nýbyrjaðir í faginu. Þeir eru Peter van Bueren, hollenskur gagnrýnandi sem hefur skrifað um kvikmyndir í hálfa öld; Simran Hans, breskur gagnrýnandi sem hefur starfað fyrir miðla á borð við Sight & Sound og BBC og ritstýrir bíóblogginu Kubrick on the Guil- lotine; Matti Komulainen, finnskur blaðamaður og ljósmyndari sem skrifar fyrir kvikmyndablaðið Episod og Valur Gunnarsson, sem sést á myndinni og hefur skrifað reglulega gagnrýni fyrir DV. Ásgeir H. Ingólfsson menningar- blaðamaður hefur umsjón með pall- borðinu og aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Kristinn Rýnt í gagnrýni  Viðar Gunnarsson bassi kemur fram á hádegistónleikum í Hafnar- borg í dag kl. 12 ásamt Antóníu Hevesi píanóleikara. Á tónleikunum sem bera nafnið Ást og bænir, mun Viðar flytja þekktar aríur eftir W.A. Mozart, G. Donizetti og G. Verdi. Tónleikarnir eru fyrstu hádegistón- leikarnir í Hafnar- borg á árinu. Ást og bænir með Viðari og Antóníu Á miðvikudag Gengur í suðaustan 18-23 m/s með snjókomu og minnkandi frosti, en síðar slydda syðst og hlánar. Á fimmtudag Gengur í norðan og norðvestan 18-23 m/s með snjó- komu fyrst vestantil, en þurrt að kalla sunnanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-15 m/s í fyrramálið og víða dá- lítil él, en heldur hægari vindur síðdegis. Frost 0 til 8 stig. VEÐUR „Ástandið var slæmt. Ég vissi ekki hvort ég gæti nokkurn tímann spilað körfubolta á ný,“ sagði Justin Shouse, leikmaður nýkrýndra bikarmeistara Stjörnunnar, sem fékk heilahristing í fyrsta leik tímabilsins, síðastliðið haust, og óttaðist að þurfa að leggja skóna á hilluna. Hann hefur spilað fjóra bik- arúrslitaleiki í Höllinni og unnið þá alla. »4 Shouse óttaðist um ferilinn Freyr Alexandersson, landsliðsþjálf- ari kvenna í knattspyrnu, segir að undirbúningurinn fyrir EM 2017 sé hafinn. Hann tilkynnti í gær 23 manna hóp fyrir Algarve-bikarinn í Portúgal og heldur áfram með kyn- slóðaskiptin sem hófust í undan- keppni HM. Reynslumiklir leikmenn eru hættir en Freyr segir að ekki þýði að líta á það sem vanda- mál heldur sem tæki- færi. »3 Breytingar eru tækifæri en ekki vandamál Pavel Ermolinski, leikstjórnandi og lykilmaður hjá KR, meiddist í læri í bikarúrslitaleiknum við Stjörnuna um helgina þegar hann rann til á auglýs- ingu sem búið var að líma á keppnis- gólfið í Laugardalshöll. Pavel óttast að um meira en minni háttar tognun sé að ræða og rifa hafi myndast í vöðvanum. Sé hún stór gæti tíma- bilinu verið lokið hjá honum. »1 Lauk tímabili Pavels á auglýsingunni? ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Af hverju fara Hafnfirðingar alltaf með stiga út í búð? Af því að verðið er svo hátt! „Þessi Hafnarfjarðar- brandari er einn af mörgum sem eru í uppáhaldi hjá mér,“ segir Marín Guðrún Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar- bæjar, en hún vill koma Hafnar- fjarðarbröndurum betur á framfæri og vekja um leið frekari athygli á bænum. Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðarbæjar er nú með til umfjöllunar hugmynd sem Marín hefur viðrað og fengið samþykkta í menningar- og ferðamálanefnd. „Ég hef lengi spáð í það hvernig við get- um komið Hafnarfjarðarbröndur- unum okkar betur á framfæri,“ segir hún. Bætir við að hún vilji vinna með þá á skemmtilegan hátt með húmor, glens, jákvæðni og skemmtilegheit að leiðarljósi. Að fenginni reynslu vilji hún helst ekki setja upp skilti með bröndurum, því þau séu gjarnan eyðilögð, og því hafi hún dottið niður á aðra lausn, brandaraleið, brandara- veg eða brandaraslóð. „Ég er að fikra mig áfram með þessa hugmynd og væri gaman ef einhver væri með snilldarlausn á framkvæmdinni,“ segir hún. Á íslensku og ensku Hugmyndin er að hafa brandarana á íslensku og ensku til að gleðja ekki aðeins Íslendinga heldur einnig er- lenda ferðamenn. Marín segir það blasa við að setja áletrunina „Bannað að reykja, No Smoking“ í sundlaug- arbotna bæjarins og vonast til að það verði samþykkt. „Þetta er spurning um að byrja á því að setja kannski 20 valda brandara niður í stíg eða gang- stétt með um fimm til tíu metra milli- bili. Það gæti þá verið skemmtileg iðja fyrir bæjarbúa og gesti að ganga á milli og lesa brandarana.“ Marín segir að afmarkaður hluti Strandstígsins hafi fyrst komið upp í hugann sem heppileg staðsetning fyrir brandarana en gangstéttin við Strandgötuna hafi einnig verið nefnd. Hugmyndin er á teikniborðinu og Marín leggur áherslu á að ákvarð- anir verði ekki teknar fyrr en að fengnum tilskildum leyfum, en helst vilji hún koma bröndurunum fyrir strax í sumar. „Það þarf að liggja fyr- ir hvað við megum gera,“ áréttar hún. Hún segir að menningar- og ferðamálanefnd hugi að menningu með því meðal annars að lífga upp á bæinn og sinni ferðamálum með því til dæmis að brydda upp á einhverju nýju. „Eins og til dæmis Brandara- slóðinni eða the Joke Lane.“ Brandaraslóð í Hafnarfirði  Vill nota Hafn- arfjarðarbrandara í markaðssetningu Morgunblaðið/RAX Hafnarfjarðarbrandarar Marín Guðrún Hrafnsdóttir getur valið brandara úr nokkrum bókum.  Að undanförnu hafa Hafnfirð- ingar rokið út og horft til himins að loknum öllum fréttatímum. Ástæðan er sú að spáð hefur verið fljúgandi hálku.  Hafnfirðingar opna gjarnan mjólkurfernur í verslunum. Þegar þeir eru spurðir hvers vegna þeir geri það stendur ekki á svarinu: Á fernunum stendur opnist hér!  Fyrir jól vekur gjarnan athygli að Hafnfirðingar þyrpast niður í fjöru. Hvers vegna? Þeir ætla ekki að missa af bókaflóðinu.  Hafnfirðingur pantaði sér pitsu og var spurður hvort hann vildi láta skera hana í sex eða fjórar sneiðar. Hann svaraði: Hafðu þær fjórar, ég er ekki viss um að geta torgað sex sneiðum.  Veistu af hverju Hafnfirðingar setja alltaf skóna sína í frystinn á haustin? Til að eiga kuldaskó á veturna. Fljúgandi hálka og bókaflóð HAFNARFJARÐARBRANDARAR LIFA GÓÐU LÍFI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.