Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.02.2015, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2015 Ferskir á Klambratúni Fólk lætur ekki snjó og frost stoppa sig í að gera eitthvað skemmtilegt utandyra. Guðmundur Páll Líndal spilaði í gær frisbígolf við félaga sinn Fannar Guðmundsson. Golli Kaupþing fékk 500 milljóna evra neyðarlán frá Seðlabanka Íslands (SÍ) 6.10. 2008. Öllum sem sátu á Alþingi mátti vera ljóst að mjög var þrýst á það af ýms- um hagsmunaaðilum og ríkisstjórn að SÍ veitti Kaupþingi lánið. Öllum var einnig ljóst að miklu skipti að einn af stóru viðskiptabönkunum lifði af banka- kreppu. Þess vegna var lánveitingin talin áhættunnar virði. Seðlabankinn veitti lánið að fengn- um upplýsingum frá stjórnendum Kaupþings, sem að hluta til voru rangar, og tók veð í nánast öllum hlutum í FIH bankanum í Danmörku til tryggingar endurgreiðslu lánsins. Þegar Bretar settu hryðjuverkalög á Ísland og bankann Singer og Friedl- ander í eigu Kaupþings varð ekki við neitt ráðið. Kaupþing fór í slita- meðferð. Stjórnarandstaðan og fréttamiðlar, m.a. fréttastofa RÚV, virð- ast haldin þeirri þrá- hyggju að símtal milli þáverandi forsætisráð- herra, Geirs H. Haarde, og þáverandi seðlabankastjóra, Dav- íðs Oddssonar, skipti einhverjum sköpum varðandi lánveit- inguna. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 22.2. sl. er fjallað um þá staðreynd að rík- isstjórn Geirs H. Haarde og Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur var áfram um að lánið yrði veitt. En- fremur að þeir sem tóku við í Seðla- bankanum beri ábyrgð á meðferð veðsins og endurheimtum lánsins. Viðbrögð stjórnarandstöðu og fréttamiðla við þessum upplýsingum hafa verið með ólíkindum. Enn eru settar fram upphrópanir um símtal milli Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde og síðan gert mikið úr því að Seðlabankinn beri ábyrgð á lánveit- ingunni eins og það liggi ekki ljóst fyrir. Hefði Davíð Oddsson og sam- bankastjórar hans í SÍ ekki haft víð- tækt samráð við ráðandi aðila í þjóð- félaginu um veitingu lánsins þá hefði það verið óeðlilegt miðað við þær al- varlegu aðstæður sem blöstu við. Þá er spurningin hvort rangt hafi verið að veita lánið gegn því veði sem SÍ tók? Miðað við aðstæður á þeim tíma og þær upplýsingar sem fyrir lágu, þá var það ekki. Það sem mestu máli skiptir er að SÍ gat fengið lánið endurgreitt að fullu í september 2010. Tjón skatt- greiðenda vegna neyðarlánsins til Kaupþings hefði þá ekkert orðið. Þannig greinir viðskiptablað Berl- ingske Tidende og Morgunblaðið og raunar fleiri miðlar frá því þann 17.9. 2010 að tvö tilboð hafi verið gerð í hlutabréf í FIH-bankanum. Annað tilboðið hefði tryggt endurgreiðslu 500 milljóna evra neyðarlánsins að fullu. Ef Már Guðmundsson, banka- stjóri SÍ, hefði fallist á það tilboð þá hefði tjón SÍ og skattgreiðenda ekk- ert orðið af veitingu neyðarlánsins. Samkvæmt fréttum fjölmiðla ákvað Már Guðmundsson að taka áhættu og fallast á annað tilboð þar sem hluti neyðarlánsins var endurgreiddur, en SÍ tók síðan áhættu af gengi danska skartgripafyrirtækisins Pandóru varðandi eftirstöðvarnar þannig að skilanefnd Kaupþings gæti þá hugs- anlega fengið einhverja fjármuni í sinn hlut. SÍ undir stjórn Más ákvað því að taka áhættu án ávinnings nema þá fyrir þriðja aðila. Þetta virð- ist hafa verið gert án samhliða kröfu til þess, að slitabúið myndi ábyrgjast greiðslu þess sem ekki fengist greitt af láninu. Með þessari ákvörðun setti Már Guðmundsson hagsmuni skattgreið- enda í hættu. SÍ gat aldrei fengið meira en sem nam andvirði neyðar- lánsins og eini aðilinn sem gat hagn- ast á þessari ráðstöfun var skila- nefnd Kaupþings. Það þarf ekki að rannsaka neitt eða hlusta á símtöl. Málavextir liggja ljósir fyrir. Í fyrsta lagi þá var um eðlilega lánveitingu að ræða til Kaupþings með neyðarláninu upp á 500 milljónir evra miðað við að- stæður. Í öðru lagi gætti SÍ þess að taka fullnægjandi veð og í þriðja lagi þá virðist núverandi bankastjóri SÍ hafa teflt hagsmunum bankans í hættu með því að taka ekki tilboði um sölu veðsins í september árið 2010 sem tryggt hefði fulla endur- greiðslu neyðarlánsins. Niðurstaða þess ræðst ekki endanlega fyrr en í árslok 2015. Mér er það ráðgáta að fjölmiðlar og stjórnmálamenn þessarar þjóðar skuli ekki gera sér grein fyrir jafn einföldum staðreyndum og greina aðalatriði frá aukaatriðum og átta sig á hver er Svarti Péturinn í spilinu. Eftir Jón Magnússon » Var rangt að veita Kaupþingi neyðar- lánið 2008 og hver setti hagsmuni Seðlabankans og skattgreiðenda í hættu? Jón Magnússon Höfundur er hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður. Kaupþingslánið og ráðsmennska Seðlabankastjóra Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um breytingu á lögum nr 103/2006 um ein- hverja óþörfustu stofn- un sem starfrækt er hér á landi, Landmæl- ingar Íslands. Með orðinu „vinna“ (í fyr- irsögn greinarinnar) er þó ekki verið að vísa til eiginlegrar vinnu held- ur ætlar stofnunin sér að „sigra“ í samkeppni við einkaaðila. Forsaga málsins er sú að einu kortagrunnar stofnunarinnar, sem annarsvegar voru unnir af danska herforingjaráðinu og svo bandaríska hernum, reyndust úreldir þegar einkaaðilar hófu að kortleggja land- ið frá fjalli til fjöru landshorna á milli. Þannig er nú til háupplausnar kortagrunnur af öllu landinu sem notaður er til allra verklegra framkvæmda, leitar- og björgunarstarfa, skipulagsvinnu og í leiðsögukerfi. Sem- sagt: búið er að leysa af hólmi úrelt herkort. Þótt ótrúlegt megi virðast hafa 270 millj- ónir árlega til Land- mælinga Íslands aldrei skilað eiginlegum land- mælingum, hvað þá heilum kortagrunni! Raunar minnir „fyrirmyndarstofnunin“ Landmæl- ingar Íslands óneitanlega á spít- alann í „Já ráðherra“-þáttunum sem var fullmannaður en hafði enga sjúklinga svo reksturinn færi ekki fram úr áætlunum. Í rökstuðningi með framan- greindu stjórnarfrumvarpi sem lagt er fram í nafni „ný-frjálshyggju- stjórnarinnar“ er að finna einhver öfugsnúnustu rök með útþenslu hins opinbera og er þá ekki skautað fram hjá afrekum frjálshyggjustjórnar Jóhönnu og Steingríms. Samkvæmt frumvarpinu hafa embættismenn umhverfisráðuneytisins uppgötvað að „talsverð breyting“ og „aukning“ hefur orðið á notkun landupplýsinga en að Landmælingar Íslands hafi hreinlega orðið viðskila við notendur og eigi engin gögn sem standist nú- tímakröfur. Af þeim sökum er lagt til að ráðist verði í gerð nýs korta- grunns til þess að stofnunin geti fót- að sig í samkeppni við einkaaðila. Öllum má vera ljóst að ef aukning hefur orðið í notkun á landupplýs- ingum eru það einmitt rök fyrir því að hið opinbera dragi sig út af við- komandi markaði. Á hinn bóginn er ekki eitt einasta dæmi tiltekið um vöntun eða ágalla sem nú er að finna, sem einungis ríkisstarfsmenn geti uppfyllt. Eftir vandlega yfirferð í fjármála- ráðuneytinu hafa þar hýstir emb- ættismenn jafnframt komist að þeirri niðurstöðu að gerð hins nýja kortagrunns sem síðan á að vera endurgjaldslaus muni ekki kosta skattgreiðendur neitt! Stofnun sem í dag fær 270 milljónir af almannafé án nokkurs sýnilegs afraksturs mun sem sagt hér eftir skila af sér nýjum háupplausnar-kortagrunni án nokk- urs kostnaðarauka. Ekki skortir á kímnigáfu þeirra sem rita frumvarpið þar sem talið er „rétt að vekja athygli á að frum- varpið kann að hafa neikvæð áhrif á þau fyrirtæki sem bjóða upp á land- upplýsingar“. Menn geta í raun skipt út landupplýsingum fyrir hvaða vöru eða þjónustu sem er og velt fyrir sér hvort, ef ríkisvaldið ryddist nú inn á einhvern sam- keppnisiðnað og gæfi þjónustuna eða vörurnar, slíkt hefði ekki ein- mitt „neikvæð áhrif“ á þá sem fyrir væru. Eini mælanlegi afrakstur Land- mælinga Íslands er að stofnuninni tókst að flytja út á land, nánar til- tekið upp á Akranes. Þar með er girt fyrir þann möguleika að skala stofnunina niður eða afleggja hana með öllu eins og réttast væri. For- stjórinn reyndar orðaði það svo smekklega að „ekki væri hægt að treysta á einkageirann því einkafyr- irtæki kæmu og færu“. Stofnanir koma bara. Eftir Arnar Sigurðsson »Umhverfisráðu- neytið hefur upp- götvað að „talsverð breyting“ og „aukning“ hefur orðið á notkun landupplýsinga Arnar Sigurðsson Höfundur starfar á fjármálamarkaði. Sama hvað þú kýst, ríkið vinnur alltaf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.