Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.2. 2015 Ég fæ mér alltaf eina hveitiklíðsbollu með gulrótar- eða apríkósumarmelaði sem ég bý til sjálf. Lára Benediktsdóttir, 81 árs. Cheerios með mjólk og svo fæ ég mér stundum trópí með. Sigríður Ýr Aradóttir, 24 ára. Hafragraut með undanrennu og vatn. Gunnhildur Hekla Jóhannsdóttir, 40 ára. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Ég fæ mér hafragraut á hverjum degi með rúsínum og kanil. Þorsteinn Már Þorsteinsson, 35 ára. Morgunblaðið/Golli SPURNING DAGSINS HVAÐ BORÐAR ÞÚ Í MORGUNMAT? Blómkál, léttsýrt grænmeti, hreinn súpukraftur, ostrur, avókadó- og graskersolía og hrein og upprunaleg fæða er meðal þess sem er í tísku í heimi matargerðar um þessar mundir. Íslenskir og erlendir sérfræðingar hafa lagt línurnar fyrir næstu misserin. Matur 32 Í BLAÐINU EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Eddan, nýja leiksýningin þín, spannar svolítið leiklist- arferil þinn. Við vinnslu handritsins, hvernig var að hugsa til baka og rifja upp allar minningarnar? Það var ótrúlega gaman að uppgötva hvílíkt magn af efni er til á filmu og vídeói af því sem ég hef gert fyrir kvikmyndir og sjónvarp! Það kom mér verulega á óvart. Sum atriði úr t.d. þessum 19 áramótaskaupum sem ég var að skoða kann- aðist ég ekki einu sinni við – mundi ekkert eftir að hafa leikið í þeim! Mjög hlægilegt að upplifa það. Hvað myndir þú segja að stæði upp úr á ferlinum? Skemmtileg spurning því í Eddunni spyr „þáttastjórnandinn“ (sem Gunnar Hansson leikur) í sífellu hvort kvikmyndin Stella í orlofi standi ekki örugglega upp úr af öllu sem ég hef gert og kannski gerir hún það einmitt í minningu fólks. Það sem stendur upp úr hjá mér eftir að hafa leikið í öllum mögulegum miðlum og leikhúsum í öll þessi ár eru þau skapandi æfingatímabil og handritaskrif þar sem mest var hlegið og ekki síst það fólk sem ég hef fengið að vinna með sem var bæði gef- andi og kærleiksríkt og fékk mig til að flissa. Það er ekkert sjálfgefið að fá að vera samvistum við þá gleðigjafa sem heimurinn á – það er nefnilega mikið magn af fólki í umferð sem amma mín kallaði „lyseslukker“. Það er fólk sem er gangandi umhverfismengun en heldur að það sé gagnrýnið! Skap- andi gleðipinnarnir og ástríka fólkið eru verðmætin sem standa upp úr á ferlinum. Hvernig kemur ykkur tróínu saman í leik, þér, Bergþóri og Gunn- ari? Það er nú svo magnað með þessa tvo að þeir eru hreinræktaðir englar. Það er bók- staflega fiður allt í kring um þá, þeir eru svo mikil kærleiksbúnt. Við hlæjum mikið sam- an, sem er dýrmætt, það er nefnilega óalgengt að það sé mikið hlegið á æfingatímabili þegar verið er að æfa gamanleik. Undarleg staðreynd en aðstandendur fara mjög fljótt að efast um það efni sem þeir eru með í höndunum – þ.e.a.s. það sem á að vekja hlátur. Gam- anleikrit eru miklu þunglyndislegra áhyggjuefni en þær sýningar sem ekki kalla sérstaklega á regluleg hlátursköst áhorfenda. Ég verð að nefna tvo aðra kærleiksbangsa líka sem voru með okkur í Eddunni allan sólarhringinn í janúar, Gunnar Helgason leikara og Kristjönu Stefánsdóttur tónlistarsnilling. Vængirnir á bakinu á þeim eru bókstaflega fyrir, þau eru svo mikil flissandi kærleikskrútt! Svo get ég ekki stillt mig um að senda danshöfundi Eddunnar high five. Selma Björns drepur mann, hún er svo fyndin! Myndir þú segja að það væri óskrifuð regla gamanleikara/konu að vera alltaf hress og kát? Óskrifuð regla gamanleikara um allan heim er að viðkomandi þjáist yfirleitt af þunglyndi. Ég er ekkert að ýkja, allir frægustu trúðar heimsins eiga yfirleitt mikla tilfinningalega harmsögu. Ég er sem betur fer voða venjulegur leikari, frekar létt í lund og hef m.a.s. fengið það í vöggugjöf að geta gengið að gleðifiðrildum í maganum flesta daga. Uppgötvaði þegar þau dóu tímabundið hvað þau eru mér dýrmæt! Hvaða ráð myndir þú gefa ungu og óreyndu leiklistarfólki sem er að stíga sín fyrstu skref í dag? Að þakka á hverjum einasta degi fyrir allt sem þau eiga og fá. Þakka fyrir hæfileikana, mannkostina, tækifærin, sköpunargáfuna og allan kærleik- ann. Þakka fyrir þetta á hverjum degi – upphátt! Besta sem ég hef tileinkað mér í lífinu. Muna að þakka fyrir á hverjum degi Morgunblaðið/Þórður Forsíðumyndina vann Eoghan O’Reilly Í Listasafni Reykjavíkur hefur verið opnaður fyrri hluti viða- mestu úttektar sem gerð hefur verið á samtímamálverki hér á landi. Hafþór Yngvason safnstjóri segir listamennina 85 bregðast við samtíð sinni og fjölbreytileikinn er mikill. Menning 54 Hugleiðsluhátíðin Friðsæld í febrúar verður haldin öðru sinni dagana 8. til 14. febrúar. Aðstand- endur leggja áherslu á að hugleiðsla sé fyrir alla, ekki bara útvalda, og hvetja fólk til að láta sjá sig. Heilsa 25 Jóhanna Björg Christien- sen býr ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum þeirra í fallegu húsi í Kópavogi. Jóhanna heillast mikið af dökkum litum og segir skipta máli við val á innréttingum og gólfefnum að velja vönduð efni, hugsa til lengri tíma og reyna að elta ekki tískubylgjur. Heimili og hönnun 28 Ein ástsælasta leikkona Íslands og gleðigjafi mikill, Edda Björgvinsdóttir, frumsýndi á dögunum leikritið Edduna í Gamla bíói. Edda hefur komið víða við og brandarar eftir ýmsar persónur sem hún hefur leikið hafa margir hverjir fest sig í sessi í hversdagsleika Íslendinga. Leikritið Eddan spannar leikferil hennar og óhætt að segja að það kitli hláturtaugarnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.