Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 16
Kristín Einarsdóttir,íþrótta- og grunnskóla-kennari, hugsaði með sér frá því að hún byrjaði að kenna bókleg fög að það hlyti að vera hægt að sameina nám og hreyf- ingu. Hugmyndina þróaði hún áfram og hefur nú stofnað um- gjörð um kennsluaðferðina, Leik- ur að læra. Eitt af markmiðum Leikur að læra er: „Kennum fag frekar en bók og markmið frek- ar en blaðsíðu.“ Fyrst um sinn var Kristín einungis að kenna bókleg fög á grunnskólastigi. „Ég byrjaði á því að taka markmiðin úr bókunum og út- færa þau sem leiki, bæði úti og inni, og losa mig aðeins frá bók- inni. Þannig var komin aðferð sem höfðaði vel til barnanna og þau gátu um leið fengið útrás fyrir hreyfiþörfina,“ segir Krist- ín. „Þetta er aðferð sem virkar vel og gaman að sjá þessa við- bót við almenna kennslu.“ Haustið 2009 fór Kristín að kenna í Krikaskóla sem er skóli fyrir 2-10 ára nemendur og byrjaði að kenna yngri börnum. „Þá opnaðist algjörlega nýr heimur, því börn eru eins og svampar, þau drekka í sig fróð- leik. Það er svo gaman að kenna þeim í gegnum leik og hreyfingu.“ Kristín segir að það hafi verið dásamlegt að sjá börn sem áttu erfitt með hefðbundið form kennslu blómstra við að telja, flokka og reikna í íþrótta- salnum þar sem þau urðu að nota hreyfinguna við að finna lausnir á verkefnunum. Lítið skiptir máli Margir grunnskólar hafa til- einkað sér aðferð Kristínar en hún heldur úti heimasíðu, www.leikuradlaera.is, þar sem skólar geta keypt áskrift og fengið aðgang að hugmyndum í íslensku, stærðfræði og ensku sem nota má í námi í gegnum leik og hreyfingu. Leitarvél er á síðunni þannig að kennarinn get- ur valið fyrir hvaða aldur og námsþátt eða markmið leikirnir eiga að vera. Jafnframt því að bjóða upp á margskonar nám- skeið fyrir kennara og fyrir leikskóla sem kallast „Á leið inn“. „Í þessu verkefni fá for- eldrar á skemmtilegan hátt inn- sýn í námið hjá börnunum,“ seg- ir Kristín. „Ef foreldrar vita hvað er verið að kenna í leik- skólanum hverju sinni þá eru þeir meðvitaðri um að þjálfa þessi þætti heima líka. Þá eru allir, börn, kennarar og for- eldrar að fara í sömu átt og vinna að sömu markmiðum á sama tíma, sem er mjög væn- legt til árangurs. Verkefnið nær bæði til líkamlegra og vits- munalegra þátta.“ Hún segir að öll þjálfun skiptir máli, þó ekki nema lítið sé gert á dag. „Það er ljóst að lítið skiptir miklu máli. Allt þetta smáa sem er bætt við kennsluna er mikilvægt, þó það sé ekki nema lítið.“ Kristín segir að í dag sé um- ræða um hvort heimanám eigi rétt á sér. Heimanám þarf ekki endilega að vera þess eðlis að setjast sérstaklega niður til þess að vinna ákveðin verkefni. „Heimanám getur verið einhver skemmtilegur leikur um það sem barnið á að læra og hægt að halda við yfir daginn í skömmt- um,“ segir Kristín. Leikur að læra, í bland við hefðbundnar kennsluaðferðir, hentar einnig vel fyrir nemendur með ýmiss konar frávik. Tæknin dregur úr hreyfingu Flestir foreldrar leikskólabarna hafa alltaf átt síma og er hann stór hluti af lífi þeirra. Þeim þykir mörgum því eðlilegt að sími og spjaldtölva sé notuð sem afþreying fyrir börnin. „Kannski er kominn tími til að velta fyrir sér hvað sé eðlilegt og heilbrigð notkun á þessum tækjum fyrir börn. Eru þau að koma í veg fyrir eðlilega hreyfingu og örvun mismunandi skynfæra? Framtíð- arsýn Leikur að læra er að inn- leiða kennsluaðferðina í sem flesta skóla landsins og sýna foreldrum leiðir til þess að kenna börnum sínum heima í gegnum leik og hreyfingu.“ ÓHEFÐBUNDIÐ NÁM Í GEGNUM LEIKI Kennsluaðferð sem virkar „Börn eru eins og svampar, þau drekka í sig fróðleik,“ segir Kristín sem stofnaði Leikur að læra. ÞAÐ ER SANNARLEGA LEIKUR AÐ LÆRA OG HVERS VEGNA EKKI AÐ FÆRA KENNSLU Í FORM LEIKS OG GERA HANA ÁHUGAVERÐARI FYRIR BÖRN? KRISTÍN EINARS- DÓTTIR FÉKK BRÁÐSKEMMTILEGA HUGMYND ÞEGAR HÚN KENNDI UNGUM BÖRNUM Í GRUNNSKÓLA, SEM HÚN FRAMKVÆMDI, OG VINNUR NÚ AÐ ÞVÍ AÐ INNLEIÐA AÐ- FERÐINA Í LEIK- OG GRUNNSKÓLA. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Hópur barna í miðjum leik sem Kristín Einarsdóttir leiðir. Kristín Ein- arsdóttir vill sameina nám og hreyfingu. Morgunblaðið/Þórður 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.2. 2015 Fjölskyldan Hvar og hvenær? Borgarbókasafni Reykjavíkur, Grófinni 1,sunnudag kl. 15-16.0 Nánar: Vasaljósastund í bókasafninu þar sem sagðar verða myrkar sögur í barnadeildinni 2. hæð. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Draugasögur og vasaljós E-60 Bekkur Verð frá kr. 59.000 Fáanlegur í mismunandi lengdum. Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla www.facebook.com/solohusgogn Retro borð með stálkanti Verð frá kr. 96.000 Fáanlegt í mismunandi stærðum. E-60 Stólar Klassísk hönnun frá 1960 Hægt að velja um lit og áferð Verð frá kr. 24.300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.