Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 21
Ljósmynd/Rotalis
Á hjóli er farið hægar
yfir en á bíl og hægt að
njóta landslagsins og
lífsins gæða á leiðinni.
8.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
BikeToursDirect er með vefsíðuna BikeTours.com þar sem
hægt er að fá upplýsingar um fjöldamargar hjólaferðir. Þetta er
ekki ferðaskrifstofa heldur er BikeToursDirect í sambandi við
100 fyrirtæki sem skipuleggja hjólaferðir í 70 löndum. Áherslan
síðustu ár hefur verið á Evrópu en einnig er að finna þarna
upplýsingar um ferðir utan álfunnar.
Vinsælustu flokkarnir eru m.a. fjölskylduvæn ferðalög, ódýr
ferðalög og best fyrir nýliða. Vinsæl ferð er sjö daga ferð frá
Passau í Þýskalandi til Vínarborgar í Austurríki. Hjólað er með-
fram Dóná og þykir leiðin vera þægileg og hentar hún fjöl-
skyldum. Ennfremur er boðið uppá lúxusútgáfu af þessari ferð
en þá er gist á fjögurra eða fimm stjörnu hótelum allan tímann. Leiðin þykir þægileg meðfram ánni.
Hjólað meðfram Dóná
PASSAU -VÍNARBORG
Vænta má lofthita um 22-26°C og sjávarhita um 22-24°C.
Ferðaskrifstofan Vita er á meðal þeirra
sem bjóða upp á hjólaferðir en í sumar
verður m.a. farin hjólaferð til Ítalíu og hjól-
að frá Bolzano til Feneyja. Flogið frá Kefla-
vík til München og þaðan er tekin lest til
Bolzano.
Ferðin hefst á því að hjólað er gegnum
Suður-Týról með ánni Adige til borg-
arinnar Trentó. Eftir það liggur leiðin yfir
lága heiði til bæjarins Riva de Garda við
norðurenda Gardavatnsins. Þaðan er siglt
eftir endilöngu Gardavatninu og á sigling-
unni er upplagt að sitja í sólinni eða fá sér
hressingu í veitingasal skipsins. Frá suður-
enda vatnsins er hjólað í austurátt til Ver-
óna og þaðan til Feneyja þar sem síðasta
deginum er eytt á Markúsartorgi, á göngu
um hliðargötur eða í sólbaði á ströndinni.
Lögð er áhersla á að njóta ferðarinnar,
njóta ítalskrar matargerðar og kynnast
landinu sem hjólað er um. Hjólaleiðin er að
mestu um láglendi, eina brekkan sem tekur
að nefna er Monti Berici. Fyrstu tveir dag-
arnir eru á hjólabrautum, frá Gardavatni er
hjólað á fáförnum sveitavegum. Á kvöldin
fer hópurinn yfirleitt saman í kvöldverð á
dæmigerðum ítölskum veitingastöðum.
Nánari upplýsingar um ferðina sem farin
verður dagana 20.-27. júní er að finna á
vita.is.
Feneyjar hafa heillað ferðafólk um langt árabil enda margt að sjá og gera í borginni.
Morgunblaðið/Ómar
Siglt eftir Gardavatninu
BOLZANO - FENEYJAR