Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 4
* Lítið er fylgst með hluthafaskráningu fyrirtækja hér á landi, nema þeirra semskráð eru á markað. Þótt skylt sé að nefna hluthafa í ársreikningum smá-lánafyrirtækja líkt og annarra eru viðurlög við að sleppa því í raun engin. ÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.2. 2015 Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti í síðustu viku ákvörðun Neytendastofu um að Neytendalánum ehf. sem á smál- ánafyrirtækin Hraðpeninga ehf., Múla ehf. og 1909 ehf., bæri að taka gjald sem rukkað er fyrir lánshæfismat, svonefnt flýtigjald, með í útreikninga sína á árlegri hlutfallstölu kostnaðar. Sams konar ákvörðun Neytendastofu er sneri að Smálánum ehf. og Kredia ehf. hafði áður verið staðfest af áfrýj- unarnefnd neytendamála. Blaðamaður sendi fyrirspurn til framkvæmdastjóra Neytendalána ehf., Óskars Þorgils Stef- ánssonar, og fékk eftirfarandi svör: Munu Neytendalán ehf. fara að ákvörðun Neytendastofu um að gjald fyrir flýtiþjónustu skuli reikn- ast sem hluti ÁHK? „Að sjálfsögðu munu Neytendalán ehf. fara að ákvörðun Neytendastofu. Stór hluti viðskiptavina okkar er nú þegar með sín viðskipti á þessum for- sendum.“ Verða gerðar breytingar á við- skiptaháttum til samræmis við þessar ákvarðanir, og þá hvenær? „Já og vinna við það er þegar hafin hjá Neytendalánum og við vonumst til að geta hrint þeim í framkvæmd á næstunni.“ Munuð þið fara með málið lengra, þ.e. kemur til greina að andmæla þessum ákvörðunum fyrir dómstólum? „Engin ákvörðun hefur verið tekin um slíkt.“ Smálán og Kredia hafa sagst ætla dómstólaleið Blaðamaður sendi einnig sambærilega fyrirspurn á Smálán og Kredia og fékk það svar að fyrirspurninni yrði komið til skila, væntanlega til yfirmanna. Svör höfðu ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Niðurstaða áfrýjunarnefndar neyt- endamála í þeirra máli lá þó fyrir í nóvember og Neytendastofa hefur nú lagt dagsektir á fyrirtækin þar sem þau hafa ekki farið að úrskurð- inum. Í kjölfar niðurstöðu áfrýjunar- nefndar neytendamála í þeirra máli í nóvember 2014 kom yfirlýsing frá Smálánum og Kredia þar sem fram kom að fyrirtækin myndu láta reyna á það fyrir dómstólum hvort ákvörð- un Neytendastofu og áfrýjunarnefnd- arinnar stæðist lög. „Þjónustu verður haldið áfram með sama hætti og áð- ur þar til endanleg niðurstaða dóm- stóla liggur fyrir og munum við hlíta henni, sama hver hún verður.“ Miðað við þessa yfirlýsingu má ætla að Smálán og Kredia fari með málið fyrir dóm. NEYTENDALÁN EHF. MUN FARA EFTIR ÁKVÖRÐUN NEYTENDASTOFU OG ÁFRÝJUNARNEFNDAR Enn margt á huldu F ramhaldssagan um hulið og flókið eignarhald smálánafyrirtækja á Ís- landi virðist ekki á enda. Í vikunni féllst Hér- aðsdómur Reykjavíkur á að vísa máli sem höfðað er á hendur Skorra Rafni Rafnssyni og Hrað- peningum ehf., félagi sem hann stofnaði, frá dómi. Skorri Rafn, einn stofnenda Hraðpeninga, krafð- ist frávísunar á þeim grundvelli að stefna hefði átt kýpverska félaginu Jumdon Micro Finance Ltd. einnig, en ekki aðeins honum og Hraðpen- ingum ehf. Með því að samþykkja frávís- unarkröfuna fellst dómari þannig á það að stefna beri kýpverska félag- inu einnig. Rökin fyrir því eru þau að Jumdon Micro Finance (eða Jumdon Finance) sé eigandi félags- ins Hraðpeninga ehf. þegar stefnan er lögð fram, í júní síðastliðnum. Óskar segist hafa verið eigandi þegar stefnan var lögð fram – ekki Jumdon Úrskurðurinn vekur athygli í ljósi þess að í tölvupósti sem Óskar Þorgils Stefánsson, núverandi framkvæmdastjóri félags að nafni Neytendalán ehf., sendi öllum fjöl- miðlum hinn 22. janúar síðastliðinn segist hann vera sjálfur eigandi að Hraðpeningum ehf. enda sé það fé- lag í eigu Neytendalána ehf. – sem sé í sinni eigu. Hann hafi keypt fé- lagið af Jumdon Finance í sept- ember árið 2013, eða áður en stefnan var lögð fram. Í gögnum málsins er hins vegar hvergi getið um Óskar eða félagið Neytendalán ehf. Skorri Rafn lagði aðeins fram frávísunarkröfu á þeim grunni að Jumdon Finance væri aðili málsins sem eigandi. Ekki virðist getið um kaup Óskars á hlutafé í Neytendalánum ehf. eða Hraðpeningum ehf. Lögmaður stefnanda í málinu taldi að ekki væri hægt að stefna Jumdon Finance sökum þess að engar upplýsingar lægju fyrir um félagið, starfsemi þess eða það hvort það væri yfirhöfuð til. Fjöldi þekktra hluthafa: núll Málið gerist enn skrýtnara því þegar félögunum Neytendalán ehf. og undirfélagi þess Hraðpeningum ehf., var flett upp í hlutafélagaskrá Creditinfo hinn 6. febrúar var búið að taka út upplýsingar um hluthafa félaganna. Í hlutafélagaskránni stendur nú orðrétt: „Fjöldi þekktra hluthafa: 0“ þegar leitað er eftir upplýsingum um skráningu þessara tveggja einkahlutafélaga, Hraðpen- inga ehf. og Neytendalána ehf. Þegar blaðamaður spurðist fyrir um málið hjá Creditinfo fékkst staðfest að fyrri upplýsingar um hluthafa og eignarhald félaganna væru einfaldlega orðnar of gamlar, en eina heimildin sem lögð hefur verið fram um eignarhald Jumdon Finance er ársreikningur Hraðpen- inga frá árinu 2011. Upplýsingar um að Jumdon Finance sé eigandi félaganna hafi því verið metnar úr- eltar og verið felldar út úr skránni. Líkt og upplýst var um í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins 25. jan- úar á komu engar upplýsingar fram um hluthafa Neytendalána ehf. í ársreikningi félagsins fyrir árið 2013 en þar voru eigendur ein- faldlega sagðir vera „ótilgreindir útlendingar“. Í tölvupóstinum frá 22. janúar staðhæfði fram- kvæmdastjóri Neytendalána ehf. hins vegar að hann væri eigandi félagsins. Það hljóta því að teljast nýjustu upplýsingar um eignarhald smálánafélagsins Neytendalána ehf. sem að sögn Óskars er eigandi Hraðpeninga ehf., 1909 ehf. og Múla ehf. Úrskurðinum verður áfrýjað til Hæstaréttar Skúli Sveinsson, lögmaður stefn- anda í málinu gegn Skorra Rafni og Hraðpeningum, segir að úr- skurði héraðsdóms verði áfrýjað til Hæstaréttar strax eftir helgi. Til að taka af allan vafa um þær upplýsingar sem fram hafa komið í tölvupóstum Óskars Þorgils Stef- ánssonar þá segir orðrétt í tölvu- póstinum frá 22. janúar: „Eigandi Hraðpeninga, 1909 og Múla er ekki „bara einhver lög- fræðistofa sem er einhver tengilið- ur“ eins og hún [Eyrún Magn- úsdóttir] hefur sagt. Hraðpeningar, 1909 og Múla tilheyra fyrirtækinu Neytendalán, sem er í minni eigu. Fyrirtækið keypti ég árið 2013 af fyrirtækinu Jumdon Finance á Kýpur, en ég hafði starfað hjá Hraðpeningum frá stofnun félags- ins. Jumdo Finance keypti Hrað- peninga, 1909 og Múla af fyrri eig- anda árið 2011, sem hefur s.s. ekki komið að rekstri fyrirtækisins í á fjórða ár.“ Blaðamaður fór þess á leit við Óskar að hann greindi nánar frá kaupunum og bað hann um að veita upplýsingar um fyrrnefnt kýpverskt félag. Hér eru spurn- ingar blaðamanns og svör fram- kvæmdastjórans birt orðrétt: 1. Hver er eigandi fyrirtækisins Jumdon Finance? Geturðu gefið mér upplýsingar um tengilið við fyrirtækið sem ég get haft sam- band við? „Ég svara ekki fyrir Jumdon Finance, það fyrirtæki er ekki á mínum vegum. Ég skal hinsvegar koma fyrirspurn þinni á framfæri við Jumdon Finance og vænti þess að forsvarsmenn fyrirtækisins verði í samband við þig.“ [Ekkert hefur heyrst frá Jumdon Finance enn.] 2. Þú segir í pósti þínum: „Hrað- peningar, 1909 og Múla tilheyra fyrirtækinu Neytendalán, sem er í minni eigu. Fyrirtækið keypti ég árið 2013 af fyrirtækinu Jumdon Finance á Kýpur.“ Hvenær fóru kaupin fram? Hvað var greitt fyrir hlutinn? „Kaupin áttu sér stað í sept- ember árið 2013. Kaupverð er trúnaðarmál milli aðila.“ 3. Þú segir að í skrifum mínum séu „ítrekaðar rangfærslur“. Get- urðu bent á þessar rangfærslur? „Það er af mörgu að taka en nægi að benda á að ítrekað hefur verið farið rangt með upplýsingar um eignarhald, stofnendur, vexti og fleira. Ef þú vilt fá nánari út- listun á þeim rangfærslum sem fram hafa komið í greinum þínum undanfarið þá get ég sent þér þær á næstu dögum.“ [Blaðamaður hefur ekki fengið nánari útlistanir á meintum rang- færslum.] 4. Þú segir: „Jumdon Finance keypti Hraðpeninga, 1909 og Múla af fyrri eiganda árið 2011, sem hef- ur s.s. ekki komið að rekstri fyr- irtækisins í á fjórða ár.“. Hver er ástæða þess að fyrri eigandi – Skorri Rafn Rafnsson – var áfram prókúruhafi og stjórnarmaður eftir að Jumdon Finance keypti? Fyrri eigandi var með prókúruumboð fyrir Hraðpeninga. „Ég svara ekki fyrir Jumdon Finance, það fyrirtæki er ekki á mínum vegum.“ 5. Hvers konar fyrirtæki er Jumdon Finance og hvað starfa margir hjá fyrirtækinu? „Ég svara ekki fyrir Jumdon Finance, það fyrirtæki er ekki á mínum vegum.“ [Áður en ofangreind svör höfðu borist sendi blaðamaður eftirfar- andi spurningu, og barst svar við henni í sama pósti og við hinum fimm.] 6. Það er ekkert í ársreikningi Neytendalána fyrir 2013 sem segir að þú sért eigandi að Neyt- endalánum ehf. Því ítreka ég spurninguna: Hvenær keyptir þú Neytendalán af Jumdon Finance? „Kaupin áttu sér stað í sept- ember árið 2013. Rangur hlutafjár- miði var sendur með ársreikningi Neytendalána fyrir árið 2013 til RSK. Það verður að sjálfsögðu leiðrétt fyrir 2014 en skil eru í næsta mánuði.“ Ársreikningi Neytendalána ehf. fyrir árið 2013 var skilað inn að nýju til ársreikningaskrár RSK í vikunni, en samkvæmt upplýs- ingum þaðan hefur hann ekki verið tekinn til skoðunar og þar með ekki verið birtur. Héraðsdómur vísaði máli á hendur Hraðpeningum ehf. og fyrri eig- anda þess Skorra Rafni Rafnssyni frá, enda hafi átt að stefna Jumdon Finance einnig, sem eiganda Hraðpeninga á þeim tíma sem stefnan er lögð fram. Miðað við upplýsingar sem núverandi framkvæmdastjóri Hraðpeninga hefur lagt fram vegna skrifa Sunnudagsblaðs Morgun- blaðsins lítur hins vegar út fyrir að hann, Óskar Þorgils Stefánsson, hafi verið eigandi þegar stefnan var lögð fram í júní 2014, en ekki Jumdon Finance. Frávísunarúrskurðurinn verður kærður til Hæstaréttar. Morgunblaðið/Golli ENGINN ER LENGUR SKRÁÐUR SEM HLUTHAFI Í NEYT- ENDALÁNUM EHF. Í HLUTAFÉLAGASKRÁ CREDITINFO. JUM- DON FINANCE LTD. VAR SKRÁÐ SEM HLUTHAFI EN ÞÆR UPPLÝSINGAR ERU OF GAMLAR TIL AÐ HÆGT SÉ AÐ FULL- YRÐA UM EIGNARHALD, SEM VIRÐIST ENN ÓLJÓST.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.