Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 44
Reykjavíkurbréf 06.02.15 Ó þekktarangar tilverunnar eru einatt „teknir á teppið“ þegar þeir hafa farið yfir strikið. Á Akureyri hét það að kalla menn „á beinið“. Það er raunar orðið altækt hugtak líka og er þeirrar gerðar að fáir efast um að það sé gróið og gilt, senni- legur jafnaldri tungutaks Njálu eða annarra ágætra bóka. Beinið er meinið En á skrifstofu meistara Menntaskólans þar nyrðra var í tíð Sigurðar Guðmundssonar hvalbein mikið og mun það þar enn og sagt er að engum nemanda þyki gott að vera vísað þar til sætis. Það eiga teppið og beinið sameiginlegt að þangað sækja menn sjaldnast að fyrra bragði. En í stjórn- málum eru hins vegar til fræg dæmi um hið gagnstæða og ekki er sjaldgæft að menn komi sigri hrósandi eftir að hafa boðið sjálfum sér á bein eða teppi. Forsætisráðherrar og forsetar ESB-landa tala gjarnan digurbarkalega áður en þeir sækja nætur- fundi, sem binda skara álfunnar ár og síð eftir að morgnar á ný. Leiðtogarnir berja sér á brjóst við brottför. Þeir muni aldrei kyngja nýju krafsi af fullveldi þjóðar sinn- ar. Við heimkomu segja þeir að þótt því sé haldið fram að þeir hafi beygt sig og kyngt þá sé hitt réttara að þeir hafi fengið svo mikið svigrúm í tíma, orðalagi og horn- klofum að allir aðrir í Brussel hafi staðið á öndinni. Ónafngreindur háttsettur embættismaður hefði meira að segja hvíslað að forsætisráðherrann (sá sem á í hlut hverju sinni) hefði fengið allt fyrir ekkert. Blóðblettir á teppi Frægasta dæmið um stjórnmálamann sem bauð sjálf- um sér á teppi óknyttastráka er auðvitað Neville Chamberlain. Hann kom brattur til baka frá München, veifandi sigurreifur plaggi sem hann hafði sjálfur undirritað ásamt tveimur mestu höfðingjum álfunnar á þeim tíma. Sagði hann þessar undirskriftir hvorki meira né minna en tryggja „frið um okkar daga“. Chamberlain var fagnað sem einstæðri þjóðhetju og nánast allir fjöl- miðlar Breta struku honum og kjössuðu og kannanir sýndu að yfirgnæfandi hluti þjóðarinnar var sama sinnis. Það hefur hentað í síðari tíma sögu að sleppa að geta þess að Roosevelt forseti studdi stefnu Chamberlains heilshugar og hrósaði þessu framtaki hans í hástert. En pörupiltarnir, sem heimurinn hefði þurft að kalla sjálfa á teppi og bein á þessum tíma, meintu ekki eitt einasta orð sem var á þeim pappír sem þeir páruðu undir. Sjö árum eftir að undirskriftirnar þornuðu lágu tugir milljóna manna í valnum. Viðurstyggð eyðilegging- arinnar var meiri en nokkrum ófriði mannkynssög- unnar hafði tekist að skaffa fram að því. Og þeir tveir, sem Chamberlain tók sem trúverðuga ábyrgðarmenn friðar til framtíðar, voru báðir horfnir úr heimi. Annar hafði verið hengdur öfugur upp á borgarhlið á Ítalíu, en hinn náði nýgiftur að skjóta sig og síðan voru síðustu bensíndroparnir, sem fundust í höfuðborg Þýskalands, notaðir til að brenna brúð- hjónin til ösku. Þeir dropar voru dýrir en þeim var vel varið. Leyfilegt að reyna allt Það þykir sjaldnast vera gagnlegt eða hæfilegt að draga Hitler og nóta hans inn í nútímaumræðu, enda samdóma álit að þá sé æði langt seilst og jafnvel óbeint og óviljandi verið að milda mynd óhugnaðarins með því að stilla óverðugum samlíkingum andspænis honum. Aðþrengdir Grikkir stilla sig ekki alveg um slíkar samlíkingar í baráttu sinni nú. Þeir telja að í fyrsta lagi sé nútímaleg tilvera þeirra í húfi. Í annan stað hafi þeir, sem þolendur herja nasismans og lögreglu hans, ríkari rétt til að vísa til óhæfuverkanna en ýmsir aðrir. Og í þriðja lagi telja þeir að Þýskaland nútímans hafi ráðið mestu um hve óbilgjörn skilyrði voru sett fyrir „hjálp“ við Grikkland. Þótt það Þýskaland beri vissulega ekki ábyrgð á voðaverkunum fyrir tæpum 75 árum sé þar þó enn veikan blett að finna. Í vonlítilli stöðu verði fámenn þjóð að nýta sér það. Í ritstjórnargreinum þessa blaðs var hallast að því strax eftir að úrslit grísku kosninganna lágu fyrir að ESB myndi reyna að standa að mestu af sér kröfur Grikkja og þar með þær undirliggjandi hótanir sem þeim fylgdu. Af áróðursástæðum yrðu þó minniháttar tilslakanir boðnar fram. Ástæður þessa væru þær að of mikil áhætta myndi fylgja því að láta undan. Einkum stjórnmálaleg áhætta en einnig nokkur fjárhagsleg áhætta. Fylgst hefur verið af áhuga með þróuninni síðar. Gríski forsætisráðherrann og fjármálaráðherra hans gerðu víðreist um Evrópu fljótlega eftir að þeir hlutu sín embætti. Nokkra athygli vakti hversu ólíkar við- tökur þeir fengu í hásölum landa Evrópu. Það end- urspeglaði auðvitað ólíka stöðu þeirra ríkja sem áttu í hlut. Ýmsum forystumönnum ESB-landa er illa við meinta þráhyggju Þjóðverja um fjármálalegt aðhald. Grísku forystumennirnir spiluðu einnig á bæði borð. Þeir sögðu að alls ekki stæði til að neita að greiða skuldir Grikkja. (Annað varð þó ekki lesið út úr ræðum þeirra og stefnuskrám í nýliðnum kosningum). Nú sögðust þeir aðeins vilja fá önnur og sanngjarnari tímamörk á greiðslum og einnig að sanngjörn viðmið kæmu til. Þau viðmið væru þó fjarri því að þýða að Grikkland ætlaði ekki að greiða skuldir sínar upp í topp. Aðeins að miða yrði við þróun hagvaxtar í Grikk- landi. Óvæntir bandamenn, vonir vakna Viðtökurnar sem Grikkir fengu framan af í sinni ferð bentu til þess að hótanir evruríkja og kommissara, sem hafðar voru uppi í aðdraganda grísku kosninganna, hefðu verið dregnar til baka að svo miklu leyti sem nokkuð hefði verið að marka þær. Breski fjármálaráðherrann, sem er að vísu svo hepp- inn að vera utan evrusvæðisins, sagði eftir fundinn með gríska fjármálaráðherranum að á meðan deilan við Grikkland væri óleyst væri hún mesta ógnun sem evr- ópskt efnahagslíf stæði frammi fyrir og þar með að nokkru Bretar. Mörgum þótti Osborne taka óþarflega dramatískt til orða en kannski hafði gríski gesturinn þessi dramatísku áhrif á hann. Ummæli Osbornes þóttu styrkja stöðu Grikkja. Næst blandaði Obama Bandaríkjaforseti sér óvænt í málið og sagði að (Evr- ópuríkin) gætu ekki haldið áfram að kreista þjóð þar sem hagvöxturinn hefði fallið um heil 25%, atvinnuleysi stæði í sömu tölu og atvinnuleysi æskumanna væri tvö- falt þetta. Þarna væri augljóslega ekkert til að kreista. Þessar yfirlýsingar glöddu menn mjög í Grikklandi og þar var strikað yfir athugasemdir forsetans um að grísk skattheimta hefði lengi verið í molum. Eftir því sem leið á ferðina þótti mönnum og auðvit- að fjármálamarkaðnum, þar sem óskhyggjan hefur skrifstofu í hæsta turninum á svæðinu, að augljóst væri orðið að nú stefndi í sátt um grísku skuldirnar. Aþena, Berlín og Brussel. En af hverju Moskva? *Hafi þau Hollande og Merkelóskað eftir því að fá að koma ogsetjast á stóra hvalbeinið hjá Pútín í Kreml skiptir miklu hvað það var sem rak þau þangað. 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.2. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.