Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 59
8.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Höfundur bókarinnar Secrets of the Millionaire Mind er heldur hógværari í sínum lof- orðum til lesandans en höfundar hinna bókanna, enda vísar titill- inn einungis til þess hvernig ger- ast má milljónamæringur, ekki milljarðamæringur. Leiðin að því marki ætti að vera ögn styttri. Höfundurinn, T. Harv Eker, segist í hógværð sinni geta á fimm mínútum sagt fyrir um fjár- hagslega framtíð einstaklings sem hann hittir. Hann vill meina að allt felist þetta í undirmeðvit- und einstaklingsins. Hvernig þú hugsar um peninga skiptir höf- uðmáli að mati höfundar, ekki hvað þú hefur lært í skóla um fjármál og fjárfestingar. Undirmeð- vitundin lykill að ríkidæmi Bækurnar um Skúla skelfi hafa löngum verið dáðar hér á landi. Skúli skelfir er ekki eins og allir hinir og í bókinni Heimsmeta- bók Skúla skelfis dregur höfund- urinn Francesca Simon fram ýmis furðuleg og fyndin heims- met sem Skúli hefur gaman af að segja frá. Í bókinni er sagt frá því hvað stærstu nærbuxur í heimi eru stórar, greint frá ógeðslegasta ljóði í heimi og því hver er mest selda bók heims. Bókin er myndskreytt af Tony Ross og það er Guðni Kolbeinsson sem þýðir. Skúli skelfir heitir á frummálinu Horrid Henry og er eins og nafnið gefur til kynna alveg skelfilegur í viðmóti og hátt- um, en að sama skapi getur hann verið skelfilega fyndinn og skemmtilegur. SKELFIRINN SKELFIR OG SKEMMTIR ENN Á NÝ Út er komin bókin Alex eftir franska spennusagnahöfundinn Pierre Lemaitre. Höfundurinn er vel þekktur og verðlaunað- ur rithöfundur og handritshöf- undur í heimalandi sínu. Hlaut hann til að mynda Prix Goncourt, frönsku bók- menntaverðlaunin, fyrir bók sína Au revoir là-haut sem fjallar um fyrri heimsstyrjöld- ina. Hin hrollvekjandi spennu- saga Alex er þó fyrsta bók Lemaitre til að vera þýdd á ensku, en hún kom út í enskri þýðingu árið 2013. Sú þýðing hlaut Alþjóðlega rýtinginn það ár, en það eru verðlaun Samtaka breskra glæpasagnahöfunda, CWA. Nú er bókin komin út sem kilja í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar. JPV gefur bókina út en Alex er hrollvekjandi spennutryllir sem gerist í Parísarborg. HROLLVEKJANDI ALEX Milljarðamæringar hugsa einfaldlega öðruvísi en annað fólk, segir höfundur bókarinnar Think like a Billionaire, Become a Billionaire, Scot Anderson. Í bókinni einblínir hann á hugsunarhátt þess sem hefur komist til efna. Þeim sem þykir eftirsóknarvert að læra um það hvað bærist um í huga Do- nalds Trumps ætti að þykja mikið til bók- arinnar koma. Höfundur heldur því fram að með því að hugsa eins og millj- arðamæringur getirðu orðið millj- arðamæringur. Nokkurs konar Trump-væðing heilans kann því að eiga sér stað við lestur bók- arinnar. Höfundur tekur á því hvernig hugsa megi öðruvísi um áhættu, fjárfest- ingar, vinnu, peninga, vandamál, und- irbúning og tíma. Lesandinn þarf þó að taka ábyrgð á afleiðingunum, en ef eitt- hvað er að marka orð höfundar þá ættu vasarnir einfaldlega að fyllast af aurum við það eitt að lesa bókina og fara að hugsa öðruvísi, meira eins og Trump. Borað í heilann á Donald Trump Lesið til fjár MILLJARÐASKRUDDUR ÞAÐ VERÐA FÁIR RÍKIR AF ÞVÍ AÐ SITJA HEIMA OG GERA EKKI NEITT. EN HVER VEIT NEMA BÓKLESTUR GETI GAGNAST Á LEIÐ- INNI AÐ RÍFLEGU RÍKIDÆMI? Í ÞAÐ MINNSTA HAFA ÞÓNOKKRAR BÆKUR KOM- IÐ ÚT Á SÍÐUSTU ÁRUM SEM VIRÐAST SKRIFAÐAR TIL ÞESS AÐ LEIÐBEINA LES- ANDANUM TIL AUKINNAR VELMEGUNAR. Bókin Rich Dad Poor Dad eftir fjárfestinn Robert Toru Kiyosaki varð strax umdeild eftir að hún kom út árið 2000. Bókina byggir Kiyo- saki mikið til á sínu eig- in uppeldi og hann gefur ráð um hvernig kenna eigi börnum að líta á peninga. Virtir gagnrýn- endur hökkuðu bókina í sig þegar hún kom út og sögðu ráðin ómerkileg og jafnvel hættuleg. Það breytti því þó ekki að bókin hefur selst í yfir 26 millj- ónum eintaka og var lengi á metsölulista The New York Times. Varhugaverð metsölubók Í bókinni How to be a Billionaire eftir fjármálasérfræðinginn Martin S. Fridson er kortlagt hvernig það fólk, sem náð hefur þeim árangri að verða milljarðamæringar, hefur farið að. Því er haldið fram að milljarðamæringar sem hafi auðgast á eigin verðleikum (þ.e. ekki erft auðæfin) eigi það sameiginlegt að vera framúrskarandi í því að afla tekna … sem kannski ætti ekki að koma á óvart. En í bókinni er greint frá því að ákveðnar aðferðir og sérstakan hugs- anahátt þurfi til að komast á þann stað að geta talist milljarðamæringur. Í hverjum kafla er farið yfir tiltekinn þátt sem stuðlað hefur að því að hinir og þessir mógúlar hafa komist frá því að vera venjulegir fyrirtækjarekendur yfir í að verða auðjöfrar með milljarða í vösum. Aðferðir þekktra viðskiptajöfra á borð við Sam Walton, stofnanda Wal-Mart, og Richard Branson, stofnanda Virgin Atlantic, eru kortlagðar. Allt hugsað til þess að stytta lesandanum leiðina í átt að stórkostlegum auðæfum. Á Amazon-vefnum segir um bókina að hún sé hvorki meira né minna en handbók sem geti nýst hverjum sem er sem á annað borð hefur áhuga á að brjótast til efna. Fyrir alla hina getur hún eflaust verið áhugavert lesefni um karla með mikilmennskubrjálæði. Ríkir karlar kortlagðir BÓKSALA 28. JAN-3. FEB Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 AfturganganJo Nesbø 2 Schritte International 3 3 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 4 Schritte International 2 B+cd 5 Þekkir þú Línu langsokk?Astrid Lindgren 6 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 7 HafnfirðingabrandarinnBryndís Björgvinsdóttir 8 LjónatemjarinnCamilla Läckberg 9 DNAYrsa Sigurðardóttir 10 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson Íslenskur kiljur 1 AfturganganJo Nesbø 2 LjónatemjarinnCamilla Läckberg 3 Skugga- BaldurSjón 4 Bonita AvenuePeter Buwalda 5 Lífið að leysaAlice Munro 6 Hinumegin við fallegt að eilífuKatherine Boo 7 Ég man þigYrsa Sigurðardóttir 8 Rutt úr vegiLee Child 9 VilltCheryl Strayed 10 Fimmtíu gráir skuggarE. L. James Út er komin ljóðabókin Tilvera í máli og myndum. Höfundur bók- arinnar er Halla Snorradóttir en hún gefur bókina út sjálf undir merkjum útgáfunnar Lindar í Hafn- arfirði. Halla er Hafnfirðingur í húð og hár og hefur fengið við ljóðagerð frá barnsaldri, orti sitt fyrsta ljóð aðeins þriggja ára gömul. Ljós- mynd af því ljóði handskrifuðu er birt aftast í bókinni. Titill bók- arinnar vísar til þess að í bókinni er einnig að finna myndverk höfund- arins. Höfundur á heiður af málverkum sem prýða forsíðu og er að finna á síðum bókarinnar en hún hefur mikið fengist við myndlist gegnum tíðina ásamt því að yrkja ljóð. Alls prýða 16 málverk höfundar ljóðabókina en myndlistaráhugi er Höllu í blóð borinn. Auk þess að hafa stundað nám í ritlist við Há- skóla Íslands hefur hún lokið námskeiðum í málun, vatnslitun og módelteikningu. Bókin fæst í verslunum Eymundsson. LJÓÐ OG MÁLVERK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.