Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 41
8.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 OPIÐ: MÁN. - FÖS. KL. 12 - 18 - LAU. KL. 12-16 SPORTÍS MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS VOR 2015 Frískandi húðmjólk úr kvöldvorrós, shea butter og linoleic sýru sem vinnur gegn þurrkublettum og stuðlar að endurnýjun frumanna. Endurnýjandi húðolía sem örva varnir húðarinnar og gefur húðinni öflugan raka. Notarleg sturtusápa(án sápu) sem hreinsar á mildan hátt. Handáburður sem smýgur auðveldlega inn í húðina, mikil og góð rakagjöf sem mýkir hendur og naglabönd. Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is Útsölustaðir Weleda eru heilsuverslanir og apótek um allt land. Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland NÝTT Weleda húðvörur úr Kvöldvorrósarolíu! Ný vörulína sem inniheldur kvöldvorrósarolíu, húðvörur sem örva endurnýjun og eykur styrk og ljóma húðarinnar. E f einhver hefði sagt að konur ættu eftir að vera trylltar árið 2015 að díla með eigur sínar og sætu heilu og hálfu kvöldin í tölvunni hefðu örugglega einhverjir hald- ið að um grín væri að ræða. Hversu fyndið er það að draga fram flík í fataskápnum, stilla henni upp, taka mynd af henni, setja hana á einhverja lokaða grúppu á Facebook og bíða eftir lækum og við- brögðum. Svo er skipst á skila- boðum og skonsurnar mæla sér mót í heimahúsum til að klára dílinn. Að hitta einhvern sem þú hefur aldrei hitt til að selja honum fötin þín er náttúrlega bara stórkostlega spaugilegt og skemmti- legt. Og fyrir svona kon- ur eins og mömmu sem lifir dálítið ráð- settu og formföstu lífi gefur þetta al- veg auka-fyllingu og spennu. En það er þó ekki á færi allra að skilja ánægjuna sem felst í þessum við- skiptaháttum. Mamma átti dásamlegt sam- tal við síðhærðan og skeggjaðan mann sem hún deilir lífi sínu með þegar þau voru stödd uppi á 21. hæð á hótel- herbergi í San Francisco rétt fyrir áramótin. Í samtalinu var verið að fara yfir vonir og vænt- ingar til lífsins og aðeins verið að vinna í mark- miðum fyrir 2015. Í þessu samtali ældi mamma því óvart upp úr sér að það sem truflaði hana mest væri hvað hún ætti mikið af fötum og dóti. Hvað þetta þrengdi eitt- hvað ógurlega mikið að henni – svo mikið að hún væri við sturl- unarmörk. Hann skildi ekki al- veg hvað hún var að fara og eft- ir smástund sagði hann: „Ertu að segja mér að ára- mótaheitið þitt sé að selja föt á bland.is,“ spurði hann og hló. Einmitt … hann hló, sem er kannski ekkert skrýtið því karl- peningurinn á bágt með að skilja fatavesenið sem getur fylgt konum. Líklega er skýr- ingin sú að menn vilja helst hafa konur án fata og skilja ekki hvað fer mikil orka og tími í að pródúsera hvað fer best með hverju og hvað sé klæðilegt. Fyrir þeim er þetta oftast al- gert aukaatriði. Karlar myndu aldrei selja af sér sokkana eða beltið því karlar eru stórtækir. Þeir selja bara stóra jeppa, stór dekk, stóra forhitara og stór og fyrirverðarmikil sjónvarpstæki. Ein af uppáhaldssíðunum á Facebook er lokuð og kallast „Merkjavara föt, skór & auka- hlutir“. Síðunni er reyndar stjórnað af karli en af því að hann er samkynhneigður fata- hönnuður skilur hann mömmu og vinkonur hennar. Og hann stjórnar síðunni með harðri hendi. Eins og nafnið gefur til kynna má ekki selja neitt sem ekki flokk- ast undir merkjavöru og hafa orð- ið líflegar umræður um hvað sé „merki“ og hvað ekki. Nýlega var Karen Millen hent út af síð- unni og allt varð brjálað. Þótt tilgang- urinn með þessu öllu sé að einhver annar fái að njóta þess sem maður notar ekki sjálfur og sé gert til þess að mamma geti dregið andann inni á eigin heimili án þess að kafna getur þetta snúist í höndunum á manni. Áður en ég varð meðlimur síðunnar vissi ég til dæmis ekki að mig langaði í vínrauða Lo- uis Vuitton-tösku úr lökkuðu leðri eða Marc Jacobs-skó með hvítu kögri og bölvaði því svo í sand og ösku að skórnir væru í stærð 37 en ekki 39. Var meira að segja að hugsa um að fara að skoða þá bara svona til þess að athuga hvort fóturinn hefði ekki aðeins rýrnað með hækkandi aldri. Í samfélagi þar sem fata- úrval er ansi takmarkað koma svona síður eins og himnasend- ing fyrir konur með smekk fyrir fíneríi. Svo má ekki gleyma því að þetta er drepfyndið sport sem getur nú aldeilis hresst upp á tilveruna. Þar sem það eru al- veg góðir þrír mánuðir í sum- arið er ágætt að drepa tímann í skammdeginu og fylla veskið af 500-köllum … eða eitthvað! martamaria@mbl.is Með fullt veski af 500-köllum Buxur frá Filippa K þurfa nýjan eiganda. Þær eru í L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.