Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 43
Mark Kenly Domino Tan
Sýning danska fatahönnuðarins Mark Kenly Domino
Tan var haldin í konunglega danska leikhúsinu í Kaup-
mannahöfn. Við gengum inn á hlið hússins og eftir
stutta krókaleið og örlitlar efasemdir um hvort við
værum á réttum stað mætti okkur hrátt, stórt rými
sem einkenndist af mikilli lofthæð og hvítum veggjum.
Við settumst í okkar sæti á bekknum og biðum þess að
sýningin byrjaði. Í millitíðinni mættu helstu stjörnur dönsku tísku-
senunnar á staðinn.
Sýningin hófst. Hvítur veggur á annarri hlið rýmisins opnaðist og í ljós
kom svið og áhorfendastæði leikhússins sem gerði upplifunina ennþá
skemmtilegri. Danski hönnuðuirinn Mark Kenly Domino Tan sýndi
sérstaklega glæsilega línu að þessu sinni sem passaði jafnvel á hátísku-
vikuna í París. Fáguð snið og áhugaverð smáatriði gerðu hverja flík eft-
ir aðra að listaverki. Litirnir hentuðu þessum eilítið lífrænu sniðum vel
og upphófu þau hvort annað. Dimmblár, rústrauður, dökkfjólublár og
skær eða pasltelblár unnu vel saman, sköpuðu góða heild og gerðu
sýninguna að einni bestu sýningu á tískuvikunni að þessu sinni. Mark
Kenly Domino Tan er nafn til að leggja á minnið.
Veronica B. Vallenes
Sýning Veronicu B. Vallenes var
sérlega falleg á köflum. Demp-
aðir litatónar, beis, karmellit-
aður og dökkgrænn gáfu ein-
földum og klassískum flíkum
fágað yfirbragð. Þó voru ýmsir
gallar á sýningunni sem var
haldin á Hotel d’Angleterre,
svo sem of stutt pils og furðu-
legir hálsklútar sem þóttu
skemma fyrir heildinni.
Tískuveisla Tískuvikan í Kaupmannahöfn er alltaf
sérstaklega skemmtileg. Fatnaðurinn höfðar mögu-
lega betur til hinnar hefðbundnu konu enda flest af
því sem sýnt er sérlega klæðilegt.
Mikið er af skemmtilegum viðburðum á tískuvik-
unni þar sem tískuritstjórum, blaðamönnum og
bloggurum gefst tækifæri til að kynnast hver öðr-
um og merkjunum betur. Þá skemmir ekki að vera
keyrð milli staða á Fiat 500 í boði tískuvikunnar
og njóta kampavíns með kollegum frá öllum
heimshornum á milli sýninga.
8.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
20% afsláttur
Sími: 528 8800
drangey.is
Smáralind
Stofnsett 1934
Töskur
Hanskar
Seðlaveski
Ferðatöskur
Tölvutöskur
Belti
Skart og skartgripaskrín
Góðar vörur
Sanngjarnt verð
Persónuleg þjónusta
Kíktu inn á drangey.is
Ítarlegar upplýsingar á www.drangey.is
Dömu- og herrahanskar
Líka stórar stærðir