Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 53
upp við Barnard-háskóla í New York. „Í kjöl- far árása Ísraelsmanna á Gaza hengdu ein- hverjir nemendur upp borða til stuðnings Palestínumönnum. Stjórnendur skólans ákváðu að borðarnir skyldu teknir niður eftir að nemendur af gyðinglegum uppruna kvört- uðu yfir að í borðunum fælist ákveðinn „trig- ger“ og þeim þætti öryggi sínu ógnað,“ segir Gyða. Þarna var sumsé lítill hópur nemenda, sem stendur á marga vegu sterkar að vígi, að ná að ritskoða mótmæli sem þeim líkaði ekki, með því að vísa til eigin tilfinninga. Á móti kemur að í ákveðnum tilvikum virð- ist sem minnihlutinn nái að nota pólitíska réttsýni til að þagga niður í umræðu sem honum ekki líkar. Hugtakinu „privilege“, þ.e. „forréttindi“, er oft slengt fram í þessu sam- hengi og frasinn „check your privilege“ virð- ist æ oftar notaður til að stöðva andmæland- ann í sporunum. Virðist stundum felast í frasanum að skoð- anir „forréttindahópa“ (hvítra, gagnkyn- hneigðra, efnaðra, karlkyns, menntaðra, o.s.frv.) séu ekki réttmætar eða gildar, því reynsluheimur þeirra sé of fjarlægur reynslu- heimi minnihlutahópana. Áhrifin eru ekki ósvipuð og þegar „rasista“-stimpillinn fer á loft, svo að andmælandinn er strax dæmdur úr leik, gerður ómerkur og vondur. Aftur er Gyða ekki alveg sammála lýsingu blaðamanns, og telur alltént að langt sé í að minnihlutahóparnir hafi töglin og hagldirnar í umræðunni. Jafnvel þótt finna megi dæmi eins lýst er hér að ofan fari því fjarri að halli á meirihlutann. Hún segir það á margan hátt nytsamlegt tæki að fólk skilji eigin forréttindi því sýn okkar á heiminn mótist óhjákvæmilega af þeim forréttindum sem við njótum flest á ein- hverju sviði. Í þessu felist að forréttinda- manneskja geti sett sig í spor annarra, og byrji t.d. að skilja það óöryggi sem oft getur fylgt því að tilheyra jaðarhópi. Sjálfsmynd fórnarlambsins En hvað verður um þá jaðarsettu þegar um- ræðan virðist orðin svona sterklega lituð af því að keppa um hver sé mesta fórnarlambið, eins og Jack Halberstam nefndi? Sumt fólk – og mjög hávært fólk – virðist verulega upp- tekið af því að vera fórnarlarmb. Þessi söfn- uður virðist t.d. halda til á örbloggvefnum Tumblr, þar sem hópur notanda hér um bil keppist við að skilgreina sjálfa sig sem minni- hlutahóp innan minnihlutahóps og þykir jafnt stórt sem smátt vera ögrun og móðgun gegn kynhneigð sinni, kyni eða kynþætti. Lítil teiknimyndasaga sem flýtur um Face- book þessa dagana skýtur á þennan hóp á skemmtilegan hátt. Í fyrsta ramma sést heimilislaus maður sem situr á jörðinni, veiklulegur og óhreinn. Hann heldur á litlu skilti og biður um aðstoð. Ung og velmegandi kona gengur hjá og tekur andköf. Í næsta ramma hreytir hún á manninn: „Hættu að nauðga mér, og tékkaðu á forréttindunum þínum, hvíta, cisgender karlemba!“ Til glöggvunar er cisgender það orð sem í dag á að nota til að lýsa þeim sem ekki eru „trans“. Annað gæti verið móðgandi. Er að verða til kynslóð fólks sem er gegn- sýrt af sjálfsmynd fórnarlambsins? Er ekki freistandi að vera fórnarlamb á tímum þar sem nota má pólitíska réttsýni sem vopn á hverskyns gagnrýni og ónot? Þar sem minnstu og ómerkilegustu smáatriði verða átylla til að krefjast sérmeðferðar? Eins og nemendurnir við lagadeild Col- umbia-háskóla, sem fengu að fresta loka- prófum því það kom þeim í svo mikið uppnám hvernig dómstólar úrskurðuðu í málum blökkumannanna, þ.e.a.s. svertingjanna, eða réttara sagt svörtu Ameríkananna, Michael Brown og Eric Garner sem báðir féllu fyrir hendi lögreglunnar. Og gæti svona lagað nokkuð gerst á Íslandi eða í Evrópu? Er jarðvegurinn kannski svolít- ið einstakur í Bandaríkjunum. Þar gætir jú enn mikils samviskubits í þjóðarsálinni vegna þeirrar meðferðar sem svartir þurftu að þola, og smitar frá sér út í alla umræðu um hlut- skipti minnihluta. Um leið er sú hefð rík hjá Bandaríkjamönnum að hóta málsóknum og hafa úr krafsinu stjarnfræðilegar upphæðir ef lögfræðingurinn stendur sig. Bandarísk fyr- irtæki og stofnanir hafa löngu lært að það er ávísun á háar bætur að stunda mismunun af nokkru tagi. Ekkert er ómögulegt í landinu þar sem kaffimálin eru með viðvörun um að innihaldið sé heitt. Öfgar og ísbrjótar Gyða segir kannski hægt að líta svo á að hér sé á ferðinni viðbragð við því sem virðist vera vaxandi bil á mili hvítra og svartra í Banda- ríkjunum, bæði efnahagslega og samfélags- lega. Að því marki sem þróunin er bundin við háskólana, segir hún, er líka eðlilegt að skoða hvernig samband nemanda og menntastofn- unar hefur tekið breytingum, þar sem hlut- verk nemandans hefur umbreyst yfir í hlut- verk viðskiptavinar sem kennarar og skóli þurfa að koma til móts við, en ekki öfugt. Ástandið sem lýst hefur verið hér að ofan er líka kannski ekki svo frábrugðið þeim breytingum sem samfélagið hefur áður geng- ið í gegnum. Hún segir að eflaust hefur margt í réttindabaráttu kvenna eða samkyn- hneigðra komið stórum hópum fólks jafn- spánskt fyrir sjónir og tal um „trigger warn- ings“ gerir í dag. „Það er einkenni á öllum svona samfélags- breytingum að það tekur tíma að finna jafn- vægið,“ segir Gyða. „Þar geta hinar svoköll- uðu öfgar gegnt því hlutverki að vera eins konar ísbrjótur, sem skapar meira rými fyrir margbreytileikann.“ AFP Ein birtingarmynd þeirrar þróunar sem lýst er í greininni var þegar nemendur við lagadeild Col- umbia-háskóla fengu að fresta prófum því það hafði fengið svo á þá hvernig dómstólar úr- skurðuðu í málum Michael Brown og Treyvon Martin. Frá mótmælum í borginni Ferguson þar sem Brown féll fyrir hendi lögreglumanns. 8.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.