Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 36
Stýrikerfið í sjónvarpinu er WebOS, Linux-afbrigði sem LG keypti af HP á sínum tíma og hefur lagað að sínum þörfum. Það er fljótt að svara og býður upp á ýmsa möguleika. LG hefur kosið að setja upp eigin forritabúð og þar er að finna fjölda leikja og forrita sem hægt er að keyra í símanum. Að mínu viti hefði reyndar verið snjallara að nota Android og fá þá aðgang að þeim grúa forrita sem þar er að finna, en WebOS er betur sniðið að sjónvarps- notkun, sem vonlegt er, og sérlega einfalt í notkun. Ef marka má fréttir á netinu á undanförnum mánuðum gekk á ýmsu í hönnun og forritun á stýrikerfinu og það hve notendaskilin á sjónvarp- inu eru einföld og aðgengileg er víst fyrir slysni, ef svo má segja, því hönnuðir hjá LG, sem er kóreskt fyrirtæki, náðu ekki að klára þær við- bætur sem þeir vildu hrúga inn og því náðu upprunalegir höfundar We- bOS sínu fram, en þeir búa í Bandaríkjunum. Þess má geta að WebOS varð til hjá Palm-lófatölvufyrirtækinu á sínum tíma og átti að vera stýri- kerfi á farsímum og lófatölvum fyrirtækisins (man einhver eftir PalmP- ilot?). LG WEBOS Einfalt er gott Græjur og tækni *Þeir sem eiga erfitt með svefn gætu prófaðað hlaða niður smáforritinu Sounds of naturesem hlotið hefur góða dóma hjá svefnlausumnotendum sínum. Raunar eru til ýmis öppsem eiga að hjálpa til við svefn og þá er eitt,sem reyndar á að nota áður en gengið er tilhvílu, en hefur reynst mörgum vel. Það kall-ast Yoga for Insomnia og inniheldur létta jógaslökun fyrir þá sem þjást af svefnleysi. Öpp fyrir svefnlausa Þó LCD-tækni sé nánast allráðandi á sjónvarpsmark-aði þá hefur ýmis önnur tækni komið til sögunnará því sviði og til að mynda voru svonefnd rafgas- tæki, plasma-tæki, nokkuð algeng um tíma. Það helsta sem rafgastæki höfðu sér til ágætis var að mynd í þeim var miklu betri en á LCD-tækjum eins og blasti við þegar menn horfðu á tækin hlið við hlið – litir voru miklu skýrari og betri og birtuskil mun betri – svart var svart, en ekki dökkgrátt. Með tímanum hefur LCD-tækninni þó fleygt fram og myndgæðin orðin framúrskar- andi þó enn megi auka þau. Nú eru allir uppteknir af 4K tækj- um, sjónvarpstækjum sem státa af 4.000 díla upplausn á þver- veginn (það er nýtt í markaðs- setningu á sjónvörpum að selja eftir upplausn á þverveginn en ekki á hæðina – allir þekkja 720p eða 1080p en 4K upplausn samsvarar 2160p), en LG kynnti á síðasta ári sjónvarpstæki með OLED-tækni, sem gefur meiri litadýpt og birtuskil. Eitt af því sem gerir OLED-tækin betri en LVD-tæki er að einingarnar á skjánum framleiða sjálfar birtu, ólíkt því sem tíðkast með LCD-tæki sem eru ýmist bak- lýst, eins og tíðkaðist forðum, eða með lýsingu á kant- inum eins og almennt er gert í dag með svonefnd LED- tæki. Fyrir vikið eru OLED-tæki örþunn, svo þunn að maður trúir ekki eigin augum, þó straumgjafi, tengingar og sitthvað fleira komi í veg fyrir að það sé allt jafn þunnt. LG hefur tekið forystuna í OLED-sjónvarpstækni og það kemst reyndar enginn annar framleiðandi með tærn- ar þar sem LG hefur hælana. Aðrir framleiðendur hafa glímt við háan framleiðslukostnað, því þó OLED-skjáir séu einfaldari í augum leikmanns, eru þeir erfiðari í framleiðslu, enn sem komið er í það minnsta, og kostar skildinginn að koma upp verksmiðjum fyrir sjónvarps- skjái. Áðurnefnt OLED-tæki frá LG, LG-55EC930V, sem er 55" tæki eins og tegundarnúmerið gefur til kynna, er gott dæmi um það hvað hægt er að gera með OLED- tækninni, því ekki man ég eftir að hafa séð tæki með jafn góðri mynd, jafn skýrum litum og jafn góðum birtuskilum. Það kostar sitt, fæst í Sjónvarpsmiðstöðinni og kostar 499.990 kr., en ástæða er til að hvetja sem flesta til að gera sér ferð í Sjónvarpsmiðstöðina til að upplifa myndgæðin, enda blasir við að öll almennileg sjónvarpstæki verði OLED-tæki áður en langt um líður – sjón er sögu ríkari. SJÓN ER SÖGU RÍKARI OLED-TÆKNIN Á EFTIR AÐ LEGGJA UNDIR SIG SJÓNVARPSHEIMINN ENDA BÝÐUR HÚN UPP Á MUN BETRI LITI, MIKLU MEIRI HRAÐA OG MIKLU MIKLU MEIRI BIRTUSKIL. NÝTT 55" TÆKI FRÁ LG, LG-55EC930V, SANNAR ÞETTA RÆKILEGA, EN ÞAÐ SANNAR LÍKA AÐ LG HEFUR NÁÐ FOR- SKOTI Í SJÓNVARPSTÆKNI OG AÐRIR FRAMLEIÐ- ENDUR HLJÓTA AÐ FYLGJA FORDÆMINU. * Meðal kosta við OLED-tæknina er að hægt er að hafa sjón- sviðið miklu víðara, þ.e. myndin er skýr þó horft sé á sjónvarpið frá hlið. Að því sögðu þá þrengir það sjónsviðið að hafa sjónvarpið kúpt eins og umrætt tæki, enda þrengir það eðlilega sjónsviðið. Það er þrí- víddartæki og fern 3D gleraugu fylgja. * Tækið kostar sitt, 499.990 kr.eins og fram kemur, en sambærileg 55" tæki eru ekki mikið dýrari. Upplausnin á því er „bara“ Full HD, 1920 x 1080p, en væntanleg frá LG eru 4K tæki. Rétt er að geta þess að sem stendur er lítið framboð á efni í 4K upplausn. Þráðlaust net er í tækinu og það styður DLNA, Miracast og Wifi Direct. * Eins og fram kemur hér tilhliðar þá er tækið örþunnt, OLED- skjáir eru ekki nema 4 mm að þykkt, en straumgjafi og straumbún- aður tekur aftur á móti sitt pláss. Mín tillaga er sú að LG hafi allt stjórndót og tengingar í sérstöku boxi og svo bara eina snúru upp í sjónvarpið – það væri geggjað. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Getum bætt við okkur söluráðgjöfum um land allt Spennandi atvinnutækifæri í aukavinnu Möguleiki á mjög góðum sölulaunum Leitum af sjálfstæðum, jákvæðum og drífandi einstaklingum sem hafa gaman af því að kynna og selja hágæða húð- og heilsuvörur. Upplýsingar í síma 481-2057 eða á netfanginu volare@simnet.is Söluráðgjafar óskast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.