Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk Norðmenn veita Nóbel AFP *Þrátt fyrir að Alfred Nobel, stofnandiNóbelsverðlaunanna, hafi verið sænskureru Friðarverðlaun Nóbels ávallt veitt íOsló í Noregi. Á síðasta ári tóku þauMalala Yousafzai frá Pakistan og KailashSatyarthi frá Indlandi við verðlaununum úrhendi Haralds Noregskonungs. Verðlaun- in hlutu þau fyrir baráttu gegn undirokun og fyrir rétti allra barna og unglinga til menntunar. Þ að tekur um tvo og hálfan tíma að fljúga til höf- uðstaðar Noregs, Osló. Borgin er fremur þægileg að því leyti að auðvelt er að komast milli staða innan borgarmarkanna á tveimur jafnfljótum, hjóli eða með því að nota almenningssamgöngur. Hægt er að leigja hjól í upplýsinga- miðstöð fyrir ferðamenn á aðallest- arstöð borgarinnar. Leiga á hjóli í sólarhring í Osló kostar um 1.750 krónur íslenskar. Norska krónan er ekki sérlega hagstæð okkur Íslendingum um þessar mundir en til að fá verð í ís- lenskum krónum á því sem keypt er í Noregi er best að reyna að margfalda með 18 (1 ISK = 17,5 NOK). Það er því ráðlegt að skipu- leggja ferðina áður en haldið er af stað og gott að kanna verð á t.d. aðgöngumiðum á söfn og öðru sem ætlunin er að sjá í borginni. Einn staður sem er óhætt að mæla með fyrir þá sem hyggja á ferð til Oslóar er Vigeland- höggmyndagarðurinn. Garðurinn hefur að geyma högg- myndir eftir Gustav Vigeland og er einn stærsti garður heims með verk eins listamanns. Garðurinn er opinn árið um kring og aðgangur ókeypis. Vigeland-safnið er í sunn- anverðum garðinum en til að heim- sækja safnið þarf að greiða rúmar þúsund krónur íslenskar í aðgangs- eyri. Holmenkollen skíðastökkpall- urinn er skemmtilegt stopp fyrir ferðalanga en til að skoða hann og safnið sem byggt hefur verið í kringum hann þarf að reiða fram 2.000 krónur íslenskar fyrir full- orðna og um 1.000 krónur fyrir börnin. Arkitektúrinn í Osló er heillandi og fyrir þá sem hafa yndi af áhuga- verðum byggingum má benda á óp- eruhúsið og stórþingið. Fyrir þá sem vilja þræða söfn er sniðugt að kynna sér svokallaðan Osló-passa sem virkar þannig að greitt er eitt gjald fyrir tiltekinn tíma og á þeim tíma, t.d. er hægt að velja um 24 klst, 48 klst eða 72 klst, er hægt að valsa frjálst milli 30 safna og sýningarrýma. Vefurinn www.visitoslo.no hefur að geyma gagnlegar upplýsingar fyrir vænt- anlega ferðalanga. Beint flug er frá Keflavík til Osló árið um kring. AFP Í Vigeland-garðinum eru yfir 200 höggmyndir. ÁFANGASTAÐUR VIKUNNAR: OSLÓ Auðveld yfirferðar MARGT ER AÐ SJÁ Í OSLÓ, HÖFUÐSTAÐ FRÆNDFÓLKS OKKAR Í NOREGI. EINFALT ER AÐ KOMAST MILLI STAÐA Í BORGINNI ÞÓTT EKKI SÉ HÚN SÉRLEGA ÓDÝR. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Osló kemst jafnan á lista yfir dýrustu borgir. Kaffibolli er klassísk mælieining á verðlag. Á Starbucks í Noregi kostar meðalstór kaffibolli (americ- ano) 35 krónur norskar eða sem nemur 610 íslenskum krónum. Meðalstór mjólkurkaffi (latte) kostar um 840 íslenskar krónur og stór bolli af því sama kostar heilar 920 krónur íslenskar. Strætisvagnar, lestir og ferjur í Osló eru allar hluti af sama miðakerfi. Sólarhringsmiði kostar sem nemur 1.560 krónum íslenskum fyrir fullorðna og 780 krónur fyrir börn. Benda má á að hægt er að hlaða niður smá- forritunum RuterBillett, þar sem hægt er að kaupa miða, og RuterReise, sem hefur að geyma leiðakerfi almenningssamgangna. Krónprinsessa Noregs Mette- Marit, eiginkona Hákonar krúnuerfingja, er uppáhald Norðmanna þótt hún hafi stundum verið umdeild. Stórþingið er tilkomumikil bygging eftir sænska arkitektinn Emil Victor Langlet sem var tekið í notkun 1866. Ljósmynd/VISITOSLO/Sabine Zoller GOTT AÐ VITA Kaffið kostar sitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.