Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 51
Magnea Magnúsdóttir landgræðslu- stjóri hjá Orku náttúrunnar segir áhuga á endurheimtingu gróðurs eftir framkvæmdir fara vaxandi. Morgunblaðið/Golli Lagnarskurður lofthreinsistöðvar 2013. Gróðurtorfur voru teknar upp og lagðar á skurðbarma. Sami skurður 2014, 9 mánuðum eftir að gróðurtorfur af lagnarstæðinu voru lagðar yfir aftur. 8.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Íslenskar jurtir eru í sérstöku uppáhaldi hjá Magneu, ekki síst mosinn en hann er mjög áberandi í íslenskri náttúru. „Mér hefur alltaf fundist mosi mjög fallegur enda er hann grænn allt árið um kring. Garðurinn minn í Hafnarfirði er til dæmis mosavaxið hraun,“ segir Magnea og bætir við að ekki hafi áhuginn minnkað eftir að hún fór að stúdera þessi fræði. Mastersritgerð Magneu í landgræðslufræðum heitir Mosaþembur – Áhrif rasks og leiðir til endurheimtar. Aðal- leiðbeinandi var Ása L. Aradóttir og meðleiðbeinandi Sig- urður H. Magnússon. Töluvert rask verður á mosaþembum vegna ýmissa fram- kvæmda. Því er mikilvægt að auka þekkingu á mosa- skemmdum og leiðum til að endurheimta mosaþekju þar sem hún hefur raskast. Markmið verkefnisins var að skoða getu skemmdra hraungambraþemba við háhitaborteiga til að mynda endurvöxt og að prófa aðferðir við að örva land- nám mosa. Verkefnið var unnið í fjórum hlutum: 1Skemmdir á hraungambraþembum við borteiga áHellisheiði og geta þeirra til endurvaxtar var könnuð með því að mæla tíðni skemmdra og virkra sprota í tvö ár. 2Áhrif þess að klippa 1,2, 3 og 5 cm af greinum í hraun-gambraþembu voru prófuð til að líkja eftir skemmdum og tíðni endurvaxtar mæld. 3Áhrif stærðar, uppruna af greinum og undirlags á fjölg-unareiningar hraungambra voru prófuð í gróðurhúsi með því að rækta heilar greinar, 1 cm búta af efstu 6 cm greina og mosahræring á mold og vikri. 4Í tilraunum með landnám mosa á Hellisheiði voru áhrifstærðar og undirlags prófuð í 15 mánuði með því að dreifa heilum greinum, 1 cm greinabrotum af efsta hluta greina og mosahræringi af hraungambra, melagambra, tild- urmosa og engjaskrauti í moldarflagi ásamt því sem hraun- gambra var dreift á vikri. Geta nýst við ákvarðanatöku Niðurstöður verkefnisins benda til þess að skemmdar hraungambraþembur við háhitaborteiga geti vaxið aftur ef skemmdirnar ná ekki dýpra en 3 cm. Niðurstöðurnar sýna einnig að hægt er að nota heilar greinar, 1 cm greinabrot efst af greinum og mosahræring til að örva landnám mosa á röskuðum svæðum, mold sem undirlag getur þó verið tak- markandi þáttur fyrir heilar greinar og 1 cm greinabrot. Að sögn Magneu geta þessar niðurstöður nýst við ákvörð- unartöku um vistheimtaraðgerðir á skemmdum mosa- þembum og í vistheimt á röskuðum svæðum þar sem mosar eru ríkjandi. Hún segir mosann ekki síst heillandi vegna þess hversu drjúgur hann er. Auðvelt sé að teygja á honum. „Mosi getur nýst á margfalt stærra svæði en maður tekur hann af. Þarf ekki endilega að vera einn á móti einum, getur þess vegna verið einn á móti tíu. Það er ýmislegt hægt að gera við mos- ann og auðvelt að vinna með hann. Helsti ókosturinn við mosann í sambandi við landgræðslu er að hann vex frekar hægt.“ Mosi í sérstöku uppáhaldi Lagersvæði á Hellisheiði í september 2012. Orka náttúrunnar hefur nú gengið frá svæðinu. Lagersvæðið 2014, ári eftir að fræslægju af Hellisheiði var dreift yfir. Í fræslægju er fræ af staðargróðri, plöntuhlutar og mosabrot.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.