Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2015 Vel gengur að safna sjálfboðaliðum vegna Smáþjóðaleikanna sem settir verða hér á landi 1. júní næstkom- andi, að sögn Rögnu Ingólfsdóttur, verkefnastjóra kynningarmála hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Ís- lands. Þegar hafa um 800 manns gefið kost á sér en takmark móts- haldara er 1.200 manns. Átakinu „Býr kraftur í þér?“ var hrint af stokkunum síðastliðið haust og þyk- ir það hafa skilað góðum árangri. Skrúfað verður fyrir skráningu 25. febrúar næstkomandi, þannig að nú fer hver að verða síðastur, ætli menn að leggja leikunum lið. Sjálfboðaliðastörfin eru fjölbreytt og reyna á mis- munandi hæfileika og kunnáttu fólks. Verk- efnin eru meðal ann- ars í veitinga- miðstöð leikanna, við setningar- og lokaathöfn, við verðlaunaafhend- ingar og þjónusta við fjölmiðla, auk fylgdarmennsku við keppnisliðin. Í fréttabréfi leik- anna, sem ÍSÍ gef- ur út, gerir Brynja Guðjónsdóttir, verkefnastjóri sjálfboðaliða, grein fyrir ferlinu framundan. Í mars verður hlutverkum og vökt- um úthlutað til sjálfboðaliða. Í apríl fer fram fatamátun og þjálfun sjálf- boðaliða um land allt. Í maí verður afhentur fatnaður, aðgangsskírteini og gjafir frá samstarfsaðilum. Í júní hefst svo veislan. Lukkudýr Smáþjóðaleikanna kattferskt í snjónum í Reykjavík. Morgunblaðið/Þórður SMÁÞJÓÐALEIKARNIR Í SUMAR Vel hefur gengið að safna sjálfboðaliðum Peter Lindholm Jensen, trymbill dönsku rokkhljómsveitarinnar Disneyland After Dark, eða D-A-D, lét fara vel um sig í volgu vatni Bláa lónsins í byrjun febrúar 1995 enda ekki tekið út með sæld- inni að lemja húðir fáklæddur í sjö stiga frosti. D-A-D-liðar voru staddir hér á landi við tökur á tónlistar- myndbandi við lag af plötunni „Helpyourselfish“ og í baksíðu- frétt Morgunblaðsins var viðraður ótti þess efnis að hljóðfæri sveit- arinnar væru að líkindum öll ónýt eftir volkið í lóninu. Myndatökumaður var Karl Ósk- arsson, leikstjóri Thorleif Hoppe og framkvæmdastjóri verkefnisins á Íslandi var Hlynur Óskarsson. Hljómsveitin hét Disneyland Af- ter Dark á þessum tíma en neydd- ist skömmu síðar til að breyta nafninu í D-A-D eftir að Walt Disney-samsteypan höfðaði mál á hendur henni. Binzer-bræðurnir, Jacob og Jes- per, starfrækja D-A-D ennþá ásamt Stig Pedersen og fagnaði sveitin þrítugsafmæli sínu í fyrra. Jensen sleppti kjuðunum hins veg- ar árið 1999 og leysti Laust nokk- ur Sonne hann af hólmi. GAMLA FRÉTTIN D-A-D í lóninu Peter Lindholm Jensen, trymbill D-A-D, makindalegur í Bláa lóninu fyrir réttum tuttugu árum. Hann sagði skilið við sveitina fjórum árum síðar. Morgunblaðið/RAX ÞRÍFARAR VIKUNNAR Howard Webb knattspyrnudómari Þorsteinn Joð fjölmiðlamaður Yanis Varoufakis fjármálaráðherra Grikklands ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 ÚTSÖLU- MARKAÐUR SÝNISHORN, SÍÐUSTU EINTÖK OG SMÁVARA ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR Fallegur grár sófimeðáklæði úr 100%bómull. Tveggja sæta. L 144 cm. 179.900kr. Þriggja sæta. L 204 cm. 199.900kr. Stavanger-sófi Þrjú innskotsborð. Hvítlakkaðar borðplötur og fætur úr eik. 39.900kr. Akato-sófaborð Stóllmeð svörtu eðahvítu leðurlíki. Fætur úr hvíttaðri eik. Sætishæð49cm. 19.900kr. Plump-stóll Kökudiskur á tveimur hæðum.1.995kr. Kökudiskur á þremur hæðum.2.995kr. Cookie-kökudiskur Borðstofustóllmeð litaðri setu og krómfótum. Einnig hægt að fámeðsvörtum fótum. 14.900kr. Arosny-borðstofustóll Ragna Ingólfsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.