Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 20
HEILSUBÆTANDI SKEMMTIFERÐIR Á HJÓLFÁKI
Hjólaferðir
um Evrópu
FERÐALÖG ÞAR SEM ÚTIVIST OG HREYFING ERU Í FYRIRRÚMI NJÓTA SÍ-
VAXANDI VINSÆLDA. SKÍÐA- OG GOLFFERÐIR ERU SÍGILDAR EN EINNIG
ER BOÐIÐ UPPÁ GÖNGU-, HLAUPA- OG JÓGAFERÐIR. MEÐ AUKNUM VIN-
SÆLDUM HJÓLREIÐA Á ÍSLANDI ER VEGUR HJÓLAFERÐA AÐ VERÐA MEIRI.
HÉR VERÐA SKOÐAÐAR NOKKRAR HJÓLAFERÐIR UM EVRÓPU SEM Í BOÐI
ERU MEÐ ÍSLENSKUM OG ERLENDUM FERÐASKRIFSTOFUM.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
* Ferðir áhjólhestiverða sífellt vin-
sælli og bjóða
uppá marga
möguleika.
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.2. 2015
Ferðalög og flakk
Þýska ferðaskrifstofan Rotalis hefur sér-
hæft sig í hjólaferðum um langt árabil.
Hún býður uppá ferðir fyrir hjólafólk
með áhuga á mat, náttúru, menningu og
afslöppun en sumar ferðirnar sameina
fleiri en eitt af þessum þemum. Ferð-
unum er ennfremur skipt niður í fjóra
flokka; Sígilt, Lítið og skemmtilegt, Lang-
ferðir og Hjól og bátur. Ferðirnar eru
einnig flokkaðar eftir erfiðleikastigi sem
gerir tilvonandi ferðalöngum auðveldara
fyrir að skipuleggja ferðalagið.
Ein af ferðunum sem boðið er uppá er
hringleiðin Porto - Santiago de Comp-
ostela - Porto. Leiðin flokkast sem
menningar- og náttúruferð af erf-
iðleikastigi 3.
Ferðin er frá laugardegi til laugardags
og í boði eru fimm ferðir á tímabilinu
maí til september á þessu ári. Hjólað er í
sex daga. Farið er meðal annars um staði
sem eru á heimsminjaskrá UNESCO.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíð-
unni Rotalis.net.
Margt er að sjá á leiðinni.
Náttúra og menning
PORTO - SANTIAGO DE COMPOSTELA - PORTO
Ferðaskrifstofan Íslandsvinir býður upp á hjólaferð til
Króatíu í haust, dagana 10.-25. september. Siglt
verður um Kvarnerflóa í Króatíu en þar eru fjöl-
margar eyjar, hólmar og sker. Farið verður um
stærri eyjarnar á reiðhjólum en borðað og gist er
um borð í báti sem ferjar ferðalangana á milli
eyjanna og er aðeins fyrir þennan hóp. Dagleiðirnar
eru um 25-55 km og yfirleitt um frekar þægilega vegi
og stíga. Þarna eru líka mislangar brekkur sem fara
þarf um flesta dagana. Nánari upplýsingar er að finna
á Explorer.is.
Farið á
milli eyja
KVARNERFLÓI
Ekkert bensín, takk.
Þann 20. febrúar kemst einn heppinn áskrifandi Morgunblaðsins í samband við Volkswagen e-Golf.