Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 40
Eftirherma frá Isabel Marant AFP *Franski fatahönnuðurinn Isabel Marant er sökuð umhönnunarstuld. Isabel á að hafa hermt eftir vinsællihönnun Adidas, Stan Smith-skónum. Skór Isabel Mar-ant, Bart, eru í sama sniði, hvítir með rauðum lit að aft-an. Adidas hefur áður kært hönnunarhús fyrir hönn-unarstuld en enn er óvíst hvort fyrirtækið ætli að kæraIsabel Marant fyrir Bart-skóna. Hvorki Isabel Marant né Adidas hafa gefið út yfirlýsingu varðandi málið. Á ttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Á síð- ustu árum hef ég breytt mjög mínum neysluvenjum. Það er af sem áður var þegar maður keypti bara það sem maður sá og mann langaði í án þess að hugsa um hvort þörfin væri til staðar í raun og veru. Í dag hugsa ég mig tvisvar um, fer jafnvel oftar en einu sinni og máta og spyr mig hvort mig vanti flíkina, langi raunverulega í hana og hvort hún passi inn í fataskápinn minn. Semsagt, er orðin mjög meðvituð í fata- kaupum. Áttu þér einhverja tískufyrirmynd? Í raun og veru ekki. Ég ber mikla virðingu fyrir og hef gaman af fólki sem þorir að klæða sig djarft og vera öðruvísi sama á hvaða aldri það er, fylgir ekki staðalímyndum eða tískustraumum heldur er bara það sjálft. Áttu þér uppáhaldsflík eða -fylgihlut? Þær flíkur sem ég nota mest eru flíkur sem mér líður vel í. Oftast eru þetta ekki nýjar flíkur heldur flíkur sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir mig og kalla fram góðar og jákvæðar tilfinningar. Núna þessa dagana og raunar síðasta árið fer ég ekki úr síðum ull- arfrakka sem ég keypti „second hand“ nánast ónotaðan á Bíó Paradís-markaði fyrir einu og hálfu ári og kostaði 1.000 krónur. Svo er ég líka dugleg að breyta gömlum fötum og búa mér þannig til nýja flík. Hver hafa verið bestu kaupin þín? Frá unglingsaldri hef ég keypt mikið af „second hand“ eða notuðum flíkum og það eru oft flíkurnar sem endast hvað lengst í fataskápnum mínum og ég nota alltaf aftur og aftur með ákveðnu millibili án þess að þær missi sjarma eða ég fái leið á þeim. Þessi föt hafa mörg hver fylgt mér í gegnum mismunandi tímabil … Það er líka umhverfisvænt. Hverju er mest af í fataskápnum? Kjólar og yfirhafnir eru í miklu uppáhaldi. Þegar ég geng inn í skemmtilega verslun fer ég alltaf beint í kjólarekkann eða yfirhafn- irnar og „vantar“ alltaf eina yfirhöfn í viðbót eða einn kjól … enda var „Prinsessan sem átti 365 kjóla“ uppáhaldsbókin mín. Skór eru líka mjög mikilvægir en þar er erfitt að gera mér til geðs. Annars hefur fataskápurinn minn „minnkað“ síð- ustu ár og ég er dugleg að grisja og gefa frá mér föt sem ég hef ekki not- að lengi. Það er engin ástæða til þess að hafa þetta hangandi inni í skáp eða uppi í geymslu ef það er ekki notað. Hvert er þitt eftirlætistískutímabil og hvers vegna? Ég er voða mikill hippi í mér og elska dúllerí og fallega munstruð efni í litum þó að ég sé sjálf ekki alltaf í slíkum múnderingum. Ég held að það sé þetta frjálslega fas á fólki frá þessum tíma og þægilegu snið sem eru laus við alla tilgerð sem heilla mig. Ég er mikil nostalgíukona og elska að skoða myndir frá ýmsum tímabil- um og hverju fólk klæddist langt aftur í tímann. Hver er uppáhaldsverslunin þín? Ég fer sjaldan í búðir í dag. Mér finnst gaman að kíkja öðru hvoru í búðir og skoða … sérstaklega fallegan „second hand“-fatnað en kaupi mér sjaldan föt. Þegar ég er erlendis finnst mér mjög gott að vera búin að kíkja á netið og skoða hvað er til og hugsa um hvað mig vantar. Ég er mjög fljót að skanna búðir og sjá hvað höfðar til mín og hvað ekki. Ég þarf ekki annað en að þreifa á efninu eða skoða í eitt augnablik til að sjá hvort það er fyrir mig eða ekki. Hvert sækir þú innblástur? Ég sæki innblástur í umhverfið hverju sinni og mikið í náttúruna. Ég er mikið kamelljón og get sett mig inn í og aðlagast hvaða aðstæðum sem er, en eftir ákveðinn tíma kallar náttúrubarnið og þá þarf ég að komast í burtu og finna friðinn og jafnframt kraftinn sem býr í nátt- úrunni. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Ég myndi ekki kalla það slys. Þetta er allt partur af minni þróun og án þess væri ég ekki sú sem ég er í dag. Þarna var maður að prófa að vera alla vega týpur og klæða sig í mismunandi fatastíl. Föt skipta mig miklu máli og ég man ennþá hverju ég klæddist sem krakki og hvernig mér leið í því sem ég klæddist. Ég var nett strákastelpa framan af, í útvíðum gallbuxum og strigaskóm með stutt hár, en svo tók við stelpan með síða hárið, permanent og axlapúða. Í dag líður mér vel í eigin skinni, ég þarf ekki að eltast við strauma og stefnur eða ganga í augun á öðru fóki til að líða vel. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Ég ber mikla virðingu fyrir þeim hönnuðum sem umhverfismál brenna á í dag, Katharine Hamnett, Edun, Ei- leen Fisher og Christopher Raeburn láta sig þessi mál varða, þora og fram- kvæma hver á sinn hátt og eru þess vegna mínar fyrirmyndir í þeim efnum. KJÓLAR OG YFIRHAFNIR Í MIKLU UPPÁHALDI Frá unglingsaldri hefur Guðrún keypt mikið af notuðum fötum og segir hún þær flíkur endast hvað lengst í fataskápnum. Morgunblaðið/Golli Sækir innblástur í umhverfið GUÐRÚN LÁRUSDÓTTIR HEFUR NÝLOKIÐ MEISTARANÁMI FRÁ ESMOD-BERLÍN Í UMHVERFISVÆNNI FATAHÖNNUN OG STARFAR Í DAG SEM FATAHÖNNUÐUR HJÁ CINTAMANI. GUÐRÚN ER MEÐ EFTIRTEKTARVERÐAN OG PERSÓNULEGAN FATASTÍL. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Tískuhúsið Edun er í eft-irlæti hjá Guðrúnu endalætur merkið sig umhverf-ið varða. Pólitískur ádeilubolur frá hinni bresku Katharine Hamnett. Yfirhönn- uður Edun, Danielle Sherman. Tíska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.