Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 Alhvít Heimaey er fremur sjaldgæf sjón úr há- loftunum, að sögn Tyrfings Þorsteinssonar, flug- manns hjá Icelandair. Hann átti leið yfir Vest- mannaeyjar mánudaginn 2. mars síðastliðinn og tók meðfylgjandi mynd úr um 20.000 feta (rúm- lega 6 km) hæð. Tyrfingur á konu úr Vest- mannaeyjum og bjó þar í tvö ár. „Ég hef aldrei áður séð Heimaey jafn hvíta og hún var þarna,“ sagði Tyrfingur. „Ég hef oft flogið þarna yfir. Það hefur gjarnan verið föl á henni og víða snjór, en aldrei svona. Það var nokkuð merkilegt að sjá hana svona hvíta. Þetta var einstakt tækifæri og gaman að smella mynd af henni.“ Trausti Jónsson, veðurfræðingur, sagði að al- hvítt yrði í Vestmannaeyjum oft á hverju ári samkvæmt upplýsingum frá Stórhöfða. Hann sagði að annað mál væri að snjór fengi sjaldan að vera í friði í Vestmannaeyjum. Vindurinn feykti honum yfirleitt fljótlega á haf út og í skafla. „Eyjan er sjálfsagt ekkert mjög oft alveg hvít, þannig að ekki hafi skafið af hæðum og tindum,“ sagði Trausti. Hann sagði að töluvert mikið geti snjóað í Vestmannaeyjum. Snjódýptartölur frá Stórhöfða séu hærri heldur en úr Reykjavík, svo dæmi séu tekin. Þá gerist það alltaf öðru hvoru að illfært verði í Vestmannaeyjum vegna fann- fergis eins og nýleg dæmi sanna. Stórhöfði er í 120 metra hæð yfir sjó og er neðst og lengst t.v. á myndinni. gudni@mbl.is Ljósmynd/Tyrfingur Þorsteinsson Heimaey sést sjaldan alhvít  Vindurinn sér um það að snjór stoppar sjaldnast lengi við í Vestmannaeyjum Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Veturinn hefur verið frekar erfiður og illviðrasamur. Síðustu þrjá vetur hefur verið nóg að gera hjá okkur á snjóflóðavaktinni,“ sagði Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavökt- unar hjá Veðurstofu Íslands. Snjóflóðavaktin hefur fengið aukið hlutverk og gerir nú snjóflóðaspár fyrir óbyggðir. Á heimasíðu Veður- stofu Íslands (vedur.is) er blár borði og með því að velja „Snjóflóð“ á hon- um opnast vefsvæði snjóflóðavaktar- innar. Þar eru snjóflóðaspár fyrir norðanverða Vestfirði, utanverðan Tröllaskaga og Austfirði. Þær eru gerðar sérstaklega með vetrarferða- menn í huga og þurfa ekki að vera lýsandi fyrir ástandið í byggð. „Við höfum reynt að miðla meiri upplýsingum en áður, til dæmis um snjóalög, ekki síst með aukna fjalla- ferðamennsku í huga,“ sagði Harpa. „Við vöktum veðrið, bæði veðurspár og fylgjumst einnig með sjálfvirkum veðurstöðvum og þróun veðurs á hverjum tíma. Þá skoðum við snjóa- lög og höfum snjóathugunarmenn um allt land. Þeir taka snjógryfjur og fylgjast með hvort veikleiki er að þróast í snjónum. Við notum líka sjálfvirka síritandi snjódýptarmæla og snjóhitamæla uppi í fjöllum sem segja okkur mikið.“ Harpa sagði að snjóflóð skapaði mesta hættu fyrir þá sem ferðuðust um brattlendi í snjó að vetrarlagi. Algengast væri að ferðamenn settu sjálfir af stað snjóflóð við þær að- stæður. Harpa sagði að yfir 90% af þeim sem lentu í snjóflóðum í óbyggðum hefðu ýmist sjálfir komið flóðunum af stað eða samferðamenn þeirra. Undir liðnum Fréttir á snjóflóða- síðunni eru birtar upplýsingar um snjógryfjur á ýmsum stöðum. Harpa sagði að þær upplýsingar gögnuðust þeim sem kynnu að lesa úr þeim. „Við reynum að meta heildarað- stæður á þessum þremur svæðum en ekki einstakar brekkur,“ sagði Harpa. „Ferðamenn verða sjálfir að meta aðstæður þar sem þeir fara um hverju sinni.“ Fólk tilkynni snjóflóð Snjóflóð sem tilkynnt hafa verið síðustu tíu daga eru sýnd á korti og er hægt að afla upplýsinga um hvert snjóflóð á heimasíðunni. Harpa sagði mikilvægt að fólk tilkynnti snjóflóð sem það sæi til Veðurstofunnar því snjóflóð mældist ekki á sjálfvirkan hátt. Ekkert tjón hefur orðið í byggð af völdum snjóflóðs það sem af er vetri. Harpa sagði að snjóflóðavarnar- mannvirkin skiluðu sínu. „Ég get fullyrt að það hefðu verið miklu fleiri rýmingar síðustu þrjá vetur ef ekki hefðu verið komin snjó- flóðavarnarmannvirki, til dæmis í Bolungarvík og víðar. Við höfum fengið flóð á mörg þessara varnar- mannvirkja. Þau hafa afstýrt eigna- tjóni og einnig fækkað rýmingum og dregið úr óþægindum þeirra sem búa við þessar aðstæður.“ Ákveðin óvissa fylgir vöktun og ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli hennar. Harpa sagði að þar sem snjóflóðahættan væri mest væri talið að ekki ætti að byggja á vöktun til frambúðar heldur að verja byggð varanlega með varnarmann- virkjum. Nóg að gera á snjóflóðavakt  Á heimasíðu Veðurstofu Íslands er miðlað miklum upplýsingum um snjóflóð og snjóflóðahættu  Snjóflóðaspár fyrir óbyggðir á þremur svæðum eru gerðar með vetrarferðamennsku í huga Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Norðfjörður Snjóflóðavarnarmann- virki um landið hafa gert gagn. Samflot iðnaðarmanna hefur verið að vinna í kröfugerð vegna komandi kjaraviðræðna við vinnuveitendur og verður hún lögð fram á fundi með viðsemjendum nk. föstudag. „Staðan er frekar þung, heyrist mér. Það er almennt mjög lítið í gangi. Mér heyrist að atvinnurekendur séu mjög harðir og ekki á sömu nótum og við,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðn- aðarsambands Íslands, sem er í samfloti með Samiðn, Félagi bókagerðarmanna, Matvís, Félagi hársnyrtisveina og VM, sem er félag vélstjóra og málmtæknimanna. „Ég held þetta geti orðið erfitt,“ bætir Kristján við, „en við erum lausnamiðaðir og reynum að finna leiðir til að klára þetta á góðan hátt.“ Fleiri samningar eru undir hjá þessum fé- lögum og stefnir í átök. Kristján nefnir harða deilu Rafiðnaðarsambandsins við Rík- isútvarpið. Sambandið hefur gert kröfu um að gerður verði sérkjarasamningur fyrir fé- lagsmenn RSÍ en því hafi verið hafnað af fyrirtækinu og Samtökum atvinnulífsins. „Það virðist ekkert annað í boði þar en að undirbúa atkvæðagreiðslu um boðun að- gerða. Það kemur í ljós á næstu tveimur vikum.“ helgi@mbl.is Iðnaðarmenn undirbúa kröfur  Rafiðnaðarmenn búa sig undir aðgerðir gegn RÚV Kristján Þórður Snæ- bjarnarson Nái þingsályktun- artillaga, sem lögð var fram á Alþingi á fimmtudaginn, fram að ganga mun Alþingi skipa starfshóp sem kannar tilhögun bólusetninga barna og metur þörf á úrbótum. Tillagan er lögð fram af fimm þingmönnum Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður hennar er Katrín Jakobsdóttir. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að þær raddir hafi heyrst frá læknum og ónæmisfræðingum að ná- ist ekki betri árangur í bólusetn- ingum með þeim aðferðum sem nú er beitt, hljóti að þurfa að endurskoða þær. „Réttara sé að aðgerðir sem kann að verða gripið til muni koma eins niður á öllum heldur en að ein- stakar stofnanir, fyrirtæki eða félög taki að setja eigin reglur um bólu- setningar og skilyrða jafnvel þjón- ustu og samskipti við einstaklinga við það hvort þeir geti framvísað bólu- setningarvottorði, svo sem þegar skólar eða dagvistarstofnanir gera tilteknar ónæmisaðgerðir að skilyrði fyrir veru barna þar,“ segir í grein- argerðinni. Almennt andvaraleysi Þar segir einnig að ýmsar bolla- leggingar séu um ástæður þess að foreldrar hafna bólusetningu fyrir hönd barna sinna og er þar tilgreint þekkingarleysi á ónæmisaðgerðum og gildi þeirra og almennt andvara- leysi. Í lok greinargerðarinnar segir að full ástæða sé til að vekja athygli á gildi ónæmisaðgerða meðal almenn- ings á Íslandi. Vilja kanna tilhögun bólusetninga Katrín Jakobsdóttir Kaupum bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.