Morgunblaðið - 07.03.2015, Síða 38

Morgunblaðið - 07.03.2015, Síða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 Við Árni Jó- hannsson vorum vinir í hálfa öld. Alltaf birti í um- hverfinu þegar maður heyrði glaðlegu háu röddina og hvellan hláturinn. Stór maður með stórt hjarta, fullur af gleði og kátínu. Útaus- andi af öllu sem hann átti til sem var mismikið eftir því sem lukkuhjólið snerist. Allir vinir hans voru að hans áliti höf- uðsnillingar og þreyttist hann aldrei á að útbásúna kosti þeirra. Og það urðu líka flestir vinir hans Árna Jóhannssonar sem einhvern tímann kynntust honum. Hraustmenni sem bar sár sín og sjúkleika einn með sér og kvartaði ekki. Hann var fyrirferðarmikill á flestum sviðum. Einn höfuð- söngvari Karlakórsins Fóst- bræðra um árabil. Það gaf að heyra þegar skínandi bjartur tenórinn hóf sig yfir bakradd- irnar um maíkvöldin í Moskvu- borg. Eða menn sungu í smærri selsköpum á ókristileg- um tímum kannski stundum. Í félagsskap hestamanna var glaumur og gleði og tónboginn stundum þaninn. Sjaldan var sá tónn sleginn að Árni gæti ekki sungið hann. Svo var um fleiri nótur í þessu lífi sem Árni varð á að slá. Einhvernvegin varð alltaf samhljómur í Opusunum Árni Jóhannsson ✝ Árni Jóhanns-son fæddist 30. janúar 1933. Hann lést 22. febrúar 2015. Árni var jarð- sunginn 6. mars 2015. sem leika þurfti. Þótt mörg væri brimsiglingin í lífs- ins ólgusjó tókst Árna venjulega að finna lausnir sem dugðu honum og öðrum til að ljúka einum kafla og byrja annan. Það er ekki heiglum hent að vera bygginga- verktaki í samkeppnisrekstri þegar fjármagn vantar allstað- ar eins og var lengst af þegar við vorum báðir í fjöri meðal manna. Brautin okkar er vörð- uð bautasteinum yfir þeim sem ekki tókst að lifa af. Árna tókst að eiga góð seinni ár og undi sér lengi á landareign sinni á Kvistum fyrir austan með sinni yndislegu Unnbjörgu Eygló Sigurjónsdóttur frá Skörðugili, sem bjó honum þar og í Reykjavík hlýlegt heimili mörg ár. Þó samfundir hafi verið mistíðir hin síðari ár, þá rennur ósjálfrátt bros yfir varirnar þegar maður heyrir fyrir sér röddina í símanum, „blessaður, þetta er Árni Jóhannsson“. Maður fleygði frá sér hverju sem var og langt samtal var hafið um heima og geima, hesta, hlátra, höfðingja og höf- uðsnillingana. Hvað getur maður sagt af viti í eftirmælum um slíkan mann sem Árni var og deyr meira en áttræður að aldri? Þulið upp mannvirkin sem hann reisti um dagana? Á maður ekki að reyna heldur að heyra fyrir sér horfinn hófadyninn, sögurnar, sönginn á þorrablót- um Fóstbræðra, glauminn og gleðina? Maður getur í raun ekkert nema glaðst. Hlegið og sungið og fagnað öllu því sem fagurt er og skemmtilegt í ver- öldinni. Ég vil þakka söngvaranum, hestamanninum og íþrótta- kennaranum og höfuðsnillingn- um Árna Jóhannssyni fyrir alla gleðina og birtuna sem hann veitti inn í líf okkar sem hann þekktum. Hann var maður sem bugaðist ekki þótt móti blési og stundum hvasst. Alltaf steig lævirkinn upp yfir orrustuvell- ina eins og í Flanders forðum og söngurinn barst til himins- ins þar sem englarnir hlusta á þá sem hafa eitthvað að segja eins og söngvarinn og hesta- maðurinn Árni Jóhannsson sem nefndur var brúarsmiður. „Fagra veröld, sól og vín, – ég þakka þér“. Halldór Jónsson. Kveðja frá Karlakórnum Fóstbræðrum. Í dag er jarðsunginn Árni Jóhannsson fóstbróðir. Með honum er gengin ein stærsta og besta rödd sem hljómað hef- ur í starfi Karlakórsins Fóst- bræðra sem senn spannar 100 ára starf. Árni gekk í kórinn 1957 og tók alla tíð virkan þátt í starfi kórsins og ferðalögum erlendis. Hann hlaut gullhörpu fyrir 20 ára starf og var oft- sinnis einsöngvari með kórnum, enda státaði Árni af afar bjartri og sterkri tenórrödd sem glitr- aði eins og smaragður, ofan á þeirri gullslegnu hörpu sem söngur Fóstbræðra er og hefur ávallt verið. Þegar aldurinn færðist yfir flutti Árni starfs- krafta sína yfir í Gamla Fóst- bræður þar sem hvell rödd hans hélt áfram að blása söng- bræðrum kapp í kinn. Árni var alla tíð og fram undir hið síðasta hress og skemmtilegur félagi, og til grundvallar hans stórkostlega fasi lágu mannkostir smiðsins, söngvarans, hestamannsins og kennarans. Innan raða Fóst- bræðra hikaði hann hvergi við að segja sína skoðun og mein- ingu sem hann síðan þrumaði yfir mannskapinn með sínu kankvísa og gamansama yfir- bragði. Jafnvel má segja að hin síðustu ár hafi menn beðið með eftirvæntingu eftir því, þegar starfandi og Gamlir Fóstbræð- ur komu saman á æfingum, að heyra hverju Árni beindi orð- um sínum að – lét hann þá gjarnan fylgja með athugasemd um Framsóknarflokkinn og ágæti hans enda var Árni eld- heitur framsóknarmaður. En alloft hóf Árni upp raust sína til þess að brýna yngri menn að verða ekki of linir við skemmt- anahald innan kórsins. Þannig var Árni öllum söngbræðrum, og þá alveg sérstaklega yngri mönnum og nýliðum, innblástur í kórstarfinu með því að í hon- um fóru saman elja og ástríða fyrir söng og félagsstarfi, sem síðan hreif alla með sér. Á sinn einstaka hátt brúaði Árni bilið milli kynslóða í Fóstbræðrum og sagði yngri mönnum til og í návist hans voru allir velkomnir og jafn réttháir. Er það vafa- laust traustasta og þarfasta brú sem Árni byggði á sinni ævi. Fóstbræður minnast Árna af hlýhug og virðingu og hafi hann heila þökk fyrir samfylgd- ina meðan varaði. Guð blessi minningu Árna Jóhannssonar. Ragnar Árni Sigurð- arson formaður. Ég hef það eftir ekki ómerk- ari heimild en sjálfu Nóbels- skáldinu, að fegursti bókartitill á íslensku sé „Frá Djúpi og Ströndum“, eftir Jóhann Hjaltason, fræðaþul. Bókin sú arna hefur að geyma mannlífsmyndir af þess- um slóðum frá liðinni tíð. Þar koma við sögu kjarnakarlar, fjölkunnugar konur og kynlegir kvistir. Þessar frásagnir minna um sumt á mannlíf á Volgu- bökkum á ofanverðri 19du öld, eins og Sholokov lýsir því í „Lygn streymir Don“. Sálum mannanna svipar víst saman víðar en í Súdan og Grímsnes- inu. Árni vinur minn Jóhannsson, hetjutenór og stórverktaki, sem við kveðjum hinstu kveðju í dag, var ekki einasta sonur Jóhanns fræðaþular og bókar- höfundar, heldur líka skilgetið afsprengi þess mannlífs, sem þar er lýst. Fáa veit ég hans líka um tryggð og ræktarsemi við átthagana. Enn færri sem risu jafn-vel undir sæmdarheit- inu Vestfirðingur með stórum staf. Sá sem leiddi okkur saman á vori lífsins var enginn annar en Lýður Jónsson, yfirvegavinnu- verkstjóri Vestfjarða – höfði hærri en annar lýður og vörpu- legur og aðsópsmikill eftir því. Við Árni vorum fylgdarsveinar Lýðs við vegamælingar í óbyggðum og á háheiðum Vest- fjarða parta úr sumrum. Veg- urinn yfir Steingrímsfjarðar- heiði var lagður eftir vegstæðisvali Lýðs og hæðar- mælingum okkar Árna. Þetta var í voraldarveröld íslenskra öræfa, þar sem sólin sest aldrei og dirrindí heiðlóunnar er það eina sem rýfur öræfaþögn nátt- úrunnar, nema þegar Árni tók undir og söng heiðlóunni til samlætis með sinni vorbjörtu tenórrödd. Ég hirði ekki um að tíunda æviferil Árna í smáatriðum. Aðrir munu væntanlega gera því verðug skil. Þess í stað vil ég mæra manninn sjálfan, eins og hann kom mér fyrir sjónir alla tíð frá æskuárum. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann, þegar hans er minnst, er lífsþorsti hans, smitandi glað- værð og dillandi hlátur þess manns, sem kunni vel að meta lífsins lystisemdir. Og svo söngurinn. Þessi him- neska tenórrödd, sem að sögn Fóstbræðra náði þvílíkum hæð- um, að hún splundraði krist- alnum í ljósakrónum í Kreml, þegar Fóstbræður tóku þar lagið – Hamraborgina undir hvolfþaki Kremlar. Þetta getur enginn hafa leikið eftir Árna, fyrr né síðar. Árni lét víða að sér kveða sem verktaki, bæði á höfuð- borgarsvæðinu og á Vestfjörð- um. Þar skiptust á skin og skúrir eins og lífsins lögmál leggur á og mælir fyrir um þá menn, sem þora að lifa því. En hvort heldur var í meðbyr eða mótbyr stóð Árni ávallt keikur og tók því sem að höndum bar af karlmennsku og æðruleysi – óbugandi bjartsýnismaður, sem hann var og hinn söngglaði hetjutenór tilverunnar til hinstu stundar. Á vináttu okkur bar aldrei skugga, þótt liðu ár og dagar milli endurfunda. En það voru ævinlega fagnaðarfundir, þar sem gleðin var við völd. Nú, þegar hann hefur sungið sína seinustu aríu og yfirgefið svið- ið, kveð ég hann með þakklæti, virðingu og söknuði. Jón Baldvin. Í dag minnumst við og kveðjum kær- an bróður og mág. Nú ljósið dagsins dvín þótt dauðinn okkur skilji mér finnst sem hlýja höndin þín hjarta mínu ylji. Myndin þín hún máist ei mér úr hug né hjarta. Hún á þar sæti uns ég dey og auðgar lífið bjarta. Þótt okkur finnist ævin tóm er ástvinirnir kveðja, minninganna mildu blóm mega hugann gleðja. Og að leiðarlokum er Mumma bróður og mági þökk- uð samfylgd með mikilli hlýju. Blessuð sé minning Guðmundar Pálmasonar. Helga Pálmadóttir og Sævar Helgason. Afi Mummi var þessi klass- íski afi sem var duglegri en all- ir og kunni mest að meta dugn- Guðmundur Pálmason ✝ GuðmundurPálmason fæddist 15. júní 1929. Hann lést 26. febrúar 2015. Útför Guðmundar fór fram 6. mars 2015. að og samviskusemi í öðrum enda voru það einkenni á honum sjálfum. Hann var hefð- bundinn og ís- lenskur í öllu og í minningunni borðar hann bara grjónagraut, fisk og kartöflur og drekkur mjólk með. Það gerist varla afalegra. Við rétt náðum í tímabilið þegar hann spilaði ennþá á harmonikku og gátum líka heimsótt hann á skrifstofuna í Haferninum meðan hann var í forsvari fyrir fyrirtækið. Nær í tíma munum við hvað það var gaman þegar hann og amma heimsóttu okkur til Tansaníu og fóru með okkur í skoðunar- ferðir. Það var einnig bæði fróðlegt og skemmtilegt að vera með honum í Súðavík og hlusta á hann segja sögur af líf- inu meðan þau amma bjuggu þar. Sunnudagskaffið hjá honum og ömmu var fastur punktur í lífinu. Samband þeirra var ein- staklega fallegt og traust og við geymum í minni myndina af þeim að dansa glöð og brosandi á einu af mörgum ættarmótum. Það sem stendur upp úr er hvernig afa tókst alltaf, þrátt fyrir mikinn fjölda afkomenda, að sýna manni mikinn áhuga og umhyggju í hvert skipti sem maður kom í heimsókn, rétt eins og maður væri eini afkom- andinn. Þótt honum liði oft töluvert illa síðustu árin tókst honum alltaf að brosa eða hlæja þegar við komum að heimsækja hann. Þegar við minnumst hans hugsum við bara um gleðilega hluti: harm- onikkuspil, sunnudagskaffi, of- urfjölmenn jólaboð á jóladag, jólaböll í Haferninum og svo auðvitað grjónagraut með kan- ilsykri. Sólrún og Hildigunnur. Í dag kveðjum við elskulegan frænda okkar hann Mumma. Margar góðar minningar koma fram í hugann og er okk- ur sérstaklega minnisstæð ferð í Fljótin sumarið ’96 á æsku- slóðir ömmu Jórunnar og var Mummi leiðsögumaður í þeirri ferð enda þekkti hann vel til í Fljótunum og hafði frá mörgu skemmtilegu að segja. Þessi ferð gleymist aldrei. Það er skrýtið til þess að hugsa að sjö af átta samheldn- um Lönguhlíðarsystkinunum séu farin frá okkur, en Helga móðir okkar sér nú á eftir bróður sínum, það er mikið tómarúm sem hún upplifir nú. Elsku Sóla og afkomendur ykkar Mumma, megi kærleikur umvefja ykkur á þessari sorg- arstundu. Minningin um Mumma frænda lifir í hjörtum okkar, hafðu þökk fyrir allt. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hjördís, Bryndís, Helgi og Sverrir Þór Sævarsbörn. Það er erfitt að hugsa sér að afi sé farinn og hefur lítið ann- að komið í hugann þessa síð- ustu daga en endurminningar um hann. Ég man þau mörgu skipti sem ég heimsótti hann í Haferninum. Ég man eftir að hafa gengið upp stigana, framhjá skrifstofu Hörpu frænku og inn á skrifstofuna þar sem hann sat við stóra skrifborðið sitt, eins og höfð- ingi. Eða þegar hann kenndi mér að verka fisk í bílskúrnum á Esjubrautinni. Mér fannst hann einn stór- merkilegasti maður sem ég þekkti og finnst það enn. Hann var elskulegur og hjálpfús frá því ég man eftir mér og mun ég minnast hans með miklum söknuði. Elsku afi, ég vona að þér líði betur núna, hvar sem þú ert. Oliver. HINSTA KVEÐJA Í dag minnumst við og kveðjum kæran bróður og mág. Nú er ljósið dagsins dvín, þótt dauðinn okkur skilji, mér finnst sem hlýja höndin þín hjarta mínu ylji. Myndin þín hún máist ei mér úr hug né hjarta. Hún á þar sæti uns ég dey og auðgar lífið bjarta. Þótt okkur finnist ævin tóm er ástvinirnir kveðja, minninganna mildu blóm mega hugann gleðja. (Ágúst Böðvarsson) Að leiðalokum er Mumma bróður og mági þökkuð samfylgd með mik- illi hlýju. Blessuð sé minning Guð- mundar Pálmasonar. Helga Pálmadóttir og Sævar Helgason. Einn morguninn í ársbyrjun 2000 birtist hann, há- vaxinn og teinrétt- ur. Hóf þá störf hjá Garðyrkju- deild Reykjavíkurborgar í Laugardal. Var nýfluttur frá Hveragerði hvar þau hjónin Svanhvít Ásta og hann höfðu rekið garðyrkjustöð. Frá fyrsta degi þótti hann geðfelldur mað- ur sem gaman var að ræða við. Ásgeir var jafnlyndur maður sem varla nokkurn tíma skipti skapi. Hafði hann aldrei uppi stór orð um menn eða málefni. Eki vorum við alltaf sammála enda algerlega á öndverðum meiði í stjórnmálum því Ásgeir var góður og gegn sjálfstæð- ismaður. Þó held ég að hrunið haustið 2008 hafi verið honum erfitt og finnst mér eins og að hann hafi aldrei fullkomlega sætzt við sinn gamla flokk eftir það. Ég held þó að Ásgeir hafi Ásgeir Ólafsson ✝ Ásgeir Ólafs-son fæddist 20. ágúst 1949 í Reykjavík. Hann lést 6. febrúar 2015. Útför Ásgeirs fór fram 13. febr- úar 2015. ekki brugðizt hon- um. Samvizkusamur var hann og trúr í öllu sem honum var falið, svo mjög að það minnti mann stundum á konuna í Sögunni af brauðinu dýra eftir Halldór Lax- ness en sem kunn- ugt er var sú send milli bæja með brauðhleif mik- inn, hreppti aftaka veður og varð úti á Mosfellsheiði. Fannst hún nokkru síðar og hjá henni brauðið ósnert. Mér hefur alltaf fundizt að konan sú hlyti að hafa verið í ætt við Ásgeir því slík manneskja var hann. Krist- ur sagði: Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þið. Ég man aldrei eftir því að Ásgeir ræddi trú af nokkru tagi. Hann þurfti þess ekki. Trúin geislaði af honum í at- höfnum hans. Fallinn er frá mikill öðlingur sem lætur eftir sig konu og þrjú mannvænleg börn auk barnabarna og fjögurra barna- barna. Guð styrki þau í sorg- inni. Hallgrímur Helgason. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Útfararþjónusta síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.