Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ögurvík hf í Reykjavík stefnir að endurnýjun á skipakosti fyrirtæk- isins á næstu árum. Hjörtur Gíslason framkvæmda- stjóri segir að þegar þar að komi verði að lík- indum fjárfest í frystitogarara. Fram kom í greiningu Sjáv- arklasans í fyrra- sumar að þegar flakafrystitog- arar voru flestir laust fyrir síðustu aldamót voru þeir 35, en í fyrra voru þeir aðeins 15. Aukin áhersla á ísfisktogara Í Morgunblaðinu í gær var greint frá samningum Ramma í Fjalla- byggð um smíði á 80 metra frystitog- ara í Tyrklandi, en hönnuður skips- ins eru Skipsteknisk AS. í Noregi. Nýi togarinn er væntanlegur til landsins í lok næsta árs og leysir þá Mánaberg og Sigurbjörgu af hólmi en þau skip eru bæði komin til ára sinna. Í fyrra lagði Ögurvík frystitog- aranum Frera, HB Grandi seldi Ven- us til Grænlands, en þau kaup gengu til baka. Þá lét FISK Seafood breyta Málmey í ísfisktogara með nýjum kælibúnaði frá Skaganum. Fleira mætti nefna í þessu sambandi, en út- gerðarfyrirtæki hafa síðustu misseri fjárfest verulega í uppsjávarskipum og ísfisktogurum. Margar útgerðir hafa ákveðið að leggja aukna áherslu á ísfisktogara og vinnslu í landi í stað frystiskipanna, m.a. vegna minni rekstrarkostnaðar. Hjörtur framkvæmdastjóri Ög- urvíkur segir að fyrirtækið hafi sam- einað veiðiheimildir á eitt frystiskip í fyrra í stað tveggja áður. Frera hafi verið lagt og sé til sölu, en hægt hafi gengið að finna kaupanda. Markaður fyrir gömul skip sé þungur og Freri liggi því enn við bryggju í Örfirisey. Áætlanir um rekstur Vigra hafi gengið eftir. Gárur eftir hrunið „Vissulega dreymir okkur um end- urnýjun, en við þurfum að koma okk- ur í betri stöðu áður en af því verð- ur,“ segir Hjörtur. „Við erum að vinna úr þeim gárum, sem komu með hruninu, en þá stigbreyttust skuldir. Við erum að ná tökum á fjárhags- stöðunni og þá er ekki um afskriftir á skuldum að ræða. Afskriftirnar fóru eitthvað annað eða kannski voru þær aðallega í kjafti hinna talandi stétta. Við vonum að amstur okkar og streð muni leiða til þess að við getum keypt skip eða byggt, kannski eftir tvö ár. Þegar þar að kemur hugsa ég að við förum í frystiskip.“ Freri, sem hefur verið lagt, var byggður 1973, en Vigri árið 1992 og segir Hjörtur að lengi vel hafi verið talað um hann sem nýja skipið í togaraflotanum. Þáttaskil í sjávarútvegi Í upphafi skýrslu Sjávarklasans um fækkun frystitogara í júní í fyrra segir meðal annrs: „Koma fyrsta frystitogarans, Örvars HU-2, árið 1982 markaði þáttaskil í íslenskum sjávarútvegi. Næstu árin og áratug- ina fjölgaði mjög skipum með leyfi til vinnslu um borð og rétt fyrir alda- mót voru þau orðin 90 talsins, þar af 35 flakafrystitogarar, en þeir eru að- eins um 15 nú. Með tilkomu frysti- togaranna tæmdust óðum frysti- húsin sem reist voru áratugina á undan í sjávarplássum landsins. Frystitogaraflotinn hefur löngum þótt rós í hnappagati íslensks sjávar- útvegs …“ Enn fækkar frystitogurunum  Flakafrystitogarar voru 15 í fyrra, en 35 í lok síðustu aldar  Ögurvík stefnir að endurnýjun á skipa- kosti á næstu árum  Líklega fjárfest í frystitogara  Þóttu „rós í hnappagati“ íslensks sjávarútvegs Morgunblaðið/Árni Sæberg Fryst og pakkað Vigri hefur síðustu sumur farið á makrílveiðar og aflinn þá verið frystur um borð. Myndin er frá vertíðinni í fyrrasumar. Hjörtur Gíslason Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Verkefni á borð við þetta var ekki vel til þess fallið að setja í útboð á þann hátt sem gert var,“ segir í loka- skýrslu sem neyðarstjórn ferðaþjón- ustu fatlaðs fólks skilaði af sér í gær. Skýrslan er harðorð og afdráttar- laus og vona skýrsluhöfundar að til- lögur sem stjórnin komi með verði til þess að raunveruleg breyting verði á þjónustunni. Á meðal þeirra tillagna er að ferð- ir verði skipulagðar með fastari hætti og að ferðirnar verði svæðis- bundnari en áður. Sveigjanleiki verður aukinn til að koma til móts við einstaka notendur þjónustunnar, sérstakir þjónustufulltrúar verða fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks í þjónustuveri Strætó og sérhæfing þar á bæ aukin. Þá munu bílstjórar fá einkennis- klæðnað, þjálfun þeirra verður stór- aukin og samband þeirra við þjón- ustuverið bætt. Lagt er til að tölvu- og símakerfið verði skoðað á hlutlausan hátt og það borið saman við aðra möguleika. Neyðarstjórnin leggur til að ráð- inn verði sérstakur stjórnandi yfir þjónustuna sem ber ábyrgð á inn- leiðingu þeirra breytinga sem lagðar eru til í skýrslunni. Niðurstaða stjórnarinnar er að mjög margt hafi farið úrskeiðis við undirbúning verkefnisins, bæði hjá sveitarfélögunum og Strætó. Alvar- lega hafi skort á samráð við hags- munasamtök fatlaðs fólks og not- endur þjónustunnar og þá þurfi að skipuleggja rekstur verkefnisins upp á nýtt. Helst kvartað um seinagang Neyðarstjórnin hittist formlega 11 sinnum á starfstíma sínum og hitti fjölmarga sem tengjast ferða- þjónustunni. Algengustu kvartanir sem stjórnin fékk frá notendum, bíl- stjórum og starfsmönnum voru að bílar kæmu of seint eða alls ekki. Bílarnir stoppuðu stutt þegar far- þegi væri sóttur, ferðatíminn væri of langur og vantaði að tillit væri tekið til mismunandi þarfa notenda þjón- ustunnar. Þekking hjá bílstjórum væri ófullnægjandi, stöðugleika vantaði og þörfin fyrir fasta bílstjóra væri mun meiri en í fyrstu var talið. Þá væri of stuttur tími áætlaður í hvert verkefni, svo fátt eitt væri nefnt. Sérkafli um Ólöfu Þorbjörgu Skýrslan skilaði einnig sérkafla um mál Ólafar Þorbjargar Péturs- dóttur sem skilin var eftir í sjö klukkustundir í bíl ferðaþjónustunn- ar. Þar kemur fram að bílstjórinn hafi ekki haft mikla reynslu af akstri með fatlað fólk. Hann gætti ekki að því að tryggja að allir farþegar væru farnir úr bílnum þegar hann skilaði hópnum sem hann var að keyra í Hitt húsið. Þá gætti hann ekki að því að skoða bílinn með fullnægjandi hætti að loknum akstri í samræmi við gildandi verklag. Á þessu hafi síðan verið hnykkt sérstaklega í handbók fyrir bílstjóra. Þá voru alvarleg mistök gerð í Hinu húsinu þegar lá fyrir að Ólöf skilaði sér ekki þangað. Þar sé í gildi skýrt verklag en því hafi ekki verið fylgt. Ástæðan var sú að nýir starfs- menn voru við störf og reynslumiklir stjórnendur fjarri vegna starfsdags. Í skýrslunni kemur fram að atvik- ið hafi leitt til margvíslegra úrbóta hjá Strætó, akstursaðilum og Hinu húsinu. Þarf að skipuleggja reksturinn upp á nýtt  Skýrsla neyðarstjórnar Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Morgunblaðið/Kristinn Kvartað Oftast var kvartað yfir að bílar kæmu of seint. Örráðstefna um karla og krabbamein Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins boðar til örráðstefnu fimmtudaginn 12. mars 2015 kl. 16:30-18:00 í húsi félagsins að Skógarhlíð 8 16:30 Jakob Jóhannsson formaður Krabbameinsfélags Íslands setur ráðstefnuna 16:35 Eru karlar sterkara kynið? Ásgerður Sverrisdóttir krabbameinslæknir 16:55 Karlar „með öllu” – og stoltir af því Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahúsprestur 17:15 „Róbót-skurðlækningar“ Rafn Hilmarsson þvagfæraskurðlæknir 17:35 Réttindabarátta karla – mín upplifun Hannes Ívarsson 17:45 Fyrirspurnir og umræður Fundarstjóri: Adolf Guðmundsson Allir velkomnir – ókeypis aðgangur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.