Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Rangárþing eystra hefur sett í kynn- ingu nýjar tillögur að deiliskipulagi í Þórsmörk, því fyrsta sem unnið hefur verið að af hálfu skipulagsyfirvalda. Ná tillögurnar til þriggja afmarkaðra svæða; Húsadals, Langadals/ Slyppugils og Bása, á alls um 80 hekt- ara svæði. Jafnframt er kynnt ítarleg stefnumörkun fyrir Þórsmerk- ursvæðið. Fyrstu viðbrögð helstu hags- munaaðila við tillögunum eru jákvæð, ef marka má samtöl sem Morg- unblaðið átti í gær við talsmenn Ferðafélags Íslands og Útivistar, en félögin hafa til fjölda ára verið með aðstöðu í Þórsmörk. Hafði sveitarfé- lagið samráð við helstu hags- munaaðila í undirbúningsferli að til- lögunum, en þær eru til kynningar á vefsíðu Rangárþings eystra, hvols- vollur.is, og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa. Frestur til að skila athugasemdum við tillögurnar er til og með 16. apríl næstkomandi. Fleiri og fleiri ferðamenn Þórsmörk er þjóðlenda í eigu rík- isins en umsjónaraðili svæðisins er Skógrækt ríkisins, sem gert hefur leigusamninga við ferðafélög og aðra aðila um afnot af landinu. Þórsmörk er einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna á hálendinu, sannkölluð náttúruperla, og hefur verið eftirsótt alveg frá því að fyrst var farið að veita ferðamönnum þjónustu þarna um miðja síðustu öld. Samkvæmt nýrri könnun Rannsóknar og ráðgjafar, RRF, er talið að um 140 þúsund ferðamenn hafi komið þangað á síð- asta ári, þar af um 110 þúsund erlend- ir ferðamenn. Til samanburðar komu um 90 þúsund ferðamenn í Þórsmörk árið 2012. Það ár var fjöldi gistinátta í Þórsmörk um 30 þúsund talsins. Helstu tillögur Í Húsadal nær deiliskipulagið til um 30 hektara svæðis, auk fyrirhug- aðrar göngubrúar yfir Markarfljót og aðkomu að henni. Afmarkaðar eru níu misstórar lóðir og sýndur er byggingarreitur fyrir hverja lóð. Samkvæmt auglýsingunni er gert ráð fyrir plássfrekari starfsemi á þremur lóðum, auk bygginga, s.s. tjaldsvæðis, afþreyingarsvæðis eða aðstöðu fyrir hestaferðir. Í Langadal og Slyppugili tekur deiliskipulagið til um 13 hektara. Nær svæðið yfir núverandi aðstöðu Ferðafélagsins og austur fyrir að- stöðu félagsins Farfugla í Slyppugili. Afmarkaðar eru tvær þjónustulóðir fyrir gistiskála og þjónustuhús fyrir ferðamenn, ásamt reit fyrir tjald- svæði. Jafnframt er afmörkuð lóð fyr- ir núverandi aðstöðu Skógræktar rík- isins og gert er ráð fyrir byggingarreitum á hverri lóð. Tillagan í Básum í Goðalandi nær yfir um 38 hektara. Tekur það til nú- verandi aðstöðu Útivistar, óbyggðs svæðis til austurs frá þeirri aðstöðu og austur að Strákagili. Afmarkaðar eru sex misstórar þjónustulóðir og byggingarreitur er á hverri lóð. Skipulag löngu tímabært Anton Kári Halldórsson, skipu- lags- og byggingarfulltrúi Rang- árþings eystra, segir hagsmunaaðila í Þórsmörk hafa tekið þátt í því með sveitarfélaginu að móta tillögurnar. Það hafi verið löngu tímabært að koma einhverju skipulagi á svæðið til langs tíma. „Þeir aðilar sem eru þarna með starfsemi í dag halda sínum rekstri og fá afmarkaðar lóðir. Í Húsadal og Básum eru síðan afmarkaðar nýjar lóðir fyrir þá sem vilja koma þarna inn með einhvern rekstur,“ segir Ant- on og reiknar með að í kjölfar þess að deiliskipulagið verði samþykkt þá verði lausar lóðir auglýstar til úthlut- unar. Sveitarfélagið muni síðan meta þær umsóknir í samráði við landeig- andann, ríkið. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir áformaðri göngubrú yfir Markarfljót, yfir í Húsadal, og heilsársvegi frá Fljótshlíðarvegi að brúnni. Þetta er talin ein veigamesta breytingin í Þórsmörk á næstu árum og mun bæta aðgengi ferðamanna að svæðinu allverulega. „Með göngubrúnni verð- ur svæðið opnað mun meira og menn verða þá að vera undir það búnir að taka á móti því fólki sem kemur,“ seg- ir Anton Kári. Í samræmi við sýn Útivistar Skúli H. Skúlason, fram- kvæmdastjóri Útivistar, fagnar því að deiliskipulagstillögurnar séu komnar fram, en félagið hefur verið með starfsemi í Básum í 35 ár. Hann tekur undir með Antoni Kára að skipulagið hafi verið orðið löngu tímabært. „Þetta hefur hamlað því að geta mótað einhverja stefnu til langs tíma á svæðinu. Við höfum sjálf verið að þróa okkar þjónustu í gegnum árin og orðið að huga að okkar málum í hvert sinn sem eitthvað hefur verið gert. Við höfum átt ágætt samstarf við skipulagsnefnd sveitarfélagsins og fengið gott tækifæri til að koma okk- ar sjónarmiðum á framfæri. Við erum mjög sátt við allt ferlið og höfum fengið í gegn þær breytingar sem við vildum sjá,“ segir Skúli. Hann segir Útivist leggja mikla áherslu á að yfirbragð öræfanna haldist í Þórsmörk, þar sem einfald- leikinn verði hafður að leiðarljósi og öll mannvirki falli vel að umhverfinu. „Við myndum til dæmis ekki vilja sjá þarna mikla hóteluppbyggingu eða stórfelld mannvirki, það myndi ekki passa. Svæðið er fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar, það hefur verið aðalsmerki Bása og Goðalands. Mér sýnist að sveitarfélagið deili þeirri hugsun með okkur. Þarna er verið að skipuleggja nýja byggingarreiti og við munum skoða það sér- staklega í okkar umsögn,“ segir Skúli. Fyrsta deiliskipulagið í Þórsmörk  Rangárþing eystra auglýsir tillögur að nýju deiliskipulagi í Þórsmörk  Nær yfir alls um 80 hekt- ara svæði  Jákvæð viðbrögð helstu hagsmunaaðila  Um 140 þúsund ferðamenn í Þórsmörk á ári Deiliskipulagstillögur í Þórsmörk Skipulagssvæði Megin gönguleiðir Varnargarðar Minjar Heimild: Rangárþingi eystra/Steinsholt Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórsmörk Séð yfir skála Ferðafélags Íslands í Langadal en í Slyppugili eru Farfuglar með sína aðstöðu. Útivist hefur verið með aðstöðu í Básum. Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, fagnar til- lögunum um Þórsmörk. Með skipulaginu sé hægt að vinna betur að málum. Félagið hafi þrýst á um deiliskipulag á fleiri svæðum á hálendinu, eins og í Landmannalaugum, en þar hafi Rangárþing ytra ekki hlustað á félagið í 15 ár. Ólafur Örn gerir ráð fyrir upp- byggingu í Langadal á nátt- úrulegum forsendum, með kyrrðina í huga, og þar verði ekki endilega sóst eftir mikl- um fjölda ferðamanna. Í Húsadal megi búast við meiri umferð og umfangs- meiri uppbyggingu og hærra þjónustustigi. Ný göngubrú sé tilhlökkunar- efni og Ferðafélagið hafi einnig tækifæri til að nýta betur borholu á svæð- inu, til húshitunar og heitra lauga. Eykur upp- bygginguna FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Ólafur Örn Haraldsson Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ekki stendur til að Reykjavíkurborg afturkalli lóðaúthlutun undir mosku múslíma. Líf Magneudóttir, formað- ur mannréttindaráðs borgarinnar, segist treysta dómgreind múslíma á Íslandi um að fara eftir lögum og brjóta ekki á mannréttindum fólks. Fram kom á fundi forseta Íslands með nýjum sendiherra Sádi-Arabíu í gær að yfirvöld í Sádi-Arabíu ætli að leggja fram um 135 milljónir króna til byggingar mosku í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi í kjölfarið frá því að hann hefði óskað eftir því að mannrétt- indaskrifstofa borgarinnar aflaði upplýsinga um fjármögnun mosk- unnar. „Þessi fyrirspurn borgarstjóra hefur bara sinn gang inni á mann- réttindaskrifstofu. Það verður bara skoðað hvernig þetta hefur verið gert annars staðar á Norðurlöndunum og hvort þessum peningagjöfum fylgja einhver skilyrði,“ segir Líf. Má spyrja um önnur félög? Sjálf frétti hún fyrst af fjármögn- uninni í fréttum í gær í kjölfar heim- sóknar sendiherrans. Hún hafi ekki miklar áhyggjur af henni en það sé alltaf gott að vera gagnrýninn og taka afstöðu með mannréttindum sama hvaða ríki eða hver eigi í hlut. Gott sé að fá allar upplýsingar upp á borðið. „Það má alveg í þessu sam- hengi velta fyrir sér fjárveitingum til kaþólsku kirkjunnar og smærri trúarsafnaða sem hafa ekki við- urkennt réttindi samkynhneigðra til dæmis,“ segir Líf. Borgin hafi ekki beina aðkomu að starfi Félags múslíma á Íslandi. „Þetta eru bara frjáls félagasamtök og borgin hefur ekki bein áhrif á hvernig þau haga sínu starfi nema hún styrki félagasamtök með beinum hætti. Við biðjum alla um að fara eft- ir mannréttindastefnu Reykjavík- urborgar og gerum ráð fyrir því að það sé gert. Við gefum náttúrlega engan afslátt af mannréttindum. Ég treysti múslímum á Íslandi til að taka réttar ákvarðanir, fara eftir lög- um og brjóta ekki á mannréttindum fólks,“ segir hún Líf segist ekki telja að neinn ætli að leggja í þá vegferð að afturkalla úthlutun lóðarinnar. „Auðvitað veltir maður fyrir sér hvort eitthvað hangi á spýtunni, rétt eins og umræðan hefur verið þegar fyrirtæki styrkja stjórnmálaflokka, en það þarf ekki að vera að það geri það alltaf. Í full- komnum heimi á fólk ekki að vera þrælar fjármagnsins.“ Treystir dómgreind múslíma  Fyrirspurn borgarstjóra fær eðlilega afgreiðslu  Spurning vaknar um önnur trúfélög Traust Líf Magneudóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, segir alltaf gott að taka afstöðu með mannréttindum og vera gagnrýninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.