Morgunblaðið - 07.03.2015, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.03.2015, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 Vistfugl alinn við kjör aðstæður aukið rými ogútisvæði. Hrein afurð íslensk framleiðsla óerfðabreytt fóður. T A K T IK /4 3 3 1 /f e b 1 5 ur vorboði í bæjarlífinu því þá vakna veitingastaðirnir sem legið hafa í dvala yfir veturinn, til lífsins. Má þar nefna Pottinn og Ljón norðursins. Það sem einnig ein- kennir næstu mánaðamót fyrir utan upprisu veitinga- manna er að grágæsirnar sem gist hafa Bretlandseyjar í vetur fara að streyma í heimahagana. Bjartsýnustu menn bera þá von í brjósti að frægasta gæs bæjarins, SLN, skili sér þrátt fyrir að ekkert hafi sést til hennar í fyrra.    Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps undir stjórn Sveins Árnasonar hélt tónleika í fyrrakvöld í Blönduóskirkju fyrir fullu húsi við gríðarlega góðar undirtektir. Hljóm- sveit Skarphéðins H. Einarssonar sá um undirleik á tón- leikunum. Eftir frábærar viðtökur á Geirmundar verk- efninu í fyrra þá langaði kórinn að halda áfram að flytja dægurlög og ekki síst að halda áfram samstarfi við hljómsveit Skarphéðins. Úr varð að taka valin lög Vil- hjálms og Ellýjar og flytja þau, en Rögnvaldur Valbergs- son hefur útsett lögin fyrir karlakór og hljómsveit, ásamt Skarphéðni. Í framhaldinu verða svo tónleikar á Hvammstanga 9. mars, Sauðárkróki 11. mars og svo í Miðgarði 22. mars. Rétt er að geta þess einnig að Karlakór Bólstaðarhlíð- arhrepps verður 90 ára á árinu og mun kórinn halda upp á það í Húnaveri á síðasta vetrardag 22. apríl næstkom- andi. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Syngja dægurlög Eygló Amelía Valdimarsdóttir söng einsöng með karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og gerði það vel. Vorboðanna beðið með óþreyju ÚR BÆJARLÍFINU Jón Sigurðsson Blönduósi Vínbúðin á Blönduósi sem verið hefur til húsa í gamla bæjarhlutanum í 21 ár flutti um síðustu mánaðamót út fyrir á, nánar tiltekið í hús sambyggt Arion banka við Húnabrautina. Sá er þessar línur ritar hefur haft athvarf fyrir sitt veraldarvafstur í litlu horni í gömlu vínbúðinni. Nú er vínbúðin á braut og mannaferðum hefur eðlilega örlítið fækkað vegna þess. Margir bæjarbúar hafa haft nokkrar áhyggjur fyrir hönd bréfritara í „einsemdinni“ og jafnvel stungið upp á því að flytja hann með vínbúðinni og koma honum fyrir í hraðbanka sem staðsettur er við Arion banka. Náungakærleikurinn er enn við lýði.    Nýtt kaffihús byrjar rekstur um næstu mánaðamót í bláa veitingahúsinu við sundlaugina sem á sínum tíma bar nafnið Við árbakkann. Þetta hús hefur hýst yfir veturinn mötuneyti fyrir grunnskólann en á því verður breyting með tilkomu hins nýja kaffihúss sem mun kallast Ömmu- kaffi. Til að mæta mötuneytisþörfinni er verið að innrétta matsal í gamla íþróttahúsinu við grunnskólann.    1. apríl, dagurinn þegar leyfist að plata fólk, er örugg- Ríkissaksóknari fór ekki fram á að lögreglumaður, sem ákærður var í svonefndu LÖKE-máli, sæti refsingu þegar málflutningur fór fram í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá mun málskostnaður falla á rík- ið. Ákæruvaldið fer engu að síður fram á sakfellingu mannsins fyrir brot gegn þagnarskylduákvæði. Þrír einstaklingar höfðu upp- haflega stöðu grunaðra í málinu en það snerist um meintar ólögmætar uppflettingar á nöfnum tuga kvenna í málaskráarkerfi ríkislögreglustjóra, sem nefnt er LÖKE. Fallið var frá málinu gegn tveimur mannanna, lög- manni og starfsmanni upplýsinga- tæknifyrirtækis, á síðasta ári en lög- reglumaðurinn ákærður. Á fimmtudag ákvað ríkissaksókn- ari að falla frá öðrum af tveimur ákæruliðum, þeim sem fjallaði um uppflettingar lögreglumannsins í málaskrárkerfi lögreglunnar. Hafi frekari gagnaöflun ákæruvaldsins eftir útgáfu ákærunnar leitt til þess að ekki sé unnt að útiloka að í meiri hluta tilvika hafi uppflettingarnar tengst starfi lögreglumannsins. Garðar St. Ólafsson, verjandi lög- reglumannsins, sagði við mbl.is, að fyrsti ákæruliðurinn hafi verið til- kominn af annarlegum hvötum og nú hafi það verið upplýst. Ekki hafi ver- ið staðið með eðlilegum hætti að rannsókn málsins hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hins vegar hafi emb- ætti ríkissaksóknara ekki haft þor til þess að falla alfarið frá málinu og „rassskella“ þar með lögregluna. Embættið vilji frekar að dómari sýkni í málinu. En með því að fara þess á leit við dómara að ríkið greiddi málskostnaðinn og engin krafa yrði gerð um refsingu í málinu væri í raun verið að viðurkenna sakleysi skjól- stæðings hans. Aðspurður segist Garðar eiga von á því að lögreglumaðurinn snúi aftur til starfa, sama hvernig málið fari, þar sem ekki sé gerð krafa um refs- ingu. Menn hafi snúið aftur til starfa í lögreglunni eftir að hafa verið dæmd- ir til þess að greiða sektir en engin refsikrafa sé gerð í þessu tilfelli. Ekki krafist refs- ingar í Löke-máli  Málskostnaður fellur á ríkið Dómur Héraðsdómur Reykjavíkur. Auður Albertsdóttir audura@mbl.is 13,2% þeirra sem leituðu til Stíga- móta á síðasta ári vegna kynferðis- ofbeldis kærðu brotið til lögreglu. Þetta kemur fram í árs- skýrslu Stíga- móta sem kynnt var í gær. Jafnframt kom fram að 79,7% hefðu neitað að kæra brotið á meðan 1,2% voru óviss. Upplýsingar vantaði um 25 af 423 einstakling- um eða 5,9%. Á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni skýrslunnar sagði Guð- rún Jónsdóttir, talskona Stíga- móta, að útskýring á þeim litla fjölda sem kærði væri mögulega sú að þeir sem leituðu til Stíga- móta gerðu það aðeins til að hjálpa sjálfum sér. „Fæst þeirra sem koma hingað eru í hefndarleit eða ætla að kæra. Fólk kemur hingað til að öðlast aukin lífsgæði eftir að brotið er á því,“ sagði Guðrún. Á vitlausum stað Bætti hún við að þrátt fyrir að þessar tölur sýndu bara þá sem leituðu til Stígamóta gæfu tölurnar til kynna að langflest fórnarlömb kynferðisofbeldis ákvæðu að kæra ekki gerandann. „Ástæðurnar fyr- ir því að kæra ekki eru margar,“ sagði hún á fundinum. „Fólk ýmist treystir ekki réttarkerfinu eða á erfitt með að segja frá. Sumir ótt- ast ofbeldismanninn og ákveða þess vegna að kæra ekki. En al- gengasta ástæðan er skömm og sektarkennd. Fólk lítur svo á að það hafi verið á vitlausum stað, með vitlausu fólki á vitlausum tíma í vitlausu ástandi. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að afleið- ingar kynferðisofbeldis séu mis- munandi eftir kynjum. Konur sem leituðu til Stígamóta í kjölfar brots á síðasta ári nefndu margar skömm, kvíða, depurð og lélega sjálfsmynd sem erfiðustu afleið- ingar kynferðisofbeldis. Karlar nefndu einnig skömm, lélega sjálfsmynd og sektarkennd en einnig reiði. Er reiði eina afleið- ingin sem karlar sem leituðu til Stígamóta fundu fyrir í meiri mæli en konur. Konurnar hræddari Ég leyfi mér að telja að karl- arnir sem leita til okkar séu oft í verra sambandi við tilfinningar sínar og geri minna úr afleiðing- unum,“ sagði Guðrún. Sú staðreynd að karlar finna frekar fyrir reiði en konur sagði hún að ætti sér eina líklega ástæðu. „Karlarnir finna fyrir meiri reiði en konurnar og setja frekar ábyrgðina þar sem hún á heima; hjá gerandanum.“ Í skýrslunni mátti sjá að konur sem leituðu til Stígamóta voru til að mynda helmingi hræddari en karlarnir og áttu helmingi erfiðara með að lifa góðu kynlífi eftir of- beldi. Karlar reiðari en konur eftir brot  Karlar setja ábyrgðina frekar hjá ger- andanum  Aðeins 13,2% kæra brotin Færri mál en árið áður » Heildarfjöldi viðtala hjá Stígamótum 2014 var 2.146. » Ný mál brotaþola voru 306 árið 2014 en 358 árið áður. » Fjöldi ofbeldismanna var 423. » 88,1% skjólstæðinga var konur en 11,9% karlar. » 92,7% gerenda voru karlar en 5% konur. Upplýsingar vantaði um 2,4% gerenda. Guðrún Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.