Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 TÖLVUDEILD - ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568 1581 20 ppm* www.thor.is 49.30 0,-TILBO ÐSVE RÐ Venju legt v erð 58 .000,- EPSONWorkForce Pro er ný kynslóð umhverfisvænna bleksprautuprentara sem leysir af hólmi gömlu laserprentarana. EPSONWorkForce Pro eru fjölnota skrifstofuprentarar (fax, skanni, ljósritun, prentun og tölvupóstur) og prenta í lit. Nettengdur - einnig þráðlaus. Þægilegur snertiskjár. Prentar allt að 20 síður á mínútur og getur prentað báðummegin á blaðið. Auðvelt að skipta um blek. Hægt að prenta á umslög og þykkari pappír. Allt að helmingi lægri rekstrarkostnaður en af laser prenturum.                                    !"# "$ !"""  %% #! $ ! $%! %$"$ &'()* (+(      ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 ! !" "% $$!  % ##% $ !$  %!  !" "## $$  $% #!!   !$! # %# !"# !%! Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Gengi evrunnar hefur ekki verið lægra gagnvart bandaríkjadal í ellefu og hálft ár en evran fór undir 1,09 dali við lokun markaða í Evrópu í gær. Meginástæðan fyrir falli evrunnar er talin vera sú að nú styttist í að magnkaup Evrópska seðlabankans á skuldabréfum hefjist, á sama tíma og auknar líkur eru taldar á því að vextir í Bandaríkjunum fari hækkandi. Já- kvæðar tölur um þróun atvinnuleysis vestan hafs, sem birtar voru í gær, styrktu þá trú markaðsgreinenda að bandaríski seðlabankinn mundi hefja vaxtahækkunarferli jafnvel um mitt árið. Evran ekki lægri gagn- vart dollar í rúm 11 ár ● Sjálfkjörið er í fimm manna stjórn Icelandair Group en aðalfundur félags- ins verður haldinn miðvikudaginn 11. mars. Núverandi aðalmenn bjóða sig allir fram til áframhaldandi setu í stjórn, en þeir eru Sigurður Helgason, stjórn- arformaður, Úlfar Steindórsson, vara- formaður, Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Katrín Olga Jóhannes- dóttir og Magnús Magnússon. Engin framboð bárust til varastjórnar, að því er fram kemur í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallar. Óbreytt stjórn sjálf- kjörin hjá Icelandair STUTTAR FRÉTTIR ... BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Mikill vöxtur ferðaþjónustunnar og aukin sparneytni íslenskra fiskiskipa hefur skilað sér í því að nú er mun meira flutt inn af þotu- og flugvélaeldsneyti en þeirri gas- olíu sem skipastóllinn er knúinn með. Á síðasta ári var þotuelds- neyti flutt inn fyrir 42,5 milljarða króna en gasolíukaup námu á sama tíma 29,8 milljörðum. „Lengst af í gegnum tíðina hef- ur stærstur hluti af innflutningi okkar í þessum efnum verið á fiskiskipaflotann. Sprengingin í ferðaþjónustunni hefur snúið þessu við,“ segir dr. Daníel Svav- arsson, forstöðumaður greiningar- deildar Landsbankans en hann fjallaði um áhrif olíuverðslækkana á hagkerfið á fundi sem bankinn hélt í vikunni um efnið. Lágt olíuverð sparar 40 millj- arða króna í innflutningi Eldsneytisinnflutningur til landsins hefur mikil áhrif á efna- hag landsins. Þannig bendir Daní- el á að ef sú lækkun sem orðið hef- ur á heimsmarkaðsverði á olíu myndi haldast nokkuð stöðug út þetta ár myndi það þýða nærri 40 milljarða sparnað í innflutningi. „Á seinasta ári fluttum við inn eldsneyti fyrir um 100 milljarða króna og innflutningur síðustu ára hefur verið á svipuðum nótum. Heildarútflutningur á loðnu og makríl á síðasta ári nam um 37 milljörðum. Alls nemur elds- neytisinnflutningur um 5% af landsframleiðslu sem er ansi hátt í erlendum samanburði, sérstaklega í ljósi þess að rafmagn og húshitun hér á landi eru knúin með inn- lendum orkugjöfum,“ segir Daníel og setur lækkun olíuverðs í sam- hengi við aðrar hagstærðir og hverju hún gæti jafngilt þegar litið er til gjaldeyrisskapandi greina. „Haldist verðlækkunin mun það jafngilda áhrifum af átta ára meðalvexti sjávarafurða frá alda- mótum eða tekjum af um 250 þúsund ferðamönnum,“ sagði hann. Eldsneytisnotkun Icelandair aukist um 50% frá 2012 Í tilkynningu sem Icelandair Group sendi Kauphöllinni vegna uppgjörs fjórða ársfjórðungs 2014 í byrjun febrúar kemur fram að félagið áætlar að eldsneytisnotkun þess muni nema 286 þúsund tonn- um á þessu ári. Frá árinu 2012 hefur notkunin aukist um rétt tæp 50% en það ár var notkun flug- vélaflota félagsins 191 þúsund tonn. Standist áætlun flugfélagsins varðandi eldsneytiskaup þessa árs mun notkun þess jafngilda heild- arinnflutningi á gasolíu til lands- ins á liðnu ári þegar hann nam 287 þúsund tonnum. Innflutningur á henni hefur hins vegar dregist töluvert saman á liðnum árum en hann náði hámarki árið 2004 þeg- ar hann nam 465 þúsund tonnum yfir árið. Innflutningur á þotueldsneyti kominn fram úr skipaolíu Gjaldeyrisútflæði vegna eldsneytiskaupa 2013-2014 1.608 15.116 15.973 30.115 41.406 42.710 29.802 15.175 12.635 1.546 Smurolía, smurfeiti Brennsluolía Annað bensín Gasolía Þotu- og flugvélaeldsneyti 2013 2014 45.000 40.000 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 M.kr. á föstu gengi 2014 Heimildir: Hagstofa Íslands, Hagfræðideild Landsbankans Eldsneytisnotkun » Íslenskum togurum hefur fækkað úr 113 í 50 frá árinu 1993. » Floti Icelandair hefur stækk- að úr 26 vélum í 34 frá árinu 2009. » Innflutningur á gasolíu hefur farið úr 358 þúsund tonnum ár- ið 2009 í 287 þúsund árið 2014. » Innflutningur á þotueldsneyti hefur aukist úr 8,1 milljarði árið 2009 í 42,5 milljarða árið 2014 á föstu verðlagi þess árs.  Haldist eldsneytisverð lágt gæti það jafngilt tekjum af 250 þúsund ferðamönnum „Það má segja að þetta sé öryggis- skref til að frysta stöðuna þar til hægt verður að kynna fyrir þessum fjárfestum fjárfestingakosti sem hafa það að markmiði að draga veru- lega úr líkum á óstöðugleika við los- un fjármagnshafta,“ sagði Már Guð- mundsson seðlabankastjóri í samtali við Morgunlaðið, en Seðlabankinn tilkynnti eftir lokun markaða í gær að þeim fjármálagerningum sem undanþegnir væru reglum um gjald- eyrishöft hefði verið fækkað. Nú samanstæði undanþágulisti bankans aðeins af ríkisvíxlum og ríkisskulda- bréfi RIKB 15 0408 sem er stysta bréfið sem nú er í boði á markaðnum. Að sögn Más eru þær krónueignir sem mynda snjóhengjuna taldar nema um 15% af þjóðarframleiðslu landsins og að á meðal þess sem nú sé unnið að sé að minnka hana og tryggja um leið að útstreymi gjald- eyris verði ekki óviðráðanlegt þegar fyrrnefndar aðgerðir líta dagsins ljós. Á meðal þeirra hugmynda sem unnið er út frá er að eigendum aflandskróna verði boðið að fjárfesta í löngum skuldabréfum sem þeim verði skylt að halda til lengri tíma. Í dag metur Seðlabankinn það svo að aflandskrónueigendur geymi um 45% snjóhengjunnar í skuldabréfum sem eru á gjalddaga árið 2019 eða síðar. Þau skuldabréf geta gengið kaupum og sölum og eru því ekki örugg vörn fyrir því að aflands- krónueigendur geti losað fjármagn sitt á skömmum tíma. Aðgerðin sem tilkynnt var um í gær er til þess gerð að fækka kostum þeirra sem líklegir eru til að vilja flytja fjármagn frá Íslandi þegar höftum verður lyft. Morgunblaðið/Kristinn Öryggisskref Færri fjárfestingar- kostir fyrir eigendur aflandskróna. „Frysta stöðuna“ fyrir losun hafta  Undanþágulisti Seðlabankans styttur til muna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.