Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 Um miðjan síðasta mánuð birtust þær gleðifregnir á vef velferðarráðuneytisins að hefja ætti undir- búning útboðs á nýjum Landspítala. Eins og flestum er ljóst hafa undanfarin ár verið uppi háværar raddir um nauðsyn byggingar nýs hátæknisjúkrahúss Landspítalans þar sem aðstaðan í núverandi byggingum hefur verið harðlega gagnrýnd, m.a. vegna lélegs tækjakosts og ónógs viðhalds en e.t.v. fyrst og fremst þrengsla fyrir þá starf- semi sem á að geta farið fram á LSH. Hinn 26. september síðastliðinn talaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspít- alans, um að verulega hefði þrengt að klínískri starfsemi síðustu ár og aðstaða sjúklinga og starfsfólks væri óviðunandi. Verið væri að grípa til lausna eins og þeirra að reisa létt- byggingar úr gámum á Hringbraut- arlóð. Landsbyggðin þrengir að starfsemi LSH Skal engan undra. Miðað við þá, að því er virðist, markvissu stefnu velferðarráðuneytis að draga úr þjónustu við landsbyggðina, þar sem hver skurðstofan á fætur ann- arri hefur nú lokað dyrum sínum vegna fjárhagsörðugleika stofnana, er sjúklingum því vísað í ört vaxandi mæli til þjónustu við Landspítala – háskólasjúkrahús með tilheyrandi óöryggi fyrir þau byggðarlög og auknum kostnaði og óhagræði fyrir þjónustuþegana. Skal því engan undra að þröngt sé um bæði sjúkl- inga og starfsfólk LSH. Fæðingartíðni hrunið um 80% í Vestmannaeyjum Á árunum 2009-2014 hefur fæð- ingartíðni í Vestmannaeyjum farið úr fjörutíu á ári í níu eða sem sam- svarar fækkun fæðinga um 77,5%. Á svipuðum tíma eða á árunum 2009- 2013 hefur fæðingum á Sauðárkróki fækkað um 87%, í Keflavík 70%, á Selfossi 65% og Ísafirði 31,5%. En hver er ástæðan að baki þessari gríðarlegu fækkun? Jú, konur vilja öryggi og hafa val um deyfingu við fæðingu en þar sem skurð- og fæð- ingarþjónusta við landsbyggðina hefur verið skert stórkostlega leita barnshafandi konur þaðan í stór- auknum mæli eftir þjónustu LSH sem þýðir að sjálfsögðu meira álag á starfsfólk og húsnæði LSH ásamt gríðarlegu óhagræði, vinnutapi og kostnaði fyrir þessar landsbyggðar- konur og þeirra fjöl- skyldur. Hlutdeild LSH í öll- um fæðingum á land- inu hefur þannig hægt og þétt aukist frá því að vera um 70% und- anfarinn áratug í það að vera 76,2% í dag.1) Nú 1. mars síðast- liðinn er eitt ár liðið frá því að Hreiðrið var lagt niður og sameinað fæðingargangi á LSH og geri ég fastlega ráð fyrir því að vaxandi álag fæðingarþjónustu höfuðborgarinnar við barnshafandi lands- byggðarkonur hafi þar haft sitt að segja. Getum við stigið út fyrir kassann? Sem heilbrigð- isstarfsmaður geri ég mér fulla grein fyrir þeirri brýnu þörf á fullnægjandi starfsaðstæðum sem nauðsynleg er fyrir það stig þjónustu sem við vilj- um geta boðið upp á í íslensku heil- brigðiskerfi. Ég er engan veginn að halda því fram að stóraukin þörf landsbyggðarfólks á þjónustu við LSH sé eina orsök húsnæðisvanda Landspítalans. Hins vegar sem íbúi á landsbyggðinni furða ég mig á þeim fjölda vel útbúinna sjúkrahúsa sem standa jafnan hálftóm og bók- staflega aðgerðalaus mánuðum og jafnvel árum saman en er oftar en ekki jafn vel viðhaldið ef ekki betur en sjálfum Landspítalanum. Hvernig væri að velferðarráðuneytið myndi skoða það af fullri alvöru hvort hægt væri að slá þarna fjölmargar flugur í einu bylmingshöggi? Flytja afmark- aða þjónustuþætti Landspítalans til hinna mismunandi og ólíku byggða- kjarna á landinu sem búa í dag við verulega skert öryggi, skerta heil- brigðisþjónustu og jafnvel enga fæð- ingarþjónustu. Með því móti væri möguleiki á að létta álagi á sjúkling- um, starfsfólki og húsnæði Landspít- ala – háskólasjúkrahúss og um leið nýta það góða húsnæði sem fyrir hendi er víða á landsbyggðinni eins og í Vestmannaeyjum, Reykja- nesbæ, Selfossi, Patreksfirði og Sauðárkróki svo dæmi séu tekin. Þannig mætti bæta þjónustu við þennan hóp Íslendinga sem vissu- lega eiga, líkt og þeir góðu íbúar sem búa á höfuðborgarsvæðinu, skilið að búa við það öfluga heilbrigðiskerfi sem við erum í óðaönn að byggja saman upp. 1) Unnið m.a. úr tölum úr skýrslu frá Fæðingarskráningunni fyrir árið 2013. Landsbyggðarvanda- mál Landspítalans Eftir Hildi Sólveigu Sigurðardóttur » Á árunum 2009-2014 hefur fæðing- artíðni í Vest- mannaeyjum farið úr fjörutíu á ári í níu. Hildur Sólveig Sigurðardóttir Höfundur er sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari við HSU-Vest- mannaeyjum, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Morgunblaðið birti þann fimmta þessa mánaðar grein eftir Jón Steinar Gunn- laugsson undir heitinu „Doktor Egill“ sem vakti undrun mína bæði fyrir það sem þar er skrifað um Egil Helgason og það sem skrifin segja um Jón Steinar. Dómar um Egil hefjast á þessa leið: „Hann er gagnrýnandinn sem með sjónvarps- þáttum sínum oft ræður því hvort birt listaverk hljóti náð fyrir augum almennings.“ Ef að er gáð fela þessi orð í sér viðurkenningu á vinsældum og áhrifum Egils í hlutverki hans sem þáttastjórnanda. Enginn nær slíkum áhrifum í starfi sínu án þess að njóta virðingar og trausts, verkin skapa vinsældir og áhrif. Jón Steinar heldur síðan áfram með orðum sem segja meira um hann en Egil: „Hann hefur hins vegar orðið ber að því að láta geðþóttasjónarmið sjálfs sín ráða hvort hann fjallar um birt verk. Í öðrum tilvikum hefur hann fjallað um verk í því skyni að rakka þau nið- ur.“ Þáttastjórnandi, sem tekur að sér að fjalla um bækur, verður að velja hvaða bækur eru teknar fyrir. Að tengja það geð- þóttasjónarmiði felur í sér einhvers konar róg þegar ekki er skýrt hvað veldur niðrandi notkun orðsins, óánægjunni sem það vitnar um. Það gildir líka um framhaldið: „Í öðrum tilvikum hefur hann fjallað um verk í því skyni að rakka þau niður.“ Fólk, sem tekur að sér að fjalla um bækur opinberlega, verður vitaskuld að kynna sér þær og láta skoðun sína í ljós. Það glatar virð- ingu og áhrifum ef lof eða last virðist órökstutt. Sá sem heldur því fram að maður í slíku hlutverki taki verk til umfjöllunar „í því skyni að rakka þau niður“ án þess að skýra mál sitt með dæmum gerir sig að rógbera. Í lokin er þó lengst gengið í róg- burðinum og fullyrt: „Enginn þarf að efast um að dr. Egill er hávaða- samur boðberi pólitísks rétttrúnaðar á Íslandi og hefur alltaf sömu höf- unda í hávegum í þáttum sínum í rík- isfjölmiðlinum. Þeir höfundar eru flestir steyptir í sama pólitíska mót- ið.“ Hér er komið að lesanda mínum að meta sannleiksgildi fullyrðing- anna. En ég leyfi mér að setja hér á blað af gefnu tilefni, að lengi hef ég undrast hve vel stjórnanda Kiljunn- ar hefur tekist að halda jafnvægi milli reyndra höfunda og byrjenda, erlendra og innlendra, skáldsagna og ljóðabóka, skáldverka og fræði- rita. Efnisval hans og umfjöllun þyk- ir mér vitna um ást á viðfangsefninu, víðsýni og fágæta þekkingu. Enda sagt að maðurinn hafi frá unga aldri verið að sniglast í bóka- og blaða- skotum Reykjavíkur – og svamlar af einstökum krafti í hinu breiða bóka- flóði Íslands. Vonandi eru fleiri en ég á því að hafna beri kröfu í lok um- ræddrar greinar um að lokað verði fyrir „trúboð“ Egils Helgasonar í ríkisútvarpinu. Rætin árás á Egil Eftir Hörð Bergmann »Efnisval hans og umfjöllun þykir mér vitna um ást á við- fangsefninu, víðsýni og fágæta þekkingu. Hörður Bergmann Höfundur er kennari og rithöfundur og var fyrrum formaður Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslu- gagna. jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Fermingartilboð 20% afsláttur Danish Design – falleg gæðaúr á frábæru verði. Tilboðsverð frá 14.900 20%afsláttur kr. PIPA R\TBW A • SÍA • 15116 5 Frans páfi sagði í ávarpi á Péturstorgi um daginn að gömlu fólki ætti að sýna um- hyggju og virðingu og að ekki ætti að um- gangast gamalt fólk eins og geimverur. Og það væri dauðasynd að útiloka gamalt fólk frá mannlegu samfélagi. Hann bætti við að við sjálf værum gamla fólkið, fyrr eða síðar, þó að menn vilji ekki hugsa þá hugsun til enda. Að lokum sagði hann að ef að fólk lærði ekki að annast og virða eldra fólk, munu þeir sömu hreppa sömu hlutskipti þegar þeirra tími komi. Sterkt að orði kveðið enda mun þessi páfi ekki hafa talað neina tæpitungu frá því að hann tók við þessu æðsta emb- ætti kristinna manna. Allmargir þurfa á plássi á hjúkrunarheimili að halda þegar aldur fær- ist yfir og heilsan bilar. Þó að dvöl á hjúkr- unarheimili geti eðli máls samkvæmt ekki talist vera búseta á eigin heim- ili, er hægt að gera margt til að nálgast þá tilfinningu. Mörk, hjúkrunarheimili, er rekið í anda Eden-stefnunnar. Í henni er meðal annars lögð mikil áhersla á sjálfstæði og sjálfræði þeirra sem búa hjá okkur. Að leyfa þeim að ákveða allt það sem þeir geta í daglegu lífi, svo fram- arlega að ákvarðanir þeirra gangi ekki á hlut annarra heimilismanna. Auðvitað geta ekki allir tekið þessar tiltölulega einföldu ákvarðanir og er þeim þá hjálpað með það. Fleiri atriði felast í Eden-stefnunni. Til að útrýma einmanaleika, leiða og hjálparleysi, sem hrjáir marga heimilismenn hjúkrunarheimila, leggjum við áherslu á að fá börn og unglinga í heimsókn sem oftast, einnig gæludýr í heimsókn eða til varanlegrar dvalar og svo að hafa í umhverfinu gróður, blóm og tré í sem mestum mæli. Leikskólabörn frá Steinahlíð koma vikulega í heimsóknir til okkar, hitta heimilismenn, spjalla, lita myndir og skottast um. Þau koma til okkar á öskudegi og slá köttinn úr tunnunni og taka þátt í páskabingói og fleiri skemmtilegum uppákomum. Nem- endur Vogaskóla hafa unnið lífsleikn- iverkefni hjá okkur af stakri prýði og þá má nefna að nemendur Mennta- skólans við Sund hafa unnið íslensku- verkefni í samstarfi við heimilisfólkið og skilað því fullunnu eintaki þegar því er lokið. Með bros á vör og rauða rós til þess sem vann verkefnið með þeim. Með því að fá heimilisfólkið til liðs við unga fólkið nýtum við krafta þeirra og atgervi á jákvæðan og fal- legan hátt. Unga fólkið kynnist kost- um þeirra sem eru orðnir fullorðnir og sjá jákvæðar hliðar þeirra, læra að bera fyrir þeim virðingu og sýna þeim umhyggju. Á samstarfi sem þessu græða allir. Og með þessu er í það minnsta stigið lítið skref í afgeim- veruvæðingu aldraðra. Sem flestir þurfa að leggjast á eitt og leyfa þeim sem eldri eru að njóta sín, gefa sam- félaginu til baka og láta gott af sér leiða. Og gildir þetta jafnt á hjúkr- unarheimilum landsins sem annars staðar í samfélaginu. Máltækið sælla er að gefa en þiggja á ekkert síður við þá öldruðu en þá sem yngri eru. Afgeimveruvæðing aldraðra Eftir Gísla Pál Pálsson »Unga fólkið kynnist kostum þeirra sem eru orðnir fullorðnir og sjá jákvæðar hliðar þeirra. Læra að bera fyrir þeim virðingu og sýna þeim umhyggju. Gísli Páll Pálsson Höfundur er forstjóri í Mörk, hjúkrunarheimili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.