Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 11
Umvafinn Gunnar í vinnunni úti í garði með hluta af þeim þrjátíu hundum sem hann sér daglega um. ast út fyrir boxið og standa á eigin fótum. Mig langaði líka til að ná góðum tökum á enskunni.“ Þegar Gunnar fór að starfa sem hundalabbari árið 2002 var hann búinn að byggja upp ágætis tengslanet í hundaheiminum. „Bandaríska fjölskyldan sem ég vann hjá átti hund sem ég fór oft með í stóran garð, Prospect Park, en þar er alveg sérstakt hundalíf og þangað koma mjög margir með hundana sína á morgn- ana. Stundum eru mörg hundruð hundar í garðinum í einu og maður kynnist fólkinu.“ Gunnar segir hundalabbið hafa gengið svo vel að fjótlega hafi hann boðið kærustunni sinni, Normu, sem í dag er eiginkona hans, að hætta að vinna en koma frekar með honum í hundunum. „Hún gerði það og núna erum við Norma með um 30 hunda sem við förum saman með í garðinn alla morgna.“ Hundarnir eru nánast eins og börn eigenda sinna Gunnar og Norma eru með tvo bíla og sækja hundana að morgni og það tekur um einn og hálfan tíma að safna þeim öllum saman. „Við förum svo með þá í garð- inn í tvo tíma að leika og síðan sæki ég annan hóp af hundum um miðj- an daginn, en sumir hundanna eru með mér allan daginn. Þetta eru þrjú holl af hundum yfir daginn,“ segir Gunnar og bætir við að þau Norma fari líka með hundana á stórt svæði í Red Hood í Brooklyn, sem þau leigja sérstaklega til að láta hundana hlaupa og leika. „Við skiptum hundunum í leik- hópa og þetta er mjög skemmti- legt. Við byggjum upp traust og vináttusamband við hundana. Við viljum ekki stækka fyrirtækið og ráða til okkar fólk, af því þá miss- um við snertinguna við hundana. Við viljum sjá um þetta sjálf og vera vinir hundanna. Þetta er mikil ábyrgð, þetta eru lifandi skepnur og hundarnir eru nánast eins og börn eigenda sinna, þeir eru elsk- aðir. Margir vinna mjög langan vinnudag hér í New York og hafa ekki tíma til að sinna hundunum sínum yfir daginn, en fólk fer með hundana í frí um helgar.“ Imba var þolinmóð við borg- ardrenginn Gunnar segir að vissulega komi það fyrir að svona mörgum hundum lendi stundum saman. „Ég er fljótur að stoppa það af. Ég þekki alla hundana mjög vel og þeir eru vanir að blanda geði við aðra hunda og taka yfirleitt vel á móti nýjum í hópinn. Kosturinn er líka sá að langflestir þeirra eru geldir og þá eru þeir þægir, en ef það kemur ný hundur sem er ógelt- ur þá getur það vissulega skapað titring í hópnum.“ Gunnar segist vera mikill dýravinur enda ólst hann upp með hundum. „Þegar ég var strákur eign- aðist fjölskylda mín hund sem var með okkur allt sitt líf. Auk þess var ég alltaf í sveit á sumrin, á Rauðs- gili í Hálsahrepp, húsfreyjan á bænum, hún Imba, var algjört æði. Hún var yndisleg manneskja og af- skaplega þolinmóð við mig borg- ardrenginn sem hafði allt annað hugarfar en fólkið í sveitinni. Mér fannst algjör draumur að fá að vera á Rauðsgili og hún Imba gaf mér gott veganesti út í lífið.“ Hér er heimili mitt og líf mitt Þau Gunnar og Norma fengu sér sinn fyrsta hund fyrir nokkrum mánuðum og hann varð eins árs núna í mars. „Hann heitir fullu nafni Brynj- ólfur Valur Zoëga Gunnarsson en við köllum hann Binna. Hann er yndislegur og við elskum hann. Við keyptum okkur hús fyrir tveimur árum svo við erum loksins með góðar aðstæður til að vera með okkar eigin hund,“ segir Gunnar sem ætlar ekki að flytja til Íslands í bráð. „Hér er heimili mitt og líf mitt. Við Norma erum búin að koma okkur vel fyrir og byggja upp fyr- irtækið okkar. Norma er algjör engill en það reynir vissulega á að vera alltaf saman, bæði í vinnunni og fyrir utan vinnu. Hún er til dæmis miklu slakari en ég með hundana, ég vil hafa allt pottþétt sem tengist hundunum.“ Fjölskyldan Norma eiginkona Gunnars, börn hennar og stjúpbörn Gunnars, þau Pedro og Julia og hundur heimilisins, Benni, sem nýlega varð eins árs. Vetur í New York Gunnar krækir hundunum í sig og svo ganga allir saman. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 Viðburður undir heitinu Heim- ilislegir sunnudagar, þar sem fólk getur komið með börnin sín til að eiga notalega stund, verður á KEX hosteli við Skúlagötu á morgun, sunnudag, kl. 13. Þar ætlar Margrét Örnólfs- dóttir, handritshöfundur með meiru, að segja frá því hvernig saga verður að kvikmynd, en hún er handritshöfundur hinnar frá- bæru barna- og fjölskyldumyndar sem heitir Regína. Einnig samdi hún tónlistina við myndina. Dans- og söngvamyndin Regína verður einnig sýnd á Kexinu á heim- ilislega sunnudeginum, en þar segir frá henni Regínu sem er ósköp venjuleg 10 ára stelpa í Reykjavík sem uppgötvar dag einn að hún getur látið alls konar hluti gerast ef hún syngur um þá. Regína og Pétur vinur hennar taka saman höndum og hrinda af stað áætlun, sem varðar framtíð þeirra og foreldra þeirra. Þegar hinn óprúttni hárkollusölumaður Ívar dúkkar óvænt upp og flækir áætlanir barnanna magnast spennan. Fyrr en varir eru börnin orðin aðalhetjurnar í spennandi en jafnframt spaugilegu glæpa- máli. Allir eru velkomnir og aðgang- ur er ókeypis. Heimilislegir sunnudagar á Kexinu Sprell Regína og Pétur. Þau bralla margt saman í kvikmyndinni um hana Regínu. Magga Örnólfs segir frá mynd- inni Regínu sem líka verður sýnd Handritshöfundur Margrét Örnólfsdóttir. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Cuero Mariposa Hönnuðir: Bonet, Kurchan & Ferrari Hannaður 1938 Leður verð 169.000,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.