Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Hljómsveitin Singapore Sling heldur tónleika í kvöld á skemmti- staðnum Húrra í tilefni af útgáfu plötu sinnar The Tower of For- onicity. Þá er platan Psych Fuck væntanleg í sumar. Blaðamaður ræddi stuttlega við Henrik Björnsson, söngvara og gítarleik- ara sveitarinnar, um plötuna og það sem framundan er. Meira stuð -Hvernig eru þessar tvær plöt- ur, The Tower of Foronicity og Psych Fuck, frábrugðnar fyrri plötum Singapore Sling? „Þær eru meira stuð.“ -Er um eina heild að ræða og ef svo er, hví var ákveðið að gefa verkin út sitt í hvoru lagi? „Ég var með svo mörg lög að þau komust ekki fyrir á einni plötu. Ég íhugaði að gera tvöfalda plötu en sá að það hefði verið of stór biti. Ég ákvað því að gera tvær plötur. Þær eru hvor um sig einstæð heild þótt þær tengist auðvitað þar sem þær voru teknar upp á sama tíma og sama stað,“ segir Henrik. -Hvað er Foronicity? „Það mun vera foronía á ís- lensku, þ.e.a.s. fáránleiki.“ -Eru textarnir á plötunni að ein- hverju leyti ádeila á Reykjavík og Íslendinga, samanber lagið „Ab- solute Garbage“? Er Reykjavík þreyttari en aðrar borgir? „Ég veit ekki hvort Reykjavík er þreyttari en aðrar borgir. Ég bara þekki Reykjavík betur en aðrar borgir. Þetta er örugglega svipað alls staðar. Allir fastir í einhverri tilgangslausri lúppu, ét- andi skít daginn út og daginn inn.“ Mannabreytingar tíðar -Sveitin hefur tekið þónokkrum stakkaskiptum að mér skilst, hverjir eru um borð í bandinu sem stendur? „Mannabreytingar eru tíðar í Singapore Sling. Þeir sem hafa áhuga á að vita hverjir eru í band- inu núna geta séð það á laugar- daginn.“ -Hvernig verður tónleikunum á Húrra háttað, verða lög af báðum plötum tekin? Hvað með eldri lög? „Við munum einbeita okkur að lögum af The Tower of Foronicity og einnig taka nokkur gömul. Engin lög af Psych Fuck núna. Við einbeitum okkur að þeim þeg- ar Psych Fuck kemur út í sumar. Það stóð reyndar til að hún kæmi út núna í mars en útgáfu hefur verið frestað um þrjá mánuði.“ -Sveitin Pink Street Boys hitar upp, ná sveitirnar tvær vel sam- an? „Já við náum vel saman og Pink Street Boys er eitt af mínum uppáhaldsböndum í dag.“ -Þið leggið síðan af stað í tón- leikaferðalag, hvert verður farið? „Við hefjum tónleikaferðalagið í Englandi þar sem við spilum í London, Bristol og Manchester. Síðan förum við til meginlandsins. Þar spilum við nokkra tónleika í Frakklandi, Þýskalandi og á Ítal- íu. Svo spilum við einnig í Vín, Ljubljana og Brussel.“ Ljósmynd/Heiða Jónsdóttir Dulúð Kynningarmynd fyrir Singapore Sling, sveipuð dulúð. Henrik segir plöturnar The Tower of Foronicity og Psych Fuck frábrugðnar fyrri plötum Singapore Sling að því leyti að þær séu meira stuð. „Allir fastir í einhverri tilgangslausri lúppu“  Singapore Sling fagnar útgáfu The Tower of Foronicity á Húrra  Tónleikaferðalag um Evrópu framundan Ljósmynd/Heiða Jónsdóttir Forsprakkinn Henrik Baldvin Björnsson úr Singapore Sling. Una Björg Magnúsdóttir opnar í dag kl. 17 sýninguna TENDER BEND í Kling & Bang galleríi á Hverfisgötu. Er það fyrsta einka- sýning Unu. „Grunnhugmyndir um skúlptúr, teikningu og eiginleika gjörningsins koma við sögu í TEN- DER BEND, skv. tilkynningu, bið, spenna, endurtekning og hið ein- staka augnablik eigi sér stað sam- tímis. Una útskrifaðist með BA- gráðu frá myndlistardeild Listahá- skóla Íslands í fyrravor. „Um sýningarrýmið hlykkjast sérsmíðuð braut sem lagar sig laus- lega að formi rýmisins. Tveir kapp- akstursbílar með hvítt blað á milli sín keyra stöðugt eftir brautinni. Þessi skúlptúr ferðast fjálglega eft- ir henni og leggur þannig áherslu á teikningu brautarinnar, teikningu sem reiðir sig á form rýmisins. Sviðsett teikning, sem endurtekur sig út í það óendanlega,“ segir m.a. í tilkynningu og vitnað í Unu sem segir hugmyndina að brautum hafa vaknað þegar hún kíkti inn um glugga hjá fatahreinsun. „Hún var að vísu lokuð og allt slökkt, en fata- brautin ef svo má kalla, liðaðist ótrúlega fallega um litla og þrönga rýmið. Hún hafði verið sérsmíðuð inn í þetta rými til þess að nýta það sem best,“ segir Una sem sérsmíð- aði slíka braut fyrir sýninguna í Kling & Bang. Hluta hennar má sjá á meðfylgjandi ljósmynd. Fyrsta einkasýning Unu Bjargar Braut Hluti af verki á sýningu Unu. Tónleikasýningin TINA – drottning rokksins verður frumsýnd í Eld- borg í Hörpu 2. maí nk. Á morgun kl. 14-18 verða haldnar dans- prufur í World Class í Laugum og leitað að fjór- um kvenkyns dönsurum, 18 ára og eldri, fyrir hlutverk í sýningunni sem verður einnig flutt í Hofi á Ak- ureyri. Þær sem vilja spreyta sig verða að skrá sig með tölvupósti, senda nafn, símanúmer og upplýs- ingar um fyrri verkefni á rigg- @rigg.is og merkja „Dansprufur Tina“. Danshöfundur sýningar- innar er Yesmine Olsson, Filippía Elísdóttir sér um búninga og stjórn- andi er Friðrik Ómar Hjörleifsson. Leitað að dönsurum fyrir Tinu-sýningu Yesmine Olsson Lína Langsokkur –★★★★ – S.J. fbl. Billy Elliot (Stóra sviðið) Lau 7/3 kl. 19:00 2 k. Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Sun 8/3 kl. 19:00 3.k. Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Þri 10/3 kl. 19:00 aukas. Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Mið 11/3 kl. 19:00 4.k. Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Mið 22/4 kl. 19:00 Fim 12/3 kl. 19:00 5.k. Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 15/3 kl. 19:00 6.k. Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Fös 24/4 kl. 19:00 Þri 17/3 kl. 19:00 aukas. Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Sun 26/4 kl. 19:00 Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Mið 29/4 kl. 19:00 Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 8/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Lau 11/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fös 20/3 kl. 20:00 Frums. Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Sun 22/3 kl. 20:00 2.k Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Þri 24/3 kl. 20:00 aukas. Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Mið 25/3 kl. 20:00 aukas. Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Fim 26/3 kl. 20:00 3.k. Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fös 27/3 kl. 20:00 4.k. Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Sun 29/3 kl. 20:00 aukas. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Mið 8/4 kl. 20:00 5.k. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Fim 9/4 kl. 20:00 6.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Fös 10/4 kl. 20:00 aukas. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 7/3 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Fim 12/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Lau 7/3 kl. 19:30 26.sýn Lau 21/3 kl. 19:30 28.sýn Sun 15/3 kl. 19:30 27.sýn Sun 29/3 kl. 19:30 29.sýn Ný sviðsetning frá sömu listamönnum og færðu okkur Engla alheimsins. Konan við 1000° (Stóra sviðið) Lau 14/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 20/3 kl. 19:30 52.sýn Aukasýningar á Stóra sviðinu. Karitas (Stóra sviðið) Sun 8/3 kl. 16:00 Aukas. Sun 8/3 kl. 19:30 36.sýn Allra síðustu sýningar. Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Lau 7/3 kl. 13:30 Sun 15/3 kl. 13:30 Sun 22/3 kl. 13:30 Sun 8/3 kl. 13:30 Sun 15/3 kl. 15:00 Sun 22/3 kl. 15:00 Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn! Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 7/3 kl. 14:00 5.sýn Lau 14/3 kl. 16:00 8.sýn Lau 28/3 kl. 14:00 Lau 7/3 kl. 16:00 6.sýn Lau 21/3 kl. 14:00 Lau 28/3 kl. 16:00 Lau 14/3 kl. 14:00 7.sýn Lau 21/3 kl. 16:00 Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu Segulsvið (Kassinn) Fim 12/3 kl. 19:30 Frums. Fim 19/3 kl. 19:30 3.sýn Fim 26/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 13/3 kl. 19:30 2.sýn Sun 22/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 27/3 kl. 19:30 6.sýn Nýtt leikverk eftir Sigurð Pálsson Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Minnisvarði (Aðalsalur) Lau 7/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Fös 27/3 kl. 20:00 Mið 11/3 kl. 20:00 Sun 22/3 kl. 20:00 Sun 29/3 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Mið 25/3 kl. 20:00 Eldbarnið (Aðalsalur) Sun 8/3 kl. 14:00 SÍÐUSTU SÝNINGAR Minningartónleikar Elísabetar Sóleyjar (Aðalsalur) Fim 26/3 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.