Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 Alexei Navalní, einn af helstu gagnrýnendum ríkis- stjórnar Rússlands, lauk í gær afplánun tveggja vikna dóms fyrir að hafa skipulagt ólöglegan fund á almanna- færi. Lofaði Navalní því að baráttu sinni gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta væri hvergi nærri lokið, og sagði för sinni heitið að grafreit Boris Nemtsovs, sem var myrtur í síðustu viku, en Navalní og Nemtsov þekktust vel. Navalní hefur áður komist í kast við lögin, en hann var einn af helstu skipuleggjendum stórra mótmæla í Moskvu árin 2011-2012. Í kjölfar þeirra var löggjöf um fundi á almannafæri hert. Navalní var dæmdur í febr- úar fyrir ítrekuð brot á þeirri löggjöf, en til hans náðist þar sem hann var að dreifa auglýsingum í neðanjarð- arlestarkerfi Moskvu. Launin lækkuð fram til næstu áramóta Pútín tilkynnti í gær að hann hefði lækkað laun sín um 10%, og hefði lækkunin tekið gildi frá og með 1. mars og næði til 31. desember næstkomandi. Lækkunin mun einnig ná til nokkurra af helstu embættismönnum Rússlands, eins og forsætisráðherrans Dmitrí Medve- dev, auk allra starfsmanna forsetaembættisins og ráðu- neytanna. Laun Pútíns voru þrefölduð á síðasta ári, þar sem laun forseta voru orðin lægri en ráðherra hans. Talið er að lækkunina nú megi einkum rekja til versnandi af- komu rússneska hagkerfisins, en lækkandi olíuverð ásamt falli rúblunnar í desember hefur dregið úr hag- vexti. sgs@mbl.is Navalní frjáls ferða sinna  Pútín lækkar laun sín og annarra æðstu embættis- manna Rússlands um 10% AFP Í forsæti Pútín stýrði í gær fundi öryggisráðs Rúss- lands, en laun hans voru lækkuð um 10% í gær. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Við megum ekki þegja yfir þessu. Eyðilegging á menningarlegum verð- mætum er stríðsglæpur. Ég kalla eft- ir því að pólitískir og trúarlegir leið- togar standi upp gegn þessari villimannslegu hegðun,“ segir Irina Bokova, aðalframkvæmdastjóri Mennta-, vísinda- og menningarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO um þá eyðileggingu, á rústum assýr- ísku fornborgarinnar Nimrud í Írak, sem meðlimir Ríkis íslams standa á bak við. Gimsteinn frá 13. öld Nimrud er einn helsti gimsteinn sem varðveist hefur frá Assyríutíma- bilinu. Borgin var stofnuð á 13. öld fyrir Krist og er við Tígrisána í um 30 km fjarlægð frá Mosul, annarri stærstu borg Íraks. Rústir Nimrud eru um 30 kílómetra suðaustur af Mosul, sem Ríki íslams hefur á sínu valdi. Vígamennirnir hafa jafnað a.m.k. hluta af borginni við jörðu með því að keyra stóra trukka yfir landsvæðið. Þetta kom fram í tilkynningu sem fornminja- og ferðamálaráðuneyti Íraks sendi frá sér. Það er huggun harmi gegn að í ýmsir fornmunir úr borginni hafa varðveist í listasöfnum víða um heim. Í London eru t.a.m. varðveitt stórar styttur af vængjuð- um nautum úr borginni. „Ég er miður mín. Þetta var samt sem áður tímaspursmál. Núna bíðum við eftir myndbandinu. Þetta er sorg- legt,“ segir Abdulamir Hamdani íraskur fornleifafræðingur við Stony Brook-háskólann í New York. Hann bætir við að hann óttist að Hatra verði næst fyrir barðinu á vígamönn- um. En Hatra er mjög vel varðveitt borg sem er yfir 2.000 ára gömul og er á heimsminjalista UNESCO. Íraski fornleifafræðingurinn, Dr. Lamia Al- Gailani, tekur í sama streng og Hamdani og segir: „Þeir eru að tor- tíma sögu okkar. Ég vildi að ég vakn- aði upp af þessum draumi.“ Að sögn stjórnvalda í Írak er þetta enn ein árásin sem hryðjuverkasam- tökin gera á fornminjar í landinu. Liðsmenn Ríkis íslams hafa unnið mikil skemmdarverk á safni í Mosul í norðurhluta Íraks og eyðilagt fjölda ævafornra listaverka. Samtökin sendu frá sér myndband nýverið af eyðileggingunni sem sýnir menn með sleggjur brjóta í mél mann- hæðarháar styttur og önnur menning- arverðmæti. Í því myndbandi kemur fram að styttunum sé lýst sem fals- guðum og það réttlæti framferði víga- mannanna að þeirra sögn. Tortímingin stríðsglæpur  Meðlimir Ríkis íslams hafa eyðilagt hluta borgarinnar Nimrud  Óttast örlög Hatra sem er yfir tvö þúsund ára gömul borg á heimsminjaskrá UNESCO AFP Fornminjar Myndin er tekin í júlí árið 2001 sem sýnir íraska verkamenn hreinsa styttu af vængjuðu nauti í Nimrud. Borgin Nimrud » Einn helsti gimsteinn sem varðveist hefur frá Assyríu- tímabilinu. » Borgin var stofnuð á 13. öld fyrir Krist og er við Tígris- ána í um 30 km fjarlægð frá Mosul, annarri stærstu borg Íraks. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is John Major, fyrrverandi forsætis- ráðherra Bretlands, segir það vera „skammarlegt“ að forsvarsmenn Verkamannaflokksins hafi ekki úti- lokað samstarf við flokk skoskra þjóðernissinna, SNP, ef það fari svo að flokkarnir tveir fái meirihluta þingmanna til samans í almennu þingkosningunum, sem fara fram í maí. Í grein sinni sem birtist í blaðinu Daily Telegraph sagði Major að hætta væri á því að skoskir þjóðernissinnar myndu nýta sér oddaaðstöðu sína og knýja Verka- mannaflokkinn til þess að koma fram sínum heit- ustu stefnumál- um, en þar á með- al eru hærri skattar, kjarn- orkuafvopnun Bretlands og frelsi Skotlands undan ríkjasambandinu við England. Major tók fram að hann væri Eng- lendingur sem hefði alltaf dáðst að Skotum, en að hann hefði varað við því frá upphafi að aukin völd til Skot- lands myndu einungis leiða af sér aukinn styrk skoskra þjóðernis- sinna. Hvatti hann Verkamanna- flokkinn til þess að nýta flokksþing sitt í Edinborg, höfuðstað Skotlands, sem haldið verður í dag til þess að hafna samstarfi með þeim sem vildu leysa upp Stóra-Bretland. Myndu gefa eftir með Trident Þegar einungis um tveir mánuðir eru til kosninga benda flestar kann- anir til þess að enginn flokkur muni ná hreinum meirihluta á þinginu. Hins vegar er líklegt að skoskir þjóð- ernissinnar myndu vera í oddaað- stöðu, þar sem allt stefnir í að þeir verði þriðji stærsti flokkurinn á þingi, þrátt fyrir að vera eingöngu með um 5% fylgi. Nicola Sturgeon, leiðtogi skoskra þjóðernissinna, sagði í gær að flokk- ur sinn myndi ekki standa í vegi fyrir því að Bretar uppfærðu kjarnorku- vopnabúr sitt, og að það þyrfti því ekki að standa í vegi fyrir samkomu- lagi á milli Verkamannaflokksins og þjóðernissinna. Flokkurinn hefur hins vegar þegar útilokað samstarf við Íhaldsflokkinn. Vill að Miliband hafni Skotum  Tveir mánuðir eru þangað til Bretar kjósa til þings  Allt óvíst um niðurstöðuna John Major Bandaríski leik- arinn Harrison Ford, sem þekkt- ur er fyrir hlut- verk sín í mynd- unum um forn- leifafræðinginn Indiana Jones og Stjörnustríð, dvelur nú á sjúkrahúsi, en flugvél hans brotlenti á golfvelli í nágrenni Los Angeles-borgar í fyrrakvöld. Óttast var í fyrstu að leikarinn væri í lífs- hættu, en fljótlega kom í ljós að svo var ekki. Ford hlaut nokkra skurði á enni sem blæddi mikið úr en gert er ráð fyrir því að hann muni ná fullum bata. Nýlega var tilkynnt að Ford myndi leika í mynd Ridleys Scotts, Blade Runner 2, en tökur eiga að hefjast á næsta ári. HARRISON FORD Dvelur á sjúkrahúsi eftir flugslys Harrison Ford Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu vill að Bandaríkjamenn taki þátt í land- hernaði gegn hryðjuverkasamtök- unum Ríki íslams í Írak og Sýr- landi. Bandaríkjamenn hafa hingað til gripið til loftárása á vígi samtak- anna. Ráðherrann, Saud al-Faisal prins, sagði í gær að bandamenn þyrftu nauðsynlega að taka hönd- um saman til þess að mæta samtök- unum á jörðu niðri. Hann sagði einnig við fjölmiðla að Íranar væru að reyna að ná völdum í nágranna- ríkinu Írak með aðstoð sinni í bar- áttunni gegn Ríki íslams. SÁDI-ARABÍA Vill fá aðstoð Bandaríkjamanna Nöfnum á 107 skólum í Pak- istan hefur verið breytt og eru þeir nefndir eftir nemendum sem létust í árás skæruliða 16. desember síðast- liðinn í grunn- skóla í Peshaw- ar. Rúmlega 60 skólar í borginni Peshawar bera nú nafn þeirra sem létust í árásinni en alls létust um 150 nemendur. Kenn- arar í mörgum skólum hafa fengið þjálfun í að nota skotvopn sem þeir nú bera í kennslustund. PAKISTAN Nefndu skóla eftir fórnarlömbum árásar Æfing Kennari á skotvopnaæfingu. Þessir Indverjar í útjaðri borg- arinnar Ahmedabad böðuðu sig upp úr tómötum á vorhátíðinni Holi sem oftast er nefnd hátíð litanna eða há- tíð ástarinnar. Á hátíðinni er komu vorsins fagnað og er hún haldin eft- ir fyrsta fulla tunglið í marsmánuði. Hátíðin tengist hindúatrú og er haldin í Suður-Asíu. Í seinni tíð hef- ur hátíðin breiðst út til Evrópu enda ekki furða, þar sem ást og litir eru allsráðandi. AFP Baða sig upp úr tómötum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.