Morgunblaðið - 07.03.2015, Síða 29

Morgunblaðið - 07.03.2015, Síða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 ÁEvrópumóti einstaklinga,sem nú stendur yfir í Jerú-salem í Ísrael, er baristum 23 sæti í heimsbik- arkeppni FIDE og Hannes Hlífar Stefánsson á góða möguleika á því að hreppa eitt þessara sæta en hann vann skák sína í níundu umferð sem fram fór á fimmtudaginn og reiknast efstur þeirra fjölmörgu sem eru með 6 vinninga og er í 15. sæti. Þegar þetta er ritað eru tvær um- ferðir eftir og margt sem bendir til þess að nái Hannes 7 vinningum úr 11 skákum dugi það honum til að komast í heimsbikarkeppnina. Því veldur að ýmsar breytur eru honum hagstæðar, t.d. eru meðalstig and- stæðinga hans óvenju há; hann hefur t.a.m. aðeins teflt við einn skákmann undir 2600 elo-stigum. En þetta kemur allt á daginn þegar mótið verður gert upp eftir lokaumferðina sem fram fer á morgun, sunnudag. Efstir eru Úkraínumaðurinn Kora- bov, Tékkinn Navara og Rússinn Najer, allir með 7 vinninga. Frammistaða Hannesar reiknast upp á 2706 elo sem er besti árangur sem hann hefur náð í langan tíma. Hann hefur unnið þrjá skákmenn sem eru yfir 2600 elo-stigum og að- eins tapað einni skák í mótinu. Guð- mundur Kjartansson er einnig meðal 250 skákmanna sem hófu mótið. Bar- áttuglaður skákmaður en þyrfti að tefla af örlítið meira öryggi. Enn hef- ur hann ekki gert eitt einasta jafn- tefli! Hann hefur átt erfitt upp- dráttar gegn stigahærri andstæðingum: hefur unnið og tapað á víxl og allar skákir sem hann hefur teflt hafa unnist á hvítt. Hann er með 5 vinninga og er í 114. sæti. EM Jerúsalem; 9. umferð: Hannes Hlífar Stefánsson – Vikt- or Erdos (Ungverjaland) Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12. Rbd2 He8 13. Rf1 g6 14. a4 Bd7 15. Bg5! Ég er ekki viss um að Keres eða aðrir sérfræðingar Tschigorin- afbrigðisins hefðu verið ánægðir með taflmennsku svarts sem ekki hefur hirt um að skapa sér mótsspil eftir c-línunni eða á miðborðinu. Með þessum hellir hvítur sér út í barátt- una um d5-reitinn. 15. … Bc6 16. Re3 cxd4 17. cxd4 Rc4? Það er ekki auðvelt að finna góðan leik en þessi er hreinlega slæmur, c4 – peðið sem nú birtist er augljós veikleiki. 18. Rxc4 bxc4 19. Dd2 Bb7 20. Hac1 Hac8 21. Bb1 Db8?! Drottningin stendur ekki vel á b7, betra var 21. … a5. 22. d5! Rh5 23. Ba2 c3 24. Hxc3 Hxc3 25. Dxc3 Bxg5 26. Rxg5 Dd8 27. Rf3 Rf4 28. h4!? Í sjálfu sér ágæt lausn en einnig kom til greina að leika 28. Bc4 og síð- ar – Bf1. 28. … Dd7 29. g3 Hc8 30. De3 Hc2?! Þetta lítur ágætlega út en senni- lega var betra að reyna 30. … Rh3+ 31. Kg2 Hc2 32. He2 Hxe2 33. Ddxe2 Dxa4 34. Bc4 Dd7 þó að riddarinn standi tæpt á h3. 31. Rg5 Dg4 Svartur virðist eiga von um mót- spil en næsti leikur Hannesar kæfir þær vonir. 32. Bb3! He2 Það er engan betri leik að finna, 32. … Hxb2 er svarað með 33. Bd1! og vinnur. 33. Hxe2 Rxe2+ 34. Kh2 Rd4 35. Dd3 Dc8 36. Bc4 a5 37. b3 Dc5 38. Kg2 Dc7 Um leið og Erdos lék þessum leik féll hann á tíma. Það sparaði honum sennilega miklar þjáninar því til lengri tíma litið er staða hans harla vonlítil. Góðir leikir eru 39. h5 eða 39. Rf3. Eftir uppskipti á riddurum á hvítur að geta leikið b3-b4 og eftir það ræður svartur ekki við frelsingj- ann á a-línunni. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Hannes Hlífar á góða möguleika á sæti í heimsbikarkeppninni              ! " #" #  $  % & "  #  '(  % !#  ) *% ( #" & "  +!%  !#  ,& "- !%)  !%) %- !%) #  !%) #  !%   ./ 0) 12!%) &!%) 3!% #"   ! • Menntaskólinn við Hamrahlíð er ríkisskóli sem starfar samkvæmt framhaldsskólalögum. • Hlutverk skólans er að mennta nemendur til stúdentsprófs með áherslu á undirbúning fyrir nám í háskólum.   • Markmið Menntaskólans við Hamrahlíð er velgengni brautskráðra nemenda og að skólinn sé fyrirmynd um framsækna kennslu, góða stjórnsýslu og rækt við menningu og listir.    • Í Menntaskólanum við Hamrahlíð eru ólíkar þarfir einstaklinga virtar og gengið er út frá vilja nemenda til að axla ábyrgð. • Áhersla er lögð á fjölbreytni í valhluta námsins og kappkostað er að kynna nemendum vinnubrögð sem tíðkast í háskólanámi. Það er æðimargt sem kemur upp í hug- ann þegar skyggnst er um af bæjarhlaðinu hjá gömlum manni, sumt ánægjulegt, ann- að miður. Hrundóm- arnir koma fyrst upp í hugann enda ræki- legast tíundaðir, sann- arlega kominn þarfur uppgjörstími og ekki meira um það. Hins vegar vil ég segja, að það er ógæfu- merki eða hefur þótt það í okkar ís- lenzka samfélagi að veitast að liggj- andi manni, hvað þá sparka í hann. Og vangavelturnar um vistun sak- borninga eru afar ógeðfelldar og hverju í veröldinni eiga þær að þjóna? Flugvallarmálið er eitt dæmi um það þar sem menn vaða fram af frekju og offorsi segjandi eins og óþægir krakkar: Ég á, ég má. Þar hljóta einhverjir undarlegir hags- munir að vera á bak við. Rétt í þessu var ég að heyra að þurft hefði að nota neyðarbrautina svokölluðu og einnig sagt af þeim sem þekkir vel til, að í illviðrunum að undanförnu hafi þetta gerst nokkrum sinnum. Sá sem sagði mér bætti um betur og sagði: „Hvað varðar þetta rauðvín- slegna kaffihúsalið um það hvort sjúklingar landsbyggðarinnar geti átt örugga braut á flugvellinum þeg- ar bráð lífshætta steðjar að?“ Hörð orð en hann gat sjálfur trútt um tal- að hafandi bjargast fyrir tilveru neyðarbrautarinnar. Ég var starfsmaður Öryrkja- bandalags Íslands alllengi og þá varð mér dagljóst mikilvægi góðrar ferðaþjónustu fyrir fatlaða, þar var unnið gott starf af hálfu Sjálfsbjargar miðað við þann annars þrönga stakk fjárhagslega sem þeim var skorinn. En það heyrði til und- antekninga að undan sjálfri þjónustunni væri kvartað, enda þekkti ég starfsmenn þar að ein- stökum eðliskostum, þar sem fólkið sem ferðast þurfti var alltaf í fyrsta sæti. Nú virðist annað uppi á teningnum og ætla ég ekki að hafa mörg orð þar um, en hart þótti mér að sjá og heyra að hinum ágætustu fötluðu starfs- mönnum sem fyrir voru skyldi vera sagt upp af þeim ástæðum að þeir gætu ekki unnið fullan vinnudag. Þá er nú betra að hafa starfsmenn sem skilja fatlaða eftir í reiðileysi eða gjöra sig seka um aðra glópsku eða hvað að dómi þeirra sem þarna ráða nú ferð. Máske Eyjólfur hressist þrátt fyrir allt eftir endalausa mis- takaröð og augljósa handarbaka- vinnu í aðdraganda breytinganna. Og svo eru það fregnirnar um að nú þurfi borgin að taka þjónustu úr höndum Samhjálpar sem hefur innt hana af hendi af stakri prýði. Það veit ég af viðtölum við svo marga fyrr og síðar, að þar var virkilega vel að verki staðið. Finnst þeim sem ráða ferðinni þarna niðri í Tjörninni virkilega, að betur verði fyrir séð hjá borginni hafandi ferðaþjónustu fatl- aðra sem víti til varnaðar, svo ekki sé meira sagt? En síðustu óstað- festar fregnir herma reyndar að menn hafi vitkast og er það vel. Og svo eru það fregnirnar um að það sama ríkisvald sem hefur gefið þeim bezt settu milljarða á milljarða ofan hefur nú sýnt reisn sína með því að fjármagna ekki lengur endurhæf- ingardeild þá á Hrafnistu sem hefur verið svo mörgum dýrmæt. Þvílík býsn, segi ég nú bara, en reyndar í samræmi við ýmislegt annað sem ekki skal tíundað hér, aðeins minnst á 25 ára markið sem sett er á nem- endur í framhaldsnámi sem af ein- hverjum ástæðum hafa orðið fyrir seinkunum í námi sínu. En í lokin verð ég að víkja að því áhugamáli mínu að sem allra flestir megi verða frjálsir við hvers konar fíkniefni, þar sem sannað er að áfengið er mikilvirkasti skaðvald- urinn. Samt eru til menn sem halda það hina mestu nauðsyn að áfeng- issala sé svo nærri fólki að hún verði að vera í góðu göngufæri við hvern og einn. Ekki síður vilja ótrúlega margir gefa öllu lausan tauminn í áfengissölunni, svo gróðapungarnir megi græða sem allra mest á ógæfu annarra. Mikið hefur það þó glatt þessa menn þegar það fregnaðist að janúarsala ÁTVR hefði verið rúmum 8% meiri en í janúar í fyrra. En þeir hugsa eflaust að enn meira hefði nú verið drukkið ef „frelsið“ hefði verið við lýði og þá um leið hefði gróðinn lent í öðrum og verðugri vasa að þeirra dómi. En hvað sem öllu þessu líður þá hækkar sól á lofti og daginn lengir stöðugt og svo er farið að grilla í vorkomuna ef maður er bjartsýnn. Þá birtir vonandi yfir útsýninu af bæjarhlaði þess gamla. Af bæjarhlaðinu Eftir Helga Seljan Helgi Seljan » Þá er nú betra að hafa starfsmenn sem skilja fatlaða eftir í reiðileysi eða gjöra sig seka um aðra glópsku. Höfundur er form. fjölmiðlanefndar IOGT. Erum við Íslendingar upp til hópa sóðar? Ég er mikið á ferðinni í Ár- bænum, fótgangandi eða í stræt- isvagni, og tek eftir því að tyggjó- klessur og sígarettustubbar rata ekki rétta leið í ruslafötur. Eins er mikið um það að fólk skilji eftir poka við gáma sem eru orðnir fullir. Á gámunum er þó símanúmer sem hægt er að hringja í ef þeir eru orðn- ir fullir. Tökum okkur á. Árbæingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Sóðaskapur Hrafnar og rusl Hér hafa tveir hrafnar komist í góðgæti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.