Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 Broshýrar borgardætur Það gekk á með éljum og hraglanda þegar þessar glaðværu vinkonur brostu framan í heiminn og gengu niður Bankastræti á vit ævintýra í miðborg Reykjavíkur í gær. Eggert Í opinberri tilkynn- ingu um fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og Ibrahims S.I. Alibra- him, sendiherra Sádi- Arabíu á Íslandi, er upplýst að yfirvöld í Sádi-Arabíu hyggist leggja fram 135 millj- ónir króna til bygg- ingar mosku í Soga- mýri. Er fjölmiðlar leituðu viðbragða Sverris Agnarssonar, formanns Fé- lags múslima á Íslandi, gat hann ekki leynt ánægju sinni og sagði fé Sáda „gleðifréttir“. Sverrir kvaðst reyndar ekki hafa vitað um ákvörðun Sáda, en „allt í einu birtust ein- hverjar 135 milljónir“. Þetta væri „mjög góð byrjun“. Þegar gengið var á Sverri viðurkenndi hann að hafa verið í sambandi við sádi-arabíska sendiráðið „í gegnum tíðina“. Hann hefði útskýrt fyrir Sád- um að félagið hefði í hyggju að byggja mosku og „það kannski náði í gegn“. Leynd yfir fjár- mögnun moskunnar Sú atburðarás sem nú á sér stað var fyr- irséð. Áður en Reykja- víkurborg úthlutaði fé- laginu lóð í Sogamýri lýsti Salmann Tamimi, fyrrverandi formaður félagsins, því yfir að ekki kæmi til greina að moskan yrði byggð fyrir erlent fé. Annars væri hætta á að menn misstu stjórnartaumana. Í kjölfar lóðarúthlutunarinnar hefur Sverrir Agnarsson hins vegar játað að fé kunni að verða sótt erlendis frá. Sú frásögn Sverris, að hann hafi fyrst frétt í fjölmiðlum af fyrirhug- aðri peningagjöf Sáda er ósennileg, sérstaklega í ljósi þess að Sverrir kveðst sjálfur vera í Lundúnum þar sem hann á fund með öðrum múslim- um um byggingu moskunnar. Að manni læðist óneitanlega sá grunur að ætlunin hafi verið að halda leynd um það hverjir standi að baki fjár- mögnun moskunnar. Norðmenn sögðu nei Óhætt er að segja að tvær grímur renni nú á þá sem hafa fram til þessa stutt fyrirætlanir Félags múslima á Íslandi. Eins og svo oft hafa frændur vorir í Noregi meiri reynslu en við þegar kemur að málefnum múslima. Á árinu 2010 stóð Jonas Gahr Støre, þáverandi utanríkisráðherra og leið- togi norska Verkamannaflokksins, í vegi fyrir því að Sádi-Aröbum yrði heimilað að koma með fé til Noregs til að byggja moskur. Jonas var kurteis og kvað slíkt ekki koma til greina þar sem Sádi-Arabar virtu ekki trúfrelsi. Í þessu sambandi benti hann á að í Sádi-Arabíu væri refsivert að stofna söfnuð kristinna manna. Í eyrum flestra hljómar óhugn- anlega þegar hérlendur trúarsöfn- uður hyggst taka við fé frá einræð- isríki þar sem mannréttindi, hvort heldur karla, kvenna eða barna, eru fótum troðin. Sverrir Agnarsson hefði getað reynt að telja okkur trú um að allt sé í góðu lagi í Sádi-Arabíu og að við hefðum ekkert að óttast þótt þeir byggðu fyrir hann mosku. Trúverðugleikinn er hins vegar horf- inn. Enginn hefði trúað honum. Sverrir taldi þess vegna viðeigandi að gera lítið úr áhyggjum frétta- manns Ríkisútvarpsins um að féð ætti að koma frá ríki þar sem mann- réttindi eru ekki í hávegum höfð: „… ég veit ekki hvaðan peningar koma upprunalega. Er þetta ekki bara allt upp runnið á sama stað?“ Hvað segir mannréttindaráð? Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur varð hugsi þegar fréttir af fé Sáda voru bornar undir hann. Hann ætlar að leita ráða hjá mann- réttindaskrifstofu borgarinnar, enda er hann vanur að vísa óþægilegum málum til undirmanna sinna. Mann- réttindaskrifstofan mun væntanlega fara yfir þau skilyrði sem sett voru fyrir lóðarúthlutuninni og taka fyrir hvort rétt sé að taka við fé frá ríkjum sem virða ekki mannréttindi. Ein- hver kynni jafnvel að telja það skipta máli að Sádi-Arabía er talin hafa hugmyndafræðilega samstöðu með Ríki íslams. Hvað Sverri Agnarsson varðar þá hefur hann augljóslega ekki í hyggju að gera hreint fyrir sínum dyrum. Íslendingum munu því ekki nægja yfirlýsingar hans um að fénu fylgi engin skilyrði. Eftir Gústaf Níelsson » Í kjölfar lóðarút- hlutunarinnar hefur Sverrir Agnarsson hins vegar játað að fé kunni að verða sótt erlendis frá. Gústaf Níelsson Höfundur er sagnfræðingur. „Gleðifréttir“ Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, er mikilvægt að minnast þeirra sem rutt hafa braut- ina í jafnréttisbaráttunni. Þær hafa með dugnaði, elju og með veskið stútfullt af baráttuhug opnað dyr fyrir konur sem áður hafa verið lok- aðar. Þær hafa einnig opnað um- ræðuna um ofbeldi gegn konum sem er þó enn alheimsplága og þar er Ísland hvergi undanþegið, því miður. Mér þykir ástæða til að þakka sérstaklega einum hópi baráttu- kvenna sem staðið hefur vaktina í 25 ár. Það eru Stígamót sem standa á þessum tímamótum en starfs- konur Stígamóta hafa aðstoðað um 7.000 einstaklinga á þessum 25 ár- um. Einstaklinga sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi, oft frá fleiri en einum manni. Meginmarkmið starfsemi Stígamóta er að aðstoða einstaklinga sem beittir hafa verið kynferðisofbeldi, veita þeim stuðn- ing og fá þá til að deila reynslu sinni með öðr- um, sem einnig hafa verið beittir slíku of- beldi eða þekkja það vel. Með kynferðisof- beldi er, auk sifjaspella, nauðgana og kynferð- islegrar áreitni, einnig átt við klám, vændi og mansal. Mikilvægt að standa vel við samtök sem bæta samfélagið Stígamótakonur hafa einnig verið ötulir talsmenn þess að vekja at- hygli á kynferðisofbeldi og staðið fyrir forvarnarstarfi og fræðslu og eiga þær miklar þakkir skildar fyrir það. Það er mikilvægt að standa við bakið á slíkum samtökum sem sinnt hafa þessu óeigingjarna og erfiða starfi af miklum dug og þannig gert samfélagið okkar betra. En það er ekki bara þessi dagur sem er merkilegur heldur er þetta einnig afar ánægjulegt ár, þar sem við fögnum 100 ára af- mæli kosningaréttar kvenna. Fyrir okkur sem þekkjum ekkert annað en að það sé sjálfsagður réttur að fá að hafa áhrif með því að taka þátt í kosningum er eilítið skrýtið að hugsa til þess að konur hafi í raun ekki mátt kjósa nema síðustu 100 árin. Það er óskiljanlegt að raunverulega hafi ver- ið reynt að rökstyðja jafn undarlega staðreynd og þá að konur mættu ekki kjósa. Hlutur kvenna efldur innan flokks og utan Við sjálfstæðiskonur viljum fagna þessum tímamótum og ekki ein- göngu sjálfstæðiskonur heldur líka -karlar. Á flokksráðsfundi síðast- liðið haust var samþykkt að tileinka landsfund Sjálfstæðisflokksins 2015 konum og að markvisst verði unnið að því að efla hlut kvenna til jafns við karla í trúnaðarstöðum innan flokksins og áhrifastöðum í umboði hans. Áhersla okkar sjálfstæðiskvenna er á valdeflingu kvenna en með því að koma konum til áhrifa í sam- félaginu til jafns við karla hámörk- um við nýtingu þess vel menntaða og reynslumikla mannauðs sem við búum yfir hér á landi. Stærsta skrefið í átt að valdeflingu kvenna sem stigið verður á næstu árum er aukinn einkarekstur í þeim greinum þar sem hinar svokölluðu kvenna- stéttir starfa. Það er óviðunandi að heilbrigðisgeirinn og menntakerfið séu að mestu rekin af ríkinu. Með því eru þær fjölmörgu konur sem starfa í þessum stéttum sviptar frelsi til að velja úr tækifærum, til að hafa raunveruleg áhrif, semja um hærri laun eða reka eigin fyrirtæki. Eitt mesta tækifæri íslenskrar þjóðar Með því færast aukin völd til kvenna, þeirra sem þekkja heil- brigðiskerfið og menntakerfið einna best. Það mun klárlega skila metn- aðarfyllri og betri heilbriðisþjón- ustu og menntakerfi. Stígamót eru virkilega gott fordæmi í þessum efnum. Eining sem rekin er á for- sendum kvenna, byggð á reynslu þeirra og þekkingu með stuðningi frá ríki og einkaaðilum. Valdefling kvenna er eitt mesta tækifæri sem íslensk þjóð stendur frammi fyrir og vonandi nýtum við öll þetta ár til að auka hana sem mest. Eftir Þóreyju Vilhjálmsdóttur »Með formi einka- rekstrar skapast fjölbreytt tækifæri fyrir konur til að ráðast í eig- in rekstur og vera þá ekki bundnar við aðeins einn viðsemjanda. Þórey Vilhjálmsdóttir Höfundur er formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna. Eitt mesta tækifæri þjóðarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.