Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 Sigmar ÓlafurMaríussongullsmiður fæddist 8. mars 1935 í Hvammi í Þistilfirði. Hann flutti til Reykja- víkur 1957 ásamt unnustu sinni og seinna eiginkonu, Þórdísi Jóhanns- dóttur. Unga parið stóð þá á tímamótum þar sem Sigmar hafði lent í alvarlegu slysi árið áður og misst báða fætur. Þau eign- uðust heimili á Rauðalæk þar sem þau bjuggu á fyrstu árum Sigmars í gull- smíðanáminu en 1970 fluttu þau að Suð- urbraut 9 í Kópavogi þar sem Sigmar býr enn. Þau eignuðust fimm börn: Sigrúnu Ásu, Berglaugu Selmu, Svan Mar, sem lést ungur, Hönnu Maríu og Þórdísi Höllu. Sam- býliskona Sigmars til ársins 2000 var Ragnheiður Ríkarðsdóttir og eignuðust þau dótturina Áslaugu. Afabörn Sigmars eru 10, langafa- börn orðin 11 og afkomendur því samtals 27. Sigmar stofnaði fyrirtækið Módelskartgripi árið 1964. Lengst af var það til húsa á Hverfisgötu 16a en í seinni tíð á Suðurbraut 9. Á báðum stöðum hefur alltaf verið gestkvæmt, heitt á könnunni og blómlegt mannlíf. Sigmar var virkur í íþrótta- og félagsstarfi. Hann stundaði lyftingar af kappi, var í Íþróttafélagi fatlaðra og keppti t.a.m. á Ólympíuleikum fatlaðra. Hann tók einnig þátt í ferlimálum fatlaðra m.a. með nefndarstörfum. Hann var gerður að heiðursfélaga Sjálfsbjargar og fálkaorðuna fékk Sigmar 1994 fyrir félagsstörf í þágu fatlaðra. Gullsmíðafélagið á mikið í Sigmari en þar var hann for- maður og gjaldkeri um árabil og hlaut heiðursskjal félagsins 2004. Snemma á ævinni fór Sigmar að safna gömlum hlutum svo úr varð mikið safn alþýðuhluta sem fyrir nokkrum árum var komið fyrir í byggðasafni á Sauðanesi á Langanesi. Annað áhugamál er málaralist en hann hefur sótt málaranámskeið og safnað að sér verkum um árabil. Sigmar heldur upp á daginn með nánustu fjölskyldu. Sigmar Ólafur Maríusson er áttræður Gullsmiður Sigmar rak Módelskartgripi. Lét ekki alvarlegt slys hindra sig Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Íris Anna Arnarsdóttir Bergmann fæddist 25. desember 2013. Hún vó 2.995 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Ýr Hnikarsdóttir og Arnar Már Bergmann. Nýr borgari Þ orbjörn fæddist í Reykja- vík 7.3. 1965 en flutti með fjölskyldunni í Borgar- nes þegar hann var sjö ára og lauk þar grunn- skólaprófi: „Ég á margar góðar minn- ingar frá þessum fallega bæ og óvið- jafnanlegri fjallasýninni þaðan þegar vel viðrar. Á bernskuárunum dvaldi ég oft í Sumarhúsum í Skagafirði hjá afa mínum og ömmu, Brodda og Frið- riku, og hjá afa og ömmu í Hvera- gerði, Stefáni og Elínu. Auk þess var ég í sveit á sumrin á Kvíum í Þverár- hlíð frá 12 ára og til 15 ára aldurs. Þessi ár hafa eflaust ýtt undir áhuga minn á náttúrunni, dýrum og jurtum.“ Þorbjörn var í MR: „Fyrsta menntaskólaveturinn bjó ég hjá Brodda afa mínum sem reyndist mér vel í dönsku- og þýskunámi.“ Þor- björn lauk stúdentsprófi 1985, stund- aði síðan nám í læknadeild HÍ og fékk lækningaleyfi 1992, var síðan þrjú ár í unglæknisstöðu á lyflækningadeild og svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala og hélt síðan til Madison í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum þar sem hann lauk sjö ára sérnámi í Þorbjörn Guðjónsson, læknir og hjartasérfræðingur – 50 ára Á Hornströndum Þorbjörn og Þórdís nota hvert tækifæri til að ganga á fjöll og ráfa um óbyggðir landsins. Göngugarpur og golfari Hundavinur Þorbjörn hefur átt hunda um árabil og sinnir nú hundarækt. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.