Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015
✝ Ólína K. Jón-asdóttir fædd-
ist í Reykjarfirði á
Hornströndum 21.
nóvember 1930.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Vestfjarða 27.
febrúar 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Alexandr-
ína K. Benedikts-
dóttir, f. 18.2. 1902,
d. 1.9. 1988, frá Reykjarfirði,
og Jónas Guðjónsson, f. 16.4.
1906, d. 10.4. 1981, frá Skjalda-
bjarnavík. Alsystur eru Anna, f
19.7. 1927, Svanfríður Vigdís, f.
29.11. 1928, og Jensína Rósa, f.
9.6. 1932. Hálfsystkini (sam-
feðra):, Högni, f. 11.12. 1933, d.
20.12. 1974, Kristján Knútur, f
19.11. 1934, d. 5.4. 1994, Mar-
grét Kristín, f. 18.4. 1936, og
Guðný Anna, f. 4.7. 1937, d.
30.10. 2012.
Ólína hóf búskap með Krist-
jáni Hilmari Lyngmo á Höfð-
aströnd í Jökulfjörðum árið
1952, þau gengu í hjónaband
árið 1953. Kristján fæddist á
Ísafirði 17. mars 1931, for-
eldrar hans voru Jónína Al-
bertsdóttir, f. 25.6. 1904, d.
29.1. 1988, og Hilmar Lyngmo
Hansen, f. 18.2. 1888, d. 1964.
Kristján ólst að mestu upp hjá
Guðjóni Kristjánssyni og Önnu
eitt barn. Sonur Þórdísar er
Ævar Þór, f. 1977, á hann eitt
barn. 4. Jón Alberts, f. 1958,
kvæntur Sigrúnu Ingadóttur, f.
1958, börn þeirra eru: Inga
Dóra, f. 1985, maki Ari Arn-
arson, f. 1982, eiga þau eitt
barn. Ólína, f. 1990, maki Ingi-
bjartur Bjarni Davíðsson, f.
1990, eiga þau tvö börn. 5.
Kristinn Gunnar, f. 1959,
kvæntur Halldóru Halldórs-
dóttur, f. 1961, börn þeirra eru:
Heiðar Þór, f. 1982, maki Mari
Jacobsen, f. 1985. Halldór
Hólm, f. 1985, maki Hugrún
Linda Jóhannesdóttir, f. 1991.
Sandra, f. 1988. 6. Sigrún, f.
1960. 7. Hilmar, f. 1963, kvænt-
ur Sigríði Sigþórsdóttur, f.
1973, börn þeirra eru: Sigþór, f.
1998, og Eva Björg, f. 2000. 8.
Jónas, f. 1969. 9. Berglind, f.
1974.
Ólína stundaði nám við
Kvennaskólann að Hverabökk-
um í Hveragerði 1950-1951. Ól-
ína og Kristján flytja til Ísa-
fjarðar 1957 frá Höfðaströnd
og hafa búið í Brunngötu 20
síðan 1960. Ólína var heima-
vinnandi húsmóðir en tók einn-
ig að sér að gera við og breyta
fötum frá Kaupfélaginu og
fleirum, gerði við vinnugalla
fyrir Vélsmiðjuna Þór og Skipa-
smíðastöð Marzelíusar. Prjón-
aði hina ýmsu hluti og seldi.
Einnig vann hún í Björnsbúð og
um tíma sem stuðningsaðili fyr-
ir barn á leikskóla. Hún bar út
Morgunblaðið til margra ára.
Úför Ólínu fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag, 7. mars
2015, kl. 14.
Jónasdóttir, afa og
ömmu Ólínu, í
Skjaldabjarnarvík.
Börn Ólínu og
Kristjáns eru: 1.
Guðbjörn Albert, f.
1953, d. 1954.
2. Guðmundur Óli,
f. 1954, kvæntist
Jónínu G. Krist-
insdóttir, f. 1950, d.
2006. Núverandi
maki Anette Han-
sen, f. 1963. Börn Guðmundar
og Jónínu eru: Sigurlína Jón-
asdóttir (fósturdóttir), f. 1969,
maki Magnús G. Gíslason, f.
1968, eiga þau þrjú börn.
Linda, f. 1985, maki Haukur Ei-
ríksson, f. 1982, eiga þau eitt
barn. Börn Anette eru: Krist-
rún, f. 1983, maki Ronni Berth
Mortensen, f. 1978. Tómas Em-
il, f. 1985, maki Elín Marta Ei-
ríksdóttir, f. 1982 og eiga þau
tvö börn. Edith, f. 1987, maki
Jakob Örn Sigurðarson, f. 1982,
og eiga þau tvö börn. 3. Sveinn
Daníel, f. 1955, kvæntist Ingu
Þorláksdóttur, f. 1958, þau slitu
samvistum. Núverandi maki er
Þórdís Steinþórsdóttir, f. 1950.
Börn Sveins og Ingu eru: Krist-
ján, f. 1980. Þorlákur, f. 1983,
maki Jórunn Bjarnadóttir, f.
1979, eiga þau tvö börn. Brynj-
ar, f. 1986, maki Hjördís Guð-
mundsdóttir, f. 1992. Brynjar á
Elskuleg tengdamóðir mín hef-
ur fengið hvíldina. Vil ég þakka
henni samfylgdina síðustu 18 árin.
Ólína var einstök kona, ljúf og
góð. Ég gat alltaf leitað til hennar,
sama hvað það var þá gerði hún
það sem hún gat til að aðstoða
mig. Til dæmis þegar ég var með
Sigþór lítinn og Evu Björgu viku-
gamla þá var ég nýbúin að keyra
Hilmar minn út á sjó, þá kom eitt-
hvað yfir mig og ég bara gat ekki
hugsað mér að fara ein heim. Ég
hringdi í Ólínu og spurði hvort hún
vildi koma með mér og börnunum
heim og henni fannst það nú ekki
mikið mál og kom hún með okkur,
sem veitti mér mikinn stuðning.
Þessi minning og margar aðrar
munu ylja mér um ókomna tíð.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Elsku Ólína, hvíl í friði.
Þín tengdadóttir,
Sigríður (Sigga).
Elsku Ólína amma.
Þegar ég var eins og hálfs árs
vann ég í lífslottóinu og eignaðist
annan pabba, þriðja settið af
ömmu og afa og fullt af föður-
systkinum og frændsystkinum.
Ég varð strax ein af ykkur og
gerði mér í raun ekki grein fyrir
því að það væri ekki sjálfgefið fyrr
en ég var komin með þó nokkurt
vit, ég þekkti jú ekkert annað.
Fyrir það er ég ævinlega þakklát
og finnst ég svo rík að eiga svona
mikið af góðu fólki í kringum mig.
Það er skrítið að koma í Brunn-
götuna og sjá þig ekki í sætinu
þínu með prjóna eða bók í hönd.
Þú varst mjög handlagin og prjón-
aðir alveg fram á síðustu stundu.
Ekki urðu verkin neitt mikið ein-
faldari með árunum, útprjónaðir
vettlingar á mjög fíngerða prjóna
eða símunstraðir lopasokkar. Svo
ekki sé talað um útsaumuðu púð-
ana sem þú gafst langömmubörn-
unum ein jólin. Við fjölskyldan
njótum góðs af þessum verkum
þínum og þú átt örugglega oft
stóran þátt í því að hlýja mörgum
af okkur á tánum.
Það var svo gaman að þú skyld-
ir koma í skírnina hans Davíðs
Jóns núna í nóvember sl. og að þú
hafir verið hér í borginni í tvær
vikur. Langömmuskotturnar
fengu að kynnast þér örlítið betur
og voru fyrst svolítið feimnar við
súrefnisslöngurnar þínar en voru
fljótar að átta sig á að þarna var á
ferðinni skemmtileg langamma
sem gaman var að sniglast í kring-
um í sófanum og hjúfra sig upp að.
Elsku amma, við sem eftir sitj-
um og kveðjum þig eigum fullt af
yndislegum minningum um þig
sem við varðveitum vel og þær
veita okkur styrk á þessari
kveðjustund. Þú varst yndisleg
kona sem gott og gaman var að
spjalla við og þú tókst alltaf jafn
vel á móti mér og mínum þegar við
komum vestur í heimsókn. Iðu-
lega byrjaði og endaði jú vestur-
ferðin í Brunngötunni hjá ykkur
afa.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Með þessum orðum kveð ég þig
í bili, amma mín, og ég trúi því að
þú hafir það gott þarna hinum
megin, sért frjáls eins og fuglinn
og að handavinnan haldi sínu
striki.
Þín
Inga Dóra.
Elsku amma, við erum þakklát
fyrir árin sem við áttum með þér
og munt þú ávallt lifa í hjörtum
okkar.
Minningarnar eru margar eins
og til dæmis þegar við vorum lítil
fengum við oft fiskbúðing hjá þér
og afa, einnig fannst okkur best að
við máttum alltaf fá ís þegar við
vildum.
Við spiluðum stundum ólsen-ól-
sen við þig og gátum við valið úr
myndum til að horfa á í sjónvarp-
inu.
Þú varst alltaf svo dugleg að
prjóna og sauma og prjónaðir
mikið af vettlingum og sokkum
fyrir okkur í gegnum árin.
Elsku amma, við munum ylja
okkur við allar þessar góðu minn-
ingar sem þú gafst okkur.
Sigþór og Eva Björg.
Með örfáum orðum langar mig
að minnast frænku minnar, Ólínu
Jónasdóttur. Ég var bara sex ára
þegar ég fór í sveit til ömmusystur
minnar Alexandrínu Benedikts-
dóttur móður Ólínu. Hjá henni var
ég síðan hvert sumar öll mín
bernskuár. Alla, eins og hún var
kölluð, bjó þá í Reykjarfirði í
Grunnavíkurhreppi. Hún giftist
föðurbróður mínum Jónasi Guð-
jónssyni og eignuðust þau fjórar
dætur, þær Önnu, Svanfríði, Ólínu
og Jensínu.
Jónas og Alla skildu meðan
dæturnar voru barnungar og ól
Alla dæturnar upp ein. Alla keypti
síðar helming jarðarinnar Höfð-
astrandar í Jökulfjörðum og flutti
þangað. En Anna, elsta dóttirin,
bjó þá á næsta bæ.
Hjá Öllu voru alla tíð í heimili
móðir hennar Svanfríður Daníels-
dóttir og maður hennar Þorberg-
ur Samúelsson. Sem ung stúlka
gekk Ólína alltaf að slætti með
Bergi og vann þá á við hvern karl-
mann. Mikil vinátta og virðing
ríkti alla tíð milli Ólínu og Bergs.
Allar voru systurnar fallegar
stúlkur, Ólína ekki síst, með sitt
fríða andlit, dökka mikla hár og
spengilega vöxt. Ólína var rólynd,
glaðlynd og hláturmild. Á heim-
ilinu var alltaf rólegt og notalegt,
engin læti eða rifrildi. Allir voru
góðir hver við annan. Þarna var
gott að vera.
Ólína giftist Kristjáni Lyngmó,
myndarlegum dugnaðarmanni, en
hann var sonur Jónínu, sambýlis-
konu Jónasar, föður Ólínu. Það
voru því nokkuð óvenjuleg fjöl-
skyldutengsl þeirra hjóna, þar
sem þau áttu sameiginlegar hálf-
systur.
Ólína og Kristján hófu búskap á
Höfðaströnd en árið 1957 flytja
þau ásamt Öllu til Ísafjarðar. Þar
festu þau kaup á húsi á Brunngötu
20 og áttu sitt heimili þar upp frá
því ásamt Öllu.
Það sýnir vel mannkosti þeirra
Kristjáns og Ólínu að um tíma átti
heimili hjá þeim móðir Kristjáns
og einnig tóku þau Jónas föður
Ólínu til sín, eftir að hann var orð-
inn heimilislaus einstæðingur,
þótt Ólína hefði haft lítið af honum
að segja um ævina.
Ólína og Kristján eiga átta
börn, sex syni og tvær dætur, allt
hið mesta myndar- og dugnaðar-
fólk. Eitt barn, dreng, misstu þau
kornungt. Má geta nærri hve erfið
lífsreynsla það hefur verið ungri
móður.
Ólína var vel gefin, vel lesin og
minnug. Hún fór ung á hús-
mæðraskóla en það nám þótti
henta verðandi húsmæðrum mjög
vel. Ólína átti vissulega eftir að
standa fyrir stóru heimili síðar.
Síðustu árin átti Ólína við van-
heilsu að stríða, en sýndi sama
jafnaðargeð og ævinlega.
Í hvert skipti sem ég kom til
Ísafjarðar fór ég í heimsókn á
Brunngötuna. Alltaf mætti manni
sama hlýjan og elskusemin.
Það er líka gott að hafa átt
sumrin hjá Öllu, Svanfríði ömmu,
Bergi og systrunum, þaðan á ég
yndislegar bernskuminningar
Ég vil að lokum þakka Ólínu
samferð á ævinnar vegi, þegar
leiðir skilur um sinn. Kristjáni og
börnum þeirra Ólínu votta ég inni-
lega samúð og systkini mín senda
einnig fjölskyldunni samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Ólínu Jón-
asdóttur
Þrúður Kristjánsdóttir,
Búðardal.
Þegar ég sest niður og hugsa
um hana Ólínu koma upp í hugann
tryggð og vinátta. En af því átti
hún nóg, vináttu og tryggð, sem
hún sýndi ömmu minni í gegnum
tíðina. Hún kom alltaf á Bakkana
klukkan þrjú á hverjum degi og
þær drukku saman; önnur kaffi og
hin mjólkurbland, og ræddu málin
eða skoðuðu handavinnu hvor hjá
annarri. Hún hafði kannski prjón-
að sokkabuxur eða nærboli sem
voru alltaf þarfaþing hjá ungum
börnum, svo ég tali ekki um flottu
vestfirsku vettlingana sem komu
frá henni og yljuðu mörgum hönd-
um.
Ólína og Kitti frændi voru part-
ur af lífi mínu alla tíð, fyrst norður
á Höfðaströnd, þegar ég sjö ára
fór sem barnapía hjá þeim, síðan
hér á Ísafirði þegar þau fluttu
hingað, um tíma bjuggu þau á
neðri hæðinni hjá okkur ömmu.
Barnahópurinn var stór, sjö börn
eru nú uppkomin en elsta barnið
lést ungt. Ásamt börnunum var
móðir hennar hjá henni alla tíð og
síðar faðir hennar og oft tengda-
móðir. Það sannaðist þá að þar
sem hjartahlýjan er er alltaf pláss,
því ekki voru húsakynnin stór. Ól-
ína vann verkin sín vel, faldaði
buxur fyrir verslun hér í bæ, gerði
við vinnugalla o.fl. Hún bar út
Morgunblaðið í neðri bænum í
fjöldamörg ár.
Nú er vinnudegi lokið hjá þér,
Ólína mín, og þú hefur fengið
hvíldina, þakka þér alla þína
tryggð og vináttu í gegnum tíðina.
Við hjónin sendum fjölskyld-
unni okkar innilegustu samúðar-
kveðju.
Blessuð sé minning þín.
Kristjana
Sigurðar (Kiddý).
Ólína K.
Jónasdóttir
ÞAR SEM FAGMENNSKAN
RÆÐUR
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 Harpa Heimisdóttir
Útfararstjóri
Hrafnhildur Scheving
Útfararþjónusta
Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær
sími 842 0204 • www.harpautfor.is
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNÍNA MARGRÉT BJARNADÓTTIR,
Stella,
Lautasmára 1, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir
föstudaginn 27. febrúar. Jarðsungið verður frá
Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 13. mars kl. 15.
.
Björn Gunnlaugsson, Regína W. Gunnarsdóttir,
Stefán Bjarni Gunnlaugsson, Ólöf Jónsdóttir,
Guðmundur Gunnlaugsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HELGA ÞORGRÍMSDÓTTIR,
Karfavogi 37,
Reykjavík,
lést 26. febrúar á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund.
Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 10. mars
kl. 13.
.
Hallgrímur P. Oddsson,
Matthea Guðný Ólafsdóttir,
Þorgrímur Hallgrímsson, Gyða Jónsdóttir,
Oddur Hallgrímsson, Sigríður Kristín Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Bróðir okkar og mágur,
ÞÓR GUÐMUNDSSON,
Hlíðarhúsum 5,
Reykjavík,
lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsi
28. febrúar.
Útför hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
.
Aldís Ólöf Guðmundsdóttir, Hilmar Svavarsson,
Margrét María Guðmundsdóttir, Jón Þór Þorbergsson,
Brynja Guðmundsdóttir, Arnór Einarsson,
Magnús Guðmundsson, Bergljót Einarsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
KRISTJANA F. ARNDAL
listmálari,
er látin.
Útförin verður auglýst síðar.
.
Þorgeir Þorgeirsson,
Bergur Þorgeirsson og fjölskylda,
Lilja Þorgeirsdóttir og fjölskylda,
Finnur Þorgeirsson og fjölskylda,
Fjóla Þorgeirsdóttir og fjölskylda.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGUNN HOFFMANN,
áður til heimilis að Flókagötu 43,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
miðvikudaginn 4. mars 2015.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
.
Hans Indriðason, Erla Einarsdóttir,
Níels Indriðason, Guðlaug Ástmundsdóttir,
Indriði Indriðason, Anna Toft,
Gunnar Indriðason, Hildur Þorvaldsdóttir,
Ragnheiður Indriðadóttir, Kristinn Karlsson
og fjölskyldur.